Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 grillað sumar Þea verður MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jetstream-skrúfuþota Flugfélagsins Ernis flaug úr landi í hádeginu í gær en vélin hefur verið seld til Nýja-Sjálands. Ferjuflug frá Íslandi gerist ekki mikið lengra en þetta, að sögn Harðar Guðmundssonar, for- stjóra og stofnanda flugfélagsins. Sigurður Egill Sigurðsson flugstjóri og Birna Borg Gunnarsdóttir flug- maður fljúga vélinni út. Þess má geta að Birna Borg er barnabarn Harðar. Flugfélagið Ernir gerði út fjórar Jetstream-skrúfuþotur, eina Dorn- ier 328-skrúfuþotu og Cessna 207 eins hreyfils flugvél áður en um- rædd flugvél var seld. „Það stóð alltaf til að selja eina Jetstream þegar við keyptum Dorn- ier-vélina,“ sagði Hörður. „Við vor- um búin að selja þessa vél fyrir ára- mótin og ætluðum að afhenda hana í febrúar. Þá kom Covid-19 og allt stoppaði. Við héldum að kaupand- inn, sem er á Nýja-Sjálandi, væri hættur við. Hann hafði svo samband fyrir tveimur vikum, vantaði vél í hvelli og vildi setja allt í gang aftur.“ Ferjuflugið mun taka 55-57 flug- stundir, að sögn Harðar. Ekki er hægt að fljúga stystu leið og þarf sums staðar að krækja fyrir svæði sem gefa ekki lendingarleyfi vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkur stopp verða á leiðinni. Í gær lá leiðin fyrst til Englands þar sem var milli- lent og svo var flogið þaðan til Bol- ogna á Ítalíu þar sem lent var í gær- kvöld. Helmings afmælisafsláttur Flugfélagið Ernir varð 50 ára nú í júní og hafa hjónin Hörður og Jón- ína Guðmundsdóttir rekið félagið allt frá stofnun. Í tilefni af afmælinu er flugfarþegum boðinn 50% af- sláttur af öllum flugsætum í sumar. „Þetta er virkilega að skila sér núna og aukin traffík á öllum leiðum,“ sagði Hörður. gudni@mbl.is Ferjuflug til Nýja-Sjálands Ljósmynd/Ernir Ferjuflug Sigurður Egill Sigurðsson flugstjóri og Birna Borg Gunnars- dóttir flugmaður við Jetstream-vélina sem þau fljúga til Nýja-Sjálands.  Flugfélagið Ernir á 50 ára afmæli Snorri Másson snorrim@mbl.is Tveggja sólarhringa verkfalli undir- manna á Herjólfi lauk í gærkvöldi, en í verkfall fóru allir starfsmenn skipsins sem eru meðlimir í Sjó- mannafélagi Íslands. Til þess að tryggja að þjóðveginum frá Eyjum til lands yrði haldið opnum, eins og Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs, orðar það, var gamla Herjólfi siglt tvisvar fram og til baka með fólk og frakt. Það athæfi kallaði Jónas Garðars- son, formaður samninganefndar Sjó- mannafélagsins, verkfalls- og þar með lögbrot, en Guðbjartur vísar þeim orðum til föðurhúsanna í sam- tali við Morgunblaðið: „Ég hvet hann eindregið, telji hann að við höfum brotið hér lög, að fara með það fyrir félagsdóm. Ef hann treystir sér ekki í það hefur hann ekki trú á að hann vinni þetta mál,“ segir Guðbjartur. „Það eru önnur stéttarfélög en Sjó- mannafélagið Jötunn og Sjómanna- félag Íslands sem eiga aðkomu að starfsmönnum um borð í skipinu og þar af leiðir erum við með lögmæta níu manna áhöfn til að sigla skipinu.“ Þriggja sólarhringa verkfall fé- lagsins er fyrirhugað 21.-23. júlí verði enn ósamið. Guðbjartur segist vona að til þess komi ekki en segist taka einn dag í einu. „En auðvitað er það þannig að menn þurfa að fara að rýna í það sem er á borðunum og átta sig á hver getan er til þess að eitthvert samtal geti átt sér stað. Við værum löngu búnir að semja ef við gætum það á þessum forsendum en það er bara ekki hægt,“ segir hann. Eins og sjá má á myndinni var nokkur erill í ferjunni þegar hún fór frá Eyjum í seinna skiptið í gær. Fyrirhugað var að fara þriðju ferð- ina um kvöldið en ekki varð af því vegna veðurs. Í dag hefst eðlileg starfsemi á nýja skipinu, en farnar verða sjö ferðir í stað sex til að anna eftirspurn. „Þetta veit Jónas“ Guðbjartur sakar Jónas um að leika sér að raunveruleikanum. „Hann fer taktískt í kringum hlut- ina. Hann