Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 44

Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Í byrjun sumars var í fyrsta skipti hér á landi boðið upp á sérvalið skagfirskt nauta- kjöt af galloway- og limosin-kyni. Við- brögðin létu ekki á sér standa og muna for- svarsmenn Hagkaups, þar sem kjötið var selt, ekki eftir viðlíka viðtökum. Von er á nýrri sendingu innan skamms og að sögn Sigurðar Reynaldssonar, fram- kvæmdastjóra Hagkaups, hangir kjötið núna til að það verði meyrt og mjúkt. Hins vegar hafi verið ákveðið að nota hluta afurðanna í hakk. „Það er yfirleitt ákveðinn hluti sem fer í hakk en við ákváðum að setja stærri hluta og bjóða upp á hakk í gæðum sem hefur ekki áður verið boðið upp á hérlendis. Kjötið hefur aldrei verið fryst en fólk áttar sig kannski ekki á því en algengt er að kjöt- afurðir hafi þurft að þola frost. Þetta er því dálítið sögulegt verður að segjast,“ segir Sigurður en boðið verður upp á hakkið nú um helgina í verslunum Hagkaups og verður bæði hægt að fá hakkið í ferskt í 500 gr. pakkningum og hins vegar í tilbúnum 120 gr. Smash Style-hamborgurum. Að sögn Sigurðar er mikil eftirvænting hjá Hagkaup með kjötið enda breytir það töluvert miklu fyrir íslenska nautgriparækt að geta boðið upp á afurðir í þessum gæða- flokki. Hamborgarar af gallo- way- og limosin-kyni Hvalreki fyrir matgæðinga Það er ekki oft sem ófryst úrvalskjöt er fáanlegt í verslunum. Þó að við séum í tjaldútilegu eða gönguferð með allt á bakinu er óþarfi að borða bara flat- kökur með hangikjöti þótt þær séu vissulega góðar. Það getur verið gaman að takast á við matreiðslu í útilegunni. Þá er mikilvægt að undirbúa sig vel, taka með rétta hráefnið, eiga uppskrift og góðan ferðaeldunarbúnað. 1-2 tsk. ólífuolía 1 pakki steikt hrísgrjón fyrir örbylgju 1 egg 1 bolli foreldaður kjúklingur 1 bolli stir fry-sósa 1 bolli þurrkað grænmeti ¼ bolli vatn Aðferð:  Hitið olíuna á ferðapönnunni  Bætið við hrísgrjónunum og brúnið í 3-5 mín.  Gerið holu í miðja hrísgrjónahrúguna  Brjótið egg og eldið saman við hrísgrjónin  Bætið á pönnuna kjúklingi, sósu og græn- meti  Sjóðið niður meðan hrært er í blöndunni  Bætið vatninu við og sjóðið þar til græn- metið er mjúkt  Saltið og piprið eftir smekk.  Njótið Ljósmynd/Jetboil Eldum alls staðar Eldunarbúnaður í útilegur er góð fjárfesting fyrir útivistargarpa enda enginn sem segir að maður geti ekki eldað hvar sem er. Hér má sjá ferðapönnur frá Jetboil. Tjaldbúðasteikt hrís- grjón með kjúklingi Væntanleg er í verslanir ný íslensk vara sem kallast „fish & chips“ og er tilbrigði við einn vinsælasta rétt heims. Um er að ræða þurrkaðan fisk og kartöfluflögur þar sem hollustan er sett í fyrirrúm en hver poki inni- heldur 100 grömm, þar af 27 grömm af próteini. Það er íslenska matvælafyrirtækið Bifröst Foods sem stendur að baki vörunni sem hefur verið að fá af- bragðsviðtökur hjá prufuhópum og sögð er henta vel sem heilsusnakk í útileguna, í nesti fyrir krakka, í bak- pokann fyrir göngu eða hjólaferðir. „Harðfiskurinn er sannkölluð of- urfæða, það vita Íslendingar og As- íubúar best. Hann inniheldur stein- efni, vítamín og Omega-3-fitusýrur en auðvitað er það staðreyndin að hann er 84% prótein sem gerir hann eft- irsóknarverðan í svona skyndimáltíð. Kartöflurnar gefa svo kolvetni á móti fisknum, auk þess að innihalda mikið af vítamínum. Fiskur og kartöflur er einfaldlega frábær máltíð, og það að geta sett saman svona mikla nær- ingu, heila máltíð, sem vegur aðeins 100 grömm er kjörið fyrir svo marga á ólíkum forsendum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Bifröst Foods. Heilsusnakkið er væntanlegt í verslanir í sumar. Spennandi nýjung Ef marka má viðtökur þeirra sem hafa prófað vöruna er um að ræða spennandi nýjan valkost fyrir neytendur. Nýtt íslenskt heilsusnakk www.danco.is Heildsöludreifing yrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali Kynntu þér málið og pantaðu á vefverslun okkar www.danco.is Kútar S ndlau Sundboltar 120x120x87 cm Fótbolta- æfingasett Vatnsblöðrur Hoppubolt 50 cm Fötusett

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.