Morgunblaðið - 15.06.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
!
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Stólajóga kl. 10-10:45.
Sögustund af hljóðbók kl. 13.00. Hádegismatur kl. 11:30 – 13. Kaffisala
kl. 14:45 – 15:30. Allir velkomnir í Félagsstarfið s: 411-2600.
Boðinn Gönguhópur kl. 10:30. Sundleikfimi kl. 14:30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8:50.
Púttvöllurinn og Hæðarvellir opnir öllum allan daginn. Hádegismatur
kl. 11:30-12:30. Tálgun með Valdóri 13. Handavinnuhornið kl. 13.
Síðdegiskaffi kl. 14:30. Við vinnum eftir Samfélagssáttmálanum, og
þannig tryggjum góðan árangur áfram.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 08:30-16:00. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 13:45 -15:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga í
Jónshúsi kl. 11:00.
Gerðuberg 3-5 kl. 08:30-16:00, Opin handavinnustofa kl. 09:00-16:00
Útskurður kl. 11:00-11:30, Leikfimi Helgu Ben kl. 13:00.
Ganga um hverfið
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Minningahópur kl. 10:30. Stólaleikfimi 13:30.
Seltjarnarnes Dagskráin í dag, mánudagur 15.júní. Kl.10:30
kaffispjall í króknum. Kl. 11:00 er leikfimi í salnum Skólabraut. Kl.
13:30 er tækninámskeið á Skólabraut. Kl. 18:30 er vatnsleikfimi
sundlaug Seltjarnarness. ATH. Pútt er á þriðjudögum kl. 13:30,
prentvilla í bækling sem þið fenguð inn um lúguna.
Mercedes Bens til sölu
Mjög vel með farinn svartur
Mercedes Bens CLS 350 Bluetec til
sölu, árg. 2015, ekinn aðeins 45 þús.
km. Bíllinn er í topp standi og hefur
verið í reglulegu viðhaldi hjá Öskju.
Svart leðuráklæði, topplúga rafm. &
hiti í sætum, splunku ný heilsársdekk,
„self park“ og margt fl., kostar nýr
+12mkr. Verð 6.490 þús.
Áhugasamir hafið samband í
síma 896-0747.
Bílar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Smáauglýsingar
augl@mbl.is
✝ Anna MarínKristjánsdóttir
fæddist í Sandgerð-
isbót í Glerárþorpi
27. ágúst 1927. Hún
lést 2. maí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Hallfreður Sig-
urjónsson f. 28. júlí
1895 á Glerárholti í
Eyjafirði og Anna
Pétursdóttir f. 23.
júlí 1894 í Skörðum á Tjörnesi.
Systkini hennar voru: Jóhann
Benedikt f. 7. apríl 1922, d. 30.
september 1976. Sigurður Lár-
us f. 13. september 1923, d. 20.
október 2010. Þórey Edith f. 15.
nóvember 1924, d. 12. febrúar
1994. Pétur Sigurjón f. 1. októ-
ber 1929. Kristján Guðmundur
f. 14. nóvember 1930, d. 8. júlí
1951. Erla f. 21. janúar 1932, d.
17. ágúst 2003 (hálfsystir). Sig-
ríður Kristín f. 3. júlí 1932, d.
þau þrjú börn: Sigríður Katrín
f. 30. maí 1979, Egill f. 7. ágúst
1984 og Auður Ösp f. 10. Sept-
ember 1990.
Gunnar f. 30. apríl 1957,
maki Ingveldur Teitsdóttir sem
er látin. Þau eiga þrjú börn:
Ástbjörg Ýr f. 30. mars 1978,
Gunnar Ingi f. 10. nóvember
1983 og Teitur f. 18. desember
1985.
Kristleifur Gauti f. 31. mars
1958, maki Kristín Birna Ang-
antýsdóttir og eiga þau fjögur
börn: Guðrún Ása f. 16. mars
1978, Torfi Björn f. 20. febrúar
1980, Daníel Hrafn f. 14. febr-
úar 1985 og Andri Týr f. 26.
september 1987.
Barna barnabörn Önnu Mar-
ínar og Torfa eru 27 talsins.
