Morgunblaðið - 03.06.2020, Síða 17

Morgunblaðið - 03.06.2020, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020 ✝ Árni GretarFerdinandsson fæddist 13. janúar 1926 á Hverf- isgötu 43 í Reykja- vík. Hann lést 25. maí 2020. Foreldrar hans voru Ferdinand Róbert Eiríksson skósmiður, f. á Ey- vindarstöðum á Álftanesi 13. ágúst 1891, d. 12. febrúar 1978, og Magnea Guðný Ólafsdóttir húsfreyja, f. á Ólafsvöllum á Skeiðum 4. apríl 1895, d. 20. mars 1981. Systkini Árna eru: Vigdís, f. 11. ágúst 1921, d. 15. nóvember 2006; Gunnar Óli, f. 24. nóvember 1922, d. 30. ágúst 2001; Eiríkur Róbert, f. 14. júní 1924, d. 4. september 2008; Gísli f. 13. október 1927; Jón Júlíus, f. 1. mars 1929, d. 20. júlí 1996 og Ferdinand Þórir, f. 17. ágúst 1936. Árni kvæntist 22. mars 1974 Steinunni Ísfeld Karlsdóttur f. 13. janúar 1941. Foreldrar hennar voru Karl Vilberg Karlsson, verslunarstjóri og kaupmaður í Neskaupstað, f. 6. ágúst 1907, d. 5. ágúst 1961, og Klara Ólafsdóttir, hús- freyja, f. 13. nóvember 1913, d. 21. apríl 1995. Fyrri kona Árna var Helga Hafsteins- dóttir, f. 17. nóvember 1930. Fyrir hjónaband eignaðist Árni dóttur 4. maí 1950, Ár- nýju, sem síðar var ættleidd. feld Ólafsdóttir, f. 19. desem- ber 1963, áður gift Davíð Þór Björgvinssyni, f. 1956. Börn þeirra eru: Davíð Steinn, f. 1985, Ólafur Birgir, f. 1990, Hjalti Þór, f. 1995 og Svala f. 2000. Núverandi maki Svölu er Grétar Örvarsson, f. 1959. Árni ólst upp í Reykjavík og gekk í barnaskóla Austur- bæjar. Hann var sendur í sveit á sumrin og var seinna sendill hjá Laugavegsapóteki. Fimm- tán ára hóf hann störf í bak- aríi Gísla Ólafssonar móður- bróður síns. Á þessum tíma var seinna stríðið skollið á, sem leiddi til hveitiskorts og þar af leiðandi lítið hægt að baka. Því fékk Árni vinnu tímabundið í svokallaðri „Bretavinnu“. Sú vinna var víða á Reykjavíkursvæðinu, við að byggja upp Reykja- víkurflugvöll, grafa fyrir vatnslögn ofan úr Esjunni í „Kamp“ við mynni Hval- fjarðar, reisa flughöfn til að nota við viðgerðir á Catalinu- flugbátum í Fossvogi og fleira. Þegar leið að því að stríðinu lyki bauðst Árna vinna hjá Magnúsi Víglundssyni stór- kaupmanni við leðurverslun hans. Síðar stofnaði Árni eigið fyrirtæki, Árni G. Ferdinands- son ehf., sem flutti inn bók- bandsefni í 49 ár. Samhliða því starfaði Árni hjá Smjörlíki/Sól hf. við markaðsstörf, toll- skjalagerð og fleira. Þar vann hann í 22 ár, eða allt til ársins 1994. Eftir að Árni lét af störfum hjá Smjörlíki/Sól hélt hann rekstri eigin fyrirtækis áfram allt til ársins 2018. Útförin fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 3. júní 2020, klukkan 15. Börn Árna í hjónabandi eru: 1) Hafsteinn, f. 27. febrúar 1952, d. 30. júní 2011, var kvæntur Guðrúnu Ruth Jósepsdóttur, f. 1951. Fyrri kona Hafsteins var Guðný Péturs- dóttir, f. 1955, d. 2019. Börn Haf- steins eru: a) Helga, f. 1974, d. 2015, maki Dagbjartur Hilmarsson, börn þeirra eru: Hilmar Hafsteinn, f. 1999 og Darri Dagur, f. 2006. b) Magnea Ingibjörg, f. 1977, maki Njáll Flóki Gísla- son, börn þeirra eru: Gísli Steinn, f. 2001, Hrafnhildur Guðný, f. 2003 og Patrekur Emil, f. 2011, c) Gunnar Ingi, f. 1981, maki Nerea Einars- dóttir Alvarez, börn þeirra eru: Gabriela Rós, f. 2013 og Baltasar Ingi, f. 2017. d) Haf- steinn, f. 1984, maki Hákon Guðröðarson. 2) Magnús Helgi, f. 25. september 1959, kvænt- ur Eddu Magnúsdóttur, f. 1960, börn þeirra eru: Steinn Helgi, f. 1994 og Magnea, f. 1997. 