Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER Í FULLUMGANGI SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Snorri Másson snorrim@mbl.is Fimmtudagurinn 25. júní var örlaga- dagur í lífi Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur knattspyrnukonu. Um miðjan dag fékk hún símtal frá hjúkrunarfræðingi sem upplýsti hana um að sýni úr henni hefði greinst jákvætt fyrir kórónuveirunni. Andrea, sem hafði dagana á undan spilað tvo leiki fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna, sá undir eins að smitið ætti eftir að draga dilk á eftir sér. Í hönd fóru erfiðir dagar og vikur þar sem fjallað var um veikindi henn- ar opinberlega og sjálfsásakanir tóku völdin. Í samtali við mbl.is segist Andrea hafa brotnað niður þegar henni var fyrst tjáð að hún væri smit- uð: „Það var bara eins og heimurinn hefði stoppað. Ég náði ekki andanum og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tímar fóru í að tala við smit- rakningarteymið sem hringdi við- stöðulaust í mig og vann frábært starf. Ég hringdi sjálf í mína nánustu en síðan hringir kona frá smitrakn- ingarteyminu og spyr hvort ég sé bú- in að láta þjálfarann minn vita. Þá vissi ég í hvað stefndi; ég væri að fara að senda tvö lið í sóttkví og ég vissi hvaða áhrif þetta myndi hafa á deildina. Ég fæ stjúppabba minn til að hringja í þjálfarann áður en smit- rakningarteymið gerir það og sit sjálf gersamlega niðurbrotin á gólf- inu í herberginu mínu. Þetta var versta tilfinning í lífi mínu að valda þessu,“ lýsir Andrea. „Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst“ Ef þetta var það versta, þá var það alversta handan við hornið. „Ég sit þarna á gólfinu og reyni að eiga samskipti við mömmu í gegnum hurðina, því hún má væntanlega ekki koma nálægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera. Svo gerist það mjög stuttu síðar að ég fæ skilaboð á Face- book frá mjög góðri vinkonu minni. Ég stend upp og skoða símann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Með- fylgjandi var skjáskot af frétt með mynd af mér og nafninu mínu: Ís- landsmótið í uppnámi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19. Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýsanleg tilfinning, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegnum, ekki einu sinni minn versti óvinur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ segir Andrea. Á meðan þetta stóð yfir stóð móðir Andreu hjá en gat lítið huggað dóttur sína, enda faðmlag brot á sóttvarna- lögum á stundu sem þessari. Andrea hafði verið nafngreind hjá fotbolta.- net kl. 17.21 25. júní, 18 mínútum áð- ur en almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra lét vita af smitinu, og birtu almannavarnir þó ekkert nafn. Andrea segir fotbolta.net hafa varpað fyrir róða öllum hefðbundnum við- miðum í fjölmiðlum um nafn- og myndbirtingar í tengslum við veikindi fólks, og um leið bakað henni ómæld- ar þjáningar með framferði sínu, enda hafi þeirra athæfi rutt brautina fyrir nafnbirtingu í öðrum miðlum, þar á meðal á mbl.is og Morgunblaðinu. Fyrsta fórnarlamb nýs kerfis Segja má að Andrea hafi verið fyrsta birtingarmynd og þar með fórnarlamb þeirrar áhættu sem bjó í nýju kerfi við landamærin, þar sem fólki var hleypt inn í landið eftir eina skimun í stað sóttkvíar frá 15. júní. Andrea kom 17. júní. Eins og var vit- að að kynni að gerast, og hefur komið í ljós með afgerandi hætti síðan þá, greina PCR-prófin ekki öll virk smit og síst þau sem nýlega hafa búið um sig í líkamanum. Andrea var því grunlaus