Morgunblaðið - 26.06.2020, Page 12

Morgunblaðið - 26.06.2020, Page 12
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ferðaskrifstofan Heimsferðir hyggst byrja aftur að fljúga til áfangastaða sinna í september nk., eftir að hafa af- lýst öllum ferðum síðustu vikur og mánuði vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Tómas J. Gestsson framkvæmda- stjóri félagsins segir í samtali við Morgunblaðið að Heimsferðir vilji hafa vaðið fyrir neðan sig og fara var- lega í sakirnar. Því hafi verið ákveðið að fara ekki af stað strax nú í júlí. „Við ákváðum að „hlýða Víði“. Við mátum stöðuna þannig að þó að Evrópulönd séu að opna landa- mæri sín 1. júlí nk. þá ráðleggja sótt- varnalæknar í löndunum fólki að fara varlega í sakirnar. Því ætlum við ekki að byrja að fljúga fyrr en í sept- ember,“ segir Tómas. Heimsferðir hafa annan háttinn á en ferðaskrifstofur eins og Úrval-Út- sýn, en hún mun hefja ferðir til Alic- ante og Tenerife í næsta mánuði, eins og sagt hefur verið frá í Morgun- blaðinu. Tómas segir að mörg hótel á áfangastöðunum séu enn lokuð, og einnig sé stór spurning með hversu mörg veitingahús verði opin. Það sama megi segja um aðra afþreyingu á stöðunum. Heimsferðir munu í haust bjóða upp á sólarlandaferðir til Krítar, Alic- ante, Costa del Sol, Gran Canaria og Tenerife. Þá býður félagið upp á borgarferðir til m.a. Prag, Bratislava, Ljúbliana, Porto, Lissabon, Rómar og Zagreb. „Einnig erum við með borg- arferð frá Akureyri til Edinborgar.“ Enn grímur á almannafæri Tómas segist vonast til að ástandið muni nú batna dag frá degi á þeim stöðum sem Heimsferðir fljúga til, en eins og hann bendir á hefur kórónu- veiran verið í rénun í Evrópu. Hann segist vera í góðu sambandi við umboðsskrifstofur í löndunum sem félagið flýgur til, og þær ráðleggi Heimsferðum að tefla ekki of djarft, og bíða átekta. „Það eru enn miklar takmarkanir í gangi í löndunum, og fólki er enn gert til dæmis að vera með grímur á almannafæri.“ Sem dæmi nefnir Tómas eyjuna Krít í Miðjarðarhafinu, en í samtölum við umboðsmenn þar síðustu daga hafi komið í ljós að hótelin væru að meta vandlega hve margir farþegar gætu verið væntanlegir á næstunni, til að ákveða svo í kjölfarið hvort þau opni dyr sínar fyrir gestum. „Við sjáum svo betur eftir opnun landanna 1. júlí hvernig hlutirnir þróast. Það er stutt fram í september, og því engin ástæða að flýta sér, eins og sakir standa.“ Þó að Heimsferðir hefji sig ekki formlega til flugs aftur fyrr en í sept- ember eru ferðir nú þegar komnar í sölu. „Við erum búnir að loka á sölu á ferðum í júlí og ágúst, en bókanir fyr- ir september eru byrjaðar að streyma inn.“ Spurður að því hvort fólk þurfi að borga staðfestingargjald þegar bókað er segir Tómas að boðið sé upp á ákveðinn sveigjanleika í þeim efnum, en eðlilega þurfi hugur að fylgja máli hjá þeim sem bóka. Erlendu hótelin séu í erfiðri stöðu og þurfi að fá stað- festar bókanir til að geta ráðið til sín starfsfólk, með þeim skuldbindingum sem því fylgi. „Þessar hótelkeðjur eru stundum bara að opna eitt af fjórum til fimm hótelum sem þær reka, bara til geta látið hjólin fara að snúast á ný. Það borgar sig að fara af varkárni inn í þetta umhverfi.“ En finnur Tómas fyrir miklum áhuga Íslenga á utanlandsferðum í ár? „Fólk ætlar sér greinilega að ferðast innanlands í sumar, en þegar horft er fram á haustið sé ég að það er mikið skoðað af ferðum á netinu. Al- menningur er líka var um sig eins og við, og vill fara sér hægt í ákvarð- anatökum.