Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 ✝ Elín EbbaSkaptadóttir fæddist á Lind- argötu, beint á móti súkku- laðigerðinni Freyju, 3. ágúst 1941. Hún lést á Landakotsspítala 2. júní 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Margrét Borghild Hafstein, f. 1919, d. 2008 og Skapti Jónsson skipstjóri frá Hrísey, f. 1914, d. 1986. Systkini Elínar eru Þórunn Sóley Skaptadóttir, f. 1943, Pétur Hafstein Skaptason, þeirra Skapta er Kristófer Víðir Skaptason, f. 4.9. 2002. Dóttir Skapta og Hólmfríðar er svo Ás- dís Elín, f. 9.4. 2011. 2) Haraldur Jóhannesson, f. 2.6. 1973, maki Soffía Guðrún Gísladóttir, börn þeirra eru Jó- hanna Kara, f. 17.1. 2010 og Fróði f. 15.6. 2012. Elín bjó fyrstu árin í Reykja- vík, síðan flutti fjölskyldan norður á Akureyri. Elín tók landspróf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni. Þegar Skapti faðir Elínar réð sig til starfa hjá Mat- vælastofnun Sameinuðu þjóð- anna bjó fjölskyldan víða um heim, í Úrúgvæ, Argentínu og á Indlandi. Elín starfaði í snyrtivöru- versluninni Sápuhúsinu um ára- bil eða þar til hún giftist Víði og gerðist húsmóðir, sem var það sem hún vildi alla tíð vera. Jarðarför Elínar fór fram í Lindakirkju 10. júní 2020. f. 1945 og Jón Skaptason, f. 1951. Elín giftist 1970 Jóhannesi Víði Har- aldssyni flugstjóra, f. 2.6. 1939. Börn þeirra: 1) Skapti Jó- hannesson, f. 8.7. 1971, maki Hólm- fríður Sigurðar- dóttir. Hún á af fyrra hjónabandi Jökul Trausta Ingvason, f. 19.8. 1998 og Matthías Ingvason, f. 1.7. 2000. Fyrrverandi sambýliskona Skapta er Linda Björk Waage. Hún átti fyrir Ingva Stein Jóns- son Waage, f. 12.1. 1995. Sonur Þegar ég fluttist til Reykja- víkur átta ára gamall í október 1943 ásamt foreldrum mínum og systrunum Ragnheiði og Sig- rúnu var okkur yngra aðkomu- fólkinu mikill andlegur styrkur að því, að í nettu timburhúsi við Lindargötuna bjó enginn annar en Skapti Jónsson, einkabróðir Önnu móður okkar, og Margrét Borghild (Ebba) Hafstein eigin- kona hans. Elín Ebba, elsta barn þeirra, var þá á þriðja ári og Þórunn Sóley rétt ókomin í heiminn. Á heimilinu bjó einnig Þórunn Eyjólfsdóttir, móðir Ebbu, sem reyndist okkur systk- inum góð viðskiptis. Skapti var þá stýrimaður á togaranum Belgaum og stóð í hættulegum Englandssiglingum, en var m.a. í landi á sjómanna- daginn vorið eftir, þar sem ég gat horft á hann í kappróðri með skipshöfn sinni. Við þetta bætt- ist að þegar ég kom í Austurbæj- arskólann í bekk hjá Steinunni Bjartmarsdóttur var henni sér- stök ánægja að geta frætt mig á því, að Ebba Hafstein hefði verið meðal bestu nemenda sinna á löngum ferli. Kynni mín af fjölskyldunni við Lindargötu urðu ekki mjög sam- felld gegnum árin, fyrst af því að Skapti flutti um tíma til Akur- eyrar til starfa hjá frænda okkar Guðmundi Jörundssyni, síld- veiðisnillingi og togaraeiganda frá Hrísey. Hins vegar var gleði mín yfir þeim næg til að endast ævilangt, eins og raunin hefur orðið. Þannig voru þau Ebba og Skapti með fallegustu hjónum og samrýnd eftir því, og dæturnar tvær hvor annarri aðdáunar- verðari. Það spillti svo ekki fyrir þegar bræðurnir Pétur og Jón bættust í