Morgunblaðið - 26.06.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020
✝ Gyða Guð-mundsdóttir
fæddist í Kambseli í
Álftafirði 3. maí
1932. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði, Horna-
firði, 19. júní 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Marta Guð-
mundsdóttir, f. 20.
júlí 1895, d. 20.
október 1985 og
Guðmundur Eiríksson, f. 11.
september 1890, d. 10. nóv-
ember 1967. Systur Gyðu eru
Lovísa, f. 26. desember 1933, og
Sigríður, f. 23. september 1938.
Þegar Gyða var þriggja ára
fluttist hún með fjölskyldu sinni
í Berufjörð en fyrir á bænum var
móðurfjölskylda Gyðu. Þrátt
fyrir að systurnar væru aðeins
þrjár þá ólust þær upp með
stórum hópi frændsystkina.
Gyða var liðtæk við bústörfin
með föður sínum, létt á fæti,
bóngóð og iðin. Skólagöngu sína
hóf Gyða í farskóla heima í
Berufirði. Síðan lá leið hennar í
Alþýðuskólann á Eiðum og var
hún við nám í skólanum í þrjá
vetur frá 1948 til 1951 og þar
gegndi hún ýmsum trún-
aðarstörfum.
Gyða fór í vist í Vallanesi í
Fljótsdal eitt sumar og á Selnesi
Guðlaug, f. 20. september 1958,
maður hennar er Holberg Más-
son, synir þeirra eru Heiðar
Ludwig, Guðni Már og Magnús
Veigar. 4) Ingibjörg, f. 8. mars
1962, maður hennar er Jóhann
Sævarsson. Börn Ingibjargar
frá fyrra hjónabandi eru Gyða
Rós, Gunnþóra Rut, Gígja Re-
bekka og Gunnar Valur. Börn
Jóhanns frá fyrra hjónabandi
eru Hanna Karen og Atli Viðar.
5) Ragnar Birkir, f. 18. febrúar
1964, kona hans er Sigrún Ein-
arsdóttir, börn þeirra eru Einir
Björn og Fjóla Björg. Fyrir átti
Ragnar dótturina Elísabetu
Maríu. Dóttir Sigrúnar frá fyrra
hjónabandi er Lovísa Elísabet. 6)
Guðmundur, f. 19. nóvember
1967, d. í nóvember 1987. 7)
Steinþór, f. 1. október 1974,
kona hans er Auðbjörg Elísa
Stefánsdóttir, börn þeirra eru
Stefán Valur og Karólína Björt,
Gunnur Margrét og Guðmundur
Hálfdán. Dætur Steinþórs frá
fyrra hjónabandi eru Ína Kat-
hinka og uppeldisdóttirin Guðný
Þóra. Dætur Auðbjargar frá
fyrra hjónabandi eru Guðrún
Lilja og Anna Jóna. Auk þess á
Gyða nú 32 barnabörn, 41 lang-
ömmubarn og 2 langalang-
ömmubörn.
Útför Gyðu fer fram frá
Djúpavogskirkju í dag, 26. júní
2020, kl. 13.
Útförinni verður streymt á
facebooksíðu Djúpavogskirkju.
Stytt slóð á streymi: https://
tinyurl.com/yd6y2zpv
Slóðina má einnig nálgast á
www.mbl.is/andlat
í Breiðdal um tíma.
Eftir námið á Eiða-
skóla fór Gyða að
vinna á skrifstofu
Kaupfélags Beru-
fjarðar á Djúpavogi
en þar kynntist hún
Birni Aðal-
steinssyni sjó-
manni, f. 13. janúar
1931.
Eftir að Gyða og
Björn giftu sig hófu
þau að byggja sér nýbýlið
Hvannabrekku með foreldrum
Gyðu og fluttu þangað 1956.
Marta og Guðmundur bjuggu
með ungu hjónunum til ársins
1959 en þá fluttu þau aftur í
Berufjörð. Gyða og Björn
bjuggu í Hvannabrekku allt til
ársins 1999 þegar Steinþór son-
ur þeirra tók við búinu.
