Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Sólarrafhlöður Rafgeymar í húsbíla og hjólhýsi fyrir ferðalagið í sumar Startaðu ferðasumrinu með Veldu öruggt start með TUDOR Pakkarnir innihalda: 125w sólarrafhlöðu m/festingum, 5m kapal, stjórnstöð 10A 185w sólarrafhlöðu, m/festingum, 5m kapal, stjórnstöð 20A SUMARTILBOÐ fyrir húsbíla og hjólhýsi TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga kl. 8.15-17.30 TUDOR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hin árlega Skötumessa verður í Gerðaskóla í Garði í Suðurnesjabæ miðvikudaginn 22. júlí kl. 19.00. Þar verður boðið upp á hlaðborð af kæstri skötu, saltfiski, plokkfiski og tilheyrandi meðlæti. Að venju verða fjölbreytt skemmtiatriði og ræðu- maður kvöldsins er Örvar Þór Kristjánsson uppistandari. Skötumessan er áhugamanna- félag um velferð fatlaðra. Allir sem koma að viðburðinum gefa vinnu sína og er innkomunni varið til mál- efna fatlaðra á Suðurnesjum og til að styðja við fólk í erfiðleikum. Styrkjunum er útdeilt á Skötumess- unni. Helstu stuðningsaðilar eru Fiskmarkaður Suðurnesja, Skóla- matur ehf., Icelandair Cargo, Suðurnesjabær, Veitingahúsið Laugaás o.fl. „Við gerðum samning fyrir nokkrum árum við Skötumessuna um að styðja við góðgerðamál hér á Suðurnesjum,“ sagði Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. „Við stöndum við þá samninga sem við höfum gert en erum ekki í aðstöðu nú til að gera nýja styrktarsamninga.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið að Ice- landair Cargo styrkti tiltekið verk- efni. „Pabbi minn er kennari og hann sagði mér hvað það væri erfitt þeg- ar börn hefðu ekki efni á að kaupa sér mat í skólanum. Þá kom upp sú hugmynd að við myndum gefa ákveðinn fjölda skólamáltíða á ári. Axel Jónssyni hjá Skólamat ehf. leist svo vel á verkefnið að hann ákvað að gefa helmingsafslátt af þessum máltíðum,“ sagði Gunnar. Skólamáltíðirnar skipta nú orðið mörgum þúsundum. Félagsþjónusta er nú farin að hlaupa undir bagga þegar grunn- skólabörn eiga ekki fyrir skólamat. Því á nú að styðja nemendur í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja sem hafa ekki efni á að fá sér að borða í skól- anum. Talið er að 80-100 nemendur verði í þeirri stöðu í vetur. „Eins og ástandið er, sérstaklega hér á Suðurnesjum, er þörfin enn meiri en ella. Því miður. Þetta er samfélagslega mikilvægt verkefni og sérstaklega nú þegar það eru erfiðir tímar fram undan, ekki síst hjá mörgu af okkar ágæta starfs- fólki. Það stendur okkur nærri að gera það sem við getum,“ sagði Gunnar. Ásmundur Friðriksson, alþingis- maður og helsti frumkvöðull Skötu- messunnar, sagði að stuðningur sem Skötumessan fengi og deildi svo út til góðra málefna skipti miklu fyrir samfélagið á Suðurnesjum. „Við ætlum að einbeita okkur að því nú að styðja verkefni sem snúa að fötl- uðum og eins að fjölskyldum sem eru í þörf fyrir stuðning af ýmsum ástæðum,“ sagði Ásmundur. Meðal annars á að styðja tómstundastarf fyrir heyrnarskert börn og unglinga á Suðurnesjum. Auk þess er stefnt að því að bjóða skjólstæðingum geðræktarstöðvarinnar Bjark- arinnar á Suðurnesjum í dagsferð. Aðsókn að Skötumessunni fór langt fram úr áætlun í fyrra og því er fjöldi aðgöngumiða í forsölu nú takmarkaður við 400 miða. Miða- verð er 5.000 kr. á mann og hægt að greiða inn á reikning Skötumess- unnar og framvísa kvittun. Reikn- ingsnúmerið er 0142-05-70506, kt. 580711-0650. Þjóðleg veisla og góð málefni studd  Skötumessan í Gerðaskóla í Suðurnesjabæ er árlegur viðburður  Fjölbreytt skemmtiatriði  Stutt við fatlað fólk og þau sem standa höllum fæti  Allir sem koma að messunni gefa vinnu sína Morgunblaðið/GE Skötumessa Fjöldi fólks kemur saman í Gerðaskóla á hverju sumri til að gæða sér á kæstri skötu, saltfiski, plokk- fiski og tilheyrandi meðlæti. Tekjurnar renna óskertar til góðgerðarmála. Næsta skötumessa er 22. júlí kl. 19. Gunnar Már Sigurfinnsson Ásmundur Friðriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.