Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
VERTU Í RÉTTA PAKKANUM Í SUMAR!
Smíði nýrra söluhúsa fyrir hvala-
skoðunarferðir á Ægisgarði er á
lokastigi. Sem kunnugt er hefur
verið afar rólegt yfir þeirri starf-
semi í sumar vegna COVID-19 og
því hefur ekki bráðlegið á að ljúka
smíðinni.
Húsin eru sjö talsins. Tvö
stærstu húsin verða tilbúin í vik-
unni og þá verða þau tekin út. Hin
húsin ættu að verða tilbúin í fyrri
hluta ágústmánaðar, að sögn Gísla
Gíslasonar hafnarstjóra. Ekki er
búið að dagsetja afhendingu til
hvalaskoðunarfyrirtækjanna.
Faxaflóahafnir ákváðu að ganga
til samninga við eftirtalin fyrir-
tæki um leigu á húsunum: Special
Tours, Eldingu, Sea Safari, Sea-
trips, Reykjavík by Boat, Happy
Tours og Katla Whale Watching.
Faxaflóahafnir ákváðu í fyrra
að ráðast í smíði söluhúsanna á
Ægisgarði. Hvalaskoðunarfyrir-
tækin seldu miða í hvala- og
lundaskoðunarferðir og aðrar slík-
ar ferðir í skúrum sem lítil prýði
þótti að.
Skrifað var undir verksamning
við E Sigurðsson ehf. þann 15. maí
2019. Samningsupphæðin var tæp-
lega 400 milljónir. Fyrirtækið sér
um allt verkið, þ.e. smíði og upp-
setningu húsanna og jarðvinnuna
við Ægisgarð. Verkinu átti að
ljúka 30. apríl 2020, í tæka tíð
fyrir háannatíma hvalaskoðunar-
ferða. Því hefur seinkað af ýmsum
ástæðum. sisi@mbl.is
Fyrstu söluhús hvalaskoðunarfyrirtækjanna á Ægisgarði við Gömlu höfnina í Reykjavík verða tilbúin í þessari viku
Rólegt yfir
höfninni á
veirutímum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listamaðurinn Páll Guðmundsson á
Húsafelli þarf að fjarlægja nýlegt
hús sem hýsa átti legsteinasafn og
vera þannig hluti af þeim byggingum
sem hýsa listasafn Páls. Þetta er
niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands
við kröfu nágranna Páls, Sæmundar
Ásgeirssonar, sem rekur gistiþjón-
ustu á næstu lóð. Hins vegar var Páll
sýknaður af kröfu um að rífa annað
hús sem kallast pakkhúsið.
Páll býr á Húsafelli 2, en Sæ-
mundur rekur gistiþjónustuna
Gamla bæ á Húsafelli I. Páll á einnig
lóðina Bæjargil sem á lóðamörk að
Húsafelli I við Húsafellskirkju.
Borgarbyggð hafði árið 2015 veitt
leyfi til að flytja pakkhúsið á lóðina
við Bæjargil sem og byggingarleyfi
fyrir húsnæði legsteinasafnsins á
sömu lóð. Sæmundur var ósáttur við
þessa niðurstöðu og benti meðal ann-
ars á að mannvirkjum þessum væri
ætlað að laða að sér gesti og slíkt
myndi hafa í för með sér aukna um-
ferð á svæðinu, en aðkoma að Bæjar-
gili og Húsafelli I er sú hin sama. Þá
gerði deiliskipulag ráð fyrir að
þrengt yrði að bílaplani á lóð Húsa-
fells I, en bílastæði Gamla bæjar,
kirkjunnar og Bæjargils átti að vera
óskipt. Taldi Sæmundur ljóst að
safngestir myndu leggja undir sig
bílastæði á svæðinu.
Árið 2018 komst úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála að því að
deiliskipulagið hefði ekki tekið lög-
formlegt gildi og væri því ógilt. Var
byggingarleyfi vegna húsnæðis und-
ir legsteinasafnið jafnframt fellt úr
gildi. Hafði Páll á þessum tíma byggt
húsnæðið undir legsteinasafnið og
flutt pakkhúsið á lóðina. Í kjölfar úr-
skurðarins fór Sæmundur með málið
fyrir dómstóla og krafðist þess að
Páli yrði gert að fjarlægja húsin.
Héraðsdómur Vesturlands komst
í dómi sínum að þeirri niðurstöðu að
Páli hefði mátt vera ljóst þegar hann
lét reisa húsnæði undir legsteina-
safnið að ágreiningur væri um lög-
mæti þess að húsið yrði reist og að
kostnaður vegna þess væri á hans
ábyrgð. Var honum því gert að fjar-
lægja það. Í tilfelli pakkhússins, sem
var fært að Bæjargili, telur dómur-
inn að ekki hafi verið sýnt fram á að
Páli hafi við flutninginn mátt vera
kunnugt um ólögmæti leyfisins fyrir
fram. Er hann því sýknaður af kröf-
unni um að fjarlægja það hús.
thorsteinn@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsafell Pakkhúsið, sem er rauða húsið á myndinni, var fært að Bæjargili
og fær að standa þar áfram samkvæmt dómi Héraðsdóms Vesturlands.
Gert að fjarlægja
nýtt hús á Húsafelli
Átti að geyma legsteinasafn