Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Alls munu fjórir leikir fara fram á
hverjum degi í riðlakeppni HM
karla í knattspyrnu sem fram fer í
Katar 2022 en þetta tilkynnti FIFA
í gær. Fyrstu leikir mótsins fara
fram 21. nóvember en riðlakeppnin
verður spiluð á tólf dögum og fá lið
þriggja daga hvíld á milli leikja.
Leikir riðlakeppninnar fara fram
klukkan 10, 13, 16 og 19 að íslensk-
um tíma. Dregið verður í riðla fyrir
undankeppni HM hinn 1. desember
næstkomandi en Ísland freistar
þess að komast á sitt annað heims-
meistaramót í röð.
Fjórir leikir
á dag í Katar
Morgunblaðið/Eggert
HM Birkir Bjarnason sækir að
Króötum á HM í Rússlandi 2018.
Áfram verður heimilt að gera fimm
leikmannaskiptingar í knattspyrnu-
leikjum á næstu leiktíð en þetta
staðfesti IFAB, Alþjóðaráð fótbolta,
í gær. Knattspyrnusamband hvers
lands fyrir sig þarf svo að taka
ákvörðun um það hvort það muni
nýta sér þessar reglubreytingar.
FIFA samþykkti reglubreyting-
arnar fyrst í maí á þessu ári en
ákveðið var að leyfa fimm skipt-
ingar í stað þriggja þar sem spilað
er ansi þétt í flestum deildum heims
í dag eftir langt hlé vegna kórónu-
veirufaraldursins.
Heimilt að gera
fimm breytingar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skipting Heimilt er að gera fimm
breytingar í efstu deild í sumar.
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Jón Axel Guðmundsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, hefur samið
við þýska A-deildarfélagið Fraport
Skyliners frá Frankfurt til eins árs.
Jón hefur leikið með háskólaliði
Davidson í Bandaríkjunum und-
anfarin fjögur ár og vakið athygli
víðsvegar um Evrópu fyrir glæsi-
lega frammistöðu. Jón ráðfærði sig
við Martin Hermannsson, liðsfélaga
sinn hjá landsliðinu, áður en hann
skrifaði undir við Fraport, en Mart-
in hefur verið einn besti leikmaður
þýsku deildarinnar undanfarin tvö
ár með Alba Berlín. Martin samdi
við Valencia á dögunum.
Talaði mikið við Martin
„Það er nokkuð síðan félagið hafði
fyrst samband við mig, ég var með
nokkur tilboð á borðinu og ég var að
skoða hvað myndi henta mér best.
Staðsetningin heillar og svo talaði
ég mikið við Martin og hann sagði
mér að félagið kæmi mjög vel fram
við leikmennina sína og að leikurinn
sem þeir spila hentaði mér mjög
vel,“ sagði Jón Axel í samtali við
Morgunblaðið.
Jón er á leiðinni í sitt fyrsta tíma-
bil sem atvinnumaður, en góð
frammistaða með Davidson í há-
skólaboltanum í Bandaríkjunum
hefur opnað dyrnar í stærstu deildir
Evrópu. Jón Axel er eini leikmaður-
inn í sögu Davidson-liðsins sem hef-
ur skorað 1.000 stig, tekið 500 frá-
köst og gefið 500 stoðsendingar. Þá
er hann í hópi tíu stigahæstu leik-
manna í sögu skólans. Jón var val-
inn besti leikmaður Atlantic 10-
riðilsins á síðasta ári og valinn
íþróttamaður ársins hjá Davidson-
skólanum í maí.
Áhugi frá sterkustu deildunum
„Það voru nokkur félög í Þýska-
landi og svo líka Ítalíu, Frakklandi
og öðrum góðum deildum sem
sýndu mér áhuga. Stuttu eftir að ég
samdi við Fraport hafði svo félag á
Spáni samband við mig. Það má því
segja að ég hafi heyrt frá félögum í
öllum helstu deildum Evrópu. Það
er mjög fínt á fyrsta ári,“ sagði bak-
vörðurinn.
Fraport Skyliners endaði í 14.
sæti þýsku A-deildarinnar á síðasta
tímabili af 17 liðum. Liðið fór í
úrslitakeppni tíu liða um þýska
meistaratitilinn í München í síðasta
mánuði og endaði þar í 7.-8. sæti.
Félagið varð þýskur meistari 2004,
bikarmeistari 2000 og stóð uppi sem
sigurvegari í Evrópubikar FIBA ár-
ið 2016. Jón segir liðið ætla sér
stærri hluti á næsta tímabili en nú í
vetur.
„Þeir voru ekki sáttir við
árangurinn á þessu tímabili en ég
held það sé bullandi séns á að við get-
um gert einhvað gott í vetur og við
setjum þetta í uppnám,“ sagði Jón
Axel, sem ætlar sér stóra hluti í
Þýskalandi í vetur. „Ég vil sýna hvað
ég get, þetta er þannig skref fyrir
mig. Ég vil sýna að ég sé tilbúinn í
svona sterkan bolta. Ég hef smá
reynslu úr íslenska boltanum og svo
hef ég spilað með landsliðinu og ég
þekki boltann í Bandaríkjunum líka,
svo ég kann þetta allt.“
Mikil óvissa í NBA
Jón Axel skráði sig í nýliðaval
NBA fyrir næsta tímabil og fundaði
með nokkrum félögum áður en kór-
ónuveirufaraldurinn skall á Banda-
ríkjunum, en síðast var leikið í NBA-
deildinni 12. mars. Stefnt er að því að
deildin fari af stað á nýjan leik í júlí-
lok en óvissan með nýliðavalið og
næsta tímabil er mikil.
