Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 ✝ Sigrún Ingi-björg Jóns- dóttir fæddist 14. janúar 1953 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspítalans 8. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigurlaug Lárusdóttir, f. 1928, d. 2006, og Jón Stefánsson, f. 1930, d. 2016. Systkini Sigrún- ar eru Stefán Lárus, f. 1955, d. 2011, og Elínborg, f. 1951. Eftirlifandi eiginmaður Sig- rúnar er Kristján Þór Sigurðs- son mannfræðingur, f. 1954. Dóttir þeirra er Rós, f. 1992, sambýlismaður hennar er Þor- steinn B. Friðriksson, sonur þeirra Kristján Máni, f. 2019. Sonur Sigrúnar af fyrra hjóna- bandi er Hallgrímur Friðrik Hallgrímsson, f. 1980, kona hans er Maria Moth Hall- grímsson, f. 1983, þau eru búsett í Bandaríkjunum. Sonur Kristjáns af fyrra sambandi er Hrói Sigurðsson, f. 1980, kona hans er Plaly Sigurðsson, f. 1973, og sonur hennar er Navin Sigurðsson, f. 1998, þau eru búsett í Dan- mörku. Sigrún ólst upp á Ási á Ár- skógsströnd, Eyjafirði og Ak- ureyri auk nokkurra ára í Reykjavík. Hún starfaði sem ritari og lengst af sem sendi- ráðsritari og bjó vegna starfa sinna víða um heim með fjöl- skyldu sinni. Útför Sigrúnar fer fram frá Neskirkju í dag, 15. júní 2020, klukkan 13. Ég sit hér með dóttur minni á Helgafelli og við horfum yfir Eyjafjörð og út í átt að Ási. Minningarnar spretta fram og ljóslifandi er Sigrún komin. Æsku- og sveitafjörið, systkinin þrjú hoppandi og skoppandi út um koppagrundir milli fjalls og fjöru. Lóan og spóinn, krækiber og hundasúrur krydduðu til- veruna, svo ekki sé minnst á haf- goluna. Svo stutt síðan en samt svo óralangt, viðburðarík mannsævi að baki. Nú hafa tveir af þessum fjör- kálfum kvatt þessa tilveru, fyrst Lalli, sem var yngstur, og nú miðskottan hún Sigrún, en sú elsta ein eftir. Skaparinn hefur eitthvað ruglast og byrjað á öf- ugum enda við þessa brottkvaðn- ingu. Unglingsárin liðu á Akureyri við nám og störf en síðan lágu leiðir á vit ævintýranna víða um heim. Síðar varð svo starfsvett- vangur hennar ritarastörf hjá ut- anríkisþjónustunni, en því fylgdu búferlaflutningar milli landa á nokkurra ára fresti með börn og buru. Hún kom alkomin heim fyrir þremur árum með óboðinn gest í eftirdragi sem neitaði að yfirgefa hana. Að kveðja í heimsfaraldri er ekki einfalt en eigi má sköpum renna. Skarð er höggvið, ljúfar minningar lifa. Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt; guð faðir gefi góða þér nótt! (Jón Thoroddsen) Elínborg Jónsdóttir (Elví systir). Nú staldra ég við minningar um góða frænku. Upp í hugann kemur mynd af hugulsamri konu með sterka réttlætiskennd. Það var gaman að sjá Sigrúnu veðr- ast upp yfir hlutum sem henni þóttu ekki sanngjarnir eða rétt- mætir. Ég sé hana fyrir mér segjandi sína meiningu í árlegu fjölskylduboði á gamlárskvöld á Háaleitisbrautinni. Sigrún var sannkölluð stór- borgarkona og það hafði vissu- lega áhrif á litlu systurdótturina heima á Íslandi. Ég fékk að dvelja um tíma hjá Sigrúnu bæði í Kaupmannahöfn, London og Genf og fékk því nasasjón af lífi sendiráðsritarans víðförla. Aldrei fór það svo að hún Sig- rún gleymdi afmælisdögum og pakkarnir frá útlöndum voru meira en lítið spennandi. Svo ekki sé nú minnst á súkkulaðis- endingarnar! Mjúki pakkinn frá Sigrúnu frænku undir jólatrénu olli aldrei vonbrigðum, enda hafði hún einstaka hæfileika til að velja gjafir sem glöddu. Kjól- ar úr búðum stórborganna þar sem hún bjó standa mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Síð- an hafa mínir strákar fengið að njóta gjafmildi