Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mótmælinsem skek-ið hafa Bandaríkin og fleiri ríki undanfarnar vikur hafa haft ýmsar afleið- ingar í för með sér, þar sem uppgjör við kynþáttahyggju fortíðar hefur nú gert það að verkum, að myndastyttur og önnur minnismerki um mekt- armenn fyrri tíma eiga undir högg að sækja beggja vegna Atlantsála. Í Bandaríkjunum hefur raun- ar lengi verið umræða um sögu- lega arfleifð suðurríkjanna, sem lýstu yfir uppreisn gegn al- ríkinu og háðu fjögurra ára langa blóðuga styrjöld, allt til þess að geta varið hið ógeð- fellda þrælahald sem var horn- steinninn í samfélagi suður- ríkjanna. Þrátt fyrir ósigurinn hafa bandarískir „sunnanmenn“ ver- ið stoltir af sögu sinni, og við- leitni norðurríkjanna eftir and- lát Abrahams Lincolns til þess að sætta þjóðina leiddi til þess að kíkirinn var settur fyrir blinda augað, á meðan troðið var á réttindum hinna nýfrels- uðu þræla. Það er leitun að þjóð, sem hampað hefur þeim sem al- mennt væru álitnir uppreisnar- menn eða jafnvel föðurlands- svikarar jafnmikið og Banda- ríkjamenn hafa gert, en talið er að um 1.700 styttur og minn- ismerki standi til heiðurs mönn- um á borð við Robert E. Lee hershöfðingja og Jefferson Davis, forseta suðurríkjanna. Þá er enn ógetið dálætis margra hvítra suðurríkja- manna á flöggum og öðrum táknum uppreisnarinnar, sem fyrir þeim tákna anda suðursins og stolt en ekki kúgun eða kyn- þáttahatur. Margir aðrir líta á stytturnar og suðurríkjafánann sem tákn- myndir fyrir þrælahald, reistar í þeim tilgangi að minna blökkumenn á sinn stað og halda þeim þannig áfram í fjötr- um. Það þarf þess vegna ekki að koma á óvart að sú krafa sé uppi að þessar táknmyndir séu fjarlægðar. En hvað sem fólki kann að finnast um þá sem stytturnar eru reistar af er al- gerlega óviðunandi að þær séu rifnar niður af reiðum múg. Eigi að fjarlægja þær eða færa til þá hlýtur það að verða að gerast eftir leiðum lýðræðisins. Það hljóta að verða að vera lýð- ræðislega kjörnir fulltrúar al- mennings sem taka slíka ákvörðun en ekki hópur manna sem tekur sig saman og ákveður að hann sætti sig ekki við að horfa á þær lengur. Ef slík framganga er leyfð er stutt í algert stjórnleysi með hörmu- legum afleiðingum fyrir allan almenning. Í Bretlandi virð- ist áþekkt uppgjör hafið, en breska heimsveldið spann- aði á sínum tíma nærri fjórðung af landyfirborði jarðarinnar og réð yfir svip- uðum hluta mannkynsins. Slíkt veldi verður hvorki reist né við- haldið með neinum vettlinga- tökum og eru því margir þættir sögu þess sem orka tvímælis þegar þeir eru skoðaðir frá sjónarhóli 21. aldarinnar. Uppi er nú krafa um að Ox- ford-háskóli láti taka niður styttu af Cecil Rhodes, mann- inum sem í raun byggði upp breska heimsveldið í Afríku, með öllum þeim kostum og göll- um sem því fylgdu. Eftir því sem tímanum vindur fram er fremur horft á gallana, sér í lagi þar sem framferði Rhodes gagnvart blökkumönnum í Afríku var forkastanlegt, en það er mikið til í því sem Boris Johnson tísti, að það að rífa nið- ur stytturnar „jafngildir því að ljúga til um sögu okkar“. Annar skotspónn mótmæl- enda er Winston Churchill, einn fremsti leiðtogi Bretlands fyrr og síðar, maðurinn sem forðaði Bretum undan ógn og oki nas- ismans. Stytta hans við breska þinghúsið var hulin að undirlagi Sadiqs Khans, borgarstjóra Lundúnaborgar, vegna ótta um að hún yrði felld í mótmælum helgarinnar, sem segir sína sögu um að yfirvöld hafi misst stjórn á aðstæðum í hendur skemmdarvarga sem engu eira. Skemmdarvargarnir þykjast finna snögga bletti á Churchill og vilja jafna um hann nú í blindri heift, en Churchill er ekki einn á „sakamannabekkn- um“, því mótmælendurnir hafa einnig beint sjónum að styttu Mahatmas Gandhis, frels- ishetju Indverja, í Leicest- erborg. Skoðanir