um að hún væri sjálf smituð allt frá því að hún fékk neikvæða niðurstöðu úr sýna- töku á fimmtudegi og þar til hún fékk símtal frá Bandaríkjunum á þriðju- dagskvöld: „Mér datt það bara ekki í hug. Ég treysti því að neikvætt væri neikvætt. Þetta er bara eins og grænt ljós. Þú ferð áfram á grænu ljósi,“ segir Andrea, sem var að auki með öllu einkennalaus, veiktist aldrei og hafði fulla burði til þess að spila tvo knattspyrnuleiki. Þrátt fyrir allt fjöl- miðlafárið smitaði Andrea aðeins þrjá en sendi 3-400 í sóttkví. Nánar er rætt við Andreu í ítarlegu viðtali á mbl.is. „Eins og heimurinn hefði stoppað“  Nafngreind í fjölmiðlum rétt eftir að hún fékk að vita að hún væri smituð  Brotnaði niður þegar hún sá hvaða áhrif smitið gæti haft á knattspyrnudeildina  Sendi 3-400 í sóttkví en smitaði aðeins þrjá Morgunblaðið/Árni Sæberg Bliki Knattspyrnukonan Andrea Rán greindist ekki með kórónuveiruna við skimun á flugvellinum en fór aftur í sýnatöku eftir að símtal barst frá BNA. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir veikingu krónunnar munu styðja við ferðaþjónustuna. Hún geti enda haft áhrif á ákvörð- unartöku hjá ferðamönnum sem íhuga ferð til Íslands. „Menn sjá að Ísland er orðið væn- legri kostur hvað varðar verðlagn- ingu en landið hefur verið í langan tíma. Við það bætist að verðið hjá fyrirtækjun- um er lægra en það hefur verið,“ segir Jóhannes Þór. Hins vegar sé algengt að bókun- arfrestur sé 60-90 dagar. Því geti orðið nokkur tímatöf í gengisáhrifunum. Þá beri að líta til þess að við aðstæður sem þessar, í kórónufaraldrinum miðjum, sé verðið ekki endilega úrslitaatriðið. Ferðamenn spyrji sig hvort öruggt sé að ferðast og hversu miklar hindr- anir þurfi að yfirstíga. Örvar þýska markaðinn Með þetta í huga telur Jóhannes Þór það munu örva eftirspurn eftir Íslandsferðum að hætt hefur verið að skima farþega frá fjórum löndum. „Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á þýska markaðinn að skimun hafi verið hætt. Það mun klárlega hafa þau áhrif að færri munu afbóka ferð- ir til Íslands,“ segir Jóhannes Þór. Evran kostar nú um 160 kr. en kostaði tæplega 150 kr. í byrjun júní. Spurður hvort gengið þurfi að vera á þessum slóðum, svo ferða- þjónustan eigi sér viðreisnar von, segir Jóhannes Þór að „raunsætt á litið þurfi gengið að vera að minnsta kosti heldur veikara en það hefur verið undanfarin ár“. Gengið hafi verið of sterkt fyrir íslenska ferða- þjónustu undanfarin ár. Myndi styðja við fyrirtækin „Það myndi hjálpa mörgum fyrir- tækjum mjög mikið ef gengið yrði áfram á þessum slóðum fram á næsta ár og næsta sumar. Það er klárt mál,“ segir Jóhannes Þór. „Ef gengið hækkar mun það klár- lega vinna gegn því að fleiri fyrirtæki geti lifað af. Ég held að gengi krón- unnar sé þó ekki úrslitaatriði núna. Úrslitaatriðið er hversu miklar tekjur hafa komið í kassann en þar munar mun meira um fjöldann sem er horfinn úr jöfnunni. Gengisveik- ingin vinnur ekki upp 80% samdrátt í komum ferðamanna.“ »32 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Við Dettifoss Stígandi er í komum erlendra ferðamanna eftir erfitt vor. Fjölgun ferðamanna seinkar gjaldþrotum  Framkvæmdastjóri SAF segir veikara gengi örva söluna Jóhannes Þór Skúlason Selja ríkisbréf » Jón Bjarki Bentsson, aðal- hagfræðingur Íslandsbanka, segir sölu erlendra fjárfesta á ríkisbréfum eiga þátt í veikingu krónunnar síðustu daga – nú leiti þeir á stærri markaði. » Skýringin á veikingu krón- unnar sé ekki minni vaxtamunur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.