hópinn, drengir með hjartað á réttum stað og dugandi hvor á sínu sviði. Sjómannsferill Skapta varð mjög fjölbreyttur, ekki síst vegna þess að hann starfaði all- lengi í fjarlægum löndum og við góðan orðstír sem ráðunautur hjá Þróunarstofnun SÞ. Það kom því í hlut eldri barnanna þegar á leið að rækta tengslin við föð- ursystur sína og fjölskyldu hennar. Þetta gerði Elín Ebba af mikilli alúð og elsku, þannig að áður en varði voru þær Anna móðir mín orðnar nánar vinkon- ur, ásamt Helgu Sóleyju yngstu systur minni. Fyrir þetta allt verð ég að fá að þakka, jafn- framt því að samhryggjast öð- lingnum Jóhannesi Víði og son- um þeirra. Þau hjónin voru ekki ung lengur, en áttu lengri sam- búð skilið. Eins og sá veit sem allt veit, hefði móðir mín sagt. Hjörtur Torfason. Elsku mamma, amma og tengdamamma. Nú höfum við kvatt þig í hinsta sinn og sitjum nú og rifj- um upp lífið með þér. Hvernig það var að koma til þín í morgunmat þar sem þú reiddir fram veitingar eftir hvers manns höfði. Hvað þér fannst gaman að sitja úti í náttúrunni og tína ber og hvað þú hafðir gaman af því að sulta og reiða fram þína eigin framleiðslu af sultum, geli og drykkjum. Þegar Skapti og Halli voru litlir þá eldaðir þú þríréttað fyrir alla strákana þína. Fékkst þér svo afgangana sjálf. Og þannig var það líka þegar heila herdeildin mætti til þín á laugardagsmorgnum. Hver og einn fékk sinn sér- sniðna morgunmat og þegar við guttarnir vorum búnir að borða fylli okkar þá fórum við inn í eld- hús og fengum smákökur með m&m. Þú vissir alltaf hvað hver og einn vildi. Það er merkilegt hvernig líf fólk skiptist upp í kafla og að fá að heyra lífssögu þína með orð- um fólks sem þekkti þig áður en þú varðst mamma og amma opn- ar augu okkar fyrir því að þú áttir þér fleiri hliðar en það að vera eiginkona Víðis, mamma Skapta og Halla, tengdamamma Soffíu, Lindu og Fríðu og amma heillar herdeildar af börnum, Ingva Steins, Kristófers Víðis, Jökuls Trausta, Matthíasar, Jó- hönnu Köru, Ásdísar Elínar og Fróða. Mark þitt situr í okkur öllum því þú hlúðir að okkur öllum og við yljum okkur með minning- unum um þig, elsku Elín. Jón bróðir þinn rifjaði m.a. upp að þú hefðir haft unun af tónlist og lestri á bókum og ljóð- um. Þú sóttist aðallega í að lesa ljóð eftir Davíð Stefánsson. Við litum því í bækurnar þín- ar og ein ljóðabókin opnaðist á þessu ljóði sem okkur fannst við hæfi. Óður til lífsins Lengi heilluðu hugann heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, líf þeirra, ljóð og sögur, sem lifðu á horfinni öld. Kynslóðir koma og fara, köllun þeirra er mikil og glæst. Bak við móðuna miklu rís mannlegur andi hæst. (Davíð Stefánsson) Við elskum þig og þín verður sárt saknað. Skapti, Fríða og herdeildin. Elín Ebba Skaptadóttir Með sorg í hjarta langar mig að skrifa nokkrar línur um Guðmund bróður minn. Hann var einstakur maður sem vildi allt fyrir alla gera. Því- líkur dugnaðarforkur, bæði til sjós og lands. Hann var til fjölda ára til sjós, bæði á loðnu og síld og síðast á trillu. Hann var góður veiðimaður. Það var alltaf til- hlökkun þegar hann kom heim í sveitina á æskuheimili okkar á Reykjum í