Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
stakur vinur og öryggisventill.
Ingólfur gleymdi því aldrei.
Seinna þegar amma hans veikt-
ist bjó hann hjá henni svo hún
gæti verið lengur heima. Það
finnst mér lýsa Ingólfi mínum
vel.
Ingólfi þótti vænt um mömmu
sína og fjölskylduna alla. Honum
var mjög annt um velferð syst-
kina sinna en ég held að það sé
ekki á neinn hallað þótt ég segi
að samband Ingólfs og Huldu
systur hans hafi verið einstakt.
Þau voru miklir vinir og reynd-
ust hvort öðru stoð og stytta frá
fyrstu tíð og þar til yfir lauk.
Ég hef fylgst með veru Ing-
ólfs og námi á Hvanneyri und-
anfarin ár. Í maílok fékk ég sms
frá honum og hringdi strax. –
Ingólfur var glaður, útskriftin
var á næsta leiti, það var vor í
lofti og bjart fram undan. Hann
hafði fengið níu fyrir BS-verk-
efnið sitt sem hann tileinkaði
ömmu sinni. Hann hélt að hún
hefði kunnað að meta það. –
Hann sótti um og fékk inni í átta
manna samnorrænu meistara-
námsteymi og svo var hann að
fara að kenna sumarkúrs á
Hvanneyri með kennara sem
hann mat mikils. – Samtalið var
langt og gott. Nú er það orðin
dýrmæt minning um „lítinn
frænda“ og kæran vin.
Elsku fjölskylda, ég sam-
hryggist ykkur öllum, ykkar
Brynja.
Elsku Ingólfur frændi.
Það var svo gaman þegar þú
komst til Bandaríkjanna að hitta
okkur. Eins og þegar þú komst
til okkar og við fundum pöddur í
húsinu og þurftum að taka allt í
gegn. Þegar meindýraeyðarnir
komu til að eyða pöddunum úr
húsinu þá vissir þú miklu meira
um þær heldur en þeir og frædd-
ir okkur. Á meðan meindýraeyð-
arnir voru að laga húsið þá fór-
um við á Lake Murray Dam og
það var rosa gaman. Svo líka
þegar þú varst að kenna mér að
teikna, mála og blanda litum
saman. Ég á eftir að sakna þín
rosa mikið.
Þín frænka,
Rebekka Klara.
Síminn hringir, hinum megin
á línunni ert þú, í miklu upp-
námi: „Veistu hvað?“ … „Kisa
borðaði kóngulóna sem kom í
heimsókn til mín!“
– Mér var nú skapi næst að
skella á þig hlæjandi því þessi
ást þín á skordýrum átti ekki
upp á pallborðið hjá mörgum.
Það voru ekki bara skordýr,
heldur líka plöntur, náttúran,
heimurinn, hið yfirnáttúrulega
og óskiljanlega og margt annað
sem átti hug þinn allan.
Að ógleymdri fjölskyldunni
þinni sem þú elskaðir svo mikið.
Þú eldaðir ekki kjúkling í mat-
inn, það þurfti að vera lyng-
hæna.
Þú hrósaðir ekki bara heldur
fóru hrósin beint í hjartastað þar
sem þau hlýjuðu og bræddu
mann.
Þú mundir alltaf allt, þú tal-
aðir svo fallega um fólkið þitt, þú
hlustaðir, studdir og hvattir.
Þú lést mig ekki bara hlæja
heldur enduðum við oftast garg-
andi með hjartaverk af gleði yfir
bullinu í sjálfum okkur.
Það hefur verið svo yndislegt
að eiga þig að sem vin í öll þessi
ár, í okkar samtölum opnuðust
allar flóðgáttir, hugmyndaflugið
fór á fleygiferð, óheft flæði,
hugsanir, tilfinningar, allar pæl-
ingar heimsins. Það voru engin
takmörk. Í hverju einasta símtali
og samtali urðum við að þvinga
okkur til að hætta því upp-
sprettan var endalaus en tíminn
ekki.
Óskandi væri að við hefðum
haft miklu meiri tíma.