Gyða og Björn eignuðust sjö
börn sem eru: 1) Aðalsteinn, f. 6.
janúar 1953, kona hans er Mar-
grét Sigurðardóttir, börn þeirra
eru Sigurður, Katrín, Freydís og
Birna Marín. 2) Marta Karen, f.
16. mars 1956, maður hennar
var Sigurður Brynjar Torfason
(látinn), börn þeirra eru Ragn-
hildur Guðbjörg, Nanna Hall-
dóra, Torfi Þorsteinn, Gyða Sig-
rún og Guðmundur Davíð. Synir
Mörtu frá fyrra sambandi eru
Erlingur Ingi og Björn Þór. 3)
Við systkinin áttum góða æsku
í faðmi foreldra okkar þar sem við
lærðum til verka við hlið þeirra en
það er nokkuð sem við búum að
alla tíð.
Ég var mömmustelpa og á
margar góðar minningar frá
æsku minni, t.d. um að mamma sé
að tala í símann og ég standandi
hjá henni og hún klappaði á koll-
inn á mér um leið. Þá er mér
minnisstætt þegar hún var að
sauma föt á okkur, þá stóð ég
gjarnan á stól fyrir aftan hana og
greiddi henni. Síðar hef ég oft
hugsað til þolinmæði hennar í
minn garð.
Mamma var vön að greiða sér
við eldhúsvaskinn og setja hár-
spennur í hárið. Eitt sinn þegar
við vorum að fara til útiverka var
mamma að greiða sér og lagði frá
sér spennurnar. Þegar hún ætlaði
að taka þær fundust þær ekki. Við
krakkarnir leituðum og fundum
þær ekki heldur. Þegar við kom-
um aftur inn voru spennurnar þar
sem mamma hafði látið þær.
Við höfðum þá skýringu að álf-
kona sem bjó í nágrenni okkar
hefði fengið þær lánaðar.
Mamma lagði mikla áherslu á
að við systkinin værum sjálf-
bjarga. Eitt sinn er gest bar að
garði var ungur bróðir minn að
baka pönnukökur, sem gestinum
fannst undarlegt, en mamma
hafði þá sýn að strákar jafnt sem
stelpur ættu að kunna að elda
enda sagði hún oft að það eina
sem hún kunni að elda þegar hún
hóf búskap var hafragrautur.
Sorgin kvaddi dyra hjá okkur
1987 er Guðmundur bróðir minn
hvarf. Áhrif þess hafa sett mark
sitt á fjölskylduna.
Mamma hafði mikinn áhuga á
skógrækt og tóku þau pabbi til
við að rækta skóg áður en bú-
skapartíð þeirra lauk og hefur
Steinþór bróðir tekið við keflinu.
Afrakstur af skógrækt þeirra er
sá að Hvannabrekka er nú lang-
skógmesta jörð sveitarinnar.
Þessum áhuga hefur hún einnig
komið yfir til okkar hinna og flest
börn hennar stunda ýmiskonar
ræktun.
Síðan pabbi féll frá hefur
mamma búið á Hornafirði. Hún
keypti sér íbúð sem hún bjó í þar
til heilsan fór að gefa sig og hún
flutti á hjúkrunarheimilið Skjól-
garð. Þar naut hún góðrar
umönnunar og átti þar marga
góða vini bæði meðal starfs-
manna og íbúa enda var hún allt-
af glöð og jákvæð. Ef hún var
spurð um líðan þá var svarið oft-
ast: „Mér líður bara vel og það er
ekkert að mér.“
Þrátt fyrir sjúkdóm þann sem
hrjáði mömmu síðustu árin gát-
um við tekið í spil þegar ég heim-
sótti hana, nú síðast í febrúar.
Svo kom hlé á heimsóknum
vegna COVID. Þegar við hittum
hana aftur var getan til að spila
horfin.