Mjóafirði. Hann var alltaf á fullu, að gera við, í hey- skap, í smalamennsku o.fl. Oft kom hann á bátum með flutninga í Reyki. Ég man þegar ég var á síld- arplaninu í Mjóafirði, þá hringdi ég í hann og spurði hvort hann gæti sótt okkur síldarstelpurnar í Mjóafjörð og farið með okkur á Norðfjörð á ball og aftur heim. Það var alveg sjálfsagt og hann gerði það. Hann var skipstjóri á Hafrúnu þá. Guðmundur og Kristlaug kon- an hans voru með búskap uppi í Engidal, Bárðardal. Kristlaug sá um búskapinn en Guðmundur stundaði sjóinn af krafti. Hann lét þó ekki sitt eftir liggja þegar hann var í landi. Þau voru einstök snyrtimenni hvar sem þau voru. Það var gam- an að koma í Engidal til þeirra. Öllum húsum var vel haldið við öll þessi ár. Landgræðsla hefur allt- af verið þeirra hjartans mál. Þegar Guðmundur var 56 ára greindist hann með krabbamein sem hann barðist við af mikilli hörku. Hann sagði oft: „Við krabbinn erum að berjast en ég Guðmundur Þór Wium Hansson ✝ GuðmundurÞór Wium Hansson fæddist 2. mars 1938. Hann lést 30. apríl 2020. Guðmundur var jarðsunginn 7. maí 2020. ætla að hafa betur.“ Á rúmu ári fór hann í þrjár stórar að- gerðir. Hann barð- ist við krabbann í mörg ár og hafði betur að lokum. Nokkrum árum eftir sigurinn við krabbameinið greindist hann með kransæðastíflu. Vegna þess fór hann til Reykjavíkur og fékk inni hjá dóttur minni sem bjó á 3. hæð. Dóttur minni, sem er hjúkrunar- fræðingur, brá við að sjá krans- æðasjúklinginn fyrir utan dyrnar eftir að hafa hlaupið upp þrjár hæðir og hafði miklar áhyggjur af honum. Hann mælti þá: „Stella mín, ég ætla ekki að drepast úr svona ómerkilegum sjúkdómi.“ Hann var svo lánsamur að eiga þessa glæsilegu og góðu konu sem stóð við bakið á honum í öll- um þessum veikindum. Honum þótti mjög vænt um bernskuheimilið sitt á Reykjum í Mjóafirði. Reykir voru hans draumastaður. Hann vildi að hús- ið yrði gert upp en náði því miður ekki að sjá það klárast. Guðmundur var mikil skytta. Ekki fyrir löngu vorum við á ferðinni í Engidal og kíktum á þau hjónin. Það var kalsaveður og hvít jörð. Þá var Guðmundur nýbúinn að skjóta hvítan ref. Hann hafði litið út um svefnher- bergisgluggann og séð refinn. Hann sagði: „Þá náði ég í brand- inn og sendi hann inn í eilífðina gegnum opið gluggafagið.“ Geri aðrir betur. Ég gæti endalaust sagt sögur af bróður mínum enda nóg til. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, elsku bróðir, alla tryggðina í gegnum árin og hvað þú varst alltaf góður við mig og mína. Hvíldu í friði, kæri bróðir. Þín systir, Sigríður Wium og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar Þegar ég hugsa um fyrstu minning- ar mínar um ömmu fer ég alltaf í Heiðarselið. Möndlugrautinn á jólunum, pönnukökur með rjóma og sultu en aðallega litla herbergið þeirra niðri sem ég var eiginlega pínu sannfærð um að hefði töframátt því amma virtist geta búið til hvað sem var í því herbergi. Hún saumaði á okkur kjóla (þótt ég væri nú ekki alltaf sátt við að vera í eins fötum og litla systir mín), hún saumaði fyrir okkur rúmteppi, sem er ennþá í her- berginu hennar Eriku Míu og hún virtist geta málað hvað