Morgunblaðið - 26.06.2020, Page 18

Morgunblaðið - 26.06.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 ✝ Stefanía BjörgEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 19. október 1950. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 31. mars 2020. Foreldrar Bjarg- ar voru Petra Guð- rún Stefánsdóttir, f. 27.1. 1922, d. 28.1. 2017 og Einar Páls- son, f. 25.10. 1920, d. 19.9. 1994. Stjúpfaðir Bjargar var Hjalti Magnússon, f. 6.4. 1923, d. 15.7. 2001, sem gekk henni í föð- urstað. Björg vann m.a. í sláturhúsi, skar utan af netum, saltaði síld, í Kaupfélagi Suðurnesja og Landsbankanum á Suðurnesj- unum. Henni var síðan boðið starf á skrifstofunni í Þorbirni hans af fyrri hjónaböndum eru Stefanía Björg, maki Jón Egill Jónsson og eiga þau tvö börn, Matthildur Dögg, maki Elvar Már Stefánsson og eiga þau 2 börn, Hjalti Þór, sambýliskona Arna Halldórsdóttir, Einar Ólaf- ur, sambýliskona Natalia Sylwia Oliwia Szcepanska, Jónína Freyja, Dagbjört Nótt og Berg- steinn Jökull. Barn þeirra er Ingibergur Þór og fóstursonur Egill Máni. Ragnheiður Þóra, f. 24.4. 1973, maki Rúnar Sigurður Sig- urjónsson. Börn þeirra eru Ant- on Ingi, Sigurjón, unnusta hans María Sól, og Eysteinn. Petra Rós, f. 3.4. 1980, maki Unnar Ástbjörn Magnússon. Börn þeirra eru Ólafur Þór, Una Rós, Rakel Rós og Birta Rós. Hálfbræður Bjargar voru Þórarinn Einarsson, f. 20.7. 1947, Magnús Andri Hjaltason, f. 23.7. 1958, d. 23.10. 2017 og stjúpbróðir Hjalti Már Hjalta- son, f. 18.5. 1949. Útförin fer fram frá Grinda- víkurkirkju í dag, 26. júní 2020, klukkan 14. hf. í eina vertíð sem varð svo á end- anum að 42 árum eða allt frá árinu 1976 og þar til hún fór á eftirlaun árið 2018. Hún starfaði lengi í Slysavarna- deildinni Þórkötlu og var þar m.a. gjaldkeri í mörg ár. Hún var mikil hannyrðakona og prjónaði hvert listaverkið á fæt- ur öðru sem afkomendur henn- ar og fleiri fengu að njóta góðs af. Björg giftist Ólafi Þór Þor- geirssyni, f. 23.2. 1950, þann 25.7. 1971. Börn þeirra eru: Hjalti Pálmason, f. 12.12. 1966, d. 14.1. 1986. Jón Þór Dagbjarts- son, f. 2.10. 1968, sambýliskona Hafdís Bára Óskarsdóttir. Börn Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) 31. mars stoppaði tíminn og stórt gat kom á hjarta mitt. 31. mars fer ekki úr minni mér því 31. mars er dagurinn sem mamma mín kvaddi þetta líf. Síðustu ár hafa verið okkur fjölskyldunni erfið þar sem margir okkur nákomnir hafa kvatt, og það á besta aldri. Svo ég trúi því að móttökunefndin hafi verið fjölmenn þarna uppi þegar mamma mætti þangað, vonandi upp á sitt besta og með enga garðslöngu eins og Birta Rós mín kallaði súrefnisslönguna. Mamma mín var sönn baráttu- kona. Með þrjóskuna sína að vopni sem kom henni langt, mun lengra en margir höfðu reiknað með. Þar á meðal læknarnir sem önnuðust hana síðustu árin. Hún var hörð í horn að taka og fylgdi baráttan henni allt fram á síðasta andardrátt. Mamma var hrein og bein kona sem stóð við það sem hún sagði. Mamma var alltaf til taks fyrir mig og okkur fjölskylduna þegar á þurfti að halda. Get ég fullseint þakkað þeim pabba stuðninginn sem ég fékk eftir að Ólafur Þór fæddist eftir heldur stuttan undirbúning. Mamma var nú ekki þekkt fyr- ir að fara alltaf auðveldustu leið- ina að settu marki ef svo má að orði komast. Hún átti bræður mína tvo ung að aldri og