Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 BROTINN SKJÁR? Við gerum við allar tegundir síma, spjaldtölva, og tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ellefu konur sem skipa útivistarhópinn Snjódríf- urnar luku síðdegis í gær 150 kílómetra skíða- göngu þvert yfir Vatnajökul. „Þetta hefur geng- ið eins og í ævintýri,“ segir Brynhildur Ólafsdóttir, ein Snjódrífanna. Þær ætluðu í nótt sem leið að gista í fjallaskála við Geldingafell, sem er við NA-horn Vatnajökuls og suður af Eyjabökkum. Snjódrífurnar standa að verkefn- inu Lífskrafti og safna áheitum til stuðnings Krafti, sem er félag ungs fólks með krabbamein, og Lífi, en það er styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. sbs@mbl.is Snjódrífurnar eru komnar í Geldingafell eftir 150 km leiðangur á fannbreiðunni Ljósmynd/Aðsend Ævintýri á gönguför á Vatnajökli er að baki Pétur Magnússon petur@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir ánægjulegt að verið sé að slaka á ferðatakmörkunum um alla Evrópu, en að í augum ferða- þjónustunnar sé Ísland svo gott sem lokað fyrir ferðamennsku undir nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Ferðaþjónusta hefur stöðvast á heimsvísu, en Jóhannes segir að mikið sé í húfi fyrir Íslendinga, þar sem landið eigi meira undir ferða- þjónustunni sem atvinnugrein en margar aðrar þjóðir. Hann segir já- kvætt að verið sé að aflétta ferða- hömlum, en í staðinn koma hindr- anir sem settar eru upp í sóttvarnaskyni en hafa verulega slæm áhrif á möguleika ferðaþjón- ustunnar. Frá og með deginum í dag er öll- um sem koma til landsins og hafa dvalið í meira en sólarhring síðast- liðna fjórtán daga í löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem áhættusvæði skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga. Hægt er að sleppa við sóttkví með því að fara í sýnatöku, sem verður endurgjaldslaus þangað til 30. júní, og mun kosta fimmtán þúsund krónur frá og með 1. júlí. Jóhannes segir að fólk sem var búið að bóka ferðir, sérstaklega hóp- ferðir, hafi miklar áhyggjur af þess- um hindrunum, bæði með tilliti til skimana og að ekki verði hægt að framvísa vottorði að utan. Jóhannes segir að reglugerðin valdi því að fjárhagsleg áhætta við að koma til Íslands sé of mikil, þar sem fólk geti ekki tryggt að það þurfi ekki að fara í sóttkví fyrr en það er komið til Keflavíkur. Það geti falið í sér mikið fjártap auk þess sem það eyðileggi fríið. „Það má segja að þetta hafi þau áhrif að ferð til Íslands sé einhvers konar lotterí. Enginn ferðast með fjölskylduna til annars lands til að sitja inni á hót- elherbergi í fjórtán daga og horfa út um gluggann,“ segir Jóhannes. „Það hefur klárlega þau áhrif að það er engin ferðaþjónusta.“ Jóhannes segir að ferðaþjónustu- fyrirtæki hafi tekið við miklu magni afbókana síðan reglugerðin var til- kynnt. Samtök ferðaþjónustunnar leggi áherslu á að það verði horft til breytinga á reglugerðinni eftir 1. júlí. Skref í rétta átt Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu og framkvæmdastjóri Center hótela, segir að næstu tvær vikur verði fyrst og fremst tilrauna- starfsemi hjá hótelum. „Það hafa verið að tínast inn örfáar bókanir, en það er ekki mikið. Þannig að við er- um að bregðast við þessum fáu gest- um sem koma næstu daga,“ segir Kristófer. Auk opnana á landamærum taka tilslakanir á samkomubanni einnig gildi í dag, svo fimm hundruð manns mega koma saman í stað þeirra tvö hundruð sem fyrri tilslakanir gerðu ráð fyrir. Kristófer segir slíkar tilslakanir skref í rétta átt en allir geri sér grein fyrir því að öryggissjónarmið verði að vera í fyrirrúmi. Næstu dagar muni þá fara í að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast í kjölfar breytinganna. Lotterí að ferðast til Íslands  Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttkví, sýnatöku og einangrun við landamæri Íslands leggi hindranir á veg ferðaþjónustunnar í landinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við Leifsstöð Aflétta á ferðahöml- um og boðið er upp á sýnatökur. ISAVIA hefur gengið frá samningi við Hollensku loft- og geimferða- stofnunina um að gera úttekt á mögu- legum áhrifum fyrirhugaðrar byggð- ar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Úttektin er gerð með sérstöku tilliti til áhrifa byggðarinnar á ókyrrð og vinda á vellinum. Sigrún Jakobsdóttir, fram- kvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA, segir mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir í þessu máli svo öruggt sé að byggð í kringum flugvöllinn muni ekki hafa áhrif á flugöryggi. Að sögn Sigrúnar hafa flugmenn Air Iceland tilkynnt atvik þar sem þeir hafa orðið varir við talsvert meiri ókyrrð á vellinum í kjölfar þess að byggð reis á Hlíðarenda, en úttekt á mögulegum áhrifum þeirrar byggðar á Reykjavíkurflugvöll var ekki gerð áður en hún var reist. Þess vegna þótti ISAVIA ástæða til að ráðast í slíka rannsókn á fyrirhugaðri byggð í Skerjafirði. Hollenska loft- og geimferðastofn- unin mun gegna hlutverki óháðs aðila við skoðunina, og mun ISAVIA kynna borg og ríki niðurstöðurnar þegar þær liggja fyrir. Byggð gæti haft talsverð áhrif „Þetta hefur allt áhrif, sérstaklega þegar byggð er komin svona nálægt flugvöllum.“ Byggð í návist flugvalla getur haft áhrif á vind og ókyrrð á völlunum og fyrirhuguð byggð í Skerjafirði gæti haft talsverð áhrif. Slíkar breytingar gætu lækkað notkunarstuðul flugvalla og haft áhrif á ákvörðun flugfélaga um hvort flogið skal við ákveðnar aðstæður. Niðurstöður úttektarinnar munu, að sögn Sigrúnar, líklega liggja fyrir í byrjun júlí, og verður þá hægt að ræða næstu skref. petur@mbl.is Rannsaka vind í Vatnsmýri  ISAVIA skoðar möguleg áhrif byggðar á flugöryggi Morgunblaðið/RAX Flugöryggi Hollenska loft- og geim- ferðastofnunin mun sjá um úttektina. Útilit er fyrir aðgerðalítið og mein- leysislegt veður á landinu á þjóð- hátíðinni, 17. júní, sem er nú á mið- vikudaginn. Á vestanverðu landinu verða suðlægar áttir ríkjandi, skýja- loft og sólarlítið. Hins vegar verður bjart yfir norðanlands og austan og veðrið sennilega allra best á Akur- eyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Um miðjan dag gæti hitastig þar farið í 15-16 gráður þegar best lætur. Þessu gæti þó fylgt lítilsháttar haf- gola þegar líða tekur á daginn, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veð- urfræðings. Hvergi ætti að verða rigning að deginum, þótt í vitund margra sé fast að þjóðhátíðardeg- inum fylgi úrkoma. Vissulega eru dæmi um slíkt, en engin regla. sbs@mbl.is Meinlaust veður á 17. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Þar sem sumarsólin skín.  Sól á Norðurlandi á þjóðhátíðardaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.