sem var. (Þótt hún væri sjálf mjög Vigdís Ragnheiður Viggósdóttir ✝ Vigdís Ragn-heiður Viggós- dóttir fæddist 28. nóvember 1930. Hún lést 23. maí 2020. Útför Vigdísar fór fram 8. júní 2020. gagnrýnin á eigin verk). En það var ekki fyrr en þau afi komu í heimsókn til okkar í Manchester 2009 að ég eiginlega kynntist ömmu sem fullorðin mann- eskja. Við drógum þau með okkur út um allt og í staðinn sögðu þau okkur bæði gamlar sögur af mörgum ferðalögum þeirra um heiminn. Og amma var svo þolinmóð við Chris, hún talaði hægt á íslensku á meðan hann talaði hægt á ensku til baka, og einhvern veginn skildu þau hvort annað mjög vel. Og ég fékk þann heiður að þekkja þau bæði pínu betur eftir þá ferð. Ég man líka alltaf eftir því þeg- ar við komum í heimsókn með Eriku Míu til ömmu og hún leyfði hún henni að borða heila krukku af bláberjasultu í einu af því henni fannst hún svo góð og hún sagðist vera amma hennar og að þetta væri hennar sulta þannig að hún mætti þetta alveg. En amma var ekki bara góð að búa til sultu, hún var listamaður, saumakona, ævintýramaður og síðast en ekki síst yndisleg amma sem var alltaf til staðar og hún var alltaf hreinskilin. En vá hvað ég sakna hennar og ég vildi að ég hefði getað sagt bless við hana og gefið henni eitt stórt síðasta knús en hún mun alltaf lifa í hjarta mínu og knúsið verður að bíða betri tíma, þangað til ég er búin að læra helminginn af því sem hún kunni. Þá kannski hittumst við aftur á betri stað. Guð geymi þig elsku amma. Berglind. Fallega, hlýja og dásamlega amma mín var mér ofboðslega kær og átti stóran þátt í uppeldi okkar Finnboga bróður. Hún hafði mikil áhrif á mig í gegnum árin. Hún var fyndin, sniðug, hlý, snögg, skoðanamikil og föst á sínu. Hún kenndi mér að standa með sjálfri mér, vera hreinskilin, ekki gera of mikið úr hlutum sem ekki voru það stórir og gaf mér skilyrðislausa ást. Hún naut þess að syngja, hún málaði fallega, bakaði listilega og átti stóran og flottan vinahóp. Hún átti líka og elskaði vel og heitt hann afa minn Finnboga, en hann valdi víst hana, eða það sögðu þau alltaf bæði þegar ég spurði hvernig þau kynntust. Hún amma mín kenndi mér að sauma og prjóna og baka og stoppa í sokka og fæðuhringinn og reima skóna og margt meira, en mest kenndi hún mér með og án orða, hvernig maður nýtur sín í lífinu sáttur. Hún hafði óendan- lega mikla trú a mér og kom á hverja einustu sýningu og alla þá viðburði sem ég hef staðið að, í öll afmæli, boð, fermingar, brúðkaup og nafnaveislur og hjálpaði mér á stórum tímamótum eins og við út- skriftarverkið mitt í Listaháskól- anum og þegar við Baldur misst- um Munin okkar. Þrátt fyrir óendanlegan stuðning skildi hún ekki alltaf hvað ég var að gera og hvernig ég ætlaði að lifa á því sem ég var að gera og var alls óhrædd að láta það í ljós, en alltaf mætti hún! Sambandið okkar var fallegt, hreinskilið og hlýtt. Ég á eftir að sakna hennar meira en orð fá lýst. Elsku amma mín, megi allar góðar vættir vaka yfir þér og ég bið fyrir kveðju hinum megin við hæðina. Þórey Björk Halldórsdóttir. Sofðu, hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi. Elsku pabbi