Verkurinn sem fylgir því að
þurfa að kveðja þig núna er svo
óendanlega sár.
Takk fyrir allt, takk fyrir að
vera þú og vera alltaf til staðar.
Ég sakna þín svo mikið elsku
besti vinur minn.
Þórunn Ella Hauksdóttir.
Í dag fylgjum við til grafar
Jónasi Ingólfi Gunnarssyni Löv-
dal, hæfileikaríkum ungum
manni sem var aðeins 37 ára
þegar hann lést. Á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní áttum við Ragn-
heiður og Svana systir hennar
ánægjulega dagstund með hon-
um á veitingastaðnum Munaðar-
nesi í blíðskapar veðri. Hann var
nýútskrifaður sem Landslags-
arkítekt frá Landbúnaðar-
háskólanum á Hvanneyri og
hlaut viðurkenningu fyrir loka-
verkefnið sem þótti mjög áhuga-
vert. Jónas Ingólfur sagði okkur
frá fyrirætlunum sínum um
framtíðina. Þær virtust settar
fram af bjartsýni og metnaði. Á
þessari ánægjustundu í Munað-
arnesi var ekki hægt að greina
neitt í fari hans sem væri að
angra huga hans. En þegar við
kvöddust fannst mér ég skynja
visst öryggisleysi í handtakinu
og hafði orð á því við konu mína.
Ljósmyndir frá þessum degi eru
nú ómetanlegar. Tæpum hálfum
mánuði síðar finnst hann látinn í
rúmi sínu. En hvað lífið getur
verið miskunnarlaust. Bjartsýni
og gleði getur á svipstundu
breyst í svartnætti. Svartnættið
batt enda á líf hans og lausnin
virtist sú eina að yfirgefa þetta
tilverustig. Lífið lék ekki alltaf
við Jónas Ingólf. Á unglings-
árum greindist hann með
krabbamein sem hann barðist
við af æðruleysi í nokkur ár og
komst yfir. Þegar hann var tví-
tugur missti hann föður sinn
skyndilega. Móðurömmu sína
sem hann leitaði mikið til og var
honum náin missti hann 2014.
Jónas Ingólfur var listrænn. Lék
á hljóðfæri og var listamaður í
höndunum. Hann teiknaði og
málaði og menntaði sig á því
sviði. Eftir hann eru til margar
fallegar landslags– og fugla-
myndir sem hann málaði, senni-
lega flestar á veikinda árum sín-
um. Við hjónin höfðum oft orð á
því að við þyrftum að eignast
mynd eftir Jónas Ingólf. Rædd-
um það meira að segja okkar á
milli síðasta daginn sem við nut-
um samvistum við hann. Hugur
hans leitaði að skipuleggja nátt-
úruna og var hann búinn að
mennta sig á því sviði á Hvann-
eyri í nokkur ár. Virtist hann
una hag sínum vel við þau verk-
efni. Nokkrum sinnum á Hvann-
eyrarárunum leitaði hann eftir
félagsskap okkur hjóna og lék þá
yfirleitt á als oddi. En stundum
var hann þungt hugsi og dró sig í
hlé. Hann var viðkvæmur og
tilfinninganæmur. Það er sárt að
sjá á eftir 37 ára gömlum manni
sem átti bjarta framtíð fyrir sér.
En þannig er lífið. Við skynjum
ekki alltaf hvað er að berjast um
í hugarheimi annara, þó allt virð-
ist með eðlilegum hætti á yfir-
borðinu. Engin veit sína ævina
fyrr en öll er.
Við Ragnheiður kveðjum góð-
an dreng með söknuði og send-
um fjölskyldu hans og vinum
samúðarkveðjur. Þökkum fyrir
ánægjuleg kynni og varðveitum
minningarnar um hann.
Ingimundur Ingimundarson.
Elsku Ingólfur, kæri vinur.
Það tók mig nokkurn tíma að
safna kjarki til að skrifa þér
þessa kveðju.
Ekki vegna þess að ég þori
ekki að tjá mig um hve mikil
áhrif fráfall þitt hefur haft á mig,
síður en svo.