Sigrúnar frænku. Hún lét sér annt um alla í kring- um sig og það fór ekki framhjá neinum. Undanfarin ár spjölluðum við ósjaldan saman og þá komst ég að því hvers kyns stálminni hún bjó yfir hún Sigrún. Það var eins og hún gæti ferðast aftur í tím- ann og rifjað upp í mestu ná- kvæmnisatriðum allt sem á vegi hennar hafði orðið. Það gladdi hana að rifja upp bæði blæbrigði og staðreyndir, horfa yfir farinn veg og gleðjast yfir minningum. Eins og ég gleðst yfir minning- um um góða frænku núna. Við áttum dýrmæta daga sam- an á Norðurlandi síðastliðið sumar þegar Sigrún heimsótti mig í Helgafell við Eyjafjörð. Ekki svo fjarri æskuslóðunum í Syðri-Ási á Árskógsströnd. Eins áttum við góðar stundir saman á líknardeildinni í febrúar áður en skall á með kófi og tilheyrandi heimsóknartakmörkunum. Fyrir þær samverustundir verð ég ávallt þakklát. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Harpa Barkardóttir. Við kveðjum í dag Sigrúnu Jónsdóttur, samstarfskonu okk- ar í utanríkisþjónustunni til 35 ára. Starf okkar felur í sér reglu- lega búferlaflutninga og störf víða um heim. Sigrún gegndi á ferli sínum störfum á fjölmörg- um ólíkum sendiskrifstofum Ís- lands víða um Evrópu. Hún hóf störf á aðalskrifstofu ráðuneytisins árið 1985 en tveimur árum síðar tók við tíu ára samfelld dvöl í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn og London. Hún starfaði aftur í ráðuneytinu í tvö ár á viðskipta- skrifstofu ráðuneytisins, meðal annars við umfangsmikla skjala- vörslu EES-mála en þá hafði EES-samningurinn nýlega tekið gildi og stofnað hafði verið sér- stakt skjalasafn um hann. Ná- kvæmni og skipulagshæfileikar Sigrúnar nutu sín þar vel. Að því loknu fluttist hún til Genfar og hóf störf við fasta- nefnd Íslands og síðan í sendi- ráðinu í Ósló. Við heimkomu í ráðuneytið árið 2006 starfaði hún á almennri skrifstofu ráðuneyt- isins, meðal annars að rekstrar- málum og hún gegndi síðan störfum í sendiráðinu í Moskvu frá árinu 2008. Hún lauk störfum erlendis í fastanefndinni gagn- vart NATO í Brussel á árunum 2012 til 2017. Á þeim tíma höfðu veikindi gert vart við sig sem reyndust síðar illviðráðanleg og hún glímdi við eftir að heim var komið. Sigrún lauk störfum fyrir ráðuneytið við bókhald á rekstr- ar- og þjónustuskrifstofu síðustu árin. Sigrún hafði ríka réttlæt- iskennd og samfélagsvitund sem endurspeglaðist í framgöngu og störfum hennar, bæði heima og heiman. Sigrún var glöð og hlý og ávallt var stutt í hláturinn. Við samstarfsmenn hennar geymum minningar um góðu nærveru, nákvæmni og víðsýni. Utanríkisþjónustan þakkar Sigrúnu fyrir samfylgdina og framlag hennar til utanríkis- þjónustunnar. Ég votta fjöl- skyldu hennar og vinum einlæga samúð. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri. Áratuga vinátta er eitthvað það mikilvægasta sem hægt er að eiga saman. Þegar horft er um öxl fyllist maður þakklæti. Vináttubönd er erfitt er að slíta og oftar en ekki rofna þau aðeins við brotthvarf af jörðinni. Vin- átta sem byrjar á unglingsárum mótar okkur saman og gefur síð- an af sér allt lífið. Við æskuvin- konurnar frá Akureyri eigum fjársjóð minninga sem gott er að rifja upp þegar við með sárum söknuði kveðjum eina okkar allt of snemma. Sterka, sjálfstæða, greinda og glæsilega heimskonu sem átti engan sinn líka. Samverustundirnar þegar Sigrún kom heim í frí frá starfi sínu hjá utanríkisþjónustunni eru ógleymanlegar og hvað við hlökkuðum til að hittast, spjalla, dansa og spila David Bowie og Eagles. Minningar af Barónsstígnum koma