Morgunblaðið - 24.06.2020, Side 4

Morgunblaðið - 24.06.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Mæta á uppsafnaðri fjárþörf vegna endurgreiðslna til kvikmyndagerðar á Íslandi, verði tillaga meirihluta fjárlaganefndar um fjárheimild til þessa við frumvarp til fjáraukalaga samþykkt. Þá leggur meirihlutinn til breytingu á heimildarákvæði fjárlaga vegna stofnfjárframlaga til Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs upp á 650 milljónir kr. og til Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins. 150 millj. til sex sveitarfélaga Þetta kemur fram í tillögum meirihlutans við þriðja frumvarpið til fjáraukalaga sem fram hefur komið í vor og sumar vegna tíma- bundinna aðgerða til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónu- veirufaraldursins. Fjárlaganefnd fór m.a. ítarlega yfir stöðu endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar og kemur fram að í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 691 milljónar kr. fjár- veitingu sem hefur nú þegar verið greidd út en ógreidd vilyrði ársins nema 1.880 milljónum kr. og því til viðbótar eru 240 milljónir kr. frá fyrri árum. ,,Samtals er gerð tillaga um 2.120 millj. kr. viðbótarfjár- heimild á þessum lið sem mætir öllum þegar gefnum vilyrðum,“ seg- ir í nefndaráliti. Framlög til sveitarfélaga eru aukin vegna áhrifa niðursveiflunnar í ferðaþjónustu sem orðið hefur. Í fjáraukalögum í maí var veitt 250 milljóna kr. framlag til Suðurnesja en meirihluti fjárlaganefndar segir að eftir sitji sex sveitarfélög, Skútu- staðahreppur, Hornafjörður, Skaft- árhreppur, Mýrdalshreppur, Rang- árþing eystra og Bláskógabyggð þar sem ferðaþjónusta hefur haft mikla þýðingu. Lagt er til að þessi sex sveitarfélög fái 150 milljóna kr. framlag á fjáraukalögum. Framlög aukin í þriðja fjáraukafrumvarpinu  Leggja til viðbót til kvikmyndagerðar og nýsköpunar Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Álframleiðendur víða um heim eru að horfa til þess að þróa þessa tækni enda yrði það til að bylta ál- framleiðslu ef losun koltvísýrings yrði hverfandi en þess í stað yrði til súrefni við framleiðsluna,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær hefur íslenska fyrir- tækið Arctus Metals framleitt ál með nýrri tækni sem gefur frá sér súrefni í stað koltvísýrings. Í stað rafskauta úr kolefni eru notuð skaut úr málmblöndum og ker- amiki. Komist umrædd tækni á koppinn myndi koltvísýrings- mengun frá íslenskum álverum al- veg hætta. Samstarfið mikil viðurkenning Pétur segir í samtali við Morgun- blaðið að lengi hafi verið unnið að þróun umræddrar tækni. Tvö al- þjóðleg fyrirtæki með starfsemi hér á landi, Alcoa og Rio Tinto, hafi til að mynda stofnað fyrirtækið Elysis fyrir tveimur árum í samstarfi við kanadísk stjórnvöld og Apple. „Þar er leitast við að þróa svipaða tækni, kolefnislaus skaut. Þar er stefnt að því að hefja framleiðslu árið 2024 en fyrsti skammturinn af því áli var afhentur Apple í desember síðast- liðnum,“ segir Pétur sem bendir sömuleiðis á að stórfyrirtækið Rus- al hafi nýlega kynnt áform um samskonar tilraunaframleiðslu. Arctus Metals hefur samið við þýska fyrirtækið Trimet Aluminium um áframhaldandi þróun. „Það er mjög öflugt fyrirtæki sem rekur fjögur álver í Evrópu og mikil við- urkenning fyrir Jón Hjaltalín að vera kominn í samstarf við það. Vonandi fær þetta verkefni áfram- haldandi stuðning Tækniþróunar- sjóðs til að halda áfram að skala upp framleiðsluna og vinna að því að hún verði hagkvæm. Það er for- senda þess að slík tækni komist á markað.“ Endurnýjanleg orka mikilvæg Pétur bendir enn fremur á að áhugavert sé að skoða umrædda tækni í heildarsamhengi umræðu um losun álvera. Í Kína séu til að mynda 90% af orku við álfram- leiðslu fengin frá kolaorkuverum sem mengi mikið. Ef notast væri við óbrennanleg skaut myndi aðeins draga úr losun álframleiðslu þar um 15%. Hér á landi væri annað uppi á teningnum enda notast við hreina orku við framleiðsluna. „Það dregur fram hversu mikilvægt er að orku- sækinn iðnaður sé staðsettur þar sem er endurnýjanleg og sjálfbær orka.