Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
ALVÖRU
VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
vfs.is
Framkvæmdir við breikkun Vestur-
landsvegar í Mosfellsbæ eru í fullum
gangi og er stefnt að verklokum í
haust. Vegfarendur eru beðnir að
sýna aðgát og aka varlega um vinnu-
svæðið.
Verkið felur í sér endurbyggingu
og breikkun hringvegar (1) í Mos-
fellsbæ milli Skarhólabrautar og
Langatanga. Verkið er samstarfs-
verkefni Vegagerðarinnar og Mos-
fellsbæjar. Um er að ræða endur-
gerð og breikkun vegarins á
kaflanum, gerð biðstöðvar Strætó
með stígtengingum, gerð hljóðvarn-
arveggja/mana o.fl. Breikkunin inni-
felur bergskeringar inn í Lágafell
auk annarra skeringa. Lengd út-
boðskaflans er um 1.100 metrar.
Á þessum kafla í Mosfellsbæ var
2x1-vegur og mynduðust oft bíla-
raðir á álagstímum. Eftir breikkun
verða tvær akreinar í hvora átt og
akstursstefnur aðskildar með veg-
riði. Framkvæmdunum er ætlað að
auka umferðarflæði og öryggi.
Samkvæmt verkáætlun skal veg-
urinn opnaður fyrir umferð á öllum
fjórum akreinum eigi síðar en 15.
september 2020 og verkinu að fullu
lokið eigi síðar en 1. desember 2020.
Er verkið á áætlun.
Fjögur tilboð bárust í verkið, öll
langt undir kostnaðaráætlun, sem
var 706 milljónir króna. Loftorka
Reykjavík ehf. bauð lægst, krónur
490.380.000. Vegagerðin samdi við
Loftorku í lok maí og hófu starfs-
menn fyrirtækisins þá þegar fram-
kvæmdir á verkstað. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vegaframkvæmdir Starfsmenn Loftorku vinna af fullum krafti að breikkun Vesturlandsvegar. Lágafellskirkja sést ofarlega til hægri. Opnað verður fyrir umferð á fjórum akreinum í september.
Vegabætur
í Mosfellsbæ
Hægari umferð Dregið er úr umferðarhraða meðan á framkvæmdum stendur og vegfarendur hvattir til aðgæslu.
Um þessar mundir er styrkur út-
fjólublárrar geislunar frá sólu í há-
marki á Íslandi.
„Við minnum fólk á að verja sig
gegn geislun sólar, t.d. með flíkum,
sitja í skugga, nota sólarvörn og tak-
marka þann tíma sem fólk er óvarið í
sól. Minna má sérstaklega á börnin í
þessu sambandi,“ segir í frétt á
heimasíðu Geislavarna ríkisins.
Svokallaður UV-stuðull segir til
um styrk sólarinnar. Daglega eru
birtar tölur um áætlaðan styrk út-
fjólublárrar geislunar á Íslandi á vef
Geislavarna á slóðinni uv.gr.is.
UV-stuðullinn er ekki aðeins
breytilegur eftir árstíma heldur
einnig yfir daginn og nær hann há-
marki þegar sól er hæst á lofti, í
kringum hálftvö á daginn.
Ástæða er til að nota sólarvörn
þegar UV-stuðull er 3 eða hærri og á
það við drjúgan hluta dagsins. Spáin
gildir fyrir heiðskírar aðstæður en
þykka skýjahulu þarf til að deyfa
UV-geislun að ráði. Sé stuðullinn 2
eða hærri getur verið full þörf á
sólarvörn ef verið er lengi úti í sól-
inni eða ef húð er viðkvæm.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Hvetja fólk til að
gæta sín í sólinni