Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 ✝ Sveinbjörn Jó-hannsson fæddist 20. október 1944 í Reykjavík. Hann lést 8. júlí 2020 á Heilbrigðis- stofnun Suður- lands á Selfossi. Sveinbjörn ólst upp á Snorrastöð- um í Laugardal og bjó þar alla tíð. Hann var sonur hjónanna Jóhanns Gríms Svein- björnssonar frá Snorrastöðum, f. 13. apríl 1912, d. 19. mars 1996, og Sigríðar Karlsdóttur frá Reykjavík, f. 18. mars 1926, d. 2. janúar 1961. Sveinbjörn var elstur sex systkina. Sveinbjörn kvæntist Guð- finnu M. Sigurðardóttur, f. 24. nóvember 1953, þann 12. júlí 1975 í Skálholtsdómkirkju. Foreldrar Guðfinnu voru Sig- urður Halldór Ingvarsson, f. 1. nóvember 1914, d. 2. júlí 2004, og María Kristín Helgadóttir, f. Kristínu er Íris Björk Þór- bergsdóttir og sonur þeirra er Evan Alexander. Sveinbjörn gekk sem barn í skóla á Laugarvatni og tók við búskap af föður sínum á Snorrastöðum árið 1971. Á ár- unum 1974-1988 stunduðu Sveinbjörn og Guðfinna saman búskap á bænum. Samhliða fyrstu árum búskapar starfaði Sveinbjörn jafnframt hjá Ólafi Ketilssyni á Laugarvatni. Eftir að búskap lauk vann Svein- björn ýmis störf við jarðvinnu- vélar en lengst af starfaði hann hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða á Selfossi við jarðbor- anir, eða í um 20 ár. Síðustu starfsár sín vann hann hjá Hús- heild ehf. Sveinbjörn undi sér best í heimahögum sínum og var mikill áhugamaður um búskap, vélar af öllum stærðum og gerðum, íslensku og Íslendingasögur sem og nátt- úru, allt frá jarðfræði til stjörnufræði. Hann var minn- ugur á örnefni og naut þess að ferðast um landið með fólkinu sínu og vinnufélögum. Útför Sveinbjörns fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag, 16. júlí 2020, klukkan 14. 17. júní 1921, d. 11. desember 1964. Sveinbjörn átti fjögur börn: 1) Sol- veigu Björk Svein- björnsdóttur, f. 29. september 1967, dóttir hennar er Helena Aðalsteins- dóttir. Móðir Sol- veigar var Ólöf Marín Einars- dóttir. 2) Davíð Örn Theodórsson, f. 15. októ- ber 1972, hann er kvæntur El- ísu Björk Jóhannsdóttur, f. 4. maí 1973. Börn þeirra eru Bryndís Arna, Aldís Emma og Eyþór Atli. 3) Jóhann Reyni Sveinbjörnsson, f. 22. mars 1975, hann er í sambúð með Guðbjörgu Þóru Jónsdóttur, f. 14. maí 1974. Dætur þeirra eru Thelma Rún og Lovísa Ýr. 4) Unni Kristínu Sveinbjarnar- dóttur, f. 13. mars 1980, hún er gift Nikhilesh R. Mohanty, f. 6. október 1981. Dóttir Unnar Kveðja frá eiginkonu Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, Guðfinna. Elsku hjartans pabbi og minn einlægasti vinur er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein. Baráttu sem var frá upphafi töp- uð, meinið ólæknandi. Það er sárt og vont. Við syrgjum öll. Ég syrgi yndislegan föður sem með einstakri nærveru sinni, léttleika og húmor, lífleg- um umræðum sem og ljúfri þögn, gerði veröldina tímalausa. Alla tíð átti hann tíma og þol- inmæði fyrir mig og bræður mína og leyfði okkur að vera honum samferða í hverju því sem hann var að fást við. Þetta breyttist aldrei þótt sambandið og vináttan þroskaðist og dýpk- aði, viðfangsefnin og umræðurn- ar breyttust. Hann varð sá klett- ur og sú fyrirmynd sem maður getur einungis óskað sér að eiga í föður sínum. Hann kenndi mér að nálgast viðfangsefni hversdagsins og flókin verkefni lífs míns af æðru- leysi, kærleika og reyndar svo- lítilli þrjósku líka. Hann þekkti og virti breyskleika og veikleika manneskjunnar og bjó yfir þeim eiginleika