3) Klara Ísfeld, f. 20. júní 1977, áður gift Agli Vign- issyni, f. 1977. Núverandi maki Allan Askov Christoffersen, f. 1974. Börn Klöru eru: Stein- unn Anna Egilsdóttir, f. 1998, Saga Egilsdóttir, f. 2003 og Atli Karl Ísfeld-Askov, f. 2009. Fósturdóttir Árna er Svala Ís- Ég hitti fóstra minn fyrst 1970. Ég var sex ára og hann „nýi maðurinn“ hennar mömmu. Feimnislega stakk ég hendinni í lófa hans þegar hann bauð mér í göngutúr. Mamma og Árni giftu sig 1974 og keyptu sína fyrstu íbúð. Fjölskylda Árna tók mér opnum örmum sem og foreldrar hans, Ferdinand skósmiður og Magnea. Hlýjan streymdi frá þeim öllum og aldrei fann ég að ég væri óverðugri en aðrir fjöl- skyldumeðlimir sem voru blóð- tengdir. Svona er barnssálin. Hrædd við höfnun. Það besta sem hjónaband mömmu og Árna gaf mér var litla systir mín. Klara fæddist þegar ég var á fjórtánda ári. Árni var þá kominn yfir fimm- tugt og má með sanni segja að hún hafi lýst upp heimilið. Árni átti fyrir tvo syni úr fyrra hjónabandi, þá Hafstein og Magnús Helga, og eina dóttur, Árnýju, sem hann eignaðist áð- ur en hann gekk í hjónaband. Árný var ættleidd, en ég fékk tækifæri til að kynnast henni síðar og er ég ævinlega þakklát fyrir það. Árni ólst upp á þeim tíma þegar menntun var ekki auðsótt eða algeng. Hann lauk barna- skólaprófi og fór síðan að vinna. Hann var dugnaðarforkur og af- ar laghentur. Eins var hann list- rænn og hefur án efa fengið í arf listamannsgen úr móðurætt sinni, en Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var móðurbróðir hans. Árni leit upp til hans og hafði yndi af skúlptúrum frænda síns. Árni og mamma hafa sam- hent farið í gegnum öldudali lífsins. Árni missti Hafstein, eldri son sinn, 2011 og annað áfall skall á 2016 þegar elsta barnabarn hans, Helga eldri dóttir Hafsteins, lést rúmlega fertug. Þessi missir tók á, en þakksamlega átti Helga tvo syni sem bera svo fallega mannkosti mömmu sinnar. Börnin mín elskuðu afa sinn. Ég man svo vel þegar einn sona minna áttaði sig á því að afi væri ekki „alvöru“ afi þeirra. Honum hafði einfaldlega ekki komið annað til hugar og jafnvel ekki þrátt fyrir að ég kallaði Árna ekki pabba. Í hans huga og þeirra allra fjögurra er Árni afi, eins og afar sannast gerast. Dætur Klöru systur voru hon- um jafnframt afar dýrmætar og þær voru hændar að honum. Árni var áhugasamur um líf barnabarnanna og fylgdist vel með þeim. Mamma og Árni áttu saman gott líf. Þau voru samrýnd og heimakær. Þegar Klara litla fæddist sameinaði hún okkur þrjú og tengdi saman. Árni var pabbi hennar, mamma mamma hennar og ég stóra systir henn- ar. Við mættumst í henni og hún varð miðdepillinn. Eftir að Árni hætti að vinna hafði hann alltaf eitthvað fyrir stafni og eftir að mamma hætti að vinna áttu þau saman dag- ana. Sumrunum eyddu þau í sumarbústað sínum í Eilífsdal og nutu lífsins þar við fugla- söng. Árni var fimmtán árum eldri en mamma – upp á dag. Hann var heilsuhraustur, bæði and- lega og líkamlega, en allra síð- ustu árin var líkaminn farinn að gefa sig. Þá var gott að eiga mömmu að. Hún annaðist hann af miklum kærleika og nær- gætni. Var hann henni þakk- látur fyrir það. Þau voru lánsöm að eiga hvort annað og lánsöm að þurfa aldrei að skiljast að. Guð blessi minningu fóstra míns og haldi verndarhendi sinni yfir mömmu, sem nú hefur misst lífsförunaut sinn til fimm- tíu ára. Svala Ísfeld Ólafsdóttir. Með söknuði kveðjum við elskulegan afa og tengdapabba. Ég kynntist tengdapabba einn kaldan nóvemberdag 2007. Hann var þá 81 árs og mokaði snjó af miklum eldmóði af úti- dyratröppunum þar sem hann bjó í Skipasundi. Ég