Morgunblaðið - 01.07.2020, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.07.2020, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is fylgir hverri ferðagjöf sem innleyst er hjá Matarkjallaranum FORDRYKKUR Þeir gerast vart sjaldgæfari farfugl- arnir en þeir sem flugu yfir Eyjafirði sl. laugardag. Tvær F-35 orustuþot- ur ítalska flughersins flugu þar sam- hliða og heiðruðu gesti á jörðu niðri. Yfirflugið var hluti af dagskrá flug- dags Flugsafns Íslands sem hefur aðsetur á Akureyrarflugvelli. Að sögn Harðar Geirssonar, stjórnarformanns flugsafnsins, var gestafjöldi um 480 manns þegar mest lét og var gerður góður rómur að sýningunni. Á sýningunni var komið víða við í íslenskri flugsögu. Nákvæmt módel af AVRO 504K var afhjúpað af Guð- jóni Ólafssyni yfirsmið, en vélin er þeirrar tegundar sem fyrst flaug hér á landi árið 1919 og markaði upphaf Flugfélags Íslands hins fyrsta. Landhelgisgæslan sýndi þyrlu- björgun á TF-EIR og félagsskapur er kallar sig „flugsveitina“sýndi kúnstir sínar á listflugvélum af gerð- unum Pitts Special og Van RV-4. Flugmenn Norlandair voru á heima- velli er þeir sýndu stuttbrautargetu DHC-6 Twin Otter skrúfuþotu og lentu henni nánast á „frímerki“. Á safninu var opnuð sérsýning um flugfélagið Cargolux sem á sér sterkar rætur hér á landi, sem af- sprengi Loftleiðaævintýrisins, enda eiga margir Íslendingar minningar og tengsl við það félag. Loftrýmisgæsla á vegum Atlants- hafsbandalagsins er í höndum Ítala um þessar mundir. Flugvélakostur þeirra er af nýjustu tegund sinnar kynslóðar orustuþotna, F-35 og því mikil upplifun fyrir sjón og hlustir flugáhugamanna að fá að berja far- kostinn augum í návígi og hlýða á. Flugsafnið á Akureyrarvelli hýsir margan góðan kostinn, s.s. C-47A, betur þekkt sem „Þristurinn“ og kennd við Pál Sveinsson, fyrrver- andi landgræðslustjóra. Sú vél er enn í lofthæfu ástandi þrátt fyrir há- an aldur. sighvaturb@mbl.is Eyfirskur flugfögnuður  Hátt í 500 manns sóttu flug- og sögu- sýningu á Akureyrarflugvelli Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson Magnús Þór Ás- mundsson, fv. for- stjóri Alcoa- Fjarðaáls í Reyð- arfirði, hefur verið ráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna. Þetta var sam- þykkt samhljóða í stjórn Faxaflóa- hafna og tekur Magnús við starfinu af Gísla Gísla- syni 5. ágúst næstkomandi. Magnús Þór er rafmagnsverk- fræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu í faginu frá DTU í Danmörku árið 1990. Hann starfaði frá árinu 1990 til 2009 hjá Marel, en þar var hann framkvæmdastjóri framleiðslu, fyrst á Íslandi og síðar með ábyrgð á framleiðslueiningum Marels í Evr- ópu. Árið 2009 hóf Magnús Þór störf hjá Fjarðaáli, fyrst sem fram- kvæmdastjóri framleiðsluþróunar, en síðar sem forstjóri. Hjá Fjarðaáli var Magnús ábyrgur fyrir allri starf- semi félagsins á Íslandi, þ.m.t. inn- leiðingu á öryggisstefnu, og sam- vinnu við opinbera aðila. Þar átti hann m.a. samstarf við sveitarstjórn Fjarðabyggðar varðandi hafnamál og umhverfismál, að því er fram kemur í tilkynningu frá Faxaflóa- höfnum. Alls sóttu 26 um starfið. Frá Alcoa-Fjarðaáli til Faxaflóahafna Magnús Þór Ásmundsson Meðal atriða á flugdeginum var listflug þeirra Guðjóns Jóhannessonar og Sigurðar Ásgeirssonar. Guðjón er á efri vélinni á myndinni hér að ofan, af tegundinni Van RV-4, skráð TF-RVA. Fyrir neðan hann og fjær er Sig- urður á vélinni Pitts Special, skráð TF-BTH. Sú vél var áður í eigu Björns Thoroddsen. Þriðji meðlimur flugsveitarinnar er Kristján Þór Kristjánsson, einnig á Pitts Special, skráð TF-TOP. Hann var ekki með í för en saman æfa þeir samhæft listflug og sýna við hvert tækifæri. Þeir félagar hafa uppi áform um spennandi sýningu fyrir góðan málstað en vilja ekkert láta uppi að svo stöddu. Ásar í samhæfðu listflugi Frumvarp heilbrigðisráðherra, sem lýtur að vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónu- upplýsinga og miðlun þeirra, var meðal þeirra mála sem Alþingi samþykkti í fyrrinótt. Með frumvarpinu eru gerðar breytingar á ýmsum lögum sem heyra undir málefnasvið ráðherra. Breytingar eru gerðar á lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðis- upplýsinga, lögum um landlækni og lýðheilsu, sóttvarnalögum, lyfjalög- um, lögum um sjúkratryggingar, lögum um lækningatæki og lögum um heilbrigðisþjónustu. Lagabreytingarnar sem hér um ræðir eru til komnar vegna nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi í júlí 2018. Með þeim var lögfest reglugerð Evrópuþingsins og -ráðs- ins 2016/679 sem leysti af hólmi til- skipun þess frá árinu 1995. Lög um vinnslu persónuupplýsinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.