minn. „Þá fer ég bara að sofa“ voru síðustu orðin þín. Sáttur við lífið, ævin þín var orðin nógu löng. Og þú svafst vært þessa síð- ustu nótt, umvafinn ástvinum sem héldu í hönd þína þar til yf- ir lauk. Það gerist ekki fallegra og betra. Og nú ertu kominn í sumar- landið til mömmu og þið farin að Guðmundur Skúli Kristjánsson ✝ GuðmundurSkúli Krist- jánsson fæddist 16. desember 1929. Hann lést 21. maí 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. skipuleggja garð með blómum og trjám, og já, ekki gleyma að vökva. En þið mamma kynntust á balli í Mjólkurstöðinni ár- ið 1952 (gerist ekki rómantískara) og fóruð saman gegn- um lífið í blíðu og stríðu í 64 ár, Ekki alltaf sammála og stundum mikið ósammála en allt leyst á endanum. Það gat gerst er við vorum í heimsókn og verið að spjalla saman að heyrðist „nei, Ása mín, þetta var nú ekki svona“ eða „bíddu nú við, bíddu nú við“. Þá hafði maður eitthvað rangt fyrir sér og svo var pexað smá- stund þar til hægt var að skjóta inn orði og byrjað á nýju mál- efni. Þú áttir mörg áhugamál og hafðir dökkgræna fingur, hugs- aðir vel um þá garða sem voru við húsin ykkar. Best man ég eftir garðinum á Nönnustíg 3. Þar var alltaf verið að laga og breyta, færa til beð, fánastöng- ina, plöntur og fleira, settar nið- ur stjúpur, hádegisblóm, flauels- blóm og morgunfrúr fyrir 17. júní. Þetta var það sem þú gerð- ir best; breyta, bæta og laga. Líka að gera nýtt. Endurbæta húsin sem þið bjugguð í, byggja við, breyta herbergjum en helst ekki mála inni, vildir frekar veggfóðra. Og ef allt væri tekið saman væri komið stórt hús, ekki með stigum, en það voru alltaf stigar eða tröppur hjá ykkur. Já og líka með kartöflu- geymslu, því þú hafðir gaman af að rækta þær og voru reynd ým- is afbrigði og glaðst yfir góðri uppskeru. Og ekki má gleyma Grafarkotinu. Eyðibýli sem þið fóstruðuð og gerðuð upp og var ykkar um árabil og áttum við margar góðar stundir þar. Ég man margar góðar stundir með þér. Ég lítið stelpuskott að hafa mig alla við að fylgja þér í 1. maí-göngu, þú varst fánaberi og ég að rifna úr stolti. Ég pínu áhyggjufull, vantaði höldur á klukkustreng sem átti að fara á handavinnusýningu en því var reddað; þú bjóst þær til úr krossviði – tveir fallegir svanir. Ég að æfa mig fyrir bílpróf, ég veit ekki hvort okkar var meira stressað en ég náði prófinu. Við á leið heim í mat, þú stórstígur og ég enn að reyna að hafa við þér. Og svo var það allt hitt sem þú gerðir, allir fallegu gripirnir sem urðu til í kjallaranum, enda- laust fallegir gripir, bara að nefna það og þá var það gert fyrir mann, þetta eru listaverk sem við njótum nú. Ég gæti haldi lengi áfram en nú er mál að linni. Þú varst ekk- ert fyrir svona greinar. En ég er þakklát fyrir þá stund sem við áttum saman í janúar sl. er við minntumst 90 ára afmælis mömmu. Það er ómetanlegt að hafa átt þessa góðu stund sam- an. Flest okkar að hitta þig í hinsta sinn. Takk pabbi fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Takk fyrir samfylgdina öll þessi ár og ég kveð þig með þökk og kærleika. Þín dóttir, Sigríður Diljá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.