Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 7
HUGUR OG HÖND 2020  7 Brot leirmuna þeirra sem eru á Þjóðminjasafni eru frá 14. og 15. öld. Caroline og Hrefna hafa leitast við að vinna ílátin í anda þeirra brota. Margir gripir sem fundust við fornleifauppgröft að Gásum eru varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands. Virðist þar vera um að ræða ýmiss konar ílát, matar- og drykkjarílát, könnur og leirbrúsa. Talið er að þessir leirmunir eigi uppruna sinn í Englandi, Þýskalandi og á hinum Norðurlöndunum. Form, litur og efni Caroline og Hrefna hafa í tólf sumur rennt súpuskálar, glös, könnur og fleira úr leir fyrir Miðaldadagana á Gásum. Form, lit og efni hafa þær sótt í þau leirmunabrot sem tengjast umræddu tímabili. Um það hvernig þessir nytjahlutir urðu til segir Hrefna: Á Miðaldadögunum Nýsköpun og sagan Leirsmiðja Eyjafjarðar Leirsmiðja Eyjafjarðar er heiti á samstarfi þeirra Caroline og Hrefnu um gerð leirmuna fyrir Miðaldadagana á Gáseyri. Báðar eru menntaðir leirkeralistamenn, hafa samanlagt um 45 ára reynslu í leirkerasmíði og listsköpun í leir. Frá árinu 2008 hafa þær gert ílát ýmiss konar, súpuskálar, könnur og drykkjarílát úr leir fyrir gesti sem sækja hátíðina. Miðaldadagar hafa verið haldnir á hverju sumri frá árinu 2008 og nú síðast 2019 eða í tólf sumur. Caroline og Hrefna hafa tekið þátt í hátíðinni frá upphafi. Gásverjar, lista- og handverks- fólk og aðrir sem standa að hátíðinni, hafa soðið súpu og bakað brauð í anda þess sem var á þeim tíma sem kaupstefnan að Gásum var haldin á miðöldum. Hugmyndin var, segir Hrefna, að hafa kjötsúpu á boðstólum og að gestir gætu keypt súpuskálar úr leir. Hún heldur áfram og segir: það hefði jú verið stílbrot við hugmyndina um miðalda kaupstefnuna að hafa súpuna í plastíláti. Það er áhugavert hvernig leir- verk sem þær hafa unnið fyrir hátíðina hafa fengið það form og þann lit sem einkennir þau. Leituðu þær til Þjóðminjasafns Íslands en þar eru varðveitt brot úr leirkerum sem hafa fundist í fornleifauppgreftri að Gásum og eru brotin frá þeim tíma sem verslunarstaðurinn að Gásum var við lýði. Talið er að verslun þar hafi staðið í nokkrar aldir, allt frá 12. og fram á 16. öld. Mikill fjöldi gesta hefur sótt hátíðina á hverju sumri. Má segja að hér hafi orðið til hugmyndin að samstarfi þeirra, að renna nægilega margar skálar til að hafa fyrir súpuna sem var boðin gestum. Í fyrstu notuðu þær jarðleir en síðar völdu þær steinleir sem er brenndur við hærra hitastig og heldur því betur vökva. Þær þróuðu leirkerin áfram og leituðu að formi sem hentaði notagildinu sem matarílát. Litu þær í því skyni til þess sem einkennir íslenska askformið. Þar má sjá, ef hugsað er um askinn án loks, skyldleikann með askinum og skálunum sem þær gerðu síðan, bæði í lögun þeirra og stærð. Caroline og Hrefna könnuðu einnig glerung leirbrotanna sem hafa fundist að Gásum, litinn og gerð glerungsins um leið og þær gerðu hlutina notendavænni. Miðalda leirker sem fundust í Pontefract, frá 11. og 12. öld.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.