Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 28
Hljómsveitin Árstíðir snýr í kvöld aftur og heldur tón-
leika kl. 20 á hinum kunna tónleikastað Café Rosen-
berg, sem er kominn á nýjan stað á Vesturgötu 3 en
hann var síðast til húsa á Klapparstíg 27. Saga Árstíða
og Rosenberg hefur verið samofin allt frá árinu 2008
þegar sveitin steig þar sín fyrstu skref og hún hélt
áfram að koma þar reglulega fram þangað til staðnum
var lokað við Klapparstíg árið 2017. Í kvöld ætla Árs-
tíðamenn að líta um öxl og halda tríótónleika eins og
þeir gerðu í upphafi, er þrír félagar voru í sveitinni.
Árstíðir troða að nýju upp á Café
Rosenberg en nú á nýjum stað
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Reynir Pétur Steinunnarson gekk
hringveginn fyrstur manna, fór um
1.400 km á einum mánuði fyrir 35
árum. Hann kom til baka á Sólheima
25. júní 1985 og á morgun, 25. júní,
kemur hann heim eftir að hafa ekið
hringveginn með Ingólfi Stefánssyni,
eiganda safaris.is og starfsmanni í
hlutastarfi á Sólheimum, á einni viku.
„Ferðin hefur verið mjög skemmti-
leg og ég er sérstaklega þakklátur
fyrir hana enda hef ég ekki farið
hringveginn síðan ég gekk hann,“
segir Reynir Pétur. Þeir hafi farið af
leið og ekið um botnlanga til þess að
sjá meira en á göngunni um árið. „Það
er gaman að sjá landið aftur og þess
vegna tók ég boðinu þegar Ingó land-
könnuður bauð mér í ferðina. En eins
og þú veist sérðu alltaf meira þegar
þú ert á gangi heldur en í bíl. Samt er
gaman að fara aftur um slóðirnar sem
ég gekk á sínum tíma, þótt margt hafi
breyst, meira malbikað og svona.
Þetta vermir innstu tilfinningar mín-
ar og ég hef tekið margar myndir.“
Ferðalangarnir fengu lánaðan
Jagúar-rafmagnsbíl hjá BL til far-
arinnar. „Þetta er mjúkur og fínn bíll
og það er ekki amalegt að vera far-
þegi á ferð um landið og upplifa for-
tíðina. Það er svakalega kitlandi en
um leið finn ég til söknuðar. Upplif-
unin er sérstök.“
Greip boltann aftur
Þegar Reynir Pétur gekk hring-
veginn safnaði hann áheitum til bygg-
ingar íþróttahúss á Sólheimum. „Á
föstudegi í desember 1984 vorum við
þrír í heita pottinum og þá var ég
fyrst spurður hvort ég vildi ekki
ganga hringinn næsta vor. Þeir mess-
uðu yfir mér, sögðu að ég yrði þjóð-
þekktur bla, bla, bla, yrði fyrstur til
að ganga þjóðveginn bla, bla bla, og
ég spurði hvort ég mætti hugsa málið.
Á laugardeginum gekk ég Sólheima-
hringinn og hugsaði að það kæmi að
því að einhver yrði fyrstur til að
ganga hringinn á þjóðvegi númer eitt.
Það skyldi þó ekki verða ég, hugsaði
ég með mér. Þá kom spurningin
hvers vegna. Aðalatriðið var að vera
fyrstur til að ganga hringinn. Í annað
sætið setti ég að sjá landið mitt, í
þriðja sæti að vekja athygli á stöðu
fatlaðra og peningahliðin var í fjórða
sæti. Ég greip boltann þá og aftur
núna. Tilgangurinn nú átti að vera
fjáröflun, en hann breyttist í heiðurs-
ferð.“
Félagarnir gisti á Siglufirði í fyrri-
nótt. Þar og í nágrenninu hefur verið
jarðskjálftahrina en Reynir Pétur
segist ekki hafa orðið var við stóra
skjálfta. „Ef styrkurinn fer úr fjórum
í fimm er það 30-földun og fari hann í
sex er það aftur 30-földun eða 900-
földun úr fjórum í sex. Það er mikill
munur, en ég hef ekki fundið fyrir
neinu.“
Reynir Pétur hefur hitt margt fólk
á leiðinni og suma hefur hann sæmt
gullnælum frá Sólheimum. „Ég hef
hitt yndislegt fólk og fært því nælu
sem þökk fyrir vingjarnleikann, en
gallinn er sá að ég tók ekki nógu
mörg merki með mér. Ég hef hitt
fleiri en ég átti von á.“
Eftir heimkomuna á morgun ætlar
Reynir Pétur að slappa af. „Við kom-
um væntanlega heim um þrjúleytið,
ég læt daginn rúlla og kannski fæ ég
mér kaffi inni á Grænó, en ég hugsa
að ég fari niður á stöð, þar sem ég
vinn, á föstudag.“
Heiðursferð á hringvegi
Í Ystafelli Sverrir Ingólfsson í Samgönguminjasafninu fær gullnælu.
Reynir Pétur göngugarpur á fornum slóðum í rafmagnsbíl
Á Stöðvarfirði Þórkatla Jónsdóttir bauð Ingólfi Stefánssyni og Reyni Pétri
Steinunnarsyni upp á kaffi í Steinasafni Petru. Það var vel þegið.
Á hringveginum Áður fór Reynir
Pétur gangandi, nú í rafmagnsbíl.
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Stefán Númi Stefánsson hefur vakið athygli fyrir takta
á ruðningsvellinum í Danmörku og á Spáni síðustu tvö
ár. Var hann eftirsóttur af liðum í Evrópu, m.a. í efstu
deild Þýskalands, þeirri sterkustu í
Evrópu. Þá er NFL-deildin í
Bandaríkjunum byrjuð að fylgj-
ast með Íslendingnum sem lék
körfubolta með Hetti á Egils-
stöðum áður en leiðin lá út til
Danmerkur. Stefán ætl-
ar sér alla leið íþrótt-
inni og er draumurinn
að leika í NFL-
deildinni í Bandaríkj-
unum, þeirri sterk-
ustu í heiminum.
Stefán ræddi fer-
ilinn til þessa við
Morgunblaðið. »23
Ætlar sér alla leið í ruðningnum
eftir góða byrjun á atvinnuferlinum
ÍÞRÓTTIR MENNING