að geta mætt fólki þar sem það var statt. Af einlægni og án dóma. Hjálpsemi hans átti sér fá takmörk og það var alltaf hægt að leita til hans eftir aðstoð og ráðum og undi hann sér ekki fyrr en lausn var fundin. Stund- um blasti hún við honum en oft kom símtal einhverjum dögum eða jafnvel vikum síðar þar sem hann ræddi málin og velti upp mögulegum leiðum. Hann tók þátt í lífi mínu af heilum hug og af öllu hjarta. Það verður erfitt að laga sig að lífinu án hans. Gildi hans og eiginleikar munu hins vegar vera mér leiðarljós. Ég mun sakna hans alla daga en ég veit að hann gætir mín ávallt og mun aldrei fara frá mér, aldrei í ver- öldinni. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. (Valgeir Skagfjörð) Unnur Kristín. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson) Það er erfitt að skrifa minn- ingarorð um og til einhvers sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns í tuttugu ár. Elsku tengdapabbi minn, mér þótti svo ósköp mikið vænt um þig og við höfum átt svo margar góðar stundir saman í gegnum árin, stundir sem skilja eftir sig hafsjó af fallegum minningum sem hægt verður að ylja sér við. Þegar ég var nýflutt á Laugarvatn, snemma árs 2000, vantaði mig hesthúspláss til að geta stundað hestamennsku og var mér bent á að heyra í Simba á Snorrastöðum. Það stóð ekki á því að ég fékk pláss fyrir Pingó minn í hesthúsinu og ekki löngu seinna hafði ég fengið mitt pláss sem hluti af fjölskyldunni á Snorrastöðum og á ég það pláss enn. Þú varst alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Í húsbygg- ingu, lóðaframkvæmdum, bíla- brasi, barnapössun, bjarga olíu- lausri tengdadótturinni á Þingvöllum, færa okkur vistir í hestaferðum og bara hvað sem var ef þú mögulega komst því við og varst mjög áhugasamur að fylgjast með því sem við höf- um tekið okkur fyrir hendur í gegnum tíðina. Það gat verið hin besta skemmtun að sitja með þér og horfa á fréttir í sjónvarpinu því þú varst mikill íslenskumaður og varst óþreytandi í að finna mál- farsvillur hjá fréttaþulum og gast oft haft orð á því hvort fólk þyrfti bara ekkert að kunna í ís- lensku til að starfa við fjölmiðla. Dætrum okkar Jóhanns varstu dásamlegur afi og það verður erfitt að finna einhvern sem getur tekið við af þér í put- tastríði, skákiðkun, spila- mennsku og öllu hinu og sökn- uður þeirra er mikill. Það er okkar lán að búa í svo mikilli nálægð við Snorrastaði og eftir að þú hættir að vinna voru ekki margir dagar sem við hittumst ekkert. En nú er allt breytt því þú ert farinn, laus við þínar þjáningar en við sem eftir erum köllum fram ljúfar og fallegar minning- ar í hugskotinu. Ég held áfram að fylgjast með snjónum í Skálinni, fer og kíki á bremsurnar í skúrnum og ég skal meira að segja reyna að líta öðrum augum á gröfuna. Elsku besti Simbi. Það er gott að vita að þú sért laus úr þinni erfiðu baráttu og við reynum að halda fast hvert utan um annað og utan um Guggu þína. Ég ætla að lokum að kveðja þig með vögguvísunni sem þú söngst fyrir drenginn þinn og seinna fyrir dætur okkar. Farðu nú að sofa farðu nú að sofa. Farðu nú að sofa og farðu svo að sofa. Góða nótt væni minn. Hvíldu í friði, elsku Simbi. Guðbjörg Þóra Jónsdóttir. Fallinn er frá góður vinur og þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég sest niður til að skrifa þessa litlu kveðju. Simbi vann alla tíð erfiðisvinnu og var með eindæm- um sterkur þrátt fyrir að vera ekki stór á velli. Mínar