dáðist að styrk hans og hressileika. Hann tók mér opnum örmum og frá fyrsta degi hefur hann sýnt lífi okkar í Danmörku mikinn áhuga og ekki látið fjarlægðina á milli landa hindra sig í að fylgjast vel með. Árni var Atla yndislegur afi. Alltaf ljúfur og góður. Hann gaf sér góðan tíma með okkur þegar við hittumst og við nutum þess að hlusta á hann segja okkur spennandi sögur frá sinni löngu og við- burðaríku ævi. Þá líkaði Atla aldeilis vel þegar afi laumaði súkkulaðibita í lófa hans – og það oft rétt fyrir kvöldmat! Þrátt fyrir að þetta séu hvers- dagslegir hlutir eru þetta dýr- mætar minningar. Okkur feðg- um þykir leitt að geta ekki verið viðstaddir útför Árna en hlýjum okkur við að hann skyldi kveðja þennan heim í sumarbústaðnum eftir að hafa átt notalega helgi með Steinunni, sinni ástkæru eiginkonu til 50 ára. Þar leið honum best og með henni leið honum langbest. Hvíl í friði elsku „morfar“ og tengdapabbi. Atli Karl Ísfeld- Askov og Allan Askov Christoffersen. Afi minn, Árni G. Ferdin- andsson, lést 25. maí sl. eftir langa og viðburðaríka ævi. Hann naut þess að vera til og sló aldrei slöku við. Hann var fastagestur í Laugardalslaug til margra ára, sælkeri og mikið snyrtimenni, ávallt í skyrtu með bindi, jafnvel á sólarströnd og við garðvinnu. Reglunni um að fresta því ekki til morguns sem hægt væri að gera í dag fylgdi hann í einu og öllu, jafnvel þótt öðrum þættu verkefnin misjafnlega aðkall- andi. Þá reiddi hann sig á eigið verkvit og gerði sjálfur við öll tæki og tól á borð við ísskápa, úr og síma. Hann taldi það t.a.m. mikið veikleikamerki að kunna ekki að gera við klósett. Afi hafði sérstakt dálæti á barnabörnum sínum og voru miklir fagnaðarfundir í hvert sinn sem litið var í heimsókn til afa og ömmu í Skipasundið. Hann tók á móti þeim með breiðu brosi og þéttu faðmlagi. Hann var stoltur af þeim og lét sig miklu varða hag þeirra, nám og störf. Hann hafði sterkar skoðanir og mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar og áttum við því tíðar og líflegar samræður um ýmis mál á borð við pólitík, olíuverð og Donald Trump undir það síðasta. Ég minnist afa Árna með sorg í hjarta en jafnframt miklu þakk- læti fyrir góðar og hlýjar sam- verustundir. Davíð Steinn Davíðsson. Tryggur vinur og samstarfs- maður er horfinn yfir móðuna miklu. Meira en sjötíu ára sam- fylgd í gegnum lífið er skyndi- lega lokið. Við Árni vorum bæði vinir og samstarfsmenn hjá fyrirtækinu Sól h/f. Hann vann einkum að samskiptum við viðskiptavini og neytendur, enda með afbrigðum laginn við að umgangast fólk og leysa úr því sem á milli bar. Aldrei vissi ég til þess að nokk- ur færi óánægður af hans fundi Margar voru samverustundir okkar utan vinnu og ber þá hæst veiðiferðirnar á hestbaki um öræfi Íslands, allt upp á Arnarvatnsheiði, þar sem sjálf- ur Eiríksjökull ræður ríkjum. Í seinni tíð hittumst við reglulega í hádegismat í Ikea ásamt vini okkar beggja, Magn- úsi Norðdahl flugstjóra, og leystum þar ráðgátur lífsins og helstu vandamál sem íslensk stjórnvöld voru að basla við að ráða fram úr. Vertu sæll minn góði vinur og þakka þér fyrir samfylgdina. Þinn einlægur, Davíð Scheving Thorsteinsson. Árni Gretar Ferdinandsson ✝ Magnús Krist-ján Hávarðar- son fæddist 5. nóv- ember 1962 í Bolungarvík. For- eldrar hans voru Hávarður Olgeirs- son skipstjóri, fæddur í Bolungarvík 8. janúar 1925, d. 6. júní 2010 og Sóley Magnúsdóttir hús- móðir, einnig fædd í Bolungar- vík 10. apríl 1925, d. 13. janúar 2002. Magnús Kristján var yngstur af sex systkinum. Erna er elst, f. 13.7. 