velur að flytja sinn mála- rekstur í fjölmiðlum af því að hann hefur ekki annað. Hann er ekki tilbúinn að ræða það sem skiptir máli,“ segir Guðbjartur. Jónas sendi út fréttatilkynningu í gær þar sem hann sakaði bæjaryfirvöld um að beita launafólk „fádæma ofríki“ með því að setjast ekki að samningaborð- inu við Sjómannafélag Íslands, til þess að semja við þá sem vinna nú samningslaust á skipinu. Guðbjartur segir hins vegar að stjórn Herjólfs ohf. hafi þegar boðið samninganefnd sjómannafélagsins að skrifa undir lífskjarasamninginn. „Hann getum við boðið. Samkvæmt honum tóku laun breytingum 1. apríl 2020 og það tóku allir áhafnarmeðlimir, undir- menn sem og aðrir, launabreyting- um samkvæmt lífskjarasamningn- um. Síðan kemur þessi krafa frá Sjómannafélagi Íslands að ofan á þetta verði farin sú leið að draga úr vinnuálagi um 25% en halda sömu launum. Fjölga um eina áhöfn þann- ig að þær verði ekki þrjár heldur fjórar og bæta tveimur starfsmönn- um í hverja áhöfn. Og þetta eru stærstu liðirnir af tíu liðum sem þeir hafa lagt fram. Þetta er algerlega óaðgengilegt. Þetta eru 200 milljónir plús og þetta veit Jónas. Hann er ekkert að fjalla um þetta, enda hefur hann ekkert áhuga á því,“ segir Guð- bjartur. Menn þegar uggandi Guðbjartur segir algerlega óraun- hæft að bæta slíkum upphæðum við reikningsdæmið að svo stöddu. „Samkvæmt okkar sviðsmyndum gætum við verið að tapa 300-500 milljónum á árinu og það segir sig alveg sjálft að ekkert félag í ferða- þjónustu eða farþegaflutningi er að fara að ráða við þessar kröfur, sem í þokkabót eru lagðar fram með þess- um hætti. Menn eru uggandi og hafa áhyggjur af því hvað tekur við hér þegar sumri er lokið og þetta á Jón- as að vita, sem er margreyndur verkalýðsforingi. Það hlýtur að vera ábyrgðarhluti að semja um kjör fé- lagsmanna sinna og byggja þar á einhverjum raunverulegum þáttum,“ segir Guðbjartur. Jónas sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Íris Róbertsdóttir, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, bæri ábyrgð á vinnubrögðum bæjar- útgerðarinnar. Guðbjartur segir hann vera að draga aðila að borðinu sem hafi ekkert með málið að gera. „Stjórn opinbera hlutafélagsins fer með málefnið og eigandinn [bæjar- félagið] er upplýstur um stöðuna en að öðru leyti er hann ekki aðili að málinu,“ segir Guðbjartur. „Algerlega óaðgengilegt“  Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að það myndi kosta 200 milljónir að ganga að kröfum Sjómannafélags Íslands  Segir Jónas ekki tilbúinn að ræða málin Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson Verkfall Herjólfur gamli sigldi eftir langt hlé tvisvar á milli lands og Eyja í gær vegna verkfalls á nýja skipinu. Jónas Garðarsson Guðbjartur Ellert Jónsson Ragnar Axelsson ljósmyndari hef- ur verið til- nefndur til hinna virtu Leica Oskar Barnack-verð- launa fyrir bóka- verkefni sitt Hetjur norður- heimskautsins – Þar sem heim- urinn er að bráðna (e. Arctic Heroes – Where the world is melting). Ragnar, eða RAX, er á lista tólf manna sem til- nefndir eru til verðlaunanna í ár og segist hann vera stoltur af tilnefn- ingunni. „Það er rosa flott að vera kominn á þennan lista en svo veit maður ekkert hvort maður vinnur. Þetta er fín viðurkenning á því sem maður er að gera – sem er náttúrulega að sýna breytingar í heiminum,“ segir Ragnar. Bókin, sem er virðingar- vottur til sleðahunda og lífshátta norðurheimskautsins, kemur út víða um heim í október. Verðlaunin eru nefnd eftir verk- fræðingnum og uppfinningamann- inum Oskar Barnack, sem hannaði fyrstu Leica-myndavélina árið 1913. Þau hafa verið veitt frá árinu 1979 fyrir verk sem sýna samband mann- kyns og náttúru. RAX til- nefndur til verðlauna Ragnar Axelsson  Bókin um hetjur norðurheimskautsins Ljósmynd/Ragnar Axelsson Ljósmyndir Ragnar Axelsson kveðst stoltur af tilnefningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.