hans á blökkumönnum hefðu líklega bundið enda á feril Gandhis, hefði hann verið uppi á okkar tímum, en mælikvarði okkar tíma er ekki endilega sá eini sem notast á við þegar metnir eru þeir sem mikið lögðu af mörkum til sögunnar. Hætt er við að hin mikilvæga og þarfa barátta gegn kyn- þáttamisrétti missi marks, og jafnvel stuðning, ef farið er of- fari við að brjóta niður tákn- myndir fortíðarinnar. Söguna á ekki að fela eða endurskrifa en sé vilji til að breyta áherslum og framsetningu verður sá vilji að koma fram eftir löglegum og lýðræðislegum leiðum. Ríki Vesturlanda, sem vilja að sjálf- sögðu tryggja öllum rétt til að tjá sig og mótmæla, verða að gæta þess að slík mótmæli fari ekki úr böndum með þeim af- leiðingum að tilteknir hópar fari að kúga almenna borgara. Hver á að fá að ráða því hvers er minnst?}Fortíðin felld af stalli É g held að ég fari rétt með að ég hafi verið fyrsti þingmaðurinn sem ræddi Covid-faraldurinn á Alþingi en í dag munu ýmsar ferðatakmarkanir falla niður. Auðvitað er baráttan ekki búin en það var ná- kvæmlega einum mánuði „áður“ en fyrsta smitið var staðfest hér á landi þegar ég beindi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um málið og sagði ég í lok janúar þetta: „Ógnvænlegar fréttir berast nú um út- breiðslu þessarar veiru og er ekki lengur talað um hvort heldur hvenær veiran berist til Ís- lands. Mig langar því að spyrja hæstvirtan heilbrigðisráðherra um þær aðgerðir sem þörf er á að grípa til vegna veirunnar. Hvað er verið að gera? Hvað þarf að gera? Hvernig er- um við í stakk búin að mæta alvarlegum heimsfaraldri? Hvað með tæki og tól, hugsanleg lyf og aðstöðu hjá heilbrigðisstofnunum ef ástandið skyldi versna til muna? Er verið að setja viðbótarfjármuni til heilbrigðisstofnana vegna kórónuveirunnar eða ekki? Herra forseti. Fyrir rúmum 100 árum glímdu Íslend- ingar við eldgos og alvarlegan heimsfaraldur. Við skul- um vona að hið sama gerist ekki núna, en að því sögðu þurfum við að búast við hinu versta þótt við vonumst eft- ir hinu besta.“ Stöndum saman Heilbrigðisráðherra svaraði mér þennan dag: „Ég þakka háttvirtum þingmanni fyrir að vekja máls á því sem er okkur mörgum efst í huga þessi dægrin. Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að hér er um að ræða verkefni af því tagi að við stöndum auðvitað saman sem þjóð um viðbrögð … Það sem þarf að gera og er verið að gera er að fara yfir áætl- anir, sérstaklega Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins og Landspítala einmitt núna, og það kann að vera að grípa þurfi til sérhæfðra og sérstakra aðgerða af þessum sökum sem taka stuttan tíma og eru til skoð- unar.“ Og nákvæmlega mánuði eftir þessi orða- skipti mín og ráðherrans eða hinn 28. febrúar var veiran komin til Íslands. Lokaorð mín í fyrirspurn minni mánuði áð- ur en veiran kom til landsins voru þessi: „Herra forseti. Þegar áföll dynja yfir okk- ur Íslendinga stöndum við saman. Þá er eng- in stjórn eða stjórnarandstaða, ekkert hægri eða vinstri, bara ein þjóð í einu landi og við öll stöndum saman í því sem þarf að gera.“ Þessi orð eldast bara nokkuð vel. Ekki síðasti faraldurinn Hins vegar er nokkuð víst að Covid-19-sjúkdómurinn er ekki síðasti heimsfaraldurinn. Mörg dæmi sýna að vegna hrikalegra aðstæðna á matarmörkuðum úti í hin- um stóra heimi geta þeir virkað sem gróðrarstía fyrir stökkbreyttar veirur og sem stökkpallur veiru á milli tegunda. Við munum ráða niðurlögum kórónuveirunnar með vísindin að vopni. En við munum hins vegar þurfa aftur að kljást við ættingja veirunnar áður en langt um líður, ef við breytum ekki um stefnu í samneyti okkar við dýr, aðbúnað þeirra og framleiðslu. agustolafur@althingi.is Ágúst Ólafur Ágústsson Pistill Fortíð og framtíð veiru Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Starfsmenn