Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  166. tölublað  108. árgangur  ÓDÝRT OG GOTT Í NÆSTU VERSLUN NETTÓ! Kjúklingalundir 700 gr 989KR/PK ÁÐUR: 1.799 KR/PK Appelsínur 175KR/KG ÁÐUR: 349 KR/KG Folaldagrillsteik Smjörlegin 1.899KR/KG ÁÐUR: 3.798 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 16. - 19. júlí -50% -45% -50% FJÖLDI SAFARÍKRA SUMARRÉTTA ÆVINTÝRALEG MÁLVERK TJÁIR SIG OPINSKÁTT UM ÞUNGLYNDI SÝNING Á KLEIFUM 58 JÓNA HEIÐDÍS 12GRILLBLAÐIÐ 8 SÍÐUR  Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom smituð heim frá Bandaríkjunum 17. júní, en greindist smitlaus í skim- un við landamærin. Grunlaus um smitið spilaði hún tvo knattspyrnu- leiki, fór í tvær útskriftarveislur og naut lífsins í faðmi fjölskyldu og vina, nýkomin heim úr fjögurra ára há- skólanámi í Bandaríkjunum. Hana óraði þá ekki fyrir því að brátt yrði nafn hennar á allra vörum í tengslum við fyrsta innanlandssmit kórónu- veirunnar á Íslandi svo mánuðum skipti. Eftir símtal frá Bandaríkj- unum um að vinkona hennar væri smituð fór hún í skimun og fékk óvænt jákvæða niðurstöðu á fimmtu- deginum. Rétt eftir að niðurstaðan barst fékk hún skilaboð frá vini: „Ert þú með COVID-19?“ Nafn hennar var komið á forsíðu fotbolta.net, ásamt mynd. „Íslandsmótið í upp- námi?“ stóð í fyrirsögn. Andrea brotnaði saman, eins og hún lýsir í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið. »6 Morgunblaðið/Árni Sæberg COVID-19 Andrea greindist ekki í sýnatöku og taldi því óhætt að taka þátt í samfélaginu. Brotnaði niður þegar hún var nafngreind  Kórónuveiran kemur ekki í veg fyrir að sextíu nemendur á vegum fyrirtækisins Soccer & Education USA haldi til Bandaríkjanna í haust í nám. Fyrirtækið var stofnað árið 2015 og hefur frá þeim tíma hjálpað til við að útvega styrki fyrir ungt knattspyrnufólk í háskólanám í Bandaríkjunum. Nemur samanlögð upphæð styrkjanna með þeim nem- endum sem halda út í haust 3,5 milljörðum króna. Að sögn Brynjars Benedikts- sonar, annars stofnenda fyrir- tækisins, veigra nemendur sér ekki við að halda vestur um haf þrátt fyrir vöxt faraldursins þar í landi en auðvitað hafi einhverjir áhyggj- ur. „Krakkarnir munu búa á heima- vist og eru í öruggu og afmörkuðu umhverfi enda ná skólastjórnendur að stýra umferðinni þar,“ segir Brynjar. »33 60 leikmenn á leið til Bandaríkjanna Danir, Norðmenn, Finnar og Þjóðverjar geta frá og með deginum í dag komið inn í landið án tillits til heilsufars. Þeir bætast við Grænlendinga og Færeyinga, en þau lönd voru þegar talin áhættulítil svæði með tilliti til kórónuveirunnar. Nú þurfa þessir hópar hvorki að fara í sóttkví við kom- una til landsins né í sýnatöku til að sleppa við sóttkvína, eins og verið hefur. Sóttvarnalæknir boðaði þessa breytingu fyrir aðeins tveimur dögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spyrja hvorki kóng né prest né sóttvarnalækni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir veikingu krónunnar síðustu daga munu styðja greinina. Jafnframt hafi sala umfram spár frestað gjaldþrotum í greininni. Nú sé útlit fyrir að „mikil gjaldþrota- hrina“ sé enn ekki hafin. „Það er aðeins byrjað. En fyrir- tækin eru líka byrjuð að nýta sér greiðsluskjólsleiðina. Það náttúrlega frestar vandanum,“ segir Jóhannes Þór. Að sama skapi sé ekki mikið um það enn þá að fyrirtæki í greininni séu að sameinast. „Ég held að við sjáum ekki þessa þróun fyrr en í haust,“ segir hann. Þá muni skýrast hvort mörg fyrir- tækjanna séu á vetur setjandi. Breytt skimun fagnaðarefni Jóhannes Þór segir kostnaðinn við Íslandsferð ekki úrslitaatriði. Hindr- anir, á borð við skimun, geti haft mikið að segja. Það muni því örva eftirspurn að hætt hafi verið að skima farþega frá fjórum löndum. „Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á þýska markaðinn að skimun hafi verið hætt. Það mun klárlega hafa þau áhrif að færri munu afbóka ferð- ir til Íslands,“ segir Jóhannes Þór. Þurfa veikari krónu Evran kostar nú um 160 krónur. Spurður hvort gengið þurfi að vera á þessum slóðum, svo ferða- þjónustan eigi sér viðreisnar von, segir Jóhannes Þór að „raunsætt á litið þurfi gengið að vera að minnsta kosti heldur veikara en það hefur verið undanfarin ár“. »6 & 32 Líflína fyrir fyrirtækin  Sala umfram spár frestar gjaldþrotum í ferðaþjónustu  SAF vill veikari krónu Gengi evru gagnvart krónu frá 1. júní 1. júní 15. júlí 2020 160 154 148 160,0 150,8 Heimild: Seðlabanki Íslands/mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.