Anna Marín og Torfi bjuggu
lengst af að Neðstutröð 8 í
Kópavogi þar sem Torfi starf-
rækti rakarastofu í 56 ár. Anna
Marín starfaði um árabil sem
fiskimatsmaður í frystihúsinu
Ísbirninum og við afgreiðslu í
kaffiteríunni á Hótel Loftleið-
um.
Útför Önnu Marínar fór fram
frá Kópavogskirkju 26. maí
2020.
14. mars 2000.
Eiginmaður
Önnu var Torfi
Guðbjörnsson rak-
ari og gengu þau í
hjónaband 30. mars
1952. Torfi lést 6.
júní 2004.
Börn þeirra eru:
Katrín Guðbjörg f.
9. mars 1949, maki
Bragi Jónsson og
eiga þau tvö börn:
Berglind f. 5. september 1976
og Brynjar Þór f 30. apríl 1980.
Katrín átti fyrir Bjarndísi Marín
Hannesdóttur f. 13.7.1968.
Kristján Guðmundur f. 4. maí
1953, maki Bára Benedikts-
dóttir og eiga þau þrjú börn:
Anna Marín f. 18. janúar 1978,
Sigrún Katrín f. 1. nóvember
1979 og Benedikt f.24. apríl
1986.
Björn f. 5. feb 1956, maki
Soffía Guðjónsdóttir og eiga
Á fallegu vorkvöldi kvaddi ég
Maju frænku á Tröðinni. Maja
móðursystir mín hefur fylgt mér
alla ævi og verið mér einstaklega
kær. Þegar ég man fyrst eftir
mér bjuggu ég og foreldrar mínir
á Kópavogsbrautinni hjá Maju og
Torfa. Eftir að Maja og Torfi
fluttu í Voga og síðan til Keflavík-
ur dvaldi ég oft hjá þeim – það
var alltaf hægt að bæta einum
krakka við. Ég átti hjá Maju-
,Torfa og krökkunum mitt annað
heimili. Eftir að fjölskyldan flutt-
ist á Neðstutröð í Kópavogi var
heimilið þeirra eins og stoppi-
stöð, miðsvæðis á ferðum um
svæðið þar sem var gott að koma
við. Heimili þeirra stóð alltaf op-
ið, kaffi á boðstólum, eitthvað að
maula og á matmálstímum alltaf
nóg fyrir alla sem þar mættu.
Maja og Torfi áttu fimm börn
sem voru og eru mér eins og
systkini. Að koma á Tröðina var
alltaf eins og að koma heim – allt-
af velkomin. Mannmargt heimilið
var oft eins og félagsheimili. Mik-
ið skrafað um það sem var að ger-
ast á hverjum tíma. Hvað þessi
eða hinn var að stússa og um bæj-
arpólitíkusana, hvernig þeir
stóðu sig, vel eða illa. Engin logn-
molla þar og oft bévuð læti.
Maja frænka elskaði að ferðast
og við krakkarnir nutum góðs af
því. Mín fyrsta utanlandsferð var
með Maju – sigling með Gullfossi.
Hún vílaði ekki fyrir sér að taka
okkur með – mig, Kötu og Kidda.
Við áttum ógleymanlega ferð þar
sem hún fór hún með okkur í
skoðunarferðir á ýmsa staði og að
sjálfsögðu í Tívolí, sem var
undraveröld fyrir 12 ára krakka.
Þær urðu margar ferðirnar til út-
landa með Maju frænku þegar
hún starfaði í kaffiteríunni á
Loftleiðahótelinu. Kaupmanna-
höfn, London og Lúxemborg.
Síðasta ferð okkar saman var
þegar við Kata fórum með henni
til Kaupmannahafnar fyrir
nokkrum árum. Þá átti Maja orð-
ið erfitt með gang og við trilluð-
um henni í hjólastól um borgina
og skemmtum okkur vel. Við
fengum þó að heyra það þegar
aksturslagið var henni ekki að
skapi. Þetta var síðasta ferð
hennar út fyrir landsteinana en
fram á síðasta dag var hún í hug-
anum til í tuskið og vildi panta
nýja ferð.
Missir Maju var mikill þegar
Torfi maður hennar lést. Hún var
lánsöm, átti stóra fjölskyldu og
krakkarnir voru mikið hjá henni.
Nánast alltaf þegar maður kom
til Maju hitti maður þar fyrir eitt-
hvert systkinanna eða barna-
börn, sem voru orðin mörg.