af erlendu bergibrotnir hafa átt mjög stór-an þátt í uppganginum í at-vinnulífinu á seinustu árum og voru tæplega 20% af öllu vinn- andi fólki á vinnumarkaðinum að jafnaði á seinasta ári. Strax á fyrstu mánuðum þessa árs, en þó áður en kórónuveirufaraldurinn hélt innreið sína, fór þeim þó lítið eitt fækkandi eða niður í 18,9% að því er fram kemur á nýju yfirliti Hagstofunnar. Einstaklingar af erlendum uppruna hafa verið áberandi í ferðaþjónustu og byggingariðnaði og af yfirliti sem Hagstofan birtir um dreifingu þeirra á landinu má sjá að hlutfall erlendra starfsmanna hefur verið langmest á vinnumarkaði eða yfir 30% á Reykjanesi og í Reykjavík og á bilinu 20-30% af öllu starfandi fólki á Suðausturlandi. Atvinnuleysisbylgjan sem reið yfir í veirufaraldrinum hefur komið sérstaklega illa niður á erlendum starfsmönnum á vinnumarkaðinum og má sjá af nýju yfirliti Vinnu- málastofnunar sem birt var sl. föstudag að alls voru 6.320 erlendir ríkisborgarar á almennu atvinnu- leysisskránni í lok maí sem sam- svarar um 17,6% atvinnuleysi meðal þeirra. Í sama mánuði fyrir ári voru 2.565 erlendir ríkisborgarar án at- vinnu og hefur þeim því fjölgað mik- ið í hópi atvinnulausra. Bent er á að þegar litið er á hlut- fall atvinnulausra útlendinga af heildarfjölda atvinnulausra þá hefur það aukist á milli mánaðanna apríl og maí úr 35% í nær 40%. Á sama tíma minnkaði almennt atvinnuleysi meðal landsmana lítið eitt í maí eða úr 7,5% í 7,4%. Kemur ennfremur fram að erlendir ríkisborgarar voru um fjórðungur þeirra sem hafa ver- ið á hlutabótaleiðinni. Langstærsti hópur þeirra erlendu ríkisborgara sem eru án atvinnu er frá Póllandi eða tæplega 3.200 ein- staklingar og um 51% allra erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá. Í seinasta mánuði gaf VMST út 79 at- vinnuleyfi til útlendinga til starfa hér á landi og er það töluverð fækk- un frá sama tíma í fyrra. Flest leyf- in voru gefin út vegna starfa sem krefjast sérfræði- eða sérmennt- unar eða 52%. 22 erlend þjónustu- fyrirtæki voru starfandi hér á landi í maí með 106 starfsmenn. „Þá voru starfsmenn starfsmannaleigna, inn- lendra og erlendra, samtals 344 í maí á vegum 21 starfsmannaleigu. Hefur þeim fækkað um meira en helming frá maí 2019 þegar hér voru 910 starfsmenn hjá 24 starfs- mannaleigum,“ segir í skýrslu VMST. Útlendingar eru um 40% atvinnulausra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinnumarkaður Þótt dregið hafi úr atvinnuleysi er það enn 13,5% á höfuð- borgarsvæðinu og mest var það á landinu í maí á Suðurnesjum, 25,2%. Fækkað hefur hratt á hlutabóta- leið Vinnumálastofnunar vegna minnkaðs starfshlutfalls. 21.500 fengu hlutabætur í maí en þeim hafði svo fækkað í 17.213 í lok mánaðarins. Atvinnuleysi minnkaði verulega í liðnum mánuði og fór úr 17,8% í apríl í 13,0% í maí. Munar þar mest um að atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleiðinni minnkaði úr 10,3% í 5,6%. Þetta kemur fram í nýbirtri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar (VMST). Er því nú spáð að atvinnuleysi haldi áfram að minnka í júní og fari nið- ur í 11,2% en sérfræðingar VMST spá því að atvinnuleysi muni aukast á ný þegar kemur fram í ágúst. Áfram muni fækka í hópi þeirra sem eru á hlutabótum og allmargir úr þeim hópi komi þá inn á almennar atvinnuleysisbætur. „Hins vegar mun almennt atvinnu- leysi trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hóp- uppsögnum að koma til fram- kvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt at- vinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverf- andi.“ Fer líklega yfir 8% síðsumars ATVINNULEYSI SÍGUR EN EYKST SVO Á NÝ Við störf Almennum atvinnuleitendum hefur fækkað á seinustu vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.