Síðasta ferð mín til mömmu
var farin þann 17. júní, en þá
hafði orðið mikil breyting á heilsu
hennar og dvaldi ég hjá henni þar
til yfir lauk.
Þegar ég var að kveðja hjúkr-
unarfræðing Skjólgarðs sagði
hún mér frá atviki sem átti sér
stað þegar þær voru að þvo og
klæða mömmu fyrir hennar
hinstu för, en þá var það sem
þurfti að nota á bakka á náttborð-
inu. Hugsunin var að setja rúllur í
hárið á henni. Allt í einu féll bakk-
inn í gólfið, án sýnilegrar ástæðu.
Þær túlkuðu það þannig að
mamma vildi ekki rúllurnar og
var hætt við að gera það. Var
þarna kannski álfkonan úr sveit-
inni að verki?
Minningar um mömmu munu
gleðja fjölskyldu mína um ókomin
ár. Blessuð sé minning hennar.
Guðlaug Björnsdóttir.
Með örfáum orðum langar mig
til að minnast elskulegrar tengda-
móður minnar sem nú hefur feng-
ið sína hinstu hvíld frá amstri
þessa heims.
Hún var mér alltaf hlý og góð
og ég þekkti hana aldrei að öðru
en hreinskilni og góðsemi.
Fjölskylda hennar var stór og
oft gestkvæmt á heimilinu en það
virtist henni leikur einn að baka
og töfra fram alls kyns kökur og
góðgæti með kaffinu fyrir allt
þetta fólk.
Í upphafi sambands okkar
Ragnars leitaði ég því stundum til
hennar eftir uppskriftum og brosi
ennþá þegar ég fletti í matreiðslu-
bókinni minni og sé fyrstu upp-
skriftina sem endar á þessa leið:
„Hrært á venjulegan hátt.“
Samviskusamlega hafði ég skrif-
að öll innihaldsefnin niður í gegn-
um síma en svo reyndist mér
þetta ekki auðvelt í framkvæmd,
ég vissi ekki hvernig ég ætti að
hræra á „venjulegan hátt“.
Síðan eru liðnir áratugir, ég á
margar góðar uppskriftir frá
henni, og held að mér hafi farið
eitthvað fram hvað bakstur varð-
ar. Ég kann að minnsta kosti að
hræra í kökur á venjulegan hátt.
Gyða var búin að vera veik í
nokkurn tíma og dvaldi á hjúkr-
unarheimilinu Skjólgarði á Höfn í
Hornafirði. Alltaf var hún einlæg
og ljúf og mér þótti afar vænt um
hana.
Aldrei féll henni verk úr hendi
og eftir að hún var komin á hjúkr-
unarheimilið undi hún sér best
þegar hún fékk að aðstoða við ein-
hver verk. Í einni heimsókn okkar
þangað sagði hún við mig: „Ég
kann bara ekki að gera svona ekki
neitt.“
Við Ragnar, Einir og Fjóla nut-
um þeirra forréttinda að vera með
henni yfir jólin síðustu tvö ár en
það eru þau jól sem hún var á
hjúkrunarheimilinu. Það sem stóð
upp úr í þeim heimsóknum var
þegar hún klæddist upphlutnum
sínum fallega af stolti og ein-
skærri gleði. Þótt minnið væri far-
ið að svíkja hana mundi hún þó
alltaf hvernig við Fjóla áttum að
bera okkur að þegar við hjálpuð-
um henni að klæðast þessum fal-
lega skrúða.
Að lokum vil ég heiðra minn-
ingu Gyðu með völdum versum úr
Orðskviðum Biblíunnar sem mér
finnst eiga svo vel við hér:
Væna konu, hver hlýtur hana?
hún er miklu meira virði en perlur.
Hún hefir augastað á akri og kaupir
hann,
af ávexti handa sinna plantar hún
víngarð.
Hún gyrðir lendar sínar krafti
og tekur sterklega til armleggjunum.
Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm,
á lampa hennar slokknar eigi um nætur.
Hún réttir út hendurnar eftir rokknum,
og fingur hennar grípa snælduna.
Hún breiðir út lófann móti hinum
bágstadda
og réttir út hendurnar móti hinum
snauða.
Hún opnar munninn með speki,
og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.
Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili
hennar,
og etur ekki letinnar brauð.
Sú kona, sem óttast Drottin, á hrós
skilið.
Gefið henni af ávexti handa hennar,
og verk hennar skulu lofa hana í
borgarhliðunum.
(Orðskviðirnir 31.10-31)
Sigrún Einarsdóttir.
Gyða
Guðmundsdóttir
✝ Magnús IngiErlingsson
fæddist í Reykja-
vík 8. maí 1965.
Hann lést 2. apríl
2020 á Skt. Maria-
spítalanum í Lissa-
bon, Portúgal.
Foreldrar hans
voru Ingibjörg S.
Magnúsdóttir, f.
1932, d. 2009, og
Erling S. Tóm-
asson, f. 1933, d. 2017.
Systkini Magnúsar eru: 1)
Lára, f. 1954, maki Þorsteinn
Á. Henrysson (d. 2015). 2)
Ólöf, f. 1956, maki Þorsteinn
Jóhannesson. 3) Björn, f.
1957, maki Bergþóra Vals-
dóttir. 4) Már, f. 1969, maki
Halla Gunnarsdóttir. 5)
Heiða, f. 1971, maki Rúnar
Sigtryggsson.
Magnús átti fjögur börn: 1)
Ástríður, f. 1983, maki Sölvi
Signhildar Úlfsson. Dætur
þeirra eru Hjördís, f. 2016, og
Signhildur, f. 2018. Móðir
Ástríðar er Hjördís Elísabet
Gunnarsdóttir. 2) Magnús
Orri, f. 1988, maki Kristín
hann lauk mastersprófi í lög-
fræði árið 1999.
Magnús fékkst við ýmis störf
en öll tengdust þau lögfræðinni
með einhverjum hætti. Hann
var lögfræðingur á fasteigna-
sölunni Gimli á árunum 1992-
1995 og hjá Vinnueftirliti rík-
isins 1998-2000. Hann var hér-
aðsdómslögmaður 2000-2010
og var dómari í Félagsdómi
2000-2008. Hann kenndi lög-
fræði við Háskólann á Bifröst
2003-2004. Þá var hann fram-
kvæmdastjóri Nýju Jórvíkur
ehf. á árunum 2004-2009 og
Faxa ehf. 2007-2009. Hann var
lögfræðingur hjá Seðlabanka
Íslands 2010-2011. Frá árinu
2011 og til loka árs 2019 starf-
aði Magnús á lögfræðisviði
skrifstofu eigna og at-
vinnuþróunar hjá Reykjavíkur-
borg.
Áhugamál Magnúsar voru
mörg og fjölbreytt. Magnús var
alla tíð mikill áhugamaður um
tónlist. Hann æfði skíði á ung-
lingsárum og það áhugamál
fylgdi honum út lífið. Í seinni
tíð stundaði Magnús golf af
miklum áhuga auk þess sem
skákin, mótorhjólið og hesta-
mennskan voru aldrei langt
undan.
Magnús Ingi Erlingsson
verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni í dag, föstudaginn
26. júní 2020, kl. 13.
Sigurðardóttir. 3)
Emil Már, f. 1992.
4) Daníel Máni, f.
1997, maki Krist-
ín Arna Árnadótt-
ir. Móðir drengj-
anna er Sunna
Ólafsdóttir.
Sunna og Magnús
Ingi voru gift frá
1988 til 2002.
Fyrstu spor
ævinnar tók
Magnús í Ljósheimum í
Reykjavík, en 1971 flutti fjöl-
skyldan í Fossvoginn. Í upp-
vextinum var Magnús í sveit
nokkur sumur hjá móð-
urömmu og –afa í Dalasýslu
en sveitin var honum alla tíð
hjartfólgin.