Maja dvaldi á hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold síðustu mánuðina
áður en hún lést. Hún var orðin
þreytt og líkaminn að gefa sig.
Heilsan fór þverrandi en andlega
var hún hress og minnug til síð-
asta dags. Hún fylgdist með öll-
um og sagði manni fréttir af stór-
fjölskyldunni, börnum og
barnabörnum og ekki síst fólkinu
fyrir norðan. Hún reyndist börn-
um mínum góð frænka og fylgd-
ist með þeim fram til síðasta
dags.
Það er erfitt að lýsa væntum-
þykjunni til þessarar konu og ég
sakna hennar.
Efst í huga er þakklæti fyrir
það sem Maja hefur verið mér og
minni fjölskyldu. Elsku Kata,
Kiddi, Bjössi, Gunni, Gauti og
fjölskyldur, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar. Megi minning
um Maju mömmu lifa.
Agnes Agnarsdóttir
og fjölskylda.
Anna Marín
Kristjánsdóttir
Elsku Siggi
frændi. Það er
hrikalega sárt að sjá
þig fara. Ég er svo
þakklát fyrir allar
samverustundirnar og gleðina
sem þú smitaðir út frá þér. Við
Kristín höfum ósjaldan rætt það
hversu lánsamar við erum að eiga
svona alvitra, hressa og skemmti-
lega pabba, sem eru líka hinir
mestu snillingar í eldhúsinu. Ég
gleymi aldrei bangsakökunni
sem þú bakaðir fyrir afmælið
hennar Kristínar eitt árið. Kakan
var skreytt út í ýtrustu smáatriði,
enda var bangsinn með gifsi og
hækju, líkt og Kristín sem hafði
fótbrotnað það árið. Aldrei hafði
ég séð eins flotta afmælisköku og
óskaði mér helst að ég hefði fót-
brotnað líka.
Eitt sumarið þegar ég var lítil
fékk ég að fara ein með ykkur
fjölskyldunni í Glaðheima. Þetta
fannst mér vera toppurinn á til-
verunni. Ég, ein, með uppáhalds-
frændfólkinu mínu í sumarfríi!
Sigurður E.R.
Lyngdal
✝ Sigurður E.R.Lyngdal fædd-
ist 15. ágúst 1948.
Hann lést 3. júní
2020. Útför Sig-
urðar fór fram 12.
júní 2020.
Ekki vissi ég hvað
væri í vændum. Það
var endalaust um að
vera; við löbbuðum,
grilluðum og spiluð-
um allt fríið. Þá má
ekki gleyma einum
eftirminnilegasta
göngutúr lífs míns.
Þú skutlaðist einn
morguninn stutta
stund á bílnum og
fékkst svo far til
baka með nágrannanum. Þetta
fannst mér skrýtið, en þá sagðir
þú:
„Við ætlum í göngutúr, heila
átta kílómetra, að sækja bílinn.“
Ég skildi hvorki upp né niður í
því hvers vegna við þyrftum að
labba og sækja bíl sem var í fín-
asta standi, hvað þá hvernig þú
vissir hversu langir átta kíló-
metrar væru. En við gengum öll
af stað, spjölluðum og sungum á
leiðinni. Þegar við loksins komum
að bílnum, þá sýndir þú mér
hvernig hægt væri að láta bílinn
sýna kílómetrafjöldann sem mað-
ur keyrði. Frá því ég fékk bílpróf
hef ég alltaf hugsað til þín þegar
ég horfi á kílómetrafjöldann á
mínum bíl.
Elsku Siggi, sem betur fer lifir
fólk áfram í gegnum minningarn-
ar og ég hlakka mikið til að deila
þeim með fólkinu okkar. Þín
verður sárt saknað.
Kveðja, uppáhaldsfrænkan þín
úr Garðabænum,
Sigríður Bára Ingadóttir.
Vinur minn Sigurður Lyngdal
hefur kvatt þennan heim eftir
stutta sjúkrahúslegu. Kynni okk-
ar hófust fyrir nokkuð mörgum
árum þegar hann var kennari við
Hólabrekkuskóla í Breiðholti og
ég sem matreiðslumaður sá um
matargerð við ýmsa viðburði í
skólanum fyrir nemendur og
kennara. Það má segja að mat-
urinn hafi tengt okkur saman en
Sigurður hafði mikinn áhuga á
mat og matargerð og ekki síður
að njóta þess að borða góðan mat.
