Morgunblaðið - 03.06.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.06.2020, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020 Gáð til veðurs Fjölmargir voru á ferðinni um hvítasunnuhelgina, mannfólk sem fjórfætlingar. Þessi hundur í Borgarnesi brá sér upp á borð og virti fyrir sér mannlífið utan girðingar. Eggert Víðtækar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á heim- ili og fyrirtæki hafa verið mögu- legar vegna sterkrar stöðu ríkis- sjóðs. Þrátt fyrir stóraukin útgjöld ríkisins á síðustu árum tókst að lækka skuldir sem eru og verða með því lægsta sem þekkist meðal ríkja OECD. Skynsamleg stefna í ríkisfjármálum skilaði ár- angri. Seðlabankinn dregur upp ágæta mynd af umfangi aðgerðanna sem ætlað er að styðja við fyrirtæki og launafólk, örva efnahagslífið um leið og skotið er nýjum stoðum undir atvinnulífið. Með skattalegum aðgerðum, beinum fjárstuðningi, auknum fjárfestingum, umfangsmiklum endurgreiðslum vegna rann- sókna og þróunar til að efla nýsköpun, er um- fang ráðstafana í ríkisfjármálum talið yfir 350 milljarðar króna. Í Peningamálum bankans kemur fram að þetta samsvari 11,9% af vergri landsframleiðslu síðasta árs. Sé aðeins horft til aðgerða sem fela í sér bein áhrif á afkomu ríkis- sjóðs er umfangið um 4,2% af landsframleiðslu sem er svipað og stjórnvöld í Noregi og Dan- mörku hafa kynnt. 500 milljarða halli Seðlabankinn reiknar með að samdráttur efnahagslífsins á þessu ári geti orðið um 8%. Rætist spáin er efnahagssamdrátturinn sá mesti hér á landi frá árinu 1920. Afleiðingar far- sóttarinnar hefðu orðið mun alvarlegri fyrir heimili og fyrirtæki ef ekki hefðu komið til um- fangsmiklar aðgerðir á sviði ríkisfjármála og peningamála en Seðlabankinn hefur gripið til róttækra aðgerða á því sviði og aldrei hafa vextir bankans verið lægri. Ekkert er án kostnaðar og lík- legt er að hallinn á ríkissjóði verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári. Á komandi ári má búast við hallarekstri, þótt efnahagslífið taki vonandi hressilega við sér líkt og flestir hagfræðingar eru sammála um. Samanlagður halli ríkissjóðs á þessu og næsta ári verður varla undir 500 milljörðum króna, að óbreyttu. Eins og við var að búast eru margir með ein- faldar lausnir á vandanum. Það á að fjölga ríkis- starfsmönnum og hækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Með öðrum orðum; auka á umsvif ríkisins og leggja þyngri byrðar á launafólk og fyrirtæki. Vinnumarkaðsrannsókn Hagstof- unnar, sem birt var í síðustu viku, breytir engu í hugum þeirra sem berjast fyrir aukinni ríkis- væðingu og telja að ríkið sé uppspretta og endir allra verðmæta. 109 þúsund manns Niðurstöður Hagstofunnar sýna hve alvarleg áhrif kórónuveiran hefur haft á íslenskt at- vinnulíf. Í apríl síðastliðnum voru rúmlega 22 þúsund færri starfandi á vinnumarkaði en í sama mánuði fyrir ári. Liðlega fimm þúsund fleiri voru án atvinnu og þeim sem eru utan vinnumarkaðar fjölgaði um 17.500. Alls voru rúmlega 62 þúsund utan vinnumarkaðar í apríl og nær 14 þúsund atvinnulausir. Alls tæplega 76 þúsund manns. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofn- unar voru í apríl um 33 þúsund í skertu starfs- hlutfalli í hlutabótaúrræðum. Þetta þýðir að um 109 þúsund manns voru ýmist utan vinnumark- aðar, atvinnulausir eða í hlutabótastarfi. Þetta er um 42% af áætluðum mannfjölda 17-74 ára. Til lengdar stendur engin þjóð undir því að vinnuafl sé vannýtt með þessum hætti. Verkefnið er því skýrt. Við þurfum að fjölga störfum – tryggja vinnufúsum höndum arðbær verkefni. Þau verkefni eru fyrst og síðast í við- skiptahagkerfinu en ekki innan veggja ríkisins. Á komandi mánuðum, misserum og árum markast átakalínur stjórnmálanna ekki síst af viðhorfi til frjáls viðskiptalífs annars vegar og aukinnar ríkisvæðingar hins vegar. Alveg með sama hætti og tekist verður á um hækkun eða lækkun skatta, aukin ríkisútgjöld eða hagræð- ingu í ríkisrekstri. Það mun reyna á okkur sem höfum staðið vörð um frjálsa samkeppni, sjálfstæða atvinnu- rekandann og frumkvöðulinn sem sækir fram í krafti nýrra hugmynda. Skipulega hefur verið grafið undan viðskiptalífinu með því að tor- tryggja allt og alla – ala á öfund í garð þeirra sem af dugnaði hafa byggt upp glæsileg fyrir- tæki. Í framtíðinni verður varðstaða okkar að verða harðari, skipulagðari og markvissari en nokkru sinni áður. Í einfaldleika sínum eigum við að taka okkur stöðu með verðmætasköpun, fjölgun starfa og bættum lífskjörum. Sérstakt fagnaðarefni Með sama hætti verðum við að hafa pólitískt þrek til að standa gegn hugmyndum um aukin ríkisútgjöld og hafa burði til að berjast fyrir hagkvæmari nýtingu sameiginlegra fjármuna og eigna. Það verður fyrst og síðast gert með nýsköpun og nýrri hugsun í opinberum rekstri, útvistun verkefna og auknu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Þessu tengt. Skilningur á nauðsyn þess að gæta hófsemdar í álögum á fyrirtæki og ein- staklinga er takmarkaður. Við sem teljum nauðsynlegt að koma böndum á skattagleði hins opinbera þurfum auðvitað að draga fram staðreyndir. Halda því til haga að skattbyrði á Íslandi, sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu, er sú þriðja þyngsta í Evrópu að teknu tilliti til lífeyris- og almannatrygginga. En staðreyndir duga ekki, það þarf að setja þær í samhengi við lífskjör almennings. Við verðum að læra að setja skattheimtu og reglubyrði í samhengi við samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjölda starfa og möguleika fyrirtækja til að standa undir góðum launum og bættum lífs- kjörum. Í þeim efnahagslegu þrengingum sem við Íslendingar glímum við, líkt og aðrar þjóðir, er fátt til að gleðjast yfir. En í erfiðleikum leynast oft tækifæri eins og stjórnvöld hafa skynjað og því lagt aukna áherslu á stuðning við nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf. Áskoranir komandi ára leiða einnig til þess að skarpari skil verða í stjórnmálum – krafa um skýrar hugmyndir verður meiri. Fyrir talsmenn atvinnulífsins, hófsemdar í skattheimtu og takmarkaðra ríkisafskipta er það sérstakt fagnaðarefni. Eftir Óla Björn Kárason » Áskoranir komandi ára leiða til þess að skarpari skil verða í stjórnmálum. Fyrir talsmenn hófsemdar í skattheimtu er það sérstakt fagnaðarefni. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Krafa um skýrar hugmyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.