fyrstu minningar um Simba ná aftur til unglingsáranna þegar ég varð vitni að því þegar hann lyfti steðja tíu sinnum upp fyrir höf- uð. Hann lyfti steðjanum níu sinnum og fékk þá áskorun um tíundu lyftuna af viðstöddum. Við tíundu lyftuna var skorað á Simba að ná nú tuttugu lyftum en þá tók hláturinn yfir og steðj- inn féll. Ekki fara sögur hér af afrekum annarra sem voru við- staddir. Ástríða okkar Simba og áhugi fyrir Ferguson-dráttarvélum gerði það að verkum að við deildum mörgum skemmtilegum stundum saman síðustu ár. Heimsóknir á víxl þar sem vélar voru ræddar í þaula og aldrei kom ég að tómum kofunum hjá Simba varðandi ráð því hann vissi bókstaflega allt um vélar og meira en nokkur handbók getur státað af. Þær voru ófáar ferðirnar til Reykjavíkur á fundi Ferguson- félagsins þar sem tækin voru rædd og við sóttum sýningar á þessum glæsilegum landbúnað- arvélum víða um land. Eftir- minnilegust er þó ferðin okkar til Englands haustið 2018. Á Englandi búa milljónir manna og landið sækir fjöldi ferðamanna heim árlega. Hins vegar er það ekki á hverjum degi sem tveir sveitamenn úr Laugardal sækja landið heim í þeim einu erindagjörðum að skoða Ferguson í heila viku, sannkallað hlaðborð. Ferðin var mikið ævintýri og við þræddum alls konar sýning- ar og söfn og heimsóttum Ferguson-safnara víða um Eng- land ásamt fjölda félaga úr Ferguson-félaginu. Frábær ferð í alla staði og ferðafélaginn enn betri. Takk fyrir samverustund- irnar. Þinn vinur, Halldór Steinar Benja- mínsson, Laugarvatni. Sveinbjörn Jóhannsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi Simbi. Þú varst frábær afi og alltaf tilbúinn að hjálpa okkur og leyfa okkur að vera hjá þér og þú varst alltaf tilbúinn að kenna okkur eitthvað nýtt. Við elskum þig mjög mikið og söknum þín. Við kveðjum þig með ljóði eftir afastelpuna þina, Lovísu Ýri. Þú átt hjarta mitt, hjarta mitt afi og konan þín, amma mín. Þið hjúfrið í koti kátt og við elskum ykkur svo svo heitt. Hvíldu í friði elsku afi okkar. Thelma Rún og Lovísa Ýr Jóhannsdætur. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, vinar, föður, tengdaföður og afa, TRAUSTA FRIÐFINNSSONAR, fyrrverandi sjómanns, Arahólum 4, sem lést mánudaginn 29. júní. Katrín Gróa Jóhannsdóttir Ragnar B. Traustason Chao Geng H. Sylvía Traustadóttir Benedikt Viðarsson Kristófer Máni Benediktsson Viðar Breki Benediktsson Þökkum innilega hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR E.R. LYNGDAL kennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki göngudeildar hjartabilunar, hjartadeildar og gjörgæsludeildar 12B Landspítalans. Magnea Antonsdóttir Reynir Lyngdal Elma Lísa Gunnarsdóttir Anton Lyngdal Kristín Ýr Lyngdal Kjartan Traustason og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR KRISTINSSON, lést á Hrafnistu Nesvöllum mánudaginn 13. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey 20. júlí. Starfsfólki á Hrafnistu Nesvöllum færum við þakkir fyrir hlýja og góða umönnun. Jóhanna Markúsdóttir Þórunn Ólöf Valsdóttir Kristinn Ingi Valsson Daníel Þór Valsson Guðrún Sonja Hreinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Móðir okkar, LÁRA HAFLIÐADÓTTIR frá Ögri, Aflagranda 40, lést á Droplaugarstöðum 7. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. júlí klukkan 13. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kolbrún Sveinsdóttir Svanhvít Sveinsdóttir Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.