Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 Ragnhildur Þrastardóttir Snorri Másson Mál Rúmena sem komu hingað til lands, vanvirtu sóttvarnalög, stund- uðu búðahnupl og greindust með virk smit kórónuveiru hnykkir á mikilvægi breytinganna sem verða á móttöku ferðamanna hér á landi í dag, að sögn Víðis Reynissonar, yfir- lögregluþjóns hjá almannavörnum. Þær munu auðvelda lögreglu vinn- una ef fleiri sambærileg mál koma upp. „Skráningarnar eru nákvæmari og svo fara auðvitað allir í sýnatöku sem koma til landsins,“ segir Víðir sem telur að mál Rúmenanna gefi ekki til- efni til þess að endurskoða hvernig eftirliti með þeim sem koma að utan sé háttað en slíkt eftirlit breytist að einhverju leyti í dag. Hann kveður þó já við þegar hann er spurður hvort mál Rúmenanna sýni að eftirliti með þeim sem koma til landsins hafi mögulega verið ábótavant fram til þessa. „Þegar við erum búin að vera með um og yfir þúsund manns í sóttkví er ekki hægt að vera með eftirlit með öllum. Við höfum einfaldlega ekki mannskap í það.“ Í dag breytist móttaka þeirra sem koma hingað frá öðrum löndum en nú verður öllum gefinn kostur á að fara í sýnatöku í stað 14 daga sóttkvíar eins og áður var. Upplýsingarnar „uppspuni“ Misskilningur um að landið hafi fram til þessa verið lokað fyrir er- lendum ferðamönnum hefur undan- farið gert vart við sig. Sú var ekki staðan en allir sem komu til landsins voru skyldaðir til að sæta 14 daga sóttkví þótt undantekningar hafi ver- ið á því fyrir þá sem ferðuðust hingað vegna vinnu og voru í svokallaðri B- sóttkví. Rúmenarnir voru ekki í slíkri sóttkví. Hingað til hefur landamæraeftirlit verið aukið og allir sem hingað koma þurft að fylla út eyðublöð þar sem m.a. kemur fram hvar viðkomandi ætlar að dvelja í sinni sóttkví. Í tilfelli Rúmenanna voru upplýs- ingarnar um dvalarstað þeirra á eyðublöðunum „uppspuni“ að sögn Víðis. Eftir breytinguna í dag verður auðveldara að fylgjast með þeim sem koma hingað til lands og ganga úr skugga um hvort fólk sé smitað af veirunni. „Svo er okkur heimilt að vísa fólki frá sem vill ekki lúta þeim reglum sem gilda á landamærunum, vill ekki fara í sýnatöku eða telst ólík- legt til að standa við að fara í sóttkví,“ segir Víðir. Lögreglan má því senda fólk úr landi sem neitar að fara í sýnatöku eða sóttkví. Víðir telur að ef breytingin hefði átt sér stað áður en Rúmenarnir komu hingað til lands hefði mál þeirra verið auðveldara viðfangs. „Það væri gott ef við hefðum getað verið byrjaðir á þessu fyrr því það sem við munum fá út úr gögnum með nýju aðferðinni hefði gert okkur vinnuna í þessu tilfelli mun einfald- ari.“ Lögreglan skoðar nú fleiri mál í tengslum við þá sex Rúmena sem voru um helgina skikkaðir í sóttkví og einangrun eftir að hafa vanvirt til- mæli um sóttkví við komuna til landsins. „Það eru fleiri mál sem hafa komið upp í tengslum við þetta sem hafa orðið þess valdandi að við erum að skoða fleiri einstaklinga,“ segir Víðir. Lögreglan hóf leit að öðrum hópi Rúmena, fimm til sex manns, sem talið er að hafi komið til landsins í síðustu viku. Er sá hópur talinn tengjast hópnum sem lögreglan hef- ur nú þegar haft uppi á. Samtals eru því ellefu til tólf Rúmenar til rann- sóknar. Fyrri hópurinn dvelur nú í heild sinni í sóttvarnahúsinu við Rauðarár- stíg sem var opnað