Upp frá þessum tíma hófst okkar
vinátta og það voru ófáar veisl-
urnar sem ég kom að fyrir Sigurð
og hans fjölskyldu og vini. Þegar
halda átti veislu kom hann til mín
og sagði: Jæja Lárus, hvað eigum
við að hafa í matinn? Hann hafði
sínar hugmyndir sem reyndar
pössuðu við mínar. Hann vildi
halda í gamlar hefðir og líka
koma fólki á óvart allt frá því að
vera eingöngu með sjávarrétt-
ahlaðborð eða danskt hlaðborð en
þar var hann á heimavelli. Það
var yndislegt að hanna veislu-
borðin með Sigurði sem vildi hafa
puttana í sem flestu. Sigurður
átti sína uppáhaldsrétti, en þar
bar hæst saltaða nautatungu með
piparrótarsósu sem var algjört
sælgæti að hans mati, einnig hin-
ir sígildu dönsku þjóðarréttir
eins og síld, purusteik, rauð-
spretta, söltuð uxabringa (ox-
ebryst) og heit lifrarkæfa (lever-
postej). Sigurður var ákaflega
hlýr maður sem ekkert mátti
aumt sjá. Það var gaman og fróð-
legt að hlusta á hans skoðanir á
lífinu og tilverunni. Að hafa átt
vin eins og Sigurð með sinn kær-
leika, trúmennsku og einlægni
gefur manni mikið sem ég er
þakklátur fyrir. Við Sigurður átt-
um langt og gott spjall nokkrum
dögum fyrir andlát hans, þar sem
hann fór yfir veisluferilinn okkar
saman og var ótrúlegt hvað hann
mundi hvað var í matinn í hverri
veislu fyrir sig og hvað hann var
ánægður með þetta allt saman.
Það gladdi mig mikið hvað hann
var sáttur og ánægður að rifja
þetta upp og sýnir áhuga hans á
mat og matargerð. Ég kveð
þennan vin minn með söknuði um
leið og ég þakka honum fyrir all-
ar ógleymanlegu stundirnar sem
við áttum við að undirbúa allar
okkar veislur. Elsku Magnea
mín, Guð styrki þig og fjölskyldu
þína í sorg ykkar við fráfall Sig-
urðar.
Lárus Loftsson.
Fyrir 47 árum barst okkur
hjónum bréf með póstinum til
New York, þar sem við vorum bú-
sett, um að Maggý, eina systir
Bjössa, og Siggi ætluðu að gifta
sig þ. 16. júní og að Sigga vantaði
skó. Þá voru háhælaðir skó fyrir
karlmenn í tísku fyrir alla sem
töldu sig vera „svala gæja“. Mis-
jafnlega gekk fyrir þessa „svölu
gæja“ að fóta sig í þessum skó-
búnaði og braut undirritaður hæl
og næstum fót á þessu fyrirbæri
áður en hann gafst upp á þessari
vonlausu tísku. Ekki fara miklar
sögur af fótafimi Sigga á háhæl-
uðum skóm en hann komst alla
vega klakklaust niður kirkju-
tröppurnar á Háteigskirkju. Við
höfðum kynnst Sigga árinu áður
og í sannleika sagt fannst okkur
stundum nóg um hispursleysið og
orðaflauminn hjá þessum hár-
prúða og vel skeggjaða unga
manni. Hann var jú kærasti Mag-
gýjar, einu systur Bjössa, og þau
voru ákveðin að ganga lífsins veg
saman og það hafa þau svo sann-
anlega gert. Við höfum átt marg-
ar gleðistundir saman í áranna
rás sem ber að þakka og á síðasta
ári, áður en Siggi varð mikið veik-
ur, talaði hann um að við þyrftum
að hittast oftar og nú er tíminn
runninn út. Við viljum þakka
Sigga mági og svila fyrir öll árin
og sérstaklega hvað hann var
umhyggjusamur við Auðbjörgu
okkar og Guðmund á þeirra efri
árum. Elsku Maggý og fjöl-
skylda, minning um skemmtileg-
an og umhyggjusaman eigin-
mann og föður lifir.
Helga Jakobs
og Björn Antonsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt
að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar