Morgunblaðið - 26.06.2020, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020
✝ SigríðurSteindórs-
dóttir, húsmóðir
og verkakona, var
fædd í Ytri-Haga
á Árskógsströnd
9. desember 1928.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Hlíð á
Akureyri 14. júní
2020.
Foreldrar Sig-
ríðar voru þau
Stefanía Lára Ólafsdóttir, f.
1.8. 1897, d. 15.12. 1972 og
Steindór Rósinantsson, f.
15.10. 1890, d. 27.9. 1969. Sig-
ríður var þriðja af fimm dætr-
um þeirra hjóna. Þær eru:
Nanna Gerður, f . 1923 (látin),
Eva Gerður, f .1925 (látin),
Sigríður, Helga Ingibjörg, f
.1934 og Ólína Gunnlaug, f.
1939.
Sigríður giftist þann 28.
maí 1955 Jóni Þorsteins
Hjaltasyni (Glóa), matsveini og
sjómanni, f. 16.5. 1929, d. 29.8.
2009.
Börn Sigríðar og Jóns eru
1965. Eiginmaður hennar er
Ólafur Guðmundsson, f. 27.3.
1966. Börn þeirra eru: 1) Guð-
mundur Andri, f. 22.5. 1993. 2)
Stefanía Lára, f. 26.4. 1995.
Sambýlismaður: Guillermo Ju-
an Martinez Castilla, f. 23.6.
1993. 3) Glódís Erla, f. 11.9.
1998. 4) Elísabet Helga, f.
11.6. 2009.
Sigríður fæddist í Ytri-Haga
og bjó þar þangað til hún
fluttist að heiman. Hún var
snemma dugleg og sam-
viskusöm og fengin í verk á
næstu bæi, oft til að sjá um
börn sveitunganna. Þegar hún
flutti inn á Akureyri vann hún
til dæmis á Hótel KEA og á
Sjúkrahúsinu. Hún vann á
Sambandsverksmiðjunum af
og til þegar hún var að ala
upp börnin en eftir að þau
voru farin að heiman vann
hún við heimaþjónustu hjá
Akureyrarbæ. Hún var sjó-
mannskona og rak heimilið af
miklum myndarskap. Hún var
þekkt fyrir gestrisni og marg-
ir gistu á heimilinu til lengri
eða skemmri tíma. Ættingjar
og vinir voru ávallt velkomnir.
Hún var fordómalaus og ein-
staklega hlýleg og hjálpsöm.
Sigríður verður jarðsungin
frá Höfðakapellu í dag, 26.
júní 2020, klukkan 13.30.
þrjú og þau eru:
a) Steindór Jóns-
son, f. 27.2. 1955.
Eiginkona hans
var Sigríður Frið-
riksdóttir, f. 18.2.
1949, d. 13.4.
2004. Börn þeirra
eru: 1) Þórunn, f.
14.4. 1974. Maki:
Sveinbjörn Hilm-
arsson, f. 11.2.
1973. Þau eiga
þrjú börn: Júlíus Hafstein, Jón
Kristján og Sigríði Rós. 2) Jón
Elvar, f. 1.9. 1976. Maki Anna
Guðmundsdóttir, f. 29.5. 1978.
Þau eiga þrjú börn; Bjarka
Hafliða, Alexander Orra og
Kristjönu Bríeti. Eiginkona
Steindórs er Anna Þórný Jóns-
dóttir, f. 21.8. 1957. Dóttir
hennar er Hulda Rós, f. 6.11.
1991. Sambýlismaður: Daníel
Róbertsson, f. 2.10. 1991. b)
Helgi Vigfús Jónsson, f. 3.8.
1956, d. 7.9. 2013. Eiginkona
hans var Ingibjörg Jónas-
dóttir, f. 27.6. 1954. c) Lára
Magnea Jónsdóttir, f. 17.9.
Elsku amma, við kveðjum þig
með miklum söknuði en jafnframt
með gleði í hjarta yfir öllum minn-
ingunum. Öll sumrin á Akureyri
sem ég átti með ykkur afa þegar
ég var að alast upp og það var al-
veg sama hvaða skandal maður
gerði, þú skammaðir aldrei. Hins
vegar reyndir þú að leiðbeina mér
í rétta átt. Þú varst einn af mínum
bestu vinum og alltaf hægt að tala
við þig um allt milli himins og jarð-
ar. Þegar ég kynnti þig fyrir
Önnu, hvað þú tókst henni vel og
hvað þið urðuð góðar vinkonur og
seinna þegar börnin fæddust,
hvað þú varst þeim góð amma. Við
erum öll betri manneskjur vegna
þín.
Takk fyrir uppeldið á mér.
Takk fyrir uppeldið á börnun-
um okkar.
Takk fyrir allar stundirnar.
Takk fyrir allt.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Jón Elvar og Anna.
Þá höfum við kvaðst í hinsta
sinn, elsku amma og langamma.
Afi, Viggi og mamma hafa eflaust
tekið vel á móti þér. Eftir stöndum
við með ótal góðar minningar um
þig og okkar samverustundir. Þú
varst okkur alltaf svo góð, manni
leið alltaf svo vel í nærveru þinni,
enda streymdi einhver hlýja frá
þér og þú tókst öllum svo opnum
örmum. Þær eru ófáar minning-
arnar sem ég á af heimsóknum
mínum til ykkar afa þegar ég var
lítil stelpa. Ég minnist svo margs,
t.d. bakstursins og eldamennsk-
unnar, bílferðanna sem á haust-
önn enduðu oft út í móa að tína
ber. Svo fengum við systkin líka
að koma með ykkur í nokkrar
sumarbústaðaferðir og þá lentum
við þá oft í ævintýrum. Fyrsta árið
mitt í framhaldsskóla fékk ég að
búa hjá ykkur og var það yndis-
legur vetur. Eftir að eiginmaður-
inn kom til sögunnar þá var ekki
síður gaman að heimsækja ykkur
og eiga með ykkur afa yndislegar
stundir, enda tókust með ykkur
afskaplega sterk tengsl og veit ég
að hann átti sérstakan stað í
hjarta þínu og honum þótti af-
skaplega vænt um þig. Við gátum
spjallað saman um allt milli himins
og jarðar, en þó var einna
skemmtilegast að hlusta á þig rifja
upp gamla tíma. Þú gafst okkur
svo skemmtilega innsýn í löngu
liðna tíma. Síðan komu lang-
ömmubörnin til sögunnar og ekki
var síður tekið vel á móti manni
þá. Börnin okkar minnast þessara
heimsókna með hlýhug og þegar
ég bað þau um að nefna eitthvað
sem þau vildu minnast þá voru
þetta minningar um gestrisni og
hlýleika, um snitsel með rabarbar-
asultu, hafragraut, pönnukökur
og alls konar kræsingar, að leika
sér með gamla dótið í pokanum og
sérstöku lyktina sem fylgdi heim-
ilinu. Þegar þú fluttir suður þá
gátum við hitt þig mun oftar, en
alltaf tókstu á móti manni af sama
rausnarskap og hlýju.
Syrgi allar stjörnur heimsins,
þá björtu norðansól.
Er næturslæða ljósið slekkur,
farsæl sál sem okkur ól.
En ei í myrkrið missir leiðir,
því nýrri braut þú býrð nú á.
Sameinast um himingeiminn,
þær sálir sem hafa fallið frá.
Fyrir 46 árum varðstu amma í
fyrsta skipti þegar ég kom í þenn-
an heim, þá varstu einmitt á 46.
aldursári og því er gaman til þess
að hugsa að nú stend ég í sömu
sporum og þú þá á sama aldri og
fagna þeim titli að verða amma í
fyrsta skipti. Ég mun reyna af
bestu getu að reynast eins góð
amma og þú hefur verið mér.
Takk, elsku amma og langamma.
Þórunn, Júlíus Hafsteinn,
Jón Kristján og Sigríður Rós.
Með þakklæti í huga ætla ég að
minnast hennar Siggu með nokkr-
um orðum. Það er svo margt sem
hægt er að minnast á eftir næst-
um 30 ára samfylgd eða síðan
haustið 1991 þegar við Þórunn
byrjuðum að vera saman. Sigga
og Glói tóku frá fyrsta degi vel á
móti þessum unga manni sem var
byrjaður að hitta barnabarn
þeirra, hana Þórunni. Það var eins
og að fá aukasett af ömmu og afa.
Það er varla hægt að hugsa um
Akureyri án þess að hugsa til
þeirra líka. Það eru svo margar
minningar sem rifjast upp á svona
stundum, allt frá því hvernig þau
tóku á móti okkur sem unglingum
á ferðalagi norður og biðu með
kvöldmatinn langt fram á kvöld ef
þau áttu von á okkur. Síðar þegar
langömmu- og langafabörnin
komu til sögunnar þá var ekki síð-
ur tekið rausnarlega á móti
stækkandi fjölskyldu. Eftir fráfall
Glóa bjó hún áfram á Akureyri en
flutti svo suður til Reykjavíkur í
nokkur ár. Í gegnum tíðina hafði
maður reynt að vera henni og Glóa
innan handar með ýmislegt sem
þurfti að gera en það var stundum
erfitt vegna fjarlægðar en eftir að
hún flutti til Reykjavíkur var
hægara um vik að geta aðstoðað
hana með ýmislegt. Ég tók þátt í
flutningunum þegar hún flutti til
Reykjavíkur og var hún samferða
mér í síðustu flutningsferðinni.
Það tók aðeins á hana en áður en
hún lokaði og læsti útihurðinni að
Dalsgerði í síðasta skiptið þakkaði
hún fyrir sig, kvaddi og lokaði svo.
Svo þegar við vorum að leggja af
stað þá lagði hún til að í tilefni þess
að hún væri að flytja þá yrðum við
að fá okkur ís. Á suðurleiðinni
fékk ég að heyra ýmsar sögur um
staði og bæi frá liðinni tíð. Þær
urðu nokkrar ferðirnar sem ég
skutlaði henni norður eða sótti og
aldrei leiddist henni allur þessi
akstur, hafði alltaf yndi af því að
sjá landið eins og hún sagði. Minn-
ingarnar frá þessum samtölum
okkar þá og yfir eldhúsborðið
heima hjá henni munu seint renna
mér úr minni. Með þessum orðum
úr ljóði Valdimars Briems ætla að
ég að kveðja hana ömmu Siggu og
er þakklátur fyrir samfylgdina í
gegnum tíðina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Sveinbjörn.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast Siggu. Ég hef þekkt
hana frá barnæsku, hún kom í
kaupbæti inn í mitt líf þegar ég
kynntist Láru dóttur hennar, þá
vorum við fjögurra og fimm ára
tátur og erum enn bestu vinkonur
49 árum síðar.
Það er erfitt að minnast Siggu
án þess að minningar um Jón
skjóti líka upp kollinum. Sæmd-
arhjón, velviljug og elskuleg.
Glettin og kát. Alla tíð fann ég fyr-
ir hlýju þeirra og umhyggju.
Það voru ófá skiptin sem ég sat
við eldhúsborðið í Þórunnarstræt-
inu og raðaði í mig kræsingum.
Símtöl heim til að spyrja hvort
ég mætti borða hjá Láru. Önnur
símtöl til að spyrja hvort ég mætti
gista.