svo var hún einungis 35 ára þegar Hjalti bróðir deyr af slysförum sem var mikið áfall og markaði hennar spor. En það er mikil huggun í því að hugsa að nú séu þau sam- einuð á ný og að mamma verði jarðsett á leiðinu hans. Ég er ótrúlega tóm og finnst svo ótrúlega ósanngjarnt að mamma hafi ekki fengið lengri tíma með okkur öllum. Mér finnst ég bara aftur orðin litla barnið hennar og vil hafa mömmu mína hjá mér. Ég vildi að ég gæti sagt einu sinni enn við hana að ég elski hana alla leið út í geim og aftur til baka, eins og þegar við lágum saman uppi í rúmi þegar ég var yngri. Ég vildi geta heyrt hana syngja einu sinni enn fyrir mig lagið Sofðu unga ástin mín. Ég vildi að ég gæti bara einu sinni enn gefið henni faðmlag og þakk- að fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig. Það skiptir engu máli hversu gamall maður er þegar mamma manns deyr, það er alltaf jafn sárt. Það kemur enginn í staðinn fyrir mömmu. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, Meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Það er svo sárt að sakna. Lífið er núna. Þinn litli gullmoli, Petra Rós. Elsku amma mín og nafna. Þú kvaddir í faðmi fjölskyld- unnar 31. mars 2020 á afmælis- daginn minn. Í hádeginu fékk ég símtal um að þú ættir stutt eftir. Ég var ekki lengi að hoppa upp í bíl og keyra suður frá Búðardal til Keflavíkur því ég vildi ekki missa af því að kyssa þig og knúsa í hinsta sinn. Mér finnst enn þá undarlegt að þú sért búin að kveðja okkur. Ég hef staðið mig að því að vera komin með símann í höndina og hugsa með mér: „Best að heyra í ömmu og fá ráð“ en áttað mig á því að þú ert ekki við. Alveg sama hvað mig vantaði þá varstu aðeins einu símtali frá mér. Þú studdir mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, alveg sama hvað það var. Nú styður þú mig að handan og ert mér í hjarta. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa okkur öllum. Þú vildir allt fyrir alla gera. Enda sagðir þú oft við mig: „Það skiptir öllu máli að hjálpast að, þannig eiga fjöl- skyldur að vera.“ Við áttum góðan tíma saman, þó við hefðum viljað meiri tíma með þér, elsku amma. Mér hlýn- ar við allar þær minningar sem ég á um þig. Ég hef alla tíð verið með annan fótinn heima hjá ykk- ur afa. Það mátti margt hjá ömmu og afa, ekki voru reglurnar margar. Það mátti bara borða matinn inni í eldhúsi. Þú og afi minntust þess þegar ég skamm- aði Möttu systur þegar hún reyndi að fara með mat inn í stofu og sagði: „Heima hjá ömmu og afa á að borða inni í eldhúsi, veit Matta ekki neitt?“ Svo má ekki gleyma ferðalög- unum sem ég fór í með ykkur afa, þið kennduð mér svo margt. Já, margar minningar á ég með ykk- ur í „afahúsi“ eins og ég var gjörn á að kalla ferðahýsin ykkar afa. Ástríðu mína fyrir ferðalögum á ég alfarið ykkur að þakka. Það var alltaf gott að heim- sækja ykkur afa. Við gátum spjallað um daginn og veginn. Það var eins og tíminn flygi frá okkur þegar ég mætti suður. Já, amma, nú ertu sofnuð svefninum langa. Þú ert sameinuð Hjalta frænda, Hjalta langafa, Pettu langömmu, Magga, Hjöddu ásamt fleiri ástvinum okkar. Nú sitjið þið í Sumarlandinu góða, rifjið upp góðar minningar og bíðið okkar sem eftir erum. Amma mín, þú varst sú allra besta, betri ömmu er erfitt að finna. Minninguna um þig mun ég halda á lofti fyrir börnin mín. Vil ég þakka þér kærlega fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Guð gefi þér góða nótt. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín sonardóttir og nafna, Stefanía Björg Jónsdóttir. Ég hef verið lánsamur með mína vinnuveitendur og vinnu- félaga. Það er ekki sjálfgefið að fólk starfi á sama vinnustað í tæp 40 ár. Mig langar að minnast góðs vinnufélaga, vinar míns og frænku minnar, Stefaníu Bjargar Einarsdóttur, sem hóf störf á skrifstofu Þorbjarnar hf. 1977 og ég 4 árum síðar, 1981. Við Björg erum þremenningar, afar okkar voru bræður, Páll Einarsson og afi minn Gísli Einarsson ættaðir frá Hólkoti í Sandgerði. Faðir Bjargar var Einar Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og spilaði með Víkingi í Reykjavík. Í dag eru dætur Bjargar og Óla ásamt barnabörnum lykilfólk í starfsemi knattspyrnudeildar UMFG. Það var mikið lán að starfa með Björgu á skrifstofu Þorbjarnar hf., við gátum karpað um ýmis mál en það var stutt í kærleika og væntumþykju hvors til annars. Björg gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og vinnufélaga sinna og þoldi illa óstundvísi. Ég fékk oft að heyra frá henni þegar ég kom seint úr mat, eftir fundi tengda fótbolta í Gulahúsinu. Þá spurði hún mig hvort ég hefði fengið gott að borða. Við vorum alla tíð góðir vinir þrátt fyrir að kappið hafi verið mikið hjá okkur báðum. Það var ekki farið úr vinnu fyrr en verkefnin voru kláruð, oft unnið fram að mið- nætti og mætt í vinnu aftur klukkan sjö daginn eftir. Við átt- um það sameiginlegt að hugsa um fyrirtækið sem okkar eigið fyrirtæki. Þetta voru skemmtileg ár og krefjandi. Þegar við byrjuðum að vinna saman vorum við fimm á skrifstofunni, fljótlega stækkaði Þorbjörn hf. og er í dag eitt stærsta fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi. Björg var félagslynd og var gjaldkeri í starfsmannafélagi Þorbjarnar hf. í mörg ár og hélt utan um frábærar árshátíðir sem haldnar voru á Hótel Sögu frá 1986. Það þótti sérstakt á þessum árum að halda árshátíð viku fyrir jól, en það gerðum við í mörg ár þannig að sjómenn og landfólk gætu skemmt sér saman. Að leiðarlokum vil ég þakka Björgu fyrir samstarfið og votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Jónas Karl Þórhallsson. Það er með miklum trega sem við systur minnumst hér elsku- legrar frænku okkar, Stefaníu Bjargar Einarsdóttur, sem lést 31. mars sl. Björg eins og við köll- uðum hana alltaf var dóttir Petru Guðrúnar Stefánsdóttur systur föður okkar, Halldórs Gunnars Stefánssonar, en hún lést 95 ára gömul 28. janúar 2017. Einungis eru um tvö og hálft ár síðan við kvöddum elskulegan bróður hennar, Magnús Andra, sem varð bráðkvaddur 23. októ- ber 2017. Ekkja Magga, Hjört- fríður Jónsdóttir, lést 27. október 2019 réttum tveimur árum á eftir manni sínum eftir erfið veikindi. Björg hefur sjálf lifað með lungnasjúkdóm sem lagði miklar byrðar á daglegt líf hennar og fjölskyldunnar, sem þau unnu með af dugnaði, samheldni og væntumþykju. Mikið hefur verið lagt á kæra ættingja í Grindavík undanfarin ár. Það hefur verið vel tekið á móti Björgu í sumarlandinu af öllum hennar nánustu sem á und- an eru gengnir. Þar með er frum- burður Bjargar, Hjalti Pálmason, sem lést af slysförum 1986 þá á tvítugsaldri. Ætíð var mikill samgangur og kærleikur milli foreldra okkar og fjölskyldna og