Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 ✝ Erla Jóhanns-dóttir fæddist á Borg í Sandgerði 3. mars 1940. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hlévangi 3. júní 2020. Foreldrar Erlu voru Jóhanna Kristín Einars- dóttir, f. 1917, d. 1997, og Jóhann Kristján Eyjólfsson, f. 1914, d. 2005. Bróðir hennar er Hörður Jóhannsson, f. 1936, giftur Ragnheiði Ragnarsdóttur. Erla ólst upp á Hæðarenda í Sandgerði. Ung að aldri kynnt- ist hún eftirlifandi maka sínum, Maríusi Gunnarssyni, f. 13. des- ember 1939. Maríus kom frá Marahúsi á Húsavík, foreldrar hans voru Elín Málfríður Jóns- barn. Barnabörn þeirra eru samtals níu. 4) Jóhann Kristján, f. 18. september 1964, giftur Kolbrúnu Björgvinsdóttur, sam- an eiga þau tvær dætur og fyrir átti hann Erlu, sem lést 2018. Barnabörn þeirra eru samtals tvö. 5) Þráinn, f. 22. mars 1966, giftur Sigríði Fjólu Þorsteins- dóttur. Þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. Erla byrjaði ung að vinna og gekk í ýmis störf. Hún starfaði í sjoppunni hjá Axel, í versl- uninni Nonna og Bubba hjá Jóni frænda sínum, við fiskverkun í Miðnesi og fór m.a. á vertíðir bæði til Raufarhafnar og Siglu- fjarðar. Á meðan börnin voru lítil var hún húsmóðir og sinnti börnum og heimili. Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði hún sem matráðskona og lauk starfsævi sinni sem slík í Mið- húsum í Sandgerði. Útför Erlu fór fram í kyrr- þey hinn 10. júní 2020, að ósk hinnar látnu. dóttir, f. 1911, d. 1990, og Gunnar Maríusson, f. 1906, d. 1998. Erla og Maríus giftu sig hinn 11. febrúar 1961. Þau byggðu sér hús við hliðina á Hæðar- enda og bjuggu all- an sinn búskap í Sandgerði. Börn Erlu og Maríusar eru: 1) Jóhanna Krist- ín, f. 8. febrúar 1959, gift Sig- urði Þórssyni. Þau eiga tvö börn og sex barnabörn. 2) Elín, f. 2. janúar 1961, gift Halldóri Svani Olgeirssyni. Þau eiga þrjú börn og níu barnabörn. 3) Gunnar, f. 7. september 1963, giftur Sigrúnu Fríðu Úlfars- dóttur, saman eiga þau þrjár dætur og fyrir átti hann eitt Minningar um elskulega ömmu með einstakt lundarfar og skemmtilegan húmor streyma fram. Minningar um gistinátt- aveislur barnabarnanna, útileg- ur, Reykjavíkurferðir og sumar- bústaðinn. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum sam- an og fyrir þá vináttu sem við áttum. Amma hafði notalega hlýju, skemmtilega kímnigáfu og mikla velvild í garð alls síns samferða- fólks. Hjónaband ömmu og afa virtist alltaf sterkt og traust. Þau dönsuðu í gegnum lífið, stundum hvort á sinni lagnót- unni, en alltaf í takt. Amma lét sér það í léttu rúmi liggja, svona yfirleitt, þótt afi væri í ýmsum „áhugamannaskepnubúskap“, sem hún hafði ekki minnsta áhuga á. Hún hafði áhuga á fal- legum munum og safnaði m.a. brúðum og steinum. Það var gaman að dást að fegurð með ömmu. Sameiginlega áttu amma og afi tónlistina og dansinn. Um ókomna tíð mun ég geta lygnt aftur augum og séð fyrir mér ömmu og afa þeysast um dans- gólfið í rokktakti og fundið fyrir kærleika og hlýju innra með mér. Þegar ég flutti með fjölskyldu mína til Njarðvíkur fyrir örfáum árum fannst mér ég kynnast ömmu minni og afa upp á nýtt. Nándin varð önnur og samveru- stundirnar fleiri. Þessi síðustu ár eru árin sem sjúkdómurinn yf- irtók ömmu. Þótt það hafi verið fallegt að sjá hversu vel persónu- leikinn og hennar einstaka lund- arfar skein alltaf í gegn var erfitt að finna fyrir vanmætti hennar eftir því sem minnisskerðingin varð meiri. Síðasta haust átti ég notalega stund með ömmu og afa á hjúkrunarheimilinu Hlévangi þar sem amma fékk alúðlega umönnun og við fjölskyldan fundum fyrir kærleiksríkum heimilisbrag. Þar var flutt lag Megasar, Tvær stjörnur. Ég hugsaði um ömmu og afa, þá vegferð sem þau hafa átt saman og hversu sárt það getur verið að fylgja maka sínum inn í sjúkdóm þar sem leiðir skilur að vissu leyti og hjónabandið breytist. Amma, ég get fundið fyrir létti yfir því að þú hafir fengið hvíld en ég finn líka fyrir sökn- uði og tómleikatilfinningu. Það er skarð í fjölskyldu okkar. Hlýj- ar minningar hjálpa okkur og við hugsum til þess sem við áttum saman. Takk fyrir ljúfa samferð. Frá því í haust og hér eftir verður þetta lag alltaf um ykkur afa í mínum huga. Tíminn líður áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara hann hugsi soldið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn, svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn. Í augunum þínum svörtu horfi ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera það alla tíð. Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn og ég skrifa þar á eitthvað með fingr- inum sem skiptir öllu máli því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli. Já og andlitið þitt málað hve ég man það alltaf skýrt, augnlínur og bleikar varir brosið svo hýrt. Jú ég veit að ókeypis er allt það sem er best en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á en ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og ég sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær, ég man þig þegar augu mín eru opin hverja stund en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund. (Megas) Þín ömmustelpa, Hilma Hólmfríður. Erla Jóhannsdóttir Ekkert var dásamlegra en að koma heim að Ær- læk á vorin, beint í sauðburð og sveita- störfin. Ekkert var mikilvægara en að komast beint austur eftir skólaslit í Barnaskóla og síðar Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Þar beið Gulla frænka með útbreidd- an faðminn og sína einstaklega hlýju nærveru, búin að bera kræsingar á borð fyrir fjölskyldu og gesti. Við eldhúsborðið var Guðmundur bóndi oft með glampa í augum að segja sögur og gefa góð ráð ungu æskufólki og hann átti eftir að minnast þessa tíma ósjaldan með góðum sögum og minningum um stelp- una sem skemmti sér best á mótorhjóli og traktor út um öll tún. Fjölskyldan var vakin og sofin yfir fénu, það var vakt í fjárhús- unum allan sólarhringinn og yf- irleitt gekk allt vel. Það voru vanar hendur sem komu að ef aðstoða þurfti við burðinn og þar Guðný Jóna Tryggvadóttir ✝ Guðný JónaTryggvadóttir fæddist 3. október 1927. Hún lést 3. júní 2020. Útförin fór fram 13. júní 2020. var fremst í flokki bráðung frænka mín, hún Soffía, sem stýrði málum af mikilli röggsemi og yfirvegun. Þessir lærdómstímar eru ógleymanlegir og voru ómissandi í þroskaferlinu. Gulla var Garðs- ættarhöfðingi af guðs náð, naut ómældrar virðingar allra sem kynntust henni. Stóísk ró og ljúf- mennska allsráðandi en á sama tíma sterkar skoðanir og rétt- lætiskennd sem byggðist á þeim gildum sem hennar kynslóð hélt fast í og skapaði jarðtengingu fyrir okkur hin. Ættarmót Garðsættarinnar halda vonandi áfram en það er skarð fyrir skildi og á rúmlega einu ári höfum við kvatt tvo elstu Garðsættarhöfðingjana, Gullu og Sigurjón, og yndislegu frændur okkar Ásgeir og Tryggva sem fóru allt of fljótt. Það verður ekki hægt að fylla þeirra skörð en við hin munum halda Garð- sættinni á lofti og minningu þeirra sem hafa kvatt okkur með því að hittast og halda áfram að safna góðum minningum. Garðs- ættarhöfðingjarnir elstu í dag, Villi Páls og Ásgeir Jó, munu án efa halda áfram að segja okkur hinum sögur af gamla tímanum og minna okkur á gildi þess að halda tengslum og virða hvert annað að verðleikum. Það eru breyttir tímar og ekki verður lengur haldið heim á hlað á Ærlæk til að heimsækja ynd- islega frændfólkið en það er dýr- mætt að hafa átt góðar stundir með Gullu minni eftir að hún flutti á Hvamm og þá var stutt yfir til Villa frænda í kaffi og spjall. Þessar samverustundir eru dýrmæt minning í dag fyrir okkur öll. Minning lifir um ein- staka konu, engil í mannsmynd. Takk fyrir allt. Anna Karólína (Anna Lína). Mig langar með fáum orðum að minnast frænku minnar Gullu á Ærlæk. Sem krakki vissi ég af henni því hún og pabbi voru systra- börn á svipuðu reki og bæði alin upp á Húsavík. Ég átti síðar eft- ir að kynnast henni vel þegar ég fór til sumardvalar hjá þeim Guðmundi í fimm sumur. Fyrsta sumarið mitt bjuggu tengdafor- eldrar hennar enn fjárbúi sem og Guðmundur og Gulla. Hlut- verk mitt í fyrstu var að létta undir með henni og líta eftir elstu börnunum Jóni Halldóri og Soffíu Guðrúnu. Seinna bættist svo Tryggvi Arnsteinn í hópinn. Þegar ég varð eldri var mér trú- að fyrir því að mjólka kýrnar þrjár og meðhöndla síðan mjólk- ina. Gulla kenndi mér til verka því kaupstaðarkrakkinn var ekki vel að sér í mjöltum og smjör- gerð. Gulla lagði mikið upp úr hreinlæti. Allir hlutar skilvind- unnar skyldu sápuþvegnir og skolaðir og endað með að hella sjóðandi vatni yfir allt