Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 10
Landsbyggðin niðurgreiðir Sigurður Bogi Sævarsson Ragnhildur Þrastardóttir „Vegna styrkingar krónunnar hefur verð hjá birgjum hækkað að undan- förnu, gjarnan um 3-7%. Stærstu verslanirnar hafa ef til vill náð að kreista fram afslætti sem minni fyrirtæki fá ekki. Í raun má segja að landsbyggðin niðurgreiði í einhverj- um mæli vöruverð á höfuðborgar- svæðinu, sem er ekki sanngjarnt,“ segir Ása Fossdal, kaupmaður í Hólabúðinni á Reykhólum í Austur- Barðastrandarsýslu. Altæk stofnun Í þorpinu á Reykhólum búa um 120 manns og um 260 í Reykhóla- hreppi öllum. Hólabúðin nálgast að vera altæk þjónustustofnun í byggð- arlaginu. Vöruúrvalið er mikið; mat- ur, hreinlætisvörur, gjafavara, rit- föng, fatnaður í einhverjum mæli og svo mætti áfram telja. Sérpöntuð að sunnan koma bíldekk, olíuvörur og fleira eftir atvikum. Undir sama þaki og verslunin er svo veitingastaður- inn 380 Restaurant og talan tengist póstnúmerinu „Samskipti kaupmanna, svo sem þeirra sem eru með litlar verslanir, við birgja eru merkileg og áhrif frá þeim fara út í verðlagið,“ segir Ása og heldur áfram: Ódýrara í Bónus „Að minnsti kosti finnst mér sér- stakt til dæmis að pakki með kexi sé ódýrari í Bónus en við fáum hann hjá innlendum framleiðendum. Þetta er veruleiki sem við þurfum að glíma við og heildsöluverð hefur hækkað að undanförnu. Eftir mætti höfum við reynt að taka það á okkur svo það fari ekki aftur út í verðlagið. Stund- um erum við á mjög svipuðum stað í verðlagi og lágvöruverðsbúðir en í öðrum tilvikum dýrari og þar kemur líka til að stóru lágverðsverslanirnar flytja sjálfar inn vörur í talsverðum mæli Að í byggðarlagi eins og hérna sé starfrækt verslun er hluti af mik- ilvægum innviðum samfélagsins. Við erum meðvituð um þær skyldur okk- ar,“ segir Ása. Og meira um verslunarmál úti á landi. Í vor breyttu Samkaup versl- unum sínum í Búðardal og á Flúðum úr Samkaupum-Strax í Krambúð. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í sl. viku gætir óánægju meðal íbúa á Flúðum og þar í kring með versl- unarmálin. Er staðhæft að vöruverð sé hærra og úrval minna. Hefur því verið sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsvarsmenn stóru verslunarkeðjanna að opna lágvöruverðsbúð á Flúðum. Græða á ferðamönnum Gagnrýni samtóna því sem uppi er á Flúðum er meðal fólks í Dalabyggð með búðina í Búðardal. „Almenn óánægja er með breytinguna,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar. „Forsvarsmenn Sam- kaupa komu á fund byggðaráðs Dalabyggðar í byrjun maí og sögðu að vöruverð myndi að jafnaði hækka um 7-8% í Krambúðinni sem var opnuð 15. maí. Jú, vissulega er lengri afgreiðslutími en við höfum ekki séð eina einustu vöru lækka í verði og líklega er meðaltalshækkun á verði nauðsynjavara 15-20%. Allt þetta lyktar bara af gróðarsjónarmiðum hjá Samkaupum, sem ætla að reyna að græða á ferðamönnum,“ segir Eyjólfur Ingvi.  Viðsjár í verslun úti á landi  Hærra verð og stærri verslanirnar fá meiri af- slætti en aðrir Mikilvægir innviðir  Breytingar lykta af gróðasjónarmiðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Búðardalur Verslunin undir merkjum Samkaupa-Úrvals er nú Krambúðin. Reykhólasveit Samskipti kaupmanna við birgja eru merkileg, segir Ása Fossdal sem rekur Hólabúðina. Dalir Líklega er meðaltalshækkun á verði nauðsynja- vara 15-20%, segir Eyjólfur Yngvi Bjarnason oddviti. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vígði á föstudaginn steinbryggjuna á skáldatorgi. Bryggjan á rætur að rekja til gömlu bæjarbryggjunnar sem var byggð í Reykjavík 1884 og var vel sýnileg fram að seinni heimsstyrjöld, en fór þá undir upp- fyllingu. Bryggjan er á mótum Hafnar- strætis og Tryggvagötu, og gegndi að sögn borgarstjóra mjög mikil- vægu hlutverki við þróun borgar- innar. „Við sjáum að mannfjöldi jókst stórum skrefum ár frá ári í Reykjavík og var það ekki síst vegna þess að við vorum loks búin að fjárfesta í almennilegri höfn,“ sagði borgarstjóri við vígsluna. Nú mun bryggjan gegna öðru hlutverki; sem áfangastaður þar sem hægt er að sitja innan um nýju húsin á Hafnartorgi og njóta borg- arlífsins. Verkefnið var unnið af umhverf- is- og skipulagssviði borgarinnar, í samstarfi við Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn. Landsmótun sá um hönnun torgsins. Steinbryggjan mun gegna nýju hlutverki Vígsla Steinbryggjan við Hafnarstræti var vígð í rigningunni á föstudag. Um breyt- ingar í búð- inni á Flúð- um segir Gunnar Egill Sigurðsson, fram- kvæmda- stjóri versl- unarsviðs Samkaupa, engar breyt- ingar hafa verið gerðar á verð- lagi en vöruval aukið svo sem á grænmeti sem ræktað er af bændum í nágrenninu. „Alllstaðar út um land þar sem Samkaup hafa tekið yfir verslunarrekstur hefur vöruverð lækkað um 15-30%. Samkaup telja það samfélagslega skyldu sína að veita íbúum eins góða þjónustu og mögulegt er,“ segir Gunnar, sem telur Krambúðina úti á landi svara þörfum við- skiptavina vel. KRAMBÚÐIN ÓDÝRARI Gunnar Egill Sigurðsson Samfélags- leg skylda Jarðhræringa verður nú vart í Bárðarbunguöskjunni, þar sem skjálfti, 3,4 að stærð, mældist kl. 16:32 í gær. Eftirskjálfti sem var 1,2 að styrk kom í kjölfarið. Enginn gosórói er sjáanlegur. Síðast mæld- ist skjálfti af svipaðri stærðargráðu í Bárðarbungu hinn 30. maí. Í pistli vísindaráðs almanna- varnadeildar Ríkislögreglustjóra segir að vatnsborð í Grímsvötnum standi hátt um þessar mundir, auk þess sem hár kvikuþrýstingur sé í kvikuhólfinu undir öskjunni. „Því verður að gera ráð fyrir þeim möguleika að eldgos brjótist út í lok jökulhlaups, sem gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Alls ekki er víst að svona fari, jökulhlaup á næstunni þarf ekki að leiða til eld- goss,“ segir vísindaráðið. Á vett- vangi þess verður farið yfir stöðu mála í vikunni. Algengt er að fimm til tíu ár séu á milli Grímsvatna- gosa, en það síðasta var árið 2011. Morgunblaðið/RAX Eldgos Dökkur mökkur í Grímsvötnum. Reikna má með eld- gosi í Grímsvötnum Kórónuveirufaraldurinn hafði mik- il áhrif á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) á fyrstu fimm mánuðum ársins, segir í pistli sem Bjarni Jónasson forstjóri skrifar á vef spítalans. Frá sama tímabili í fyrra fækkaði komum á dagdeildir um 13% og á göngudeildir um fimmtung. Komur á bráðamóttöku voru um 19% færri og skurð- aðgerðir 540 færri en sl. ár. Í pistli Bjarna segir að biðlistar og -tímar eftir aðgerðum hafi eðli- lega lengst vegna COVID-19 og tíma taki að vinda ofan af þeim. Það sé því full ástæða til að bera kvíðboga fyrir boðuðu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Þar sé mikil- vægt að ná samkomulagi sem fyrst. Breytingar á SAk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.