Morgunblaðið - 03.06.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020
Verið velkomin
Við póstsendum um allt land • Sími 568 5170
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Snyrtivörumerkin okkar eru:
Mad e i n I c e l a n d
Nýjar glæsilegar
SUMARVÖRUR
Kjólar • Blússur • Bolir • Peysur
Buxur • Töskur • Túnikur
Silkislæður • Plíseruð buxnapils
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Sú aðgerð okkar að bregðast við af
hörku í flýti hefur skilað sér,“ sagði
Jacinda Ardern, forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, í ávarpi, en í gær hafði
ekkert nýtt kórónuveirusmit greinst
þar í landi í ellefu daga samfleytt. Er
nú til skoðunar að í næstu viku verði
slakað enn frekar á þeim aðgerðum
sem í gildi eru vegna Covid-19, sjúk-
dómsins sem kórónuveiran veldur.
„Við förum brátt á fyrsta stig
aðgerða og verðum þannig eitt af
fyrstu ríkjum heims til að snúa aftur
til nokkuð venjulegs ástands eftir að
hafa upplifað Covid-19,“ sagði Ardern
og bætti við að ríkisstjórnin myndi
taka ákvarðanir um næstu skref
Nýja-Sjálands næstkomandi mánu-
dag. Áður hafði verið stefnt að því að
taka ákvarðanir um hugsanlega af-
léttingu aðgerða 22. júní.
Fá tilfelli staðfest
Harðar aðgerðir Nýja-Sjálands
hafa verið til umfjöllunar undanfarið
en ríkisstjórn Ardern hefur fengið
mikið lof fyrir góðan árangur í barátt-
unni við veiruna. Um tíma var nær öll
þjónusta og verslun lokuð en nú er
búið að opna aftur verslunarmið-
stöðvar, veitingastaði og minni versl-
anir. Enn eru þó í gildi fjarlægðar-
mörk á milli einstaklinga og
fjöldatakmarkanir í rýmum.
Ardern hefur áður lýst því yfir að
landamæri landsins yrðu lokuð fyrir
umheiminum um langt skeið vegna
kórónuveirunnar. Í skoðun sé þó að
stofna síðar á þessu ári eins konar
ferðasvæði á milli Nýja-Sjálands og
Ástralíu.
Alls eru staðfest tilfelli kórónu-
veiru í Nýja-Sjálandi 1.504 og hafa 20
látist af völdum veirunnar.
Gætu slakað
fyrr á aðgerðum
Ekkert nýtt smit greinst í 11 daga
AFP
Árangur Jacinda Ardern forsætis-
ráðherra sést hér flytja ávarp.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Núna síðustu nætur hafa atlögur
verið gerðar að verslunum á Neðri-
Manhattan og voru skemmdarverk
jafnvel unnin á stórverslun Macy’s,“
sagði Nina Svanberg, fréttaritari
sænska dagblaðsins Expressen í
New York, í samtali við Morgunblað-
ið í gærkvöld, en Svanberg ræddi
enn fremur við mbl.is um helgina og
sagði af því þegar lögreglulið í
Minneapolis skirrðist ekki við að
skjóta hana í götuna með gúmmíkúlu
þar sem hún var stödd í hópi kirfi-
lega auðkennds fjölmiðlafólks.
„Núna á þriðjudagskvöld tekur út-
göngubann gildi klukkan átta auk
þess sem [Andrew] Cuomo [ríkis-
stjóri New York] hefur auk þess látið
í ljós áhyggjur sínar af að aukin
hætta kórónuveirusmits fylgi mót-
mælunum. Nýsmitum hefur fækkað
undanfarið en enginn veit hvað verð-
ur nú þegar þúsundir koma saman í
mótmælum, margir grímulausir,“
sagði sænski fréttaritarinn enn
fremur.
Byrgja glugga sína
Hún sagði íþróttaleikvanginn
Barclays Center í Brooklyn hafa ver-
ið miðpunkt óeirðanna. „Lögreglan
hefur haft þar liðsstyrk þann sem
mest má vera, ég var sjálf að skrifa
þaðan í gærkvöldi [í fyrradag]. Eig-
endur fyrirtækja í Brooklyn hafa
byrgt glugga sína timburbjálkum til
að halda ránslýðnum úti, hér ætlar
allt um koll að keyra um nætur en
mótmælin á daginn eru friðsam-
legri,“ sagði Nina Svanberg við
Morgunblaðið í gær.
Jón Emil Claessen Guðbrandsson,
verkefnisstjóri hjá fyrirtækinu Infor
í New York, sem býr ásamt banda-
rískri konu sinni og 14 ára dóttur
þeirra í Brooklyn, tók í sama streng
og Svanberg. „Það hálfa væri nóg,
það á greinilega ekki af þessari þjóð
að ganga,“ sagði Jón Emil og vísaði
til kórónuveirufaraldurs sem enn
stendur.