“ Styrkir samkeppnisforskotið „Við viljum sjá svona lausnir koma sem fyrst hingað til lands svo það er ánægjulegt að íslenskt fyrir- tæki sé að vinna að þessari bylt- ingu. Öll stærstu álfyrirtækin í heiminum eru að horfa til þessarar tækni í framtíðinni,“ segir Guðbjörg Óskarsdóttir, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og framkvæmdastjóri Álklasans. Guðbjörg segir að líklega verði þess ekki langt að bíða að umrædd tækni verði tekin í gagnið. Á stórum álmarkaði sé pláss fyrir fleiri en eina lausn. „Jón Hjaltalín hefur sagt sjálfur að álver sem ekki eru tengd þess- um stóru sýni tækni hans áhuga enda vilja allir vera með svona lausn þegar hún kemur og er til- búin. Það að íslenskur frumkvöðull sé kominn þetta langt núna styrkir samkeppnisforskot hans.“ Íslensk tækni í kapphlaupi við risa á álmarkaði  Margir um hituna við þróun fram- leiðslutækni  Samkeppnisforskot Morgunblaðið/Ómar Álver Álfyrirtækin víða um heim horfa til þessarar tækni. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Alls verður 46 milljörðum varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á næstu fimm árum samkvæmt upp- færðri aðgerðaáætlun. Samkvæmt fyrri útgáfu frá 2018 stóð til að verja 6,8 milljörðum í málefnið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra, Guðmundur Ingi Guðbrands- son umhverfisráðherra, Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunarinnar í gær. Með aðgerðunum er áætlað að los- un gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% sam- drátt og gott betur, eða 35%. Til við- bótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11% viðbótar- samdrætti, eða samtals 40-46% sam- drætti. Sjöföldun fjármagns 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020 til 2024. Í fyrri áætlun var gert ráð fyrir 6,8 milljörðum yfir jafn langt tímabil, en þeir fjármunir hafa nú verið tæplega sjöfaldaðir. „Núna erum við að horfa til þess að það eru um 46 milljarðar að fara í þennan málaflokk þegar við horfum á stærstu liðina. Það eru þá 9 milljarðar sérstaklega í loftslagsmál, sem hefur hækkað úr 6,8 og síðan höfum við tek- ið saman að þetta eru um 14 millj- arðar í afslætti á virðisaukaskatti og síðan um 23 milljarðar á næstu fimm árum sem fara sérstaklega í sam- göngur,“ segir Guðmundur Ingi. „Við sýnum fram á með þessari að- gerðaáætlun að við höfum snúið við blaðinu í loftslagsmálum á Íslandi með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til og erum að sýna fram á ár- angurinn af núna.“ Áætlunin saman- stendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. Breyttar ferðavenjur fá aukið vægi, úrgangsmál og sóun eru dregin sérstaklega saman í áætluninni. Að- gerðir til að auka innlenda grænmet- isframleiðslu, fjölga vistvænum bíla- leigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju og fleira er á meðal nýrra að- gerða í áætluninni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Loftslagsaðgerðir Sigurður Ingi, Bjarni, Guðmundur og Katrín kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Uppfylla skuldbind- ingar og gott betur  Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun um loftslagsmál Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra sagði í erindi sínu á kynningarfundinum að raf- magnshlaupahjól, svokallaðar rafmagnsskútur, hefðu breytt ferðavenjum mikið og væru í takt við tæknibreytingar. Hann telur að notkun slíkra tækja muni vaxa í framtíðinni. „Gott ef fólk er ekki farið að fara milli borgarhluta og sveitarfélaga á rafknúnum hlaupahjólum að reka erindi,“ sagði Bjarni og bætti við að gott væri að nota þessa lausn til að ná mark- miðum um samdrátt í kolefnis- losun. Bjarni boðaði einnig aukið samstarf með atvinnugreinum landsins til að ná markmiðum um að draga úr losun og tiltók sérstaklega að komið hefði ákall frá sjávarútveginum um að ná árangri í orkuskiptum. Hlaupahjólin stór breyting VISTVÆNAR SAMGÖNGUR Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 21.220 Verð kr. 59.100 Verð kr. 37.560Verð kr. 16.890

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.