Ég er búinn að sveiflast fram
og aftur eftir tilfinningaskalan-
um, án þess endilega að geta
fært tilfinningarnar í orð; búinn
að taka út reiði og gremju yfir
örlögum þínum, búinn að standa
mig að því að hugsa um að ég
hljóti að fara að vakna upp af
draumi, búinn að hafa áhyggjur
af því hvernig fjölskyldan mín –
fjölskyldan þín – komi til með að
þróast án þín, búinn að bölva þér
og hæla, og búinn að gleðjast yf-
ir þeim stundum sem við áttum
saman. Nei, tilfinningarnar eru
til staðar. Kjarkinum þurfti ég
að safna því ég er búinn að vera
orðlaus.
Fráfall þitt kom mér á óvart
og snerti mig á þann hátt að ég
get ekki lýst því. Hefðir þú sagt
mér þremur dögum áður, þegar
við eyddum saman degi í að
ganga upp að Hvalfelli, að þú
yrðir farinn fyrir vikulok þá
hefði ég ekki trúað þér. Ég hef
nefnilega sjaldan upplifað þig
jafn glaðan og kátan og í þessari
ferð. Þú naust þín í því að fræða
okkur um jarðveginn, gróðurinn
og fuglana. Skammaðir okkur
fyrir að ganga svo hratt að við
gæfum okkur ekki tíma til að
skoða náttúruna, vera í núinu.
Dásamaðir útsýnið, ferska vatnið
og veðrið. Stoltið yfir því að ná
toppnum var auðsjáanlegt og
hefði verið það jafnvel þó þú
hefðir sleppt því að tilkynna okk-
ur það beinum orðum. Svo, á
leiðinni heim ræddum við af
ákafa um allar þær fjallgöngur
sem við ætluðum í á næstu dög-
um, vikum, mánuðum og árum.
Mögulega bar á góma að stofna
fjallgöngufélag. Næsta ganga
átti að vera á Hafnarfjall og þú,
þú bauðst til að leiða þá göngu
þar sem þú hafðir farið áður. En
úr varð að fyrsta og síðasta ferð
fjallgöngufélagsins okkar var ein
og sama ferðina. Ég hef farið yf-
ir þennan dag í huganum ótal
sinnum síðustu daga án þess þó
að fá nokkur svör við því hvers
vegna þú fylgir mér ekki á fleiri
tinda. Því er ég orðlaus.
Engu að síður er ég þakklátur
fyrir að hafa kynnst þér og fyrir
þann tíma sem við áttum saman.
Ég lærði margt af þér sem ég tel
að geri mig að betri manneskju,
en því höldum við á milli okkar.
Við syrgjum þig öll sárt og sökn-
um þín mikið, skrefin áfram eru
þung og hæg, en koma til með að
mjakast eitt og eitt í einu. Vertu
sæll, elsku Ingólfur.
Sigfús Helgi Kristinsson.
Elsku vinur. Mig skortir orð
og mig skortir þrek, svo ég sendi
þér hinstu kveðju með smá ljóð-
broti. Óska ég þess að þú hafir
fundið friðinn og kærleikann
sem þú taldir þig ekki finna hér
á jörðunni með okkur hinum. Ég
syrgi það að við höfðum ekki
heyrst nýlega. Ég sem var ein-
mitt farin að sakna þín. Svo
varstu bara farinn.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Góða ferð elsku vinur minn,
ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst þér og ég sakna þín.
Elsku fjölskylda og ástvinir
Jónasar, ykkur sendi ég mínar
einlægustu samúðarkveðjur.
Finnið styrkinn hvert í öðru og
hlúið vel að ykkur á þessum sáru
tímum.
Rannveig Ernudóttir.
Góður félagi og vinur okkar
Pírata er látinn. Jónas kom inn í
starf Pírata árið 2015 og tók
virkan þátt í starfi flokksins.
Hann sat í framkvæmdaráði
2016-17 og árið 2019, þar sem
hann leiddi mannauðshóp Pírata.