“ Flugfélagið sem sér um að ferja farþega Heimsferða til útlanda í haust heitir Neos. „Þetta er sama flugfélag og flaug fyrir okkur frá mars og fram í nóvember í fyrra. Þeir eru væntanlegir hingað í lok ágúst. Þeir eru á sömu blaðsíðu og við með að fara ekki of geyst í hlutina.“ Fjórar ferðir á viku Fyrst um sinn verða farnar fjórar ferðir á viku að sögn Tómasar. „Svo vex þetta smám saman. Í október munum við fljúga daglega.“ Rekstur Heimsferða eins og ann- arra fyrirtækja í ferðaþjónustu hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í ár. „Við erum að vinna úr þeim málum. Við höfum verið að endurgreiða ferð- ir, og munum nýta okkur ferða- ábyrgðarsjóð stjórnvalda sem mun lána ferðaskrifstofum fyrir endur- greiðslum. Við fögnum því framtaki.“ Hann segir að inneignir sem fyrir- tækið sjálft hefur þegið hjá erlendum ferðaþjónustuaðilum, muni nýtast síðar. „Við höfum samið við þessa að- ila um að nýta þessar inneignir okkar þegar allt fer í gang aftur. Til dæmis getum við nýtt inneignir í Lissabon í Portúgal í nóvember nk. vegna ferðar sem átti að fara í apríl.“ „Hlýða Víði“ fram í september Morgunblaðið/Eggert Sólskin Sóldýrkendur flatmaga á La Misericordia-ströndinni á Malaga á Spáni fyrr í þessum mánuði.  Ferðaskrifstofan Heimsferðir vill hafa vaðið fyrir neðan sig og býður ekki ferðir til áfangastaða sinna fyrr en í september  Flugfélagið Neos sér áfram um flugið Ferðalög » Arion banki tók í júní 2019 yfir allt hlutafé í félaginu Tra- velCo hf. sem rekur ferðaskrif- stofuna Heimsferðir ásamt TerraNova. » Heimsferðir munu m.a. bjóða upp á ferðir til Krítar, Alicante, Costa del Sol og Malaga. Þá býður félagið upp á borgarferðir til Prag, Brat- islava, Ljúbliana og Zagreb m.a. Tómas J. Gestsson 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Lífeyrissparnaður Íslendinga í formi samtryggingar og séreignar lífeyr- issjóða og annarra vörsluaðila nam 5.284 milljörðum króna í árslok 2019. Þetta kemur fram í samanteknum tölum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem unnar eru upp úr árs- reikningum þeirra sem með sparn- aðinn höndla. Jókst sparnaðurinn um 17% frá fyrra ári. Sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu nemur hann 178%. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum OECD eru það aðeins Danmörk og Holland sem eru með hærra hlutfall en Ísland í þessu tilliti, Danmörk með 219% og Holland 191%. Afborganir og vaxtagreiðslur verða æ fyrirferðarmeiri í sjóð- streymi hjá samtryggingar og sér- eignardeildum lífeyrissjóðanna að því er fram kemur í úttekt Seðlabankans. Námu þær 304 milljörðum á liðnu ári. Mismunur innstreymis iðgjalda og útstreymis vegna lífeyris nam nærri 95 milljörðum. Innborgaðar tekjur af eignarhlutum í félögum og sjóðum (arðgreiðslur) voru einnig stór liður í sjóðstreymi og námu nærri 29 millj- örðum. Fjárfestingaþörf sjóðanna er því 428 milljarðar króna. 130 milljarða viðsnúningur Tryggingafræðileg staða sam- tryggingardeilda almennra lífeyr- issjóða batnaði á síðasta ári og var já- kvæð um 75 milljarða í árslok, samanborið við 55 milljarða halla árið 2018. Afgangurinn um nýliðin áramót jafngilti 1,1% af tryggingafræðilegu mati eigna sjóðanna. Allar fjórar samtryggingardeildir lífeyrissjóða ríkis og sveitarfélaga með ábyrgð launagreiðenda hafa nei- kvæða tryggingafræðilega stöðu. Ófjármagnaðar skuldbindingar þeirra nema 806 milljörðum króna. Jafngildir það 68% halla á trygg- ingafræðilegri stöðu. Sparnaður- inn jókst um 17% í fyrra Morgunblaðið/Hari Fjármagn Aðeins tvær þjóðir eiga meiri lífeyrissparnað en sú íslenska.  5.284 milljarðar kr. í lífeyrissparnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.