að nýju í gær en það hafði verið lokað frá því í maí. Lögreglumenn munu hafa eftirlit með Rúmenunum í sóttvarnahúsinu en ekki er ákveðið hversu margir lög- reglumenn verða þar. „Þetta er mjög krefjandi verkefni og einstakt í sjálfu sér að menn vilji ekki sæta sóttkví og þurfi að vera undir eftirliti lögreglumanna,“ segir Víðir. Tugir hafa komið að því að finna Rúmenana, að sögn Víðis, og þurftu sextán lögreglumenn, þar af um tíu hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að fara í sóttkví vegna þremenninganna sem voru handteknir í upphafi. Víðir segir að málið verði áfram mannafla- frekt og það krefjist samvinnu margra stofnana. „Það er auðvitað stórt mál þegar lögregluembætti eins og lögreglan á Suðurlandi missir níu starfsmenn í sóttkví. Það er ekki einfalt. Þetta er líka erfitt fyrir mannskapinn sem í þessu lendir. Eftir sitja nú allir þess- ir einstaklingar sem óttast það að hafa smitast,“ segir Víðir. Engir aukalögreglumenn til Enginn kemur í stað þeirra sextán sem þurftu að fara í sóttkví. „Þetta þýðir bara meiri vinnu á hina, það eru ekki til neinir aukalög- reglumenn heldur er þessu mætt með auknu framlagi annarra lög- reglumanna,“ segir hann. 70 til 90 pláss eru laus í sóttvarna- húsinu við Rauðarárstíg, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjón- armanns hússins, en einnig verða opnuð slík hús á Akureyri og Egils- stöðum. Spurður hvort hann búist við fleiri gestum nú en áður segir Gylfi: „Hefði ég verið spurður á laugar- daginn hefði ég sagt nei en svo byrja ég á því að taka inn sex manns þann- ig að ég þori ekki að segja til um það. Við vonum auðvitað að það verði miklu rólegra og þetta gangi allt saman vel.“ Rögnvaldur Ólafsson, lögreglu- fulltrúi og verkefnastjóri hjá Al- mannavörnum, segir að mál Rúmen- anna sé angi af skipulagðri glæpastarfsemi. Koma þeirra til landsins fylgi mynstri þar sem er- lendir hópar leita hingað og stunda innbrot og þjófnað. Ekki er hægt að útiloka að hópsýk- ing komi upp vegna smituðu Rúmen- anna, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir Rúmen- unum, neiti þeir að sæta sóttkví og einangrun. Hefði einfaldað mál Rúmenanna  Fólkið grunað um búðahnupl og hluti þess er smitaður  Lögreglan leitar fleiri Rúmena vegna gruns um smit  Engir lögreglumenn koma í stað þeirra sextán sem þurftu að fara í sóttkví vegna málsins Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Flutningur Mikill viðbúnaður var við sóttvarnahúsið þegar Rúmenarnir voru fluttir þangað seinni partinn í gær. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Heilbrigðisyfirvöld mælast til þess við flugfélög og aðra sem flytja ferða- menn til landsins að ferðamenn sem hingað komi verði ekki fleiri en 2.000 talsins á degi hverjum, að sögn Þór- ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Í dag er slakað á takmörkunum á aðgengi ferðamanna að landinu en nú geta þeir sem hingað koma, bæði ís- lenskir og erlendir ríkisborgarar, valið hvort þeir fari í sýnatöku eða fjórtán daga sóttkví. Áður var öllum gert að sæta hinu síðarnefnda. „Við höfum komið fram með þau tilmæli að flutningur ferðamanna til landsins miðist við að það komi ekki fleiri ferðamenn en 2.000 hingað til lands daglega en það er miðað við greiningargetuna,“ segir Þórólfur. Íslensk erfðagreining getur greint