Morgunblaðið - 01.07.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.07.2020, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020 Laugarnestangi Sprengd hefur verið klöpp við jarðvinnu fyrir nýjan meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Þaðan er grjótið flutt til landfyllingar við Sundahöfn, austan Laugarness. Eggert Fundum Alþingis var frestað kl. 2.36 að- faranótt þriðjudags, eftir langar og strang- ar atkvæðagreiðslur um tugi frumvarpa og þingsályktunartillagna. Ætlunin er að þing- fundir hefjist að nýju 27. ágúst næstkomandi og þá til að afgreiða nýja fjármálaáætlun sem mun bera þess merki að þjóð- arbúið hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum á síðustu mánuðum. Sú staðreynd kemur líklega ekki í veg fyrir dýr yfirboð á komandi kosn- ingavetri. Þá verða loforð gefin um að gera allt fyrir alla, á kostnað einhverra annarra. Þingveturinn var um margt sér- kennilegur enda aðstæður óvenju- legar vegna heimsfaraldurs kór- ónuveirunnar. Ríkisstjórn og Alþingi báru gæfu til þess að taka höndum saman í aðgerðum til að sporna við efnahagslegum afleið- ingum kórónuveirunnar. Fumlaus viðbrögð Seðlabankans hafa einnig skipt miklu í að milda óhjákvæmi- legt efnahagslegt högg. Þarf að bjarga uppskerunni? Við sem njótum þeirra forrétt- inda að sitja á Alþingi, erum ekki sammála um allt (sem betur fer), þótt við getum einnig verið sam- stiga í mörgu. Við notum mismun- andi mælistikur í flestu, ekki síst þegar við reynum að meta eigin störf. Margir eru því hreyknari sem afköstin eru meiri; afkasta- mikið þing er í hugum þeirra gott þing. Fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillagna sem þingið samþykkir er mælikvarðinn. Þann- ig verður efnislegt innihald að aukaatriði og vangaveltum um hvaða áhrif ný lög hafa á heimili og fyrirtæki er ýtt til hliðar. Þegar magnið skiptir mestu verða áhyggjur af samkeppnishæfni at- vinnulífsins, möguleikum þess til að standa undir góðum launum eða skilvirkni í ríkisrekstri, fjarlægar – næstum óskiljanlegar. „Við þurfum að koma uppsker- unni í hús,“ er leiðandi í verkum þeirra sem telja mestu skipta að af- greiða sem flest mál, ekki síst þau sem nefndir þingsins hafa tekið til umfjöllunar. Í sakleysi mínu hef ég bent á að hugsanlegt sé að hluti uppskerunnar sé ónýtur og geti því skemmt það sem þegar er komið í hlöðurnar. Sum mál – frumvörp ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu – eru einfaldlega þannig að hvorki himinn né jörð farast þótt þau dagi uppi og verði aldrei af- greidd (a.m.k. ekki óbreytt). Ég hef vakið athygli á því að innbyggður hvati til að afgreiða lagafrumvörp og álykt- anir sé öflugri en virð- ist við fyrstu sýn. Þetta á sérstaklega við um ráðherra. Það er hrein- lega ætlast til þess að hver og einn ráðherra leggi fjölda frumvarpa fram á hverjum einasta þingvetri, líkt og það sé heilög skylda að breyta lögum þótt ekkert kalli á slíkt. Ráðherrar eru vegnir og metnir, – af þingmönnum og fjöl- miðlum – út frá fjölda en ekki gæð- um lagafrumvarpa sem þeir leggja fram. Einföldun og lækkun Þegar litið er yfir þingveturinn verður að játa að frelsismálin voru ekki fyrirferðarmikil. En það voru nokkur mikilvæg skref stigin í rétta átt. Undir forystu Þórdísar Kol- brúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristján Þórs Júlíussonar, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, var regluverk einfaldað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beitti sér fyrir afnámi ýmissa úr- eltra laga. Þannig voru leikregl- urnar gerðar einfaldari og skýrari. Það tókst að tryggja lækkun tekjuskatts einstaklinga og tryggja enn frekari lækkun í upphafi kom- andi árs. Tryggingagjaldið var lækkað annað árið í röð. Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók sæti í ríkisstjórn hefur gjaldið lækkað um liðlega 17% (úr 7,69% í 6,35%) en er enn of hátt. Styrkari stoðum hefur verið skotið undir rannsóknir, þróun og nýsköpun með skattalegum hvöt- um. Þannig hefur Þórdís Kolbrún rutt braut inn í framtíðina fyrir ís- lenskt samfélag. Á lokadegi þingsins voru breyt- ingar á samkeppnislögum sam- þykktar. Með því eykst skilvirkni Samkeppniseftirlitsins en um leið er umhverfi fyrirtækja og þá fyrst og síðast lítilla og meðalstórra, gert einfaldara. Til framtíðar er því byggt undir samkeppni ólíkt því sem úrtölufólk á þingi heldur fram. Og það mun auka samkeppnis- hæfni Íslands sem því miður hefur versnað samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans á samkeppnis- hæfni ríkja. Ísland er í 21. sæti á milli Kína og Nýja-Sjálands. Einn af alvarlegustu veikleikum Íslands er óskilvik samkeppnislöggjöf. Þar erum við eftirbátar flestra við- skiptaþjóða okkar í 42. sæti. Frelsismálin kalla á þolinmæði Frelsismálin eru lítil og stór en eiga oft erfitt uppdráttar. Því hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fengið að kynn- ast. Hugmyndir hennar um að koma á jafnræði milli innlendra og erlendra fyrirtækja í verslun hafa ekki fengið brautargengi innan ríkisstjórnarinnar. Því þurfa þeir Íslendingar, sem vilja kaupa áfengi í netverslun, enn um sinn að sætta sig við að eiga viðskipti við erlenda aðila, en ekki íslenska. Múrar forræðishyggjunnar eru sterkir og brotna ekki af sjálfu sér. Áralöng barátta þingmanna Sjálf- stæðisflokksins fyrir afnámi ríkis- einokunar á öldum ljósvakans skil- aði loks árangri árið 1985, þegar það tókst að tryggja meirihluta á Alþingi fyrir frelsi sem allir taka sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut. Enginn þingmaður vinstri flokk- anna, sem þá áttu fulltrúa á þingi, veitti frelsinu brautargengi. Miðjan klofnaði og aðeins einn flokkur stóð einhuga með frelsinu; Sjálfstæð- isflokkurinn. Forræðishyggjan lét ekki undan fyrr en í fulla hnefana þegar einok- un ríkisins á fjarskiptamarkaði var brotin á bak aftur. Leyfi til að selja áfengan bjór, en ekki aðeins sterkt áfengi og léttvín, fékkst ekki án baráttu. Það var ekki sjálfgefið að möguleikar ungs fólks til mennt- unar urðu fjölbreyttari með auknu svigrúmi einkaaðila innan mennta- kerfisins, allt frá leikskólum til há- skóla. Fjölbreyttara rekstrarform og betri þjónusta heilbrigðiskerf- isins varð ekki til af sjálfu sér held- ur var jarðvegurinn plægður af ráðherrum og þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Sagan kennir að þolinmæði skil- ar árangri í baráttu fyrir auknu frelsi einstaklinga. Stefnufesta er nauðsynleg, en þolinmæði og út- hald þarf til að vinna að framgangi hugsjóna. Á stundum er betra að stíga lítið skref (jafnvel hænufet) í rétta átt en reyna að komast á leið- arenda í „sjömílnaskóm“ en festast í djúpu skófari tregðulögmálsins. Eftir Óla Björn Kárason » Frelsismálin eru lít- il og stór en eiga oft erfitt uppdráttar. Múr- ar forræðishyggjunnar eru sterkir og brotna ekki af sjálfu sér. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Skófar kerfis og tregðulögmáls Nýsamþykkt sam- gönguáætlun sem nær til áranna 2020-2034 er stórt stökk í samgöngum á Ís- landi. Þetta er ein mik- ilvægasta áætlun sem rík- ið stendur að enda er samgöngukerfið, vega- kerfið, flugvellir og hafn- ir, líklega stærsta eign ís- lenska ríkisins, metið á tæpa 900 milljarða króna. Aldrei áður hefur jafn- miklum fjármunum verið varið til sam- gangna og gert er í þessari áætlun sem á eftir að skila sér í öruggari og greiðari umferð um allt land. Stóra byggðastefnan Í nágrannalöndum okkar er stundum talað um