Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 54
K amilla Rún Jóhanns- dóttir er fædd 16. júlí 1970 á Akureyri. Hún eyddi þremur fyrstu árum ævinnar í Kristnesi en flutti þá í Hleiðargarð í Eyjarfjarðarsveit og ólst þar upp. Kamilla gekk í Barnaskóla Saur- bæjarhrepps og síðan í Hrafnagils- skóla og var þar á heimavist, 13-15 ára. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1990 og lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Ís- lands 1996. Hún tók á þeim tíma virkan þátt í stúdentapólitík, var í Röskvu og sat í Stúdentaráði 1994- 1996, sem framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs 1995-96. Hún útskrifaðist með doktorspróf í þverfaglegum hugvísindum frá Carleton-háskóla í Ottawa í Kanada 2004. Hún var með Carleton University Doctoral námsstyrk 1996-2002 og var valin rannsakandi ársins á meðal nem- enda árið 2000. „Ég var nokkuð snemma búin að ákveða að læra sálfræði og ástæðan var almennur áhugi á manneskj- unni og mannlegu atferli. Ég ætlaði reyndar fyrst að verða bóndi en það breyttist svo. Ég hef líka alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega innan vísindanna eins og með gervigreind, taugasálfræði og heim- speki, að spyrja stærri spurninga og fór beint í doktorsnámið eftir að hafa klárað BS-námið.“ Kamilla starfaði sem lektor við Háskólann á Akureyri árin 2004- 2017, og sem lektor og síðar dós- ent við Háskólann í Reykjavík frá 2011. „Eftir að ég byrjaði hjá Há- skólanum í Reykjavík, en það var fullt starf, þá hélt ég eftir 30% stöðu á Akureyri, mér fannst gam- an að halda tengslum við Háskól- ann á Akureyri.“ Kamilla er einnig forstöðumaður BSc grunnnáms í sálfræði við HR og tók við þeirri stöðu 2014. „Allar mínar rannsóknir við Há- skólann í Reykjavík eru þverfag- legar og ég hef unnið með verk- fræðideildinni og tölvunarfræði- deildinni við skólann. Það er mjög hollt að nálgast viðfangsefnin út frá fleiri en einu sjónarhorni og er ég hluti af CADIA (Center for Analysis and Design of Intelligent Agents) rannsóknarsetrinu við HR.“ Kamilla hefur skrifað fjölda vísindagreina sem birst hafa í er- lendum vísindaritum. „Ég hef meðal annars verið að greina þreytu og vinnuálag hjá flug- umferðarstjórum og var að hanna flugstjórnarklefa áður en ég kom heim til Íslands.“ Áhugamál Kamillu eru meðal annars útivist og ferðalög. „Ég hef komið til yfir 50 landa og farið í bakpokaferðir, bæði innanlands og erlendis. Mér finnst líka gaman að spjalla um lífið og tilveruna yfir góðum kaffibolla með góðum vin- um og rauðvín má vera með.“ Kamilla heldur upp á afmælið í heimahögunum. „Þegar Hleiðar- garður var seldur héldum við eftir smá hluta af landi og byggðum sumarbústað þar.“ Fjölskylda Eiginmaður Kamillu er Gerardo Reynaga, f. 18.5. 1970, doktor í tölvunarfræði og starfar sem kerfisfræðingur hjá Icelandair. Þau eru búsett í Reykjavík. For- eldrar Gerardo eru hjónin Ben- jamin Reynaga arkitekt og Silvia Reynaga húsfreyja. Þau eru búsett í Guadalajara í Mexíkó. Börn Kamillu og Gerardo eru Hrafney María Reynaga, f. 2.4. 2006, og Benjamín Þór Reynaga, f. 26.9. 2008. Systkini Kamillu eru Rósa Jó- hannsdóttir, f. 23.8. 1963, örveru- líffræðingur, búsett í Bandaríkj- unum; Brynjólfur Jóhannsson, f. 4.8. 1964, rafmagnstæknifræð- ingur, MBA, búsettur á Akureyri; Dóra Jóhannsdóttir, f. 17.10. 1971, hjúkrunarfræðingur, MSc, búsett á Akureyri. Foreldrar Kamillu: Hjónin Auður Eiríksdóttir, f. 11.8. 1938, hjúkrunarfræðingur, kennari og fyrrverandi bóndi og oddviti Saur- bæjarhrepps, búsett á Akureyri, og Jóhann Þór Halldórsson, f. 12.9. 1938, d. 31.12. 