Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Sólarrafhlöður
Rafgeymar í húsbíla og hjólhýsi
fyrir ferðalagið í sumar
Startaðu ferðasumrinu
með
Veldu
öruggt
start með
TUDOR
Pakkarnir innihalda:
125w sólarrafhlöðu m/festingum, 5m kapal,
stjórnstöð 10A
185w sólarrafhlöðu, m/festingum, 5m kapal,
stjórnstöð 20A
SUMARTILBOÐ
fyrir húsbíla og hjólhýsi
TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga kl. 8.15-17.30
TUDOR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hin árlega Skötumessa verður í
Gerðaskóla í Garði í Suðurnesjabæ
miðvikudaginn 22. júlí kl. 19.00. Þar
verður boðið upp á hlaðborð af
kæstri skötu, saltfiski, plokkfiski og
tilheyrandi meðlæti. Að venju verða
fjölbreytt skemmtiatriði og ræðu-
maður kvöldsins er Örvar Þór
Kristjánsson uppistandari.
Skötumessan er áhugamanna-
félag um velferð fatlaðra. Allir sem
koma að viðburðinum gefa vinnu
sína og er innkomunni varið til mál-
efna fatlaðra á Suðurnesjum og til
að styðja við fólk í erfiðleikum.
Styrkjunum er útdeilt á Skötumess-
unni. Helstu stuðningsaðilar eru
Fiskmarkaður Suðurnesja, Skóla-
matur ehf., Icelandair Cargo,
Suðurnesjabær, Veitingahúsið
Laugaás o.fl.
„Við gerðum samning fyrir
nokkrum árum við Skötumessuna
um að styðja við góðgerðamál hér á
Suðurnesjum,“ sagði Gunnar Már
Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri
Icelandair Cargo. „Við stöndum við
þá samninga sem við höfum gert en
erum ekki í aðstöðu nú til að gera
nýja styrktarsamninga.“ Hann
sagði að ákveðið hefði verið að Ice-
landair Cargo styrkti tiltekið verk-
efni.
„Pabbi minn er kennari og hann
sagði mér hvað það væri erfitt þeg-
ar börn hefðu ekki efni á að kaupa
sér mat í skólanum. Þá kom upp sú
hugmynd að við myndum gefa
ákveðinn fjölda skólamáltíða á ári.
Axel Jónssyni hjá Skólamat ehf.
leist svo vel á verkefnið að hann
ákvað að gefa helmingsafslátt af
þessum máltíðum,“ sagði Gunnar.
Skólamáltíðirnar skipta nú orðið
mörgum þúsundum.
Félagsþjónusta er nú farin að
hlaupa undir bagga þegar grunn-
skólabörn eiga ekki fyrir skólamat.
Því á nú að styðja nemendur í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja sem hafa
ekki efni á að fá sér að borða í skól-
anum. Talið er að 80-100 nemendur
verði í þeirri stöðu í vetur.
„Eins og ástandið er, sérstaklega
hér á Suðurnesjum, er þörfin enn
meiri en ella. Því miður. Þetta er
samfélagslega mikilvægt verkefni
og sérstaklega nú þegar það eru
erfiðir tímar fram undan, ekki síst
hjá mörgu af okkar ágæta starfs-
fólki. Það stendur okkur nærri að
gera það sem við getum,“ sagði
Gunnar.
Ásmundur Friðriksson, alþingis-
maður og helsti frumkvöðull Skötu-
messunnar, sagði að stuðningur sem
Skötumessan fengi og deildi svo út
til góðra málefna skipti miklu fyrir
samfélagið á Suðurnesjum. „Við
ætlum að einbeita okkur að því nú
að styðja verkefni sem snúa að fötl-
uðum og eins að fjölskyldum sem
eru í þörf fyrir stuðning af ýmsum
ástæðum,“ sagði Ásmundur. Meðal
annars á að styðja tómstundastarf
fyrir heyrnarskert börn og unglinga
á Suðurnesjum. Auk þess er stefnt
að því að bjóða skjólstæðingum
geðræktarstöðvarinnar Bjark-
arinnar á Suðurnesjum í dagsferð.
Aðsókn að Skötumessunni fór
langt fram úr áætlun í fyrra og því
er fjöldi aðgöngumiða í forsölu nú
takmarkaður við 400 miða. Miða-
verð er 5.000 kr. á mann og hægt að
greiða inn á reikning Skötumess-
unnar og framvísa kvittun. Reikn-
ingsnúmerið er 0142-05-70506, kt.
580711-0650.
Þjóðleg veisla og góð málefni studd
Skötumessan í Gerðaskóla í Suðurnesjabæ er árlegur viðburður Fjölbreytt skemmtiatriði
Stutt við fatlað fólk og þau sem standa höllum fæti Allir sem koma að messunni gefa vinnu sína
Morgunblaðið/GE
Skötumessa Fjöldi fólks kemur saman í Gerðaskóla á hverju sumri til að gæða sér á kæstri skötu, saltfiski, plokk-
fiski og tilheyrandi meðlæti. Tekjurnar renna óskertar til góðgerðarmála. Næsta skötumessa er 22. júlí kl. 19.
Gunnar Már
Sigurfinnsson
Ásmundur
Friðriksson