„Andrúmsloftið er enn meira lævi
blandið en þegar ég talaði við þig
síðast,“ sagði Jón Emil og vísaði til
viðtals við mbl.is í apríl sem snerist
um kórónufaraldurinn. „Hérna ríkir
bara hættuástand, allir taka þátt í
þessum mótmælum, venjulegu fólki
er verulega misboðið hvað fram-
göngu lögreglunnar í Minneapolis
snertir, þessi maður [George Floyd]
var bara myrtur,“ sagði Jón Emil.
Mótmælin eru þó að hans mati ekki
að öllu leyti heiðarleg.
Neistinn í púðurtunnuna
„Glæpagengi sjá sér núna leik á
borði og ekki síður róttæklingar,
hvort sem er frá hægri eða vinstri,
þeir nýta sér ástandið til að espa fólk
upp og koma af stað óeirðum,“ sagði
Jón Emil frá. Hann telur heiðarlega
mótmælendur þó ekki komna í
minnihluta. „Þessi mótmæli eru allt
annars eðlis en hefðbundin mótmæli.
Hér hafa verið haldin mjög skipulögð
og vel framkvæmd mótmæli eins og
til dæmis Women’s March árið
2017,“ sagði hann enn fremur.
„Þetta er bara neistinn í púður-
tunnuna hér í Bandaríkjunum. Hér
hefur aldrei mælst annað eins at-
vinnuleysi í sögu landsins, fólk hefur
verið lokað inni í íbúðunum sínum í
þrjá mánuði og svo kemur þetta í
ofanálag.“ Hvernig hefur þetta
ástand þá komið við Jón Emil og fjöl-
skyldu hans?
„Ég bý nú bara svona 1.200 metra
frá svokölluðum „hot spot“ sem er
þar sem mótmælendur safnast sam-
an, hérna á Barclays Center og
þangað hafa mótmælendur safnast
auk þess sem þeir hafa tekið yfir
brýrnar sem liggja yfir til Brooklyn,
þar með talda hina sögufrægu
Brooklyn-brú þar sem öll umferð
hefur verið teppt,“ sagðist Jóni Emil
frá.
Þá byrjar ofbeldið
„Nú er komið á útgöngubann í
New York, frá átta að kvöldi til sex
um morguninn, sem verður út vik-
una. Hér er mjög friðsamt á morgn-
ana en upp úr hádegi færist fjör í
leikinn og þegar skyggja tekur verð-
ur mun meiri æsingur. Þá byrjar of-
beldið og átökin milli lögreglu og
mótmælenda, eignaspjöll og tóm
læti.“
Hvernig skyldi lögreglunni þá
ganga að skakka leikinn að mati Jóns
Emils þegar kvöld er komið og kólna
á fjöllum tekur?
„Hér hefur lögreglumönnum verið
fjölgað úr 4.000 í 8.000 á tólf klukku-
stunda vöktum og mér finnst lög-
reglan hafa staðið sig mjög vel. Á
Manhattan er allt í rúst, þar er búið
að mölva rúður á stóru svæði og
verður líklega nóg að gera hjá iðn-
aðarmönnum á næstunni. Maður
heyrir alltaf í þyrlum hérna sem
voma yfir Barclays Center og þegar
kvöldar heyrir maður lögreglusíren-
urnar fara í gang. Við erum með eina
14 ára hérna sem vill endilega fara
út, en það er bara sjaldan í boði.
Maður getur ekkert treyst á að ná í
hana í síma þegar allt er farið úr
böndunum svo við segjum henni bara
að drífa sig heim og hringja strax í
mömmu og pabba lítist henni ekki á
blikuna,“ sagði Jón Emil Claessen
Guðbrandsson, íbúi í Brooklyn í New
York, við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Skörp skálmöld vestanhafs
Vandi að spá um blöndu kórónuveiru og mótmæla Fréttaritari Expressen segir vargöld ríkja í
New York Íslendingur í borginni kveður Floyd-málið neista í púðurtunnu bandarískrar þjóðarsálar
Great Falls
Idaho Falls
George Floyd, 46 ára blökkumaður, lést eftir að lögregla handtók hann í Minneapolis 25. maí
Ofbeldi lögreglumótmælt um öll Bandaríkin
Los Angeles
NewYork
Houston
250 km
Minneapolis
Washington DC
Boston
Atlanta
Charleston
Denver
Portland
Seattle
Las Vegas
Dallas
Des Moines
St Paul
Fargo
Miami
Mótmæli frá
29. maí til 1. júní
Phoenix
Albuquerque
Memphis
Nashville
Louisville
Detroit
Columbus
Chicago
Eugene
Reno
San Francisco
Sacramento
San Diego Tucson
Kansas City
Sioux Falls
Oklahoma City
Austin New Orleans
Tampa
Orlando
Richmond
Fayetteville
Buffalo
Pittsburgh
Philadelphia
Salt Lake
City
Heimild: Bandarískir fjölmiðlar
Þjóðvarðlið
kallað út
Alaska
Anchorage
AFP
Ævareið Þúsundir mótmæltu grimmilegum dauðdaga George Floyds.