saman. Þá þurfti nú nokkrar æfingar til að geta svo sett gripinn rétt saman. Ég get ennþá undrast þolinmæð- ina við mig og ljúfmennskuna. Hún hafði létta lund og kom auga á spaugilegar hliðar í amstri daganna. Gulla var bæði dugleg og skipulögð. Hverjum vikudegi voru ætluð ákveðin verk, þvottur, bakstur, þrif og saumaskapur „áttu“ sína daga og gestagangur og barnauppeldi alla daga. Það var í nógu að snú- ast á stóru sveitaheimili. Hún var góð mamma, hreykin af börnunum sínum og áhugasöm um barnabörnin. Gulla sýndi mér myndir af þeim, fylgdist vel með og vissi hvað allir voru að fást við. Það var mikið á hana lagt að hún skyldi missa tvö elstu börnin sín langt um aldur fram. Eftir lát Guðmundar flutti Gulla í Hvamm á Húsavík þar sem hún undi hag sínum vel. Ég leit alltaf til hennar þegar ég var á ferðinni á Húsavík og saman áttum við margar góðar stundir við spjall og kaffisopa. Ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið með Gullu sem kenndi mér svo margt. Blessuð sé minning hennar. Tryggva og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Jóhanna. Elsku besta mamma mín, dóttir og systir, GUÐRÚN ELÍN JÓNSDÓTTIR, Gunnella, lést 8. júní í faðmi fjölskyldunnar á líknardeildinni í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju 18. júní klukkan 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heru líknarheima-þjónustu og líknardeildarinnar í Kópavogi. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Arna Björk Helgadóttir Marteinn Már Jakobsson Jón M. Magnússon Edda Björk Jónsdóttir Benedikt Kristjánsson Unnur Arna Jónsdóttir Gunnar G. Halldórsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HERBORG VERNHARÐSDÓTTIR frá Fljótavík, Fjarðarstræti 19, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri mánudaginn 1. júní. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 19. júní kl. 14. Ingólfur Eggertsson Hálfdán Ingólfsson Örn Ingólfsson Guðný Þórhallsdóttir María Ingólfsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Hörður Ingólfsson Heiðdís Jónsdóttir Ragnar Ingólfsson Trude Johnsen Lilja Ingólfsdóttir Bjarki S. Karlsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HENDRIK SKÚLASON úrsmiður, Víðigrund 13, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldu sinnar föstudaginn 12. júní. Jarðarför verður auglýst síðar. Íris Sigurjónsdóttir Hjördís Hendriksdóttir Jón Smári Úlfarsson Anna Bryndís Hendriksdóttir David Dominic Lynch Agla Elísabet Hendriksdóttir Sigurður Hafsteinsson Sigurjón Hendriksson Jóhanna Bragadóttir Erla Hendriksdóttir Bragi Jónsson og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, GUÐBJÖRGAR ÓSKAR VÍDALÍN ÓSKARSDÓTTUR, Starhólma 4, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Dvalarheimilinu Grund fyrir umönnun og hlýhug í hennar garð. Valgerður Birna Lýðsdóttir Haraldur Jónasson Lýður Óskar Haraldsson Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur og afi, SIGURÐUR HELGI ÓSKARSSON, Freyjuvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. júní. Útförin fer fram fimmtudaginn 18. júní í Bústaðakirkju klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Guðný Guðmundsdóttir Óskar Hrútfjörð Óskar Sigurðsson Einar Sigurðsson Elsku afi minn! Nú ertu farinn í þína hinstu ferð. Saddur lífdaga og vonandi sáttur við það sem þú skilur eftir þig. Við sem eftir er- um þökkum fyrir þitt líf og að þú varst hluti af okkar lífi. Amma ætlar að vera hjá okkur aðeins lengur og við pössum upp á hana. Að hafa átt slíka ást eins og þið tvö í meira en 70 ár er lukka sem fáir njóta en margir þrá. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Rósar V. Eggertsson ✝ Rósar V. Egg-ertsson tann- læknir fæddist í Reykjavík 9. sept- ember 1929. Hann lést 26. maí sl. Útför Rósars fór fram 4. júní 2020. annað heimili í Hvassó, þar sem all- ir voru velkomnir … nema kannski í þitt sæti við sjónvarpið. Ef maður sat þar átti maður á hættu að sest væri ofan á mann. Það var mér svo dýrmætt að eiga öruggt skjól hjá ykkur ömmu, horfa með þér á íþróttir og fá að hlýja mér á mjúku og heitu höndunum þínum, þannig voru þær alltaf – allt til hinstu stundar. Góða ferð, elsku afi, og von- andi fiskast vel þar sem þú ert. Þín nafna, Malla Rós. Magdalena Rós Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.