Alltaf var ég velkomin og einn
vetur samdi mamma við Siggu um
að ég fengi hádegismat hjá henni
alla virka daga. Það var ekkert
mál og engin greiðsla innt af hendi
fyrir þetta viðvik. Þeir voru einnig
ófáir sunnudagsbíltúrarnir þar
sem ég fékk að skottast með fjöl-
skyldunni svo ekki sé minnst á
þegar ég fékk einnig að fara með í
sumarbústað í heila viku. Það
þótti mér afskaplega skemmtilegt
og mikil upphefð að fá að fara
með.
Eftir að ég varð fullorðin og
flutt frá Akureyri hélt ég áfram að
kíkja til Jóns og Siggu. Þangað
var gott að koma og enn og aftur
sest við kræsingar.
Síðustu árin bjó Sigga í húsinu
hjá Láru og fjölskyldu í Reykja-
vík.
Það var yndislegt að fylgjast
með hvað hún geislaði og naut
þess að vera í nánd við fjölskyld-
una sína, börn, ömmubörn og
langömmubörn sem öll virtu hana
og elskuðu og voru svo góð við
hana. Ég naut líka góðs af því að
Sigga var flutt suður, hitti hana
reglulega og naut þess að spjalla
og finna hennar áhuga, hlýju og
umhyggju fyrir mér og mínum.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Siggu fyrir samverustundirnar.
Líf mitt er miklu ríkara að hafa átt
hana að.
Síðast þegar við hittumst var
hún komin til Akureyrar aftur og
tilbúin til fararinnar. Fannst þetta
orðið gott, búin að lifa löngu og
farsælu lífi.
Ég er þakklát fyrir hvað við
kvöddumst fallega.
Fjölskyldunni votta ég mína
innilegustu samúð. Minning um
mæta konu lifir í hugum okkar.
Blessuð sé minning Siggu.
Álfheiður Árdal.
Eitt mesta lán sem hverjum
manni hlotnast er að eignast
trygga og góða vini á lífsins leið. Í
tæpa hálfa öld höfum við mæðg-
inin verið svo lánsöm að eiga vin-
áttu Sigríðar Steindórsdóttur sem
aldrei bar skugga á. Þegar for-
eldrar mínir, Vilborg Friðriks-
dóttir og Stefán Guðmundsson,
fluttu aftur til Akureyrar 1974 hóf
pabbi störf sem stýrimaður á
Kaldbak – þar var Jón Hjaltason
(Glói), eiginmaður Siggu, kokkur
um borð. Með þeim tókst góð vin-
átta.
Ég ólst upp við hlýju og um-
hyggju Siggu og Glóa, bæði fyrir
mér og mínum nánustu. Þau voru
höfðingjar heim að sækja, vinir í
raun í blíðu og stríðu – einstök
gestrisni þeirra og umhyggja var
okkur gulls ígildi.
Við skilnað foreldra minna 1984
fluttumst við mæðginin til Dalvík-
ur og vináttuböndin við Siggu og
Glóa styrktust æ meir þó lengra
væri á milli okkar – við skiptumst
reglulega á matar- og kaffiboðum
og við mamma áttum alltaf tryggt
skjól í bæjarferðum okkar heima
hjá þeim í Þórunnarstræti og síðar
í Dalsgerði.
Ég dvaldi einnig hjá þeim
vetrarpart 1997 sem var mér alveg
ómetanlegt – skynjaði aldrei kyn-
slóðabil í samskiptum okkar og gat
alltaf talað við þau um það sem
mér lá á hjarta.
Sigga og Glói samglöddust með
okkur á gleðistundum, alltaf svo
nálæg þegar þörf var á sannri vin-
áttu.
Alltaf hringdi Sigga á afmælis-
dögunum okkar mömmu, ef hún
komst ekki í heimsókn, og fylgdist
vel með mér og mínum. Trygg-
lyndi, umhyggja og kærleikur var
henni í blóð borið.
Þegar við mæðginin fluttum aft-
ur til Akureyrar um aldamótin
jukust samskiptin enn meir, hitt-
umst reglulega og áttum með þeim
hjónum yndislegar stundir oft í
viku.