2006, bóndi í Hleiðargarði. Kamilla Rún Jóhannsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík – 50 ára Þverfaglegar rannsóknir í HR Hjónin Kamilla og Gerardo í Þórsmörk í júní 2020. Fjölskyldan Stödd í Mexíkó 2015, en Gerardo, maður Kamillu, er þaðan. 54 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 70 ára Hannes er Keflvíkingur en býr í Hafnarfirði. Hann er lærður húsasmiður en rak fasteignasölu í átta ár og Pylsubarinn í Hafnarfirði í 20 ár en er nýbúinn að selja hann. Maki: Halldóra Lúðvíksdóttir, f. 1950, rak tískuvöruverslunina Kóda í 20 ár. Börn: Bjarnheiður, f. 1980, Helgi Már, f. 1980, og Arnar Dór, f. 1982. Barna- börnin eru orðin sjö. Foreldrar: Ragnar Jónasson, f. 1927, fv. slökkviliðsmaður á Keflavíkur- flugvelli, búsettur í Hafnarfirði, og Bjarnheiður Hannesdóttir, f. 1930, d. 2012, húsmóðir. Hannes Arnar Ragnarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er komið að þeim tímamótum í lífi þínu að þú hrindir í framkvæmd þeirri áætlun sem þú hefur svo lengi verið með í undirbúningi. En flýttu þér hægt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gættu þess að einblína ekki á eitt atriði þegar þú reynir að finna málum þínum lausn. Leggðu þitt af mörkum til að bæta umhverfi þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur upplifað öfgafullar tilfinn- ingar af litlu tilefni. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð oft góðar hugmyndir en týn- ir þeim jafnóðum niður. Allt það jákvæða sem þú framkvæmir í vinnunni og sam- bandinu skilar sér í betri heilsu. Gefðu þér tíma til að sýna þig og sjá aðra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Að vera góður hlustandi þarfnast bæði þroska og aga, og þú hefur nóg af bæði. Dagurinn hentar illa til verslunar og samningagerðar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er best fyrir þig að tala skýrt og skilmerkilega núna. Gakktu ekki svo langt að þú unnir þér ekki hvíldar. Notaðu kvöld- ið fyrir sjálfan þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Oft þarf ekki mikið til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Aðrir eru ekki eins spenntir fyrir ferðahugmyndum og námsáætlunum og þú. Reyndu að sýna þolinmæði og jafn- aðargeð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitt- hvað og áróðri. Leiðinlegur yfirmaður flyt- ur sig um set, eða þú skiptir um vinnu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er voða gaman að vera fínn til fara, en þú verður að viðurkenna að það er margt sem skiptir meira máli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Á yfirborðinu gæti virst sem þú tengist fólki af furðulegum ástæðum. Bjartsýni þín smitar út frá sér. Þorvaldur Gunnlaugsson er 70 ára í dag. Hann ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og gekk í Menntaskólann í Reykjavík. Hann er stærð- fræðingur að mennt en einnig þekktur sem náttúrufræðingur, enda einn helsti sérfræð- ingur landsins í hvalarannsóknum. Þorvaldur vann einnig um árabil hjá Alþingi og Reikni- stofnun Háskóla Íslands. Í tilefni dagsins verður haldin veisla á kaffi- húsinu Dal í Laugardalnum í dag klukkan 17. 70 ára 60 ára Stefán er Hafnfirðingur, vél- fræðingur að mennt og er vélfræðingur hjá HS orku. Maki: Katrín Hrafnsdóttir, f. 1959, ritari hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæð- inu. Börn: Margrét Helga, f. 1988, Andri Már, f. 1989, og Snorri Már, f. 1992. Barnabörnin eru orðin fimm. Foreldrar: Sigurður Bergsson, f. 1930, d. 2011, vélfræðingur og starf- aði á Keflavíkurflugvelli, og Soffía Stefánsdóttir, f. 1937, fyrrverandi rit- ari hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, búsett í Hafnarfirði. Stefán Þór Sigurðsson Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.