Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 17

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 17
HUGUR OG HÖND 2020  17 Ferðast um heima með leiðsögn hjartfólginna hluta Í Japan er hugtakið kintsugi notað um þá list og heimspekiiðju að gera við leirmuni með lími og gulli, silfri eða hvítagulli. Brotið er upphafið, dásamað, það er dregið fram fremur en að reynt sé að fela það sjónum okkar að hluturinn er ekki lengur heill. Viðgerðin bætist við söguna sem býr í hlutnum og gerir hann verðmætari en þegar hann var óbrotinn. Ef til vill ætti fremur að segja að hluturinn sé nú dýrmætari vegna þess að í því felst að ekki einungis er hann verðmætur heldur einnig að hann er eiganda sínum hjartfólginn, hann skiptir hann máli. Fegurð hluta felst ekki endilega í fullkomleika þeirra heldur ekki síður í brestunum. Vandvirknislegt handbragð og natni sem lögð hefur verið í viðgerð hluta vekja alltaf aðdáun þeirra sem hafa þroskað í brjósti sér strengi til að verða fyrir áhrifum, undrast og fræðast. Við þurfum ekki til fjarlægra landa til að ferðast, við eigum þess líka kost að ferðast í tíma, hverfa frá tíðaranda samtímans til þeirra tímalanda sem oft birtast innan byggðasafna hringinn í kringum landið. Sumarið 2019 réði ég mig til nokkurra daga safnvörslu á Byggðasafni Norður-Þingeyinga að Snartarstöðum. Safnið tilheyrir Menningarmiðstöð Þingeyinga og er til húsa í gamla barnaskólahúsinu, Núpasveitarskóla, við Kópasker. Ég ók norður úr höfuðborginni álíka spennt og ég var þegar ég hóf skólagöngu í þessu sama húsi fyrir hálfri öld. Já, tíminn er skrítin skrítla, ég man svo vel hvað ég hlakkaði til að læra að lesa, skrifa og reikna. Nú stóð „Fróðlegt er að sjá viðgerðir á leirtaui. Notað hefur verið bæði blý, garn og lím til viðgerða. Gaman er að velta fyrir sér mismun á verðmætamati.“ Púðann saumaði Þórhalla Gunnarsdóttir (1923-2007).

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.