Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 25
RAGNAR ELSKAÐI FERÐALÖG – ÞAR SEM EITTHVAÐ ÓVÆNT GÆTI GERST EN GERÐIST ALDREI. „ÉG ER NÝI RITARINN ÞINN. ER ÉG KLUKKUTÍMA OF SEIN EÐA 23 TÍMUM OF SNEMMA Á FERÐINNI?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga erfitt með að bíða. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „snark, snark, slett!” „snark, snark, slett! slett!” „og þau átu hamingju- söm til æviloka” ÉG ELSKA SÖGUNA UM BEIKONÁLFINN! LIÐSMENN OKKAR BARIST SEM ALDREI FYRR EFTIR AÐ VIÐ FENGUM OKKUR KLAPPSTÝRUR! VERST AÐ ÞAÐ ER VIÐ KONURNAR ÞEIRRA! andi framkvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahúss Neskaupstaðar. For- eldrar hans voru hjónin Ívar Sigurður Kristinsson húsasmíða- meistari, f. 19.6. 1925, d. 9.6. 1992, og Sigríður Vilhelmína Elíasdóttir, hús- móðir og verkakona, f. 26.6. 1923, d. 7.5. 2019. Þau bjuggu í Neskaupstað. Börn: 1) Aðalsteinn Þórðarson, véltæknifræðingur hjá Mannviti, f. 25.9. 1965. Maki: Jónína Róberts- dóttir sérfræðingur hjá Símanum, f. 5.11. 1966, búsett í Kópavogi. Börn: a) Steinunn Lilja, f. 29.9. 1989, sam- býlismaður: Elvar Rúnarsson, f. 28.3. 1990 og eiga tvö börn; b) Róbert Steinar, f. 26.7. 1995; 2) Sig- ríður Kristinsdóttir, fagstjóri hjúkr- unar á sjúkrasviði Heilbrigðis- stofnunar Austurlands, f. 22.1. 1968. Sambýlismaður: Jóhann Hákonar- son vélvirkjameistari, f. 26.6. 1962, búsett í Neskaupstað. Barn: Berg- rós Arna Sævarsdóttir f. 17.3. 1994, sambýlismaður: Hrafn Bjarnason, f. 1.4. 1989; 3) Ívar Sigurður Kristins- son, framkvæmdastjóri flugflota- mála hjá Icelandair Group, f. 20.6. 1974. Maki: Erla Halldórsdóttir lyfjafræðingur, f. 7.1. 1975, búsett í Reykjavík. Börn: a) Sara, f. 20.7. 1999; b) Sunna Dís, f. 18.2. 2003; c) Sigríður Lilja, f. 24.8. 2006. Systkini Steinunnar eru Helga Soffía Aðalsteinsdóttir matráðs- kona, f. 28.2. 1939, búsett í Stykkis- hólmi; Guðný Aðalsteinsdóttir verkakona, f. 10.6. 1941, búsett í Svarfaðardal; Jenný Aðalsteins- dóttir, starfsmaður í aðhlynningu, f. 10.6. 1941, búsett í Garði; Jón Hlífar Aðalsteinsson, stýrimaður og skip- stjóri, f. 13.11. 1943, búsettur í Nes- kaupstað; Kristján Aðalsteinsson, sjómaður, f. 31.7. 1954, búsett á Dal- vík. Foreldrar Steinunnar voru Einar Aðalsteinn Jónsson vélstjóri, f. 15.2. 1914, d. 20.12. 1974, og Björg Ólöf Helgadóttir matráðskona, f. 4.3. 1915, d. 3.10. 2003. Þau bjuggu í Neskaupstað Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir Guðrún Friðrikka Þórarinsdóttir húsfreyja á Mel Guðmundur Guðmundsson b. og smiður á Mel í Norðfirði Soffía Guðmundsdóttir húsfreyja á Mel Helgi Bjarnason útgerðarmaður á Mel Björg Ólöf Helgadóttir matráðskona í Neskaupstað Ólafía Guðrún Þorgrímsdóttir húsfreyja á Sveinsstöðum Bjarni Guðmundsson bóndi á Sveinsstöðum í Hellisfirði Guðrún Bjarnadóttir vinnukona í Breiðdal og víðar Sigurður Ólafsson vinnumaður í Breiðdal og víðar Guðný Björg Sigurðardóttir húsfreyja á Sörlastöðum Jón Einarsson bóndi á Sörlastöðum í Seyðisfirði Steinunn Jónsdóttir húsfr. á Brekku og í Berufirði Einar Jónsson bóndi á Brekku í Lóni og í Berufirði Úr frændgarði Steinunnar Lilju Aðalsteinsdóttur Aðalsteinn Jónsson vélstjóri í Neskaupstað DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 Helgi R. Einarsson segir að sérskiljist, að allir eigi að breyta ferðavenjum í sumar og yrkir „Far- sældar Frón“: Innanlands nú örkum veg út um koppagrundir. Dvölin hér er dásamleg, dýrðarinnar stundir. Fyrst heimsbyggðina hér og þar hrjáir alls kyns vandi skal þar vera á sporin spar, en spranga’ um úti’ á landi. Frelsið ríkir Foldu á, friðurinn í hjarta. Þeir sem fegurð þessa sjá þurfa’ ekki að kvarta. Hallmundur Guðmundsson fer með „Kráarljóð“ á Boðnarmiði: Þar fljóð eitt var laglega leggjað og líkast til alveg geggjað. Á barnum var fjör og baráttan ör því býsn var þar frýsað og hneggjað. Valdimar Gunnarsson yrkir, – og þessari reynslu deili ég með hon- um!: Í æsku mig ótalmargt dreymdi og ávallt í huga mér geymdi. – Svo máðist það flest. Nú mér þykir verst að mun’ ekki hverju ég gleymdi. Gunnar J. Straumland yrkir hnyttilega: Þrautavetrarvoli lauk vorið spratt af hljóði þegar ég heyrði hrossagauk hneggja í merastóði. Sagt er að Gísli Konráðsson hafi kveðið vísu þessa er náttpottur sá, er hann hafði, lak: Þú ert stopull þorpari, þér mun kopa gjarðleysi, fellir dropa fossandi, farðu í opið helvíti. Átti náttpottur sá ekki að sjást eftir það. Eiríkur Laxdal stúdent orti um Svein Sölvason lögmann, sem var fremur lágur vexti en gildur og safnaði ístru; hafði ekki óbeit á brennivíni og spillti með því heilsu sinni. Hann var gleðimaður, hæðinn og hnýflóttur í orðum: Þó sértu ei í sæti rýr síst með hnakkaspikið, linna bóla draugur dýr, drekktu samt ei mikið. Magnús lögmaður Björnsson (d. 1672) hafði stundum Hall harða Bjarnason í Möðrufelli að umboðs- manni, en ekki mun Magnúsi jafnan hafa líkað alls kostar vel við hann. Til þess bendir vísa sú, sem hann kastaði fram við ekkju Halls, er hann var látinn: Kroppurinn liggur í kistu af tré, kann ei lengur bramla. En hvar ætlarðu að sálin sé, seimaþöllin gamla? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ferðavenjur og kráarljóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.