Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 10

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 10
10  HUGUR OG HÖND 2020 Gáseyri Gáseyri nefnist eyri sem er við árósa Hörgár í Hörgársveit. Þar hefur verið helsti verslunarstaður á Norðurlandi á 14. og 15. öld, en ekki er vitað nákvæmlega hvenær verslun hófst þar. Þó eru elstu heimildir frá seinni hluta 12. aldar. Hvers vegna höfnin lagðist af og færðist síðar til Akureyrar, er ekki vitað nákvæmlega, en hugmyndir eru um að framburður Hörgár í aldanna rás hafi smám saman fyllt höfnina svo skip gátu ekki lengur lagst þar að bryggju. Jarðleir er yfirleitt brúnn eða rauðleitur, en einnig er hann til í ljósum litbrigðum. Steinleir er hins vegar aðallega til í gráum litatónum. Til eru margar gerðir af steinleir og jarðleir og hefur hver gerð sína sérstöku eiginleika í lit og brennslan er mismunandi. Til dæmis hefur steinleirinn hærra brennslumark og verður því þéttari og heldur vökva betur en jarðleirinn gerir. Guðmundur Ármann Gögn: Netið, 20. 2. 2020 Mynd 3, ljósmynd, miðalda leirker sem fundust í Pontefract (í Vestra-Jórvíkur- skíri) er líklega framleitt í Stam ford í Lincolnskíri á 11. og 12. öld. Netið, 11.2. 2020 https://is.wikipedia.org/ wiki/G%C3 A1sir https://is.wikipedia.org/wiki/Askur_ (%C3%ADl%C3%A1t) Samtöl: Hrefna Harðardóttir myndlistarkona og gögn frá henni í febrúar/mars 2020 Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur 24. febrúar 2020 Caroline Bjarnason er fædd í Oxford á Englandi og lærði leirkerasmíði (HND Design Course) við háskólann í Kent. Hún starfaði við leirkennslu barna og fullorðinna auk þess að vera með leirverkstæði og sölu. Hún flutti með fjölskyldu sína til Íslands árið 2005, hefur starfað í tengslum við upplýsingamiðlun og leiðsögn fyrir ferðamenn jafnhliða því að starfa á eigin leirverkstæði og selja beint til kaupenda. Hrefna Harðardóttir er stúdent af myndlistarbraut MA og lauk lokaprófi frá leirlistadeild MHÍ árið 1995 og lauk B.Ed námi frá kennaradeild LHÍ 2007 og ljósmyndanámi frá NYIP 2018. Hún hefur sótt mörg námskeið/ vinnustofur í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ungverjalandi, Danmörku, á Ítalíu og Englandi og haldið einka- sýningar og tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Íslands, þannig að margt sem þar kom fram ýtti við einstaklingum, listamönnum, sveitarfélögum og stofnunum á svæðinu. Þessir aðilar hrintu af stað undirbúningsvinnu til að koma í framkvæmd hugmyndum sem höfðu vaknað um að gera miðaldakaupstaðinn sýnilegan og aðgengilegan heimamönnum og ferðamönnum. Verkefnið hlaut nafnið Miðaldadagar á Gásum. Hátíðin er tilraun til að varpa ljósi á það hvernig líf og starf fólks á slíkri kaupstefnu kunni að hafa verið. Í kjölfarið hefur verið efnt til upplifunarævintýris þar sem gestir (um 1.650 gestir komu árið 2019) geta nálgast og upplifað hvernig mannlífið hafi verið í þannig höfn. Margt lista- og handverksfólk hefur komið saman af Eyjafjarðarsvæðinu en einnig víðar að af landinu og erlendis frá. Hefur það leitast við að vinna og skapa verk sem tengjast þessum tíma miðalda í matar-, tónlistar-, textíl- og handverksmenningu. Gásaskálar 2016. Ljósmynd: Hrefna Harðardóttir. storkurinn.is storkurinn@storkurinn.is

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.