heimsóknir milli Grindavíkur og Reykjavíkur tíð- ar hér á árum áður. Minningar margar og góðar sem tengjast þeim á öllum árstímum. Afkomendur ömmu okkar og afa hafa haldið ættarmót fjórða hvert ár frá síðasta tug síðustu aldar. Hafa þau mót verið vel heppn- uð, tengt alla og kynnt þriðja og fjórða ættlið. Björg og fjölskylda hennar hafa verið sérlega virk í þátttöku og undirbúningi þessara ættarmóta. Í okkar fjölskyldum hefur myndast gott og traust samband á þessum ættarmótum í þriðja ættlið sem er sérlega ánægjulegt. Björg átti góða fjölskyldu þar sem er Óli maður hennar og börn þeirra, Jón Þór, Ragnheiður Þóra og Petra Rós og þeirra fjöl- skyldur. Það hefur verið eftirtektarvert að sjá samheldni þeirra og vænt- umþykju sem hefur lýst sér í að skapa minningar á glöðum sam- verustundum og á ferðalögum bæði innanlands og erlendis. Við vitum að þau munu halda þétt ut- an um hvert annað eins og þau hafa gert í gegnum árin og þar með eru börn, tengdabörn og barnabörn Magnúsar Andra og Hjörtfríðar. Þetta eru búnir að vera erfiðir tímar undanfarið og erfitt að hafa ekki getað tekið utan um ykkur í sorginni. Hugur okkar er búinn að vera hjá ykkur, elsku fjölskylda, og það styttist í knús. Sigrún, Guðrún, Bryndís og fjölskyldur. Fagra sumarnótt í Keldu- hverfi hitti ég fyrst svilkonu mína Stefaníu Björgu Einarsdóttur, þá nýgifta Ólafi Þór Þorgeirssyni. Stundirnar sem við hjónin áttum með Óla, Björgu og börnum okk- ar á Grásíðu eru ógleymanlegar. Einnig heimsóknir til þeirra á fallega heimilið þeirra í Grinda- vík. Mikill gestagangur var alltaf á heimilinu,enda gestrisni þar mik- il. Björg og Óli fóru ekki varhluta af sorginni þegar eldri drengur- inn þeirra drukknaði. Var hann harmdauði öllum sem til þekktu. Það gerist margt á langri leið um lífsins krókasveiga. En okkur sýndist gatan greið, svo gengum einbeitt þetta skeið, sem öll við virtumst eiga. Víða liggja vegamót, vinir dreifast hér og hvar. Allir leita að lífsins rót, og ljúfri mund með kærleikshót svo vonir allar vaka megi þar. Árin líða allt of fljótt, þau óðum renna brott frá mér, er sérhver dagur, sérhver nótt með sér tekur ofur hljótt, vini, sem að voru kærir þér. Það fækkar óðum flokknum í er forðum gengu hrund og sveinn. Þá brosti sólin björt og hlý, þó bleik hún leynist nú við ský. Því minningarnar á að lokum einn. (S.Ó. Guðmundsdóttir) Innilegar samúðarkveðjur til Óla og barnanna. Guðný Björg Þorvaldsdóttir. Látin er kær vinkona okkar Rutar, hún Stefanía Björg Ein- arsdóttir. Þegar ég var barn og ungling- ur þekkti ég vel til hennar. Mæð- ur okkar voru vinkonur. Þegar móðir mín var við nám í Héraðs- skólanum í Reykholti kenndi Petra móðir Bjargar handavinnu við skólann. Eitt atvik man ég vel þegar ég sem unglingur þurfti að leita til Bjargar um aðstoð fyrir hönd fót- boltaliðsins í mínum flokki. Við höfðum farið í keppnisferð til Vestmannaeyja og tapað illa fyrir Ásgeiri Sigurvins og hans fé- lögum. Fljótlega eftir heimkomuna fréttist af hrakförunum og okkur var strítt með því að Ungmenna- félagið ætlaði ekki að greiða sinn hluta af ferðakostnaðinum í refs- ingarskyni, en við áttum hauk í horni því að Björg var þá gjald- keri félagsins og sagði það fjar- stæðu og auðvitað greiddi félagið kostnaðinn. Þarna sýndi Björg það sem hún var alltaf þekkt fyr- ir, hún var réttsýn, ákveðin