Hann sat einnig í stjórn Pírata í
Norðvesturkjördæmi.
Óhætt er að segja að Jónas
hafði mikil áhrif á mótun bæði
skipulags og innra starfs flokks-
ins, enda var skipulagstækni
mikil ástríða hjá honum. Hann
tók að sér mörg verkefni sem
tengdust skipulagi flokksins,
hann hannaði móttökukerfi gras-
rótarinnar, tók þátt í nýliðaráði
og skipulagði aðalfundi.
Jónas var hæfileikaríkur
myndlistarmaður og ljósmynd-
ari. Píratar nutu góðs af þeim
hæfileikum og þeirri hugmynda-
auðgi sem hann bjó yfir, þar sem
hann vann og hannaði fyrir sam-
félagsmiðla og fréttablað flokks-
ins.
Jónas var réttsýnn, hann hafði
góðan skilning á mannlegum
samskiptum. Hann var iðulega í
óformlegu sáttamiðlunarhlut-
verki innan flokksins ef ágrein-
ingur myndaðist milli fólks.
Hann var alltaf reiðubúinn til að
miðla málum og lagði sig fram
við að skilja afstöðu allra. Hann
var aldrei með fyrirfram mót-
aðar skoðanir á fólki og var ótrú-
lega duglegur að tala við alla.
Jónas þurfti ekki að olnboga sig
áfram, það var leitað til hans.
Sjálfur kynntist ég Jónasi fyr-
ir rúmlega ári þegar hann var
kosinn í framkvæmdaráð Pírata í
annað sinn. Þá var ég nýr starfs-
maður að sjá um þær kosningar.
Á kynningarfundi frambjóðenda
tók ég sérstaklega eftir því
hversu margir úr flokknum gáfu
sig á tal við Jónas og lýstu
ánægðu sinni að hann væri kom-
inn aftur í virkt starf og að hans
hefði verið saknað í grasrótar-
starfinu. Ég fann þó mest fyrir
því að fólk saknaði hans, vináttu
hans. Hann tók öllum sínum
hlutverkum alvarlega, flokks-
starfinu og hlutverk sitt sem Pír-
ati tók hann alvarlega, vináttu og
hlutverk sitt sem vin tók hann
alvarlega.
Ég er ekki einn um að minn-
ast með söknuði langra símtala
frá honum, símtöl sem áttu oft
að vera stutt og tengd vinnunni
urðu ávallt lengri og tengd vin-
áttu. Þessi símtöl byrjuðu nær
alltaf á umhyggju hans um vel-
líðan manns í starfinu, stundum
um skipulag næsta vinnudags,
en alltaf þróaðist símtalið yfir í
langar og djúpar samræður um
allskonar viðfangsefni, myndlist,
ljósmyndun, lífræði, plöntufræði,
Myers-Briggs, NBA-deildina og
jafnvel stjórnmál. Þarna þróað-
ist vináttan okkar. Hans er sakn-
að sem vinar.
Síðast þegar Jónas heimsótti
skrifstofu Pírata var hann kom-
inn í nám í landslagsarkitektúr
og skipulagsfræðum. Hann
stoppaði stutt en var ánægður að
sjá að við höfðum keypt fjórar
plöntur inn á skrifstofuna, aug-
ljóslega miklar framfarir á skrif-
stofu þar sem eitt plastblóm og
mynd af Helga Hrafni höfðu
hingað til nægt okkur. Þennan
dag kvaddi Jónas skrifstofur
Pírata og sagði: „Þegar ég klára
námið þá skal ég endurskipu-
leggja þetta rými út frá plönt-
unum. Það skiptir svo miklu máli
að plönturnar og Píratarnir hér
inni hafi gott loft. Þið verðið að
geta andað.“
Fyrir hönd Pírata þakka ég
góð kynni og gott framlag til
okkar samtaka.
Píratar senda fjölskyldu Jón-
asar samúðarkveðjur.
Róbert Ingi Douglas.
Minningar og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum.
Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum
en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að
höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesaminningargreinar,
skrifa minningargrein ogæviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem
aðstoða þegar andlár ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendum við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is