Þegar Sigga flutti suður í nokk-
ur ár eftir andlát Glóa varð síminn
svo helsta samskiptaleið okkar,
símtölin alltaf jafn einlæg og hlý –
vináttan áfram sterk þó fjarlægðir
skildu að.
Við mæðginin mátum mikils að
fá Siggu aftur norður fyrir þremur
árum, fyrst í hvíldarinnlögn á dval-
arheimilið Hlíð nokkrum sinnum
og þegar hún loks flutti þangað –
við fórum með henni oft í hádeg-
ismat í mötuneytinu á sunnudög-
um, fórum með hana heim í kaffi
og í dagsferðir um fjörðinn, og í
vöfflukaffi á miðvikudögum meðan
heilsan var góð.
Síðustu vikur, þegar Hlíð var
lokuð vegna covid, töluðum við
mæðginin við hana reglulega í
síma.
Það var okkur ómetanlegt að ná
að hitta hana og kveðja að leiðar-
lokum – eiga nokkrar góðar sam-
verustundir, eftir að heimilið var
opnað aftur í byrjun þessa mán-
aðar, þegar heilsu hennar hrakaði.
Við mæðginin kveðjum elsku
Siggu með sorg í hjarta en um leið
þakklæti fyrir trausta vináttu í
gegnum árin, allar góðu stundirn-
ar og samskiptin sem aldrei bar
skugga á.
Innilegar samúðarkveðjur til
Steindórs, Láru og fjölskyldunnar.
Blessuð sé minningin um Siggu
vinkonu okkar.
Stefán Friðrik Stefánsson.
Sigríður
Steindórsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma, takk
fyrir allar góðu stundirnar
sem við höfum átt saman.
Þú varst einstök mann-
eskja sem ég hef verið svo
heppinn að kynnast. Ég á
eftir að sakna þín óendan-
lega mikið en ég veit að þú
munt vaka yfir mér og ég á
eftir að geyma þig í hjart-
anu þangað til við hittumst
aftur. Takk fyrir allan
stuðninginn í gegnum árin.
Hvíl í friði, elsku amma.
Bjarki.
Í dag kveðjum við
elsku langömmu. Þú
varst alltaf til staðar fyr-
ir okkur og vildir allt fyr-
ir okkur gera. Við mun-
um sakna þín en eigum
minningar sem við mun-
um geyma í hjörtum
okkar. Elsku amma,
takk fyrir allt.
Alexander og Kristjana.
Elsku besta vin-
kona mín er fallin
frá. Við Gunnella
kynntumst árið 1980
fyrsta veturinn okk-
ar í Fjölbraut Garðabæjar. Kynni
okkar áttu sér stað úti í blómabeði
hjá vini okkar í gleðskap og höfum
við því verið vinkonur í 40 ár. Eftir
stúdentspróf fór Gunnella í nám til
Bandaríkjanna og ég fór í nám til
Þýskalands. Þá misstum við að-
eins þráðinn enda einkenndust
samskiptin þá af bréfaskriftum og
stopulum símtölum sem maður
var ekki að splæsa í á þessum
tíma. Þegar við komum heim úr
námi 1990 vorum við báðar einar
og Gunnellu vantaði húsnæði. Þá
hafði ég fest kaup á íbúð á Flóka-
götu og fannst okkur tilvalið að
hún flytti til mín. Næsta ár ein-
kenndist af miklu samkvæmislífi
sem kallaði á nýtt dress nær viku-
lega. Það var ekki vandamál því
Gunnella átti saumavél og var
snillingur í að sníða og sauma á
okkur föt samkvæmt nýjustu
tísku. Í staðinn sá ég um elda-
mennsku og voru þau ófá matar-
Guðrún Elín
Jónsdóttir
✝ Guðrún ElínJónsdóttir
(Gunnella) fæddist
24. mars 1964. Hún
lést 8. júní 2020.