Magnús gekk í Fossvogs-
og Réttarholtsskóla. Hann
lauk verslunarprófi frá Versl-
unarskóla Íslands en kláraði
svo stúdentsprófið frá
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð. Magnús lauk lögfræði-
prófi frá Háskóla Íslands árið
1992. Nokkrum árum síðar
flutti hann með fjölskylduna
til Árósa í Danmörku þar sem
Það tók okkur Magga eina
tvo áratugi að verða vinir. Við
vissum hvor af öðrum í Rétt-
arholtsskóla og Menntaskólan-
um við Hamrahlíð. Svo fórum
við hvor sína leiðina í lífinu, en
hittumst aftur á endurfundi
eldri nemenda úr Réttarholts-
skóla árið 2000.
Þar voru allir farnir að vera
nokkuð mýkri í samskiptum en
hafði verið á unglingsárum og
„klíku-landamæri“ farin að
dofna. Það voru nú reyndar
ekki margir aðrir en þau vin-
irnir Maggi, Ísleifur og Hjördís
sem gátu dansað línuna á milli
„alka“- og „andra“-klíkanna í
sínum tíma.
Stuttu eftir þessa endur-
fundi fórum við Magnús að
hittast oftar í góðum fé-
lagsskap. Sá vinahópur varð
mikilvægur í lífi okkar, nokk-
urra miðaldra „lífskúnstnera“
sem komu oftar en ekki saman
á Vínbarnum við Kirkjutorg,
sem varð okkar „Cheers“, þar
sem Gunni Palli stóð vaktina
sem okkar eigin „Sam Mal-
one“. Það var Maggi sem kom
þessum hópi saman. Inntöku-
skilyrðin í þennan vinahóp
voru einföld; að vilja vera með
fólki sem kunni að njóta góðs
matar og víns í félagsskap
annarra „gleðipinna“ sem
höfðu svipað lífsmarkmið: að
njóta lífsins, þess og þeirra
sem það bar með sér, dæma
laust og hafa opinn hug fyrir
því sem auðgað gæti tíma okk-
ar. Oftar en ekki komum við
saman á teiknistofu minni, til
samkundu sem kallaðist
„fridays @ five“. Eitt vín-glös
í lok vinnuvikunnar, áður en
við héldum inn í helgina. Þessi
hópur blandaðist hinu ýmsa
góða fólki í gegnum tíðina,
margir fengu að koma í heim-
sókn á fridays og oftar en ekki
endaði hópurinn á Vínbarnum.
Í þessum ágæta hóp urðu
nokkuð fleiri konur en karlar,
sem hafði áhrif á hvað hópurinn
kallaðist. Við strákarnir: Gulli,
Maggi og ég létum það fyrst yf-
ir okkur ganga en bárum síðan
nafngiftina með stolti: „Vínbars
Dúllurnar“.
Árið 2010 kynntist ég Erling,
föður Magga, en ég hitti hann
þó því miður aldrei. Við áttum
ófá samtöl í síma og án efa
hefði verið mér til hags að fá að
kynnast honum betur og í per-
sónu. Maggi bar stundum líðan
sína utan á sér og þá var það
Erling sem hann treysti mest
og best.
Nokkur áhugamál áttum við
Maggi sameiginleg. Við vorum
„Harley-karlar“, báðir meðlimir
í HOG – Chapter Iceland.
Maggi tók þó mótor-
hjóla-ímyndarmálin lengra en
ég, fór alla leið og klæddist
jakka í anda Johnny (Marlon
Brando) í myndinni „The Wild
One“.
Hann bar jakkann með stolti
og kunni vel að meta frelsið
sem fólst í því að þeytast um á
mótorfák.
Eftir að Magnús fór að
starfa í miðborginni hittumst
við mikið í hádeginu. Stundum
þurftum við að ræða erfið mál-
efni og flókin en í það heila
verður að segjast að það var
alltaf gaman að vera í kringum
Magga. Stundum svolítið flókið
en alltaf áhugavert!