„Ég veit jafn mikið og þú, þannig
er staðan. Ég held að þeir úti viti líka
jafn mikið og við. Þetta á að koma í
ljós 15. október og það á að vera ný-
liðaval og deildin á að byrja, en þeir
vita ekkert meira en það. Það eru
minni peningar í þessu núna og ef allt
fer á versta veg gæti þurft að fresta
NBA í óákveðinn tíma. Þetta er stór
spurning sem forráðamenn NBA vita
ekki svarið við sjálfir,“ sagði Jón
Axel.
Hann á von á að klára komandi
tímabil í Þýskalandi, hvort sem hann
verður valinn í nýliðavali NBA eður
ei.
Ræddi við mörg félög í NBA
„NBA-félagið myndi örugglega
vilja að ég kláraði samninginn minn
hérna. Það væri gott fyrir mig að fá
reynsluna og svo er verið að tala um
að minnka leikmannahópana í NBA
úr 15 og niður í 12 eða 13 til að spara
pening. Þetta verður allt að fá að
koma í ljós,“ sagði Jón Axel. Ræddi
hann m.a. við Charlotte Hornets,
Cleveland Cavaliers, Utah Jazz,
Phoenix Suns og Milwaukee Bucks
snemma árs og þá höfðu Miami Heat,
Sacramento Kings og Golden State
Warriors sömuleiðis áhuga á að ræða
við íslenska landsliðsmanninn.
Heyrði frá félögum í öllum
stærstu deildum Evrópu
Jón Axel búinn að semja í Þýskalandi Óvissa með nýliðavalið í NBA
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sniðskot Jón Axel Guðmundsson í baráttunni við Clint Capela, leikmann Atlanta Hawks, í leik Íslands og Sviss.
Að vera stuðningsmaður
knattspyrnufélags á Englandi
sem hefur ekki leikið í efstu
deild í sextán ár er ekki alltaf
dans á rósum. Ég er sjálfur 28
ára og hefur liðið sem um ræðir
því verið meira utan efstu deild-
ar en á meðal þeirra bestu síðan
ég kom í heiminn.
Það sem er enn verra er að
stærstan hluta af þessum sex-
tán árum hef ég ekki haft mikla
ástæðu til þess að vera bjart-
sýnn. Var sextánda sæti í B-
deildinni líklegri niðurstaða en
toppbarátta árum saman. Alltaf
hélt maður tryggð við félagið,
þótt sæti í efstu deild væri fjar-
lægur draumur.
Svo mætti Argentínumaður
að nafni Marcelo Bielsa á
svæðið. Tók hann við liði sem
endaði um miðja B-deild 2018
og hefur verið í toppbaráttu alla
tíð síðan. Var það hálfgert klúð-
ur að fara ekki upp um deild á
síðustu leiktíð, en núna er stað-
an enn betri.
Bielsa keypti ekki marga
leikmenn þegar hann tók við lið-
inu. Sagði hann að starf knatt-
spyrnustjóra væri að gera leik-
menn betri. Það hefur hann
sannarlega gert, því hann er að
mestu að vinna með sömu leik-
mönnum og enduðu um miðja
deild tímabilið áður en hann tók
við.
Er félagið sem um ræðir
auðvitað gamla stórveldið Leeds
United. Þegar þetta er skrifað
vantar liðið fjögur stig úr þrem-
ur leikjum til að gulltryggja sér
efsta sæti B-deildarinnar og
sæti í efstu deild. Ég ákvað á
dögunum að ég myndi fá mér
húðflúr af Bielsa, fari hann með
liðið upp um deild. Nú er það
loforð komið á prent og engin
undankomuleið. Ég mun glaður
standa við það loforð ef liðið fer
upp.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Sara Björk
Gunnarsdóttir,
landsliðsfyrirliði
Íslands í knatt-
spyrnu og leik-
maður Evrópu-
meistara Lyon,
gæti orðið Evr-
ópumeistari með
liðinu í ágúst.
Sara Björk gekk
til liðs við Frakk-
landsmeistara Lyon í byrjun júl-
ímánaðar eftir að samningur henn-
ar við Þýskalandsmeistara
Wolfsburg rann út.
Í gær tilkynnti UEFA að félögum
væri frjálst að bæta við sex nýjum
leikmönnum í leikmannahópa sína
fyrir lokaátökin í Meistaradeildinni
sem munu fara fram í Bilbao og San
Sebastián á Spáni dagana 21.-30.
ágúst. Lyon mætir Bayern Münch-
en í átta liða úrslitum Meistara-
deildarinnar en aðeins verður leik-
inn einn leikur í átta liða úrslitum
og undanúrslitunum en ekki tveir
eins og venjan hefur verið. Sigur-
vegarinn úr þeirri viðureign mætir
annaðhvort Arsenal eða PSG í
undanúrslitum. Sara gæti því allt
eins mætt sínu fyrrverandi félagi
Wolfsburg í úrslitum Meistara-
deildarinnar. Lyon hefur unnið
keppnina fjögur ár í röð frá 2016.
Evrópu-
meistari
í ágúst?
Sara Björk
Gunnarsdóttir