stóru byggðastefnuna þegar rætt er um samgönguáætlanir land- anna. Í samgönguáætlun felast enda gríðarlega miklir hagsmunir fyrir sam- félögin vítt og breytt um landið. Efna- hagslegir hagsmunir eru líka mjög miklir því allar styttingar á leiðum inn- an og milli svæða fela í sér þjóðhags- legan sparnað. Skoska leiðin – niðurgreiðsla á fargjöldum Samgönguáætlunin sem ég lagði fram í lok ársins 2019 og var samþykkt á Al- þingi á mánudag markar að mörgu leyti tímamót. Innan hennar er fyrsta flug- stefna sem gerð hefur verið á landinu þótt flug á Íslandi hafi átt aldarafmæli á síðasta ári. Eitt af stóru málunum er að í haust hefur það sem í daglegu tali hefur verið nefnt „skoska leiðin“ göngu sína. Í henni felst að ríkið mun greiða niður hluta af flugfargjaldi þeirra sem búa á landsbyggðinni. Það er mikið réttlætis- mál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslur á ferðum sín- um með flugi. Þetta er mikilvægt skref í því að jafna aðstöðumun þeirra sem búa annar staðar en á suðvesturhorninu. Greiðar og góðar samgöngur fyrir alla ferðamáta Innan samgönguáætlunar er einnig sérstök áætlun um almennings- samgöngur milli landshluta. Þar er líka mikil áhersla á uppbyggingu, göngu- og hjólastíga og reiðvega. Er því mikil áhersla lögð á alla fararmáta til að mæta kröfum sem flestra um greiðar og góðar samgöngur. Samvinnuverkefni flýta framförum Samhliða samgönguáætlun voru líka samþykkt lög um samvinnuverk- efni í samgöngum sem byggja á Hval- fjarðargangamódelinu. Þau verkefni sem falla undir löggjöfina eru ný brú yfir Ölfusá ofan Selfoss, láglendisvegur og göng í gegnum Reynisfjall, ný brú yfir Hornafjarð- arfljót, nýr vegur yfir Öxi, önnur göng undir Hval- fjörð og hin langþráða Sundabraut. Allt eru þetta verkefni sem fela í sér verulega styttingu leiða og aukið öryggi en þeir sem vilja ekki nýta sér þessi mannvirki geta áfram farið gömlu leiðina en munu þá verða af þeim ávinningi, fjárhagslegum og varðandi öryggi. Rafvæðing ferja og hafna Á síðasta ári urðu þau tímamót að nýr Herjólfur hóf siglingar milli Eyja og lands. Ekki er síst ánægjulegt að ferjan er knúin rafmagni, svokölluð tvinn-ferja. Áfram verður hlúð að al- menningssamgöngum með ferjum. Mikil fjárfesting verður í höfnum víða um land og áhersla lögð á að búa þær búnaði til að skip geti tengst rafmagni til að vinna gegn óþarfa útblæstri. Tímamót í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu Að síðustu vil ég nefna að með sam- gönguáætlun og samþykkt laga um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða höfuðborgarsvæð- isins er stigið stærsta skref sem stigið hefur verið í uppbyggingu á höfuð- borgarsvæðinu. Eru þær fram- kvæmdir byggðar á samgöngusátt- mála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritað- ur var í fyrra. Með honum var höggvið á þann hnút sem hefur verið í sam- skiptum ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og komið hafði í veg fyrir alvöruuppbyggingu á svæð- inu. Sáttmálinn markar tímamót sem mun skila sér í greiðari samgöngum, hvort sem litið er á fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur eða gangandi og hjólandi umferð. Ég bið alla um að fara varlega í um- ferðinni í sumar og sýna tillit þeim fjölmörgu sem vinna við uppbyggingu og endurbætur á vegunum. Góða ferð á íslensku ferðasumri. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson »Aldrei áður hefur jafn- miklum fjármunum verið varið til samgangna og gert er í þessari áætlun sem á eftir að skila sér í öruggari og greiðari um- ferð um allt land. Sigurður Ingi Jóhannsson Stóra stökkið í samgöngum Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra og formaður Framsóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.