Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 32
32 HUGUR OG HÖND 2020
Lifandi arfur
Þó að spjaldofin bönd séu nú mest
notuð á sögulegum búningum er
vel hægt að finna notkun fyrir
þau einnig í nútímasamhengi. Í
bók eftir Maikki Karisto sem
nefnd er í heimildaskránni eru
mörg dæmi um nýstárlegri
notkun. Bókin er því miður
eingöngu til á finnsku en
skýringamyndirnar eru svo
greinargóðar að hún gagnast þó
að maður skilji ekki textann. Að
vefa í spjöldum er „indæl iðja“ eins
og Margarethe Lehmann-Filhés
skrifaði fyrir meira en hundrað
árum en jafn áhugavert er að
kynna sér handverk og listfengi
genginna kynslóða.
Í undirbúningi er norrænt mót í
sögulegum spjaldvefnaði, þ.e. þar
sem áhugafólk frá öllum
Norðurlöndum kemur saman til
að ræða og kenna öðrum gömul
munstur og aðferðir við
vefnaðinn. Fyrsta ráðstefnan
verður haldin í Fylkisminja-
safninu í Gävle í Svíþjóð dagana
11.-13. september næstkomandi.
Þarna gefst íslenskum
áhugamönnum tækifæri til að
kynna sér bönd frá öðrum löndum
er því miður ekki til í bókasöfnum
hér á landi þó að hún byggi á
íslenskum vefnaði. En hún er
ennþá talin grundvallarbók og
hefur orðið kveikjan að frekari
rannsóknum og eflt áhuga á
spjaldvefnaði bæði austan hafs og
vestan. Tímarit með greinum
Margrethe um efnið eru aftur á
móti til í Íslandsdeild
Lands bókasafnsins.
Vel má vera að skrif Margrethe
hafi verið kveikjan að því Sigríður
Halldórsdóttir ákvað að bjarga
þessari fornu vefnaðaraðferð frá
endanlegri glötun. En vitað er að
hún hafði eignast bók Margrethe
í skandinavískri útgáfu. Árið
1994 tók Sigríður þátt í
spjaldvefnaðarmóti í Kalmar í
Svíþjóð og hélt þar erindi sem svo
árið eftir var birt í Skírni. Með
Sigríði í Kalmar voru einnig
Philippe Ricart og Ólöf
Einarsdóttir, en þau bæði kenna
s p j a l d v e f n a ð v i ð
Heimilisiðnaðarskólann. Philippe
og Ólöf eru meðal þeirra fáu sem
láta sér ekki nægja að endurgera
gömul munstur heldur nota
spjaldvefnað til að fá útrás fyrir
eigin listsköpun.
Margrethe Lehmann-Filhès
og íslenskur vefur
Ekki má skilja við umfjöllun um
íslenskan spjaldvefnað án þess að
nefna þýsku fræðikonu
Margarethe Lehmann-Filhés að
nafni.
Margarethe þessi er nú talin
vera upphafsmaður endur-
vakningar spjaldvefnaðar á
Vesturlöndum og vitnað er í hana
í öllum bókum sem fjalla um
spjaldvefnað. Um Margrethe og
þýðingu hennar fyrir útbreiðslu
íslensks menningararfs mætti
skrifa heila grein en við munum
einskorða okkur við þátt hennar í
endurvakningu spjaldvefnaðar.
En aðeins tilviljun réð því að
Margarethe kynntist þessari
vefnaðartegund. Hún hafði séð
ofið band hjá Dr. Valtý
Guðmundssyni í Kaupmannahöfn
og fór að skoða það með augum
vísindamannsins, þar sem hún
kannaðist ekki við
vefnaðaraferðina. Í kjölfarið birti
hún greinar um þennan
spjaldvefnað í þýskum blöðum og
gaf svo út bókina Über
Brettschenweberei (Um
spjaldvefnað) árið 1901. Þessi bók
Teikning Margrethe Lehmann-Filhés af íslenskri konu að vefa í spjöldum. Teikningin var fyrst birt í tímaritinu Zeitschrift des Vereins
für Volkskunde árið 1899 (bls. 25) en hefur síðar birst víðar, m.a. í Eimreiðinni árið 1903. Margrethe byggði teikninguna á frummynd
sem Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi gerði fyrir hana.