Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020
..sameinuð gæði
ALMENNAR
BÍLAVIÐGERÐIR
HJÓLA-
STILLINGAR
FJÓRHJÓLA-
DEKKJA-
VEISLA
15. – 19. JÚNÍ
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
ALLT AÐ 25% AFSLÁTTUR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þrátt fyrir bakslag í ferðaþjón-
ustunni hefur okkur tekist ágæt-
lega að halda okkar striki; byggja
upp og horfa til framtíðar,“ segir
Jakob Björgvin Jakobsson bæjar-
stjóri í Stykkishólmi. „Á vegum
bæjarins er unnið að ýmsum verk-
efnum og umhverfisbótum en
mestu skiptir að íbúarnir eru í
framkvæmdahug. Núna eru hér
tæplega 10 nýjar íbúðir í bygg-
ingu, þar á meðal í eigu ungs
fólks sem ætlar að skapa sína
framtíð hér. Fólkið hefur trú á
Stykkishólmi.“
Aðgerðir til viðspyrnu
Auk framkvæmda við íbúða-
byggingar er verið að reisa og
endurbæta atvinnuhúsnæði á
nokkrum stöðum í Stykkishólmi.
Sitthvað hefur svo verið í gangi í
ferðaþjónustunni, sem á síðustu
árum hefur orðið mikilvæg stoð í
atvinnulífi bæjarins.
„Árið 2018 komu um 230 þús-
und ferðamenn hingað. Auðvitað
verðum við langt undir þeirri tölu
í ár. Samt hefur mér að und-
anförnu fundist margir vera á
ferðinni hér í Hólminum og fleiri
á veitingastöðum en margir
gerðu ráð fyrir. Ferðaþjónusta í
Stykkishólmi á sér langa hefð og
það kemur mér í sjálfu sér ekkert
á óvart vinsældir Stykkishólms
enda eru hér í okkar fallega bæ
framúrskarandi veitingastaðir,
úrval af afþreyingu, gistingu og
annarri þjónustu. Vonandi gefur
þetta góð fyrirheit um sumarið og
að landið rísi senn. Hjá sveitar-
félaginu er unnið eftir áætlun sem
bæjarstjórn samþykkti í apríl síð-
astliðnum. Í kjölfar hennar voru
fjárfestingar tvöfaldaðar frá því
sem áformað var í fyrstu, sumar-
störfum ungs fólks fjölgað og
fleira. Allt eru þetta aðgerðir til
viðspyrnu vegna af Covid 19 og
jákvæð áhrif eru strax komin
fram,“ segir Jakob.
Um þessar mundir er unnið
að undirbúningi á breytingu á
hluta húsnæðis St. Fransiskus-
sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir
hjúkrunarheimili og því verkefni
miðar vel áfram. Þar koma að
málum Stykkishólmsbær og ýms-
ar stofnanir ríkisins – en til stend-
ur að útbúa 18 ný hjúkrunarrými
í stað þeirra sem nú eru á dvalar-
heimilinu í Stykkishólmi. Auk
þess verður aðstaða bak- og end-
urhæfingardeildar sjúkrahússins
bætt til muna.
Láta sig samfélagið varða
„Já, og það segir talsvert að
þú veljir að taka mynd af mér hér
í Súgandisey með bæinn í baksýn.
Þetta er einstakt umhverfi,“ segir
Jakob sem tók við starfi bæjar-
stjóra í Stykkishólmi fyrir tveim-
ur árum. Í kosningum vorið 2018
var hann bæjarstjóraefni H-
listans sem fékk meirihluta í
bæjarstjórn; fjóra af sjö bæjar-
fulltrúum.
„Mér þykir afar vænt um að
vera fluttur aftur heim, í bæinn
þar sem ég ólst upp og á mínar
rætur. Starf bæjarstjórans er
áhugavert og fjölbreytt. Þar er
maður með samstarfsfólkinu í því
að leggja stóru línurnar; vinna í
skipulags- og umhverfismálum
eða gera áætlanir og koma af stað
stórum verkefnum. Svo skapar
líka ákveðna jarðtengingu að
mikið er leitað til bæjarstjórans
út af litlu málunum, svo sem hvar
þurfi að setja upp ruslatunnur, slá
grasflöt, tína rusl og svo fram-
vegis. Þá er mitt að koma hlut-
unum í farveg í bæjarkerfinu, því
öll þessi erindi skipta máli og
segja okkur að íbúarnir láta um-
hverfi sitt og samfélag varða.
Hagsmunagæsla er líka hluti af
starfinu og svo leitar fólk einnig
til bæjarstjórans jafnvel vegna
persónulegra mála og stundum
getur maður þar orðið að liði.
Vinnudagurinn er því oft langur,
en alltaf áhugaverður.“
Vel heppnað módel
Oft er sagt að á Norðurlönd-
unum hafi tekist að skapa bestu
samfélagsgerð veraldar, enda vel
séð fyrir velferðarmálum í breið-
ustu merkingu þess orðs. Þá má
líka velta því fyrir sér hvort ís-
lenski þéttbýlisstaðurinn sé ekki
líka vel heppnað módel; þorp,
kauptún eða kaupstaður með
kannski 100 til 3.000 íbúum.
Byggð þar sem eru fjölbreytt at-
vinnutækifæri, góðir skólar,
íþróttaaðstaða, verslun, heil-
brigðisþjónusta og öflugt menn-
ingarlíf. Hver unir sæmilega við
sitt. Svona staðir á landinu eru
margir og þarna er Stykkis-
hólmur ágætt dæmi.
„Stykkishólmur býr að sterk-
um innviðum. Hér komast börnin
á leikskóla tólf mánaða, grunn-
skólinn fær góða umsögn og stór
hluti nemenda hans er í tónlistar-
námi. Hér er einnig öflugt tóm-
stundastarf og félagsstarf meðal
eldri borgara. Okkur hefur tekist
að halda vel utan um fólkið og
veita því þjónustu. Það segir líka
sitt að bæjarbúum er að fjölga.
Íbúar hér voru þegar best lét hátt
í 1.400 en eftir að hörpudiskveið-
arnar á Breiðafirði hrundu fyrir
um fimmtán árum, fækkaði fólki
hér verulega. En nú erum við
samkvæmt tölum frá sl. áramót-
um orðin 1.209, en íbúum hefur
fjölgað um rúmlega 100 manns á
síðustu fimm til sex árum.“
Skapa tækifæri til viðspyrnu í ferðaþjónustubænum Stykkishólmi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bæjarstjórinn „Allt segir þetta okkur líka að fólkið hefur trú á Stykk-
ishólmi,“ segir Jakob Björgvin um mannlíf og málefni í bænum.
Góð fyrirheit
Jakob Björgvin Jakobsson
er fæddur 1982 í Stykkishólmi
og bjó þar fram á unglingsár.
Með meistarapróf í lögfræði
frá HR og starfaði sem lögmað-
ur í Reykjavík ásamt því að
sinna kennslu á sviði fyrir-
tækja- og skattaréttar.
Var þar áður verkefnastjóri
hjá Deloitte og vann hjá skatta-
yfirvöldum. Árið 2018 flutti
Jakob Björgvin aftur á heima-
slóðir og tók við starfi bæjar-
stjóra í Stykkishólmi.
Hver er hann?