Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Í byrjun sumars var í fyrsta skipti hér á landi boðið upp á sérvalið skagfirskt nauta- kjöt af galloway- og limosin-kyni. Við- brögðin létu ekki á sér standa og muna for- svarsmenn Hagkaups, þar sem kjötið var selt, ekki eftir viðlíka viðtökum. Von er á nýrri sendingu innan skamms og að sögn Sigurðar Reynaldssonar, fram- kvæmdastjóra Hagkaups, hangir kjötið núna til að það verði meyrt og mjúkt. Hins vegar hafi verið ákveðið að nota hluta afurðanna í hakk. „Það er yfirleitt ákveðinn hluti sem fer í hakk en við ákváðum að setja stærri hluta og bjóða upp á hakk í gæðum sem hefur ekki áður verið boðið upp á hérlendis. Kjötið hefur aldrei verið fryst en fólk áttar sig kannski ekki á því en algengt er að kjöt- afurðir hafi þurft að þola frost. Þetta er því dálítið sögulegt verður að segjast,“ segir Sigurður en boðið verður upp á hakkið nú um helgina í verslunum Hagkaups og verður bæði hægt að fá hakkið í ferskt í 500 gr. pakkningum og hins vegar í tilbúnum 120 gr. Smash Style-hamborgurum. Að sögn Sigurðar er mikil eftirvænting hjá Hagkaup með kjötið enda breytir það töluvert miklu fyrir íslenska nautgriparækt að geta boðið upp á afurðir í þessum gæða- flokki. Hamborgarar af gallo- way- og limosin-kyni Hvalreki fyrir matgæðinga Það er ekki oft sem ófryst úrvalskjöt er fáanlegt í verslunum. Þó að við séum í tjaldútilegu eða gönguferð með allt á bakinu er óþarfi að borða bara flat- kökur með hangikjöti þótt þær séu vissulega góðar. Það getur verið gaman að takast á við matreiðslu í útilegunni. Þá er mikilvægt að undirbúa sig vel, taka með rétta hráefnið, eiga uppskrift og góðan ferðaeldunarbúnað. 1-2 tsk. ólífuolía 1 pakki steikt hrísgrjón fyrir örbylgju 1 egg 1 bolli foreldaður kjúklingur 1 bolli stir fry-sósa 1 bolli þurrkað grænmeti ¼ bolli vatn Aðferð:  Hitið olíuna á ferðapönnunni  Bætið við hrísgrjónunum og brúnið í 3-5 mín.  Gerið holu í miðja hrísgrjónahrúguna  Brjótið egg og eldið saman við hrísgrjónin  Bætið á pönnuna kjúklingi, sósu og græn- meti  Sjóðið niður meðan hrært er í blöndunni  Bætið vatninu við og sjóðið þar til græn- metið er mjúkt  Saltið og piprið eftir smekk.  Njótið Ljósmynd/Jetboil Eldum alls staðar Eldunarbúnaður í útilegur er góð fjárfesting fyrir útivistargarpa enda enginn sem segir að maður geti ekki eldað hvar sem er. Hér má sjá ferðapönnur frá Jetboil. Tjaldbúðasteikt hrís- grjón með kjúklingi Væntanleg er í verslanir ný íslensk vara sem kallast „fish & chips“ og er tilbrigði við einn vinsælasta rétt heims. Um er að ræða þurrkaðan fisk og kartöfluflögur þar sem hollustan er sett í fyrirrúm en hver poki inni- heldur 100 grömm, þar af 27 grömm af próteini. Það er íslenska matvælafyrirtækið Bifröst Foods sem stendur að baki vörunni sem hefur verið að fá af- bragðsviðtökur hjá prufuhópum og sögð er henta vel sem heilsusnakk í útileguna, í nesti fyrir krakka, í bak- pokann fyrir göngu eða hjólaferðir. „Harðfiskurinn er sannkölluð of- urfæða, það vita Íslendingar og As- íubúar best. Hann inniheldur stein- efni, vítamín og Omega-3-fitusýrur en auðvitað er það staðreyndin að hann er 84% prótein sem gerir hann eft- irsóknarverðan í svona skyndimáltíð. Kartöflurnar gefa svo kolvetni á móti fisknum, auk þess að innihalda mikið af vítamínum. Fiskur og kartöflur er einfaldlega frábær máltíð, og það að geta sett saman svona mikla nær- ingu, heila máltíð, sem vegur aðeins 100 grömm er kjörið fyrir svo marga á ólíkum forsendum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Bifröst Foods. Heilsusnakkið er væntanlegt í verslanir í sumar. Spennandi nýjung Ef marka má viðtökur þeirra sem hafa prófað vöruna er um að ræða spennandi nýjan valkost fyrir neytendur. Nýtt íslenskt heilsusnakk www.danco.is Heildsöludreifing yrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali Kynntu þér málið og pantaðu á vefverslun okkar www.danco.is Kútar S ndlau Sundboltar 120x120x87 cm Fótbolta- æfingasett Vatnsblöðrur Hoppubolt 50 cm Fötusett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.