Útför hennar fór
fram 18. júní 2020.
boðin sem við héld-
um saman á
Flókagötu. Sambúð-
in gekk furðu vel
enda vorum við sam-
mála um flesta hluti.
Síðan festum við
báðar ráð okkar og
Gunnella hóf sam-
búð með Helga
Helgasyni og eign-
uðust þau svo Örnu
Björk og bjuggu um
tíma rétt hjá okkur Bigga í Garða-
bænum. Við ferðuðumst mikið
saman, fórum í margar útilegur og
einnig saman til útlanda. Ferðin
okkar saman til Parísar er
ógleymanleg svo og margar aðrar
ferðir sem við fórum saman í.
Gunnella var frábær vinkona
og alltaf til staðar fyrir mig. Það
leið varla sá dagur að við töluðum
ekki saman. Oft töluðum við sam-
an í klukkutíma í síma, svo til-
kynnti ég að ég þyrfti að skreppa
til Gunnellu. Biggi spurði þá furðu
lostinn: en voruð þið ekki að tala
saman í klukkutíma?
Gunnella var mjög vel upplýst
og það var aldrei neitt sem hún
hafði ekki skoðun á og hún gat
alltaf hjálpað til við að leysa ýmis
vandamál. Hún var einstaklega
orðheppin og bráðskemmtileg. Ég
viðurkenni að stundum öfundaði
ég Gunnellu af öllum hennar hæfi-
leikum. Hún var mjög listræn og
smekkleg. Hún málaði myndir og
það lék allt í höndunum á henni.
Hún var mikið jólabarn eins og ég
og þegar hún var í barneignarleyfi
bjó hún til ótrúlega flott jóla-
skraut. Í einhverju tiltektarkasti
(þau voru ansi mörg hjá henni) gaf
hún allt jólaskrautið í Góða hirð-
inn. Þegar ég álpaðist þangað og
sá allt fína dótið frá Gunnellu þá
keypti ég það, það fannst henni
mjög fyndið.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt svona frábæra vinkonu í öll
þessi ár og á erfitt með að hugsa
mér að geta ekki lengur hringt og
spjallað um allt og ekkert. Ég mun
alltaf bera minningu hennar í
hjarta mínu og hugsa um allar
góðu stundirnar okkar.
Elsku Arna Björk, Unnur
Arna, Edda Björk, Jón og fjöl-
skyldur, innilegar samúðarkveðj-
ur frá okkur Bigga.
Sigrún Rósa.
Elsku Gunnella okkar. Þá er
komið að leiðarlokum að sinni. Við
eigum bágt með að trúa því að þú
sért farin, þú barðist eins og hetja
en sjúkdómurinn sigraði að lok-
um. Á þessari stundu er okkur
efst í huga þakklæti, við þökkum
fyrir allar stundirnar sem við Villi-
jurtirnar höfum átt saman. Í
saumó, í sumó, að njóta Ed Sheer-
an í Varsjá og á Laugardalsvelli.
Allar stundirnar með krökkunum
og fjölskyldum okkar í jólaboðum
Villijurtanna. Dýrmætar minning-
ar sem við geymum í hjartanu,
alltaf. Við hlökkum til að hitta
ykkur Erlu og vitum að þið eigið
eftir að skemmta ykkur konung-
lega yfir Tarotspilunum þar sem
Hringbjörn, riddari með lax í bik-
ar og fleiri góðir koma við sögu.
Njóttu vel í Sumarlandinu,
sjáumst síðar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Arna okkar, Guð gefi þér
styrk á þessum erfiðu stundum.
Minningin um frábæra, fallega og
góða mömmu lifir, alltaf.
Elsku Edda, Unnur, Jón og
fjölskyldan öll. Innilegar samúð-
arkveðjur færum við ykkur öllum
nú þegar Gunnella gullmoli er
horfin á braut.
Kærleikskveðjur,
Svava, Stína og Erla Margrét.