1943, síðan kemur Sveinfríður, f. 29.1. 1946, næst er Hildur, f. 14.3. 1948, þar á eftir Ingunn, f. 3.1. 1951 og næstyngstur er Olgeir, f. 4.8. 1955. Eftirlifandi eiginkona Magn- úsar er Guðný Sól- ey Kristinsdóttir, fædd í Reykjavík 20. apríl 1967. Son- ur þeirra er Magn- ús Orri Magnús- son, f. 20. maí 1998. Magnús Kristján lést á krabbameinsdeild Landspít- alans 16. febrúar 2020. Útför fór fram í Háteigskirkju 4. mars 2020 í kyrrþey að ósk hins látna. Með miklum trega kvaddi fjöl- skyldan frá Dísarlandi Magga frænda. Með Magga áttum við margar af okkar bestu stundum. Hjá honum sóttum við yndisleg- an félagsskap og góð ráð. Frá Magga barst mikil hvatning til fjölskyldunnar. Hann var til stað- ar ef við vorum hjálparþurfi. Hjá honum stóðu dyrnar opnar ef eitthvað bjátaði á. Hann lífgaði upp á tilveru okkar og fræddi okkur um alla heima og geima. Hann var fyrirmynd okkar að svo mörgu leyti. Búandi í Bolungar- vík þar sem tíminn stendur stundum í stað, var það eins og að stíga inn í aðra veröld að kíkja í heimsókn til Magga sem bjó í tveggja mínútna fjarlægð frá okkur. Hjá honum kynntumst við tölvum og hljóðfærum sem við höfðum aðeins lesið um. Og það mátti prófa allt, æfa sig og fá lánað. Hann var alltaf með nýj- ustu myndirnar og tónlistina. Töffari af guðs náð sem auðvelt var að líta upp til. Að setjast niður heima hjá Magga og ræða tónlist var eins og að setjast á skólabekk. Hann var vel að sér í tónlistarsögunni og með einstakt tónlistarinnsæi. Og hann var allt- af til í alls kyns uppátæki með okkur. Hvort sem það var að kaupa árabát eða spila með okkur í hljómsveit. Fara með okkur í ræktina eða slá upp skjólvegg. Hann fékk okkur til að taka upp tónlistina hans og flytja hana síð- an á tónleikum. Hann var mættur á fremsta bekk á útskriftartón- leika Valdimars og hvatti okkur til dáða í hverju sem við tókum okkur fyrir hendur. Og það þurfti ekki að ganga lengi eftir honum til að spila á gítar í fimmtugs- afmæli Olgeirs bróður síns. Það gerði hann ekki með hangandi hendi, skipaði feðgunum í Dísar- landi á stífar æfingar fyrir af- mælið þar sem hann stal að sjálf- sögðu senunni með gítarsólói í While My Guitar Gently Weeps sem enn er talað um. Það er því virkilega erfitt að horfa á eftir honum Magga sem var svo stór partur af okkar tilveru. Eftir standa minningar um góðan mann, bróður, mág og frænda sem reyndist okkur svo ákaflega vel. Hvíldu í friði, elsku Maggi. Elsku Sóley og Magnús Orri, megi almættið styrkja ykkur í sorginni. Olgeir Hávarðarson, Stefanía Birgisdóttir, Hávarður Olgeirsson, Birgir Olgeirsson, Valdimar Olgeirsson. Magnús Kristján Hávarðarson Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, síðast til heimilis í Boðaþingi 5, frá Brekkum, Mýrdal, lést þriðjudaginn 19. maí. Útför hennar fór fram í kyrrþey 2. júní að hennar ósk. Þökkum auðsýnda samúð. Starfsfólki Boðaþings verður ekki þakkað nógsamlega fyrir hlýja og ástríka umönnun. Adolf Örn Kristjánsson Guðrún Ólafsdóttir Grétar Kristjánsson Svana Björnsdóttir Ósk Kristjánsdóttir Guðmundur Vilhjálmsson Rut Kristjánsdóttir Jóhann A. Einarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI VIGFÚSSON, Höfðavegi 3, Húsavík, lést laugardaginn 16. maí. Útförin fór fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30. maí. Þökkum hlýhug og vinsemd alla. Hrafnhildur Ragnarsdóttir Ragnheiður Gísladóttir Jóhann Gíslason Linda Einarsdóttir afabörn og langafabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.