allt að 2.000 sýni daglega og er mein- ingin að fyrirtækið sjái mestmegnis um greiningu á sýnum til að byrja með. Í dag er búist við því að 600 manns lendi á Keflavíkurflugvelli en erfitt er að segja til um hvenær farþega- fjöldinn fer að aukast eða hvort hann gerir það, að sögn Þorólfs. Allir farþegar þurfa að fylla út sér- stakt eyðublað við komuna til lands- ins eða áður en þeir koma. Að því loknu fara þeir í skimun ef þeir kjósa það en á Keflavíkurflugvelli er búið að koma fyrir tíu skimunarbásum sem geta alls tekið sýni úr 200 manns á klukkustund. Svíþjóð hefur farið hvað verst út úr faraldrinum af Norðurlandaþjóðun- um og heimila ýmsar þjóðir ekki að Svíar ferðist til landa þeirra. Ísland er ekki þeirra á meðal. Spurður hvers vegna það sé segir Þórólfur að hinar Norðurlandaþjóðirnar séu ekki með skimunarátak í gangi eins og Ís- lendingar. „Menn eru bara með allt aðrar forsendur fyrir opnunum og tilslökunum.“ Þórólfur segir að mál Rúmena sem vanvirtu sóttkví sem kom upp um helgina sýni að mikil- vægt sé að aðgenginu að landinu sé stýrt. „Og við séum ekki að taka gild vottorð að utan sem eru kannski ekki stöðluð og mismunandi úr garði gerð. Miðað við þetta er alveg eins líklegt að einhver myndi reyna að svindla á því og falsa vottorð og því er mikil- vægt á þessari stundu að taka ekki gild vottorð sem fólk kemur með hingað.“ Vilja mest 2.000 ferðamenn  Greiningargeta ÍE setur ferðamannastraumnum takmörk  Svíar fá að koma til Íslands þrátt fyrir slæma stöðu í heimalandi þeirra  Þórólfur segir ákvörðun um að taka vottorð ekki gild mikilvæga Sýni Tveir starfsmenn verða í hverjum sýnatökubás á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Íris Átta flugvélar munu lenda á Keflavíkurflugvelli í dag með um 600 farþega en sá fjöldi jafn- gildir tæplega helmingi af þeim farþegafjölda sem kom til lands- ins í apríl og einum þriðja af þeim fjölda sem kom til landsins í maí. Leita þarf aftur í marsmánuð til að sjá svo margar flugvélar á áætlun en undanfarið hafa um þrjár vélar lent á Keflavíkur- flugvelli daglega. Þær hafa verið svo fáar vegna þeirra takmark- ana sem settar voru á ferðalög vegna kórónuveirunnar. „Við erum tilbúin fyrir það sem er fram undan með þessum nýja valkosti sem er settur fram fyrir farþega, sem er að velja skimun frekar en tveggja vikna sóttkví, og þann áhuga sem flugfélög hafa sýnt á að koma til landsins eftir að yfirvöld og heil- brigðisyfirvöld tilkynntu að þessi leið yrði farin,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Áhuginn hef- ur verið tölu- verður. „Um leið og heilbrigðis- yfirvöld til- kynntu að þau ætluðu að hefja þessa skimun fundum við fyrir áhuga flugfélaga á að koma hingað til lands. Það hefur verið svo síðan þetta var tilkynnt og við erum viðbúin því sem er að hefjast núna.“ Frá 19. mars var öllum Íslend- ingum sem sneru heim frá öðr- um löndum gert að sæta fjórtán daga sóttkví. Um mánuði síðar tók sú regla gildi fyrir alla sem til landsins komu, óháð þjóðerni. Hafði þetta talsverð áhrif á ferðamannastrauminn en 1.264 komu til landsins í apríl og 1.954 í maí. Á sama tíma fyrir ári komu tæplega 200.000 manns til landsins í hvorum mánuði. 600 manns koma í dag TÆPLEGA HELMINGI FLEIRI EN Í HEILUM MÁNUÐI Guðjón Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.