Það hefur auðgað líf mitt að
kynnast Magnúsi Erlingssyni.
Ég votta börnum hans og
systkinum samúð mína.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Ívar Örn Guðmundsson.
Í dag kveð ég góðan vin,
Magnús Inga.
Við kynntumst fyrst í kring-
um 1980 er við, nokkrir ung-
lingar, æfðum skíði hjá skíða-
deild Víkings. Síðan hittumst
við ekki í mörg ár.
Árið 2002 tókum við síðan
kynni upp að nýju er við ,flækt-
umst’ í skemmtilegan hóp fólks
um fertugt og fimmtugt. Þessi
hópur heldur enn samskiptum
og kveður nú Magga með mikl-
um söknuði.
Við Maggi náðum alltaf sér-
stökum tengslum, við vorum
með svipaða kímnigáfu og
stundum þurfti lítið að segja
svo úr yrði mikill hlátur. Maggi
hafði smitandi og skemmtilegan
hlátur svo ekki varð undan því
komist að hlæja dátt með hon-
um.
Ekki er langt síðan Maggi
leit inn heima hjá mér í kaffi og
pönnukökur. Hann var alltaf
kurteis og sendi mér
þakklætisskilaboð eftir heim-
sóknina. Þetta voru síðustu
skilaboðin frá honum og geymi
ég þau í hjarta mínu um
ókomna tíð.
Takk fyrir samveruna,
Maggi minn, takk fyrir að vera
góður vinur.
Ég sendi börnum Magga og
fjölskyldu mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Edda Kristín Reynis.
Á Mustang um himinhvolfið.
Í dag er jarðsunginn kær
vinur, Magnús Ingi Erlingsson
lögfræðingur. Við kynntumst
fyrir næstum tveimur áratug-
um.
Áttum á okkar fyrsta fundi
eftirminnilegar samræður um
samkeppnismál. Síðar snerust
samtöl okkar um tónlist en
einnig um fagleg málefni eins
og eignarrétt, skipulagsmál og
fasteignaþróun sem voru hugð-
arefni Magnúsar Inga og ekki
má gleyma mótorfákum.
Við höfðum fyrir nokkru
rætt um að fasteignir í heima-
landi Vasco da Gama væru á
hagstæðu verði. Líklega hefur
hann ætlað sér að kanna mark-
aðinn þar í þeirri lokavegferð
sem hann tók sér einn fyrir
hendur í miðjum faraldri. Þar
sló hjarta hans út.
Við áttum ógleymanlegar
stundir þegar við lögðum land
undir fót haustið 2016 og fórum
til Ameríku. Gengum meðal
stjarna í Hollywood og brun-
uðum svo á Ford Mustang út
úr borg Englanna inn í eyði-
mörk sem kennd er við
pálmatré til að hlýða á Rolling
Stones flytja sönginn um Wol-
and í Margarítumeistaranum.
Þarna áttum við ótrúlegar
minningar en á þessum tón-
leikum stigu meðal annars The
Who, Roger Waters og Paul
McCartney á svið. Neil Young
raulaði eins og honum einum er
lagið um leit sína að hjarta úr
gulli.
Það átti vel við því Magnús
Ingi var gull af manni. Til allr-
ar hamingju heyrðum við einn-
ig Dylan kveða um bankið á
dyr himnasmiðsins. Þar hefur
Magnús örugglega samið sig
inn eins og kerlingin hans Jóns
gerði þegar hún stóð andspæn-
is Gullna hliðinu.
Nú situr Magnús Ingi við
fótskör skaparans og horfir
blessunaraugum á okkur hin.
Sérstaklega börnin sín sem
voru honum svo kær. Ég votta
þeim sem og öðrum aðstand-
endum innilega samúð mína.
Hvíl í friði.
Magnús Árni Skúlason.
Magnús Ingi
Erlingsson