líka upp í hugann, menn- ingarkvöldin í vikulokin sem áttu að létta móralinn með ljóðalestri og sögum. Þetta ljóð úr ljóða- safni Tómasar Guðmundssonar (1. og 7. erindi) er eitt þeirra sem eru merkt: Sigrún 14/7 1974. Í gærdag kaus ég helst að vera horfinn til þín, Drottinn, því hjarta mitt var aldrað og dapurt eins og gengur. Og enginn minna vina hafði tíma til að gleðjast, svo það tók því ekki, fannst mér, að vera hérna lengur. En hitt er annað mál og þú sérð það sjálfsagt líka, að síst er það af andúð gegn himnaríki þínu, þó barn þitt hafi einnig fengið ást á sínum hnetti og óski sér að dvelja þar um stund að gamni sínu. (Tómas Guðmundsson) Megi góðar vættir umvefja og vernda sál hennar á nýjum veg- um. Einlægar samúðarkveðjur til Kristjáns, barna, tengdabarna, barnabarns og allra aðstand- enda. Arnfríður Gísladóttir og Jóhanna Júlíusdóttir. Sigrún, kær vinkona og sam- starfskona til margra ára, hefur kvatt okkur allt of snemma, ný- orðin 67 ára og amman hans Kristjáns Mána. Við Sigrún vorum samstarfs- konur í utanríkisþjónustunni í 35 ár en kynntumst ekki að ráði fyrr en hún flutti heim ásamt fjölskyldu sinni, árið 2006, eftir 8 ára starf og búsetu erlendis í það skiptið. Við Sigrún áttum náið og skemmtilegt samstarf í ráðu- neytinu næstu árin. Sigrún var vandvirk, samviskusöm og traustur kollegi. Hún var svo örugg í sjálfri sér og óhrædd við að tjá skoðanir sínar, ef henni fannst einhver beittur órétti eða ef kröfur til starfsmanna voru ósanngjarnar. Sigrún hafði ríka réttlætis- kennd, var félagslynd, hafði ynd- islega nærveru, skemmtileg, fjörug, hláturmild, traust og um- hyggjusöm. Hún var hrein og bein í samskiptum, hafði mikinn áhuga á samfélagsmálum og réttlátara samfélagi. Stóri happadrættisvinningur- inn árið 2012 var þegar Sigrún flutti til starfa í Brussel. Það var alger lúxus að fá kæra vinkonu til borgarinnar. Við hittumst oft um helgar og gerðum allt annað en að fara í búðir. Við röltum um borgina eða úthverfi hennar, heimsóttum Sa- blon-markaðinn, frábæra Mag- ritte-safnið og fallegu garðana sem eru um allt í Brussel. Yfir- leitt var endað á veitingahúsi og notið dýrindisveiga sem veit- ingahúsin á Brussel-svæðinu bjóða upp á. Auðvitað var svo líf- ið og tilveran rædd án þess endi- lega að takast að leysa málin. Tími Sigrúnar í Brussel var oft erfiður eftir að veikindin voru uppgötvuð og hún hóf meðferð. Þrátt fyrir erfið veikindi var bar- áttukonan ávallt til staðar eins og glöggt má sjá í skilaboðum sem hún sendi mér sem svar við afmæliskveðju í janúar sl. „Já, okkur fjölgar hratt heldri borg- urum. Við verðum orðin það stór hópur á næstu árum að við get- um stofnað flokk, unnið stórsig- ur í kosningum og tekið yfir hér á Íslandi.“ Mér er minnisstæður hlátur- inn hennar Sigrúnar og hlýjan sem streymdi frá henni þegar hún talaði um fjölskyldu sína, sérstaklega börnin sín sem hún var svo innilega stolt af. Ég votta Kristjáni, Hallgrími, Rós, Elví og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Sigríður Jónsdóttir. Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir Í örfáum orðum langar mig að minn- ast og þakka fyrir það að hafa kynnst tengdaföður mínum Bjarna Ragnari Lárentsínussyni mús- íkant og þúsundþjalasmið í Stykkishólmi. Í tæp 30 ár höfum við átt samleið og síðustu 15 árin hér í Stykkishólmi. Við það að flytja vestur í Hólm hlotnuðust okkur mikil lífsgæði á margan hátt. Börnin okkar nutu þess sér- staklega vel og þá sérlega að vera alltaf í göngufæri við ömmu og afa sem tóku þeim ávallt opnum örm- um og sýndu verkefnum þeirra áhuga. Án efa nutu allir góðs af, en að eiga saman þessi ár í minn- ingunni er mjög verðmætt og fyr- ir það þökkum við. Bjarni var sú manngerð sem hafði endalaust trú á hinu góða í fari fólks og var yfirmáta bjart- sýnn á veröldina, stundum of bjartsýnn kannski, en í hans huga voru til lausnir á öllu, það þurfti bara að hugsa út fyrir kassann. Hann var yfirmáta félagslynd- Bjarni Ragnar Lárentsínusson ✝ Bjarni RagnarLárentsínusson húsasmíðameistari fæddist 10. apríl 1931. Hann andað- ist 30. maí 2020. Útför Bjarna fór fram 13. júní 2020. ur og fylgdist vel með öllu því sem var að gerast í bænum og sótti meira og minna alla viðburði sem í boði voru. Sameiginleg áhugamál okkar voru mörg en oft gátum við rökrætt málefni líðandi stundar og verið sammála eða ósam- mála, það skipti ekki máli. Hann hafði einhverja yfirsýn og var stundum á undan sinni samtíð í hugsun. Bjarni læddist ekki með veggj- um, alltaf mátti heyra þegar hann var nálægur því hann raulaði eða flautaði gömlu góðu lögin án þess að taka eftir því, en hann var einn- ig opinn, einlægur, hreinskilinn og sagði sína meiningu. Nærvera hans var ávallt hlý og elskuleg og hennar munum við sakna. Blessuð sé minning Bjarna. Anna Sigríður Melsteð. Með miklum trega og þakklæti kveð ég Bjarna, kæran vin og fé- laga til margra ára. Jafnframt kveðjum við Hólmarar líka mik- inn drifkraft í bænum okkar en Bjarni var ávallt með óbilandi trú og metnað fyrir Stykkishólm, já- kvæður og drífandi. Slíkir menn eru hverju litlu samfélagi dýr- mætir og smita út frá sér, ekki síst þegar þeir sjálfir gefa tóninn með dugnaði og ósérhlífni. Það var mikil gæfa að fá Bjarna sem byggingastjóra hótelsins og félagsheimilisins. Hér var um risastórt verkefni að ræða, á okk- ar kvarða, og Bjarni vakinn og sofinn yfir því, stjórnaði verkinu faglega og skörulega og hvatti okkur, sem á léttri buddunni héldu, áfram með bjartsýni sinni og ýtni. Hann hélt persónulegu sambandi við hönnuði og lagði þeim línur úr reynslubanka sínum sem oftar en ekki skilaði farsælli lausn og sparnaði. Hann naut sín virkilega vel við þessa hótelbygg- ingu og skynjaði framtíðarmikil- vægi hennar fyrir Hólminn sinn. Þá þótti dansmúsíkantinum ekki verra að stjórna byggingu á glæsilegu félagsheimili sem byggt var á mettíma, níu mánuðum. Og verka Bjarna, í húsa- og mannvirkjagerð, sér víða stað enda starfsdagurinn langur og eljan mikil. En víst er að framlag Bjarna við byggingu Stykkishólmskirkju mun ávallt lifa í minningu og á spjöldum okk- ar í Hólminum. Þá ekki einungis verkleg stjórn hans á þessu flókna og mikla mannvirki, heldur ekki síður eldmóður hans og þraut- seigja sem formaður sóknar- og bygginganefndar. Bjarni fór fyrir vösku liði fólks sem aldrei missti móð né kjark, og veitti ekki af því brekkan var brött og löng og sum- um fannst stórhugurinn keyra úr hófi. En Bjarna og félögum tókst, sem betur fer, að mynda sam- stöðu og áhuga safnaðarins sem dugði til sigurs. Í dag er hið tign- arlega og fallega guðshús bæjar- prýði og stolt allra Hólmara, hvar sem þeir búa. Bjarni var í tæpa hálfa öld einn af aðalstólpum Trésmiðju Stykk- ishólms en ég átti því láni að fagna að gerast þar, ungur að árum, framkvæmdastjóri og hluthafi. Þetta voru annasamir tímar, verkefni af öllum toga, mest á heimaslóð en líka víðs vegar um landið, og það var mikið kapp í mönnum að snúa vörn í sókn. Starfsandi var góður og gaman í vinnunni, en ekki síst var vinátta og eindrægni milli manna, og þar skipti miklu að kjarni