og lét til sín taka. Seinna bjargaði hún okkur hjónunum úr smá vandræðum þegar við áttum von á okkar öðru barni. Rut tók sér leyfi um nokkurn tíma, en hún vann á skrifstofu Þorbjarnar hf. og þá fengu mamma og pabbi þá góðu hug- mynd að leita til Bjargar og fá hana til að leysa af á skrifstof- unni, sem hún gerði og var þetta upphafið á áratugalöngu sam- starfi okkar, því Björg hélt áfram að vinna með okkur allt þar til hún hætti störfum fyrir nokkrum misserum eftir rúmlega 42 ára starf. Fyrstu árin þegar umsvif fyrirtækisins voru minni tók hún þátt í flestu því sem upp á kom á skrifstofunni en eftir að fyrir- tækið stækkaði sá hún aðallega um launaútreikninga bæði til sjós og lands og var í daglegum sam- skiptum við starfsfólkið og stjórnendur, sem oft getur verið mjög erilsamt og alltaf tókst henni að leiða málin farsællega til lykta. Björg var einstaklega sam- viskusöm og hörð við sjálfa sig, alltaf mætti hún til vinnu hvernig sem á stóð hjá henni og nú síð- ustu árin þegar heilsan fór að gefa sig þá lét hún það ekki stoppa sig. Eiginmaður hennar, Ólafur Þorgeirsson, vann líka með okk- ur, m.a. sem verkstjóri og neta- gerðarmaður í allmörg ár. Okkar vinskapur var ekki ein- göngu bundinn við vinnuna því við fórum saman á ótalmargar skemmtanir og í ferðalög um allt land með vinum okkar og fé- lögum. Minnisstæðastar eru líklega skemmtanirnar hjá björgunar- sveitinni og ferðalögin um há- lendi Íslands en Björg og Óli voru dugleg að ferðast um landið og nutu þess að vera í góðra vina hópi. Börnin okkar eru á svipum aldri og við höfum hist í fjöl- skylduboðum og veislum og tekið þátt í gleði og sorgum hvert ann- ars. Nú á kveðjustundu viljum við þakka fyrir góð kynni, vináttu og trúmennsku og fyrir hönd sam- starfsfólks og vina hjá Þorbirni hf. sendum við Óla, börnum þeirra og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Gunnar Tómasson og Rut Óskarsdóttir. Stefanía Björg Einarsdóttir Mig langar bara að senda stutta kveðju til tengda- föður, sem ég var svo heppinn að eignast. Ég finn mikinn söknuð og sé eftir að hafa ekki getað eytt meiri tíma með honum. Hann var sérstaklega hlýr og aðlað- andi maður, uppfullur af reynslu og visku. Ég var svo heppinn að eiga góðan tíma með honum er ég og Ragnhildur vorum að gera upp íbúð okkar og fengum að búa á meðan heima hjá tengdó í Brekkuseli. Við héldum að það yrði mest mánuður, en það teygðist í þrjá mánuði. Flestir teldu að það væri erfitt, en svo var ekki og ég held mikið upp á Sigurjón Á. Fjeldsted ✝ Sigurjón ÁgústFjeldsted fæddist 12. mars 1942. Hann lést 30. maí 2020. Útför Sigurjóns fór fram 12. júní 2020. þennan tíma. Það var tilhlökkun að koma heim í Brekkusel í lok dags og spjalla við þau hjónin. Alltaf sýndu þau áhuga á öllu sem var í gangi hjá okkur og það var yfirvegað og ró- legt að spjalla. Það var notalegt og þægilegt að vera með Sigurjóni og hann gaf góð ráð, án þess að þykjast vita best. Kærleikur og umhyggja streymdu frá honum. Við deild- um djassáhuganum og fórum saman á tónleika. Það held ég upp á. Sigurjón var stór persóna án þess að þurfa að láta mikið á sér bera og hann smitaði út frá sér öllum þessum jákvæðu eiginleik- um sem hafa gefið mér mjög mikið. Takk Sigurjón. Með sárum söknuði, þinn tengdasonur, Einar Sveinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.