Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 64
Útsala ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - Sunnudaga 12-18 2. júlí - 10. ágúst CLEVELAND SÓFI. 3ja sæta. Dökkgrátt velúr áklæði. Krómfætur. L208 cm. 99.900 kr.NÚ 69.930 kr. SPARAÐU 29.970 kr. RIA SÓFI. 2ja sæta. Vic copper velúr áklæði. L152 cm. 89.900 kr.NÚ 67.900 kr. SPARAÐU 22.000 kr. SQUARE SÓFABORÐ. Svartur steinn. 40x40 cm. 19.900 kr. NÚ 13.900 kr. SPARAÐU 6.000 kr. PRATO STÓLL. Brúnt PU leðurlíki. 29.900 kr.NÚ 19.900 kr. SPARAÐU 10.000 kr. MALLORCA SKÁPUR. 2x2 hurðir. 107x35x190 cm. 219.900 kr. NÚ 152.900 kr. SPARAÐU 67.000 kr. 30% 33% 24% Hið rómaða leikrit Ionescos, Nashyrningarnir, verður jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu, í uppfærslu sem sögð er verða fersk og fjörug, og meðal leikara eru Guðjón Davíð Karlsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Thors, Edda Arnljótsdóttir og Pálmi Gestsson. Nashyrningarnir er eitt þekktasta afsprengi absúrd- leikhússins og hefur verið með vinsælustu evrópsku leikhúsverkum, allt síðan það var frumsýnt árið 1959 en hér á landi var það fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu 1961. Nashyrningarnir í leikstjórn Bene- dikts jólasýning Þjóðleikhússins FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 198. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknatt- leik, hefur samið við þýska A-deildarfélagið Fraport Skyliners frá Frankfurt til eins árs. Jón hefur leikið með háskólaliði Davidson í Bandaríkjunum undanfarin fjög- ur ár og vakið athygli víðs vegar um Evrópu fyrir glæsi- lega frammistöðu. Jón ráðfærði sig við Martin Hermannsson, liðsfélaga sinn hjá landsliðinu, áður en hann skrifaði undir við Fraport, en Martin hefur verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar undanfarin tvö ár með Alba Berlín. »57 Jón Axel búinn að semja við Fraport Skyliners í þýsku A-deildinni ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hef unnið hér í fimmtán ár og þetta hefur aldrei verið svona áður,“ segir Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra Smámunasafnsins í Eyja- fjarðarsveit, og á þá við aukinn fjölda gesta sem heimsótt hafa safnið í sumar. „Covid hefur haft þessi jákvæðu áhrif að miklu fleiri gestir heimsækja nú safnið en áður. Þetta eru allt Ís- lendingar, sem er líka óvenjulegt, að- eins einn útlendingur hefur komið hingað frá því í vor og hann kom með Íslendingum,“ segir Sigríður Rósa og bætir við að þau haldi skrá yfir hversu margir koma og hverrar þjóðar þeir eru. Þjóðverjar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa verið fjölmenn- astir meðal erlendu gestanna. „Núna er opið aðeins í fjóra tíma á dag, frá eitt til fimm, en í dag komu 65 manns á safnið og 26 voru í vöfflu- kaffi, sem er mjög gott. Yfirleitt vor- um við að fá sjö til fimmtán manns á dag áður en covid skall á,“ segir Sig- ríður Rósa og bætir við að þau bjóði gestum upp á leiðsögn um safnið svo fólk fái meira út úr heimsókninni. „Ég held að það spili mest inn í þessa aukningu gesta að nú eru miklu fleiri Íslendingar að ferðast innan- lands en áður af því þeir komast ekki til útlanda. Eflaust hefur það líka áhrif á að fólk geri sér ferð hingað að við auglýsum meira en áður. Ég tek eftir að gestir safnsins eru líka rólegri en áður var, fólk kemur hingað og staldrar við í klukkutíma eða meira og er ekki að flýta sér. Fólk er meira í því að njóta, sem er mesta breytingin sem ég sé, en líka að flestir gestirnir eru nýir, ekki fastakúnnar.“ Sigríður Rósa hefur verið að reyna að sjá jákvæðu hliðarnar á covid í stóra samhenginu. „Ég hef verið mikið í sambandi við fólk í útlöndum núna á þessum óvenjulegu tímum og við erum rosa- lega heppin hér á Íslandi miðað við marga í öðrum löndum. Covid hefur líka kennt okkur að við mannfólkið þurfum að hægja aðeins á okkur, líka við Íslendingar.“ Aldrei fleiri gestir en nú á covid-sumri Safnstýra Sigríður Rósa inni á Smámunasafninu í Eyjafirði.  Aðeins einn útlendingur komið á Smámunasafnið frá í vor Smámunasafnið er í Sólgarði í Eyja- fjarðarsveit og geymir hluti úr safni Sverris Hermannssonar húsa- smíðameistara. Hann safnaði öllu milli himins og jarðar og er safnið í senn minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn, lyklasafn og meira til. Sverrir fór aldrei leynt með söfnunaráhuga sinn og í gegn- um líf sitt og starf við að gera upp gömul hús og kirkjur hafði hann safnað allt að þúsund hlutum hvert ár, í heil fimmtíu ár. Smámunasafn- ið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Hversdagslegir hlutir eru þar mitt á meðal afar óhefðbundinna hluta (af: esveit.is/smamunasafnid). „Þetta er safnið hans Sverris, hlutir frá honum, en við höfum líka tekið við nokkrum munum til varð- veislu, ef það er eitthvað sérstakt sem er ekki til hér og tengist beint í sveitina,“ segir Sigríður Rósa og bætir við að nú séu tveir prófess- orar í safnafræði að skrifa bók um safnið, Sigurjón B. Hafsteinsson við HÍ og John Bodinger frá Bandaríkj- unum. Safnaði þúsund hlutum hvert ár SVERRIR SAFNAÐI ÖLLU MILLI HIMINS OG JARÐAR Morgunblaðið/GSH Alls konar Það kennir ýmissa grasa á safni Sverris Hermannssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.