eigenda, Bjarni, Gulli og Biggi, voru vinir og félagar úr músíkinni. Og ekki má gleyma öllum hluthafafundun- um, þar krufðum við málin, hreinsuðum út misklíð og núning og treystum vináttuna. Svo var skálað og allt innsiglað með söng langt fram eftir nóttu. Tónlistin var Bjarna ríkulega í blóð borin og fallega tenórröddin hans hljómaði í áratugi í sönglífi okkar Hólmara. Og þá munaði aldeilis um Bjarna með hornin sín í Lúðrasveitinni ásamt öllum hin- um fórnfúsu forustustörfum hans í þeim öfluga félagsskap. Já, Bjarni lét muna um sig, þar sem hann kom að, fylginn sér og hreinskiptinn, en það skyggði aldrei á gæsku hans, glaðværð og hjálpsemi og fólki leið vel í návist hans. Slíkra er gott að minnast. Elsku Önnu og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Takk fyrir allt, Bjarni minn. Ellert. Það er hverju byggðarlagi mikilvægt að eiga framtakssama byggingameistara sem með verkum sínum setja mark sitt á mannvirkjagerð og þá um leið á bæjarmyndina. Bjarni Ragnar Lárentsínusson, byggingar- meistari og tónlistarmaður, var öflugur þátttakandi í samfélags- málum í Stykkishólmi. Átti ég margvíslegt samstarf við hann í gegnum tíðina og kynntist því vel hversu jákvæður hann var og áhugasamur um að bæta og byggja upp samfélagið. Bjarni vann sem byggingar- meistari og rak með samstarfs- mönnum sínum Trésmiðju Stykkishólms í áratugi. Á vett- vangi þess góða fyrirtækis kom hann að eða sá um byggingu margra af stærri mannvirkjum bæjarins auk fjölda íbúðarhúsa og atvinnuhúsnæðis. Má þar nefna félagsheimili og hótel, grunnskólahúsið, íþróttamið- stöðina og síðast en ekki síst Stykkishólmskirkju hina nýju sem hann sá um að reisa. En Bjarni var ekki einungis bygg- ingameistari kirkjunnar því hann var jafnframt formaður sóknar- nefndar Stykkishólmssafnaðar. Elja hans og vilji við að tryggja framvindu kirkjubyggingarinnar og afla fjármuna til þess stóra verkefnis var einstök og þakkar- verð. En Bjarni kom að fleiri málum í Stykkishólmi. Hann var tónelskur og söng í kirkjukórn- um í áratugi, spilaði í Lúðrasveit Stykkishólms sem og í dans- hljómsveit og var mikill áhuga- maður um að efla Tónlistarskóla Stykkishólms. Bjarni söng inn á plötu með félaga sínum Njáli Þorgeirssyni Söngdúetta við undirleik Jóhönnu Guðmunds- dóttur, skólastjóra Tónlistarskól- ans. Þar var á ferðinni úrval vin- sælla ættjarðarlaga. Söngdúettana má oft heyra í út- varpinu þegar tefla þarf fram klassískum ættjarðarlögum, svo sem Svanasöngur á heiði og Hríslan og lækurinn, svo fátt eitt sé nefnt af því sem Bjarni söng með Njáli. Þau ár sem ég gegndi stöðu bæjarstjóra í Stykkishólmi leið vart nokkur vika án þess að við Bjarni ættum samtöl eða mæltum okkur mót vegna fram- kvæmda. Og eftir að leið mín lá suður á Alþingi áttum við mörg samtöl því Bjarni hafði áhuga á svo mörgu sem fjallað var um á þeim vettvangi og vildi óhikað koma sjónarmiðum sínum og hagsmun- um samfélagsins á framfæri. Slíkir einstaklingar eru stjórn- málamönnum mikilvægir því ekkert er gagnlegra en að eiga þá jarðtengingu sem fylgir því að áhugamenn um framkvæmdir og framvindu góðra mála láti í sér heyra eða til sín taka í samtölum við þá sem eru á vettvangi og geta fylgt málum eftir. Ég naut þess að eiga Bjarna að vini og stuðningsmanni og vil þakka og minnast hans á þeim tímamótum er við kveðjum Bjarna hinstu kveðju. Megi minningin um hann lifa. Ég votta eiginkonu hans Önnu Maríu Bjartmars og börnum þeirra og fjölskyldu samúð og bið þeim blessunar. Sturla Böðvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.