Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Breskir aðgerðasinnar reistu í gær í leyfisleysi nýja styttu á stalli stytt- unnar af þrælasalanum Edward Colston, sem rifin var niður í mótmæl- unum sem spruttu upp víða um heim í kjölfar morðsins á George Floyd. Styttan sýnir mótmælandann Jen Reid, sem tók þátt í að rífa styttu Colstons niður, með reistan hnefa, sem er tákn fyrir réttindabaráttu blökkumanna. Marvin Rees, borgarstjóri Bristol, sagði í yfirlýsingu að það yrði að vera ákvörðun íbúa borgarinnar, ekki annarra, hvað kæmi í stað styttunnar af Colston á stallinum. AFP Reistu nýja styttu án leyfis borgarstjórnar Ný stytta komin á stall þrælasalans í Bristol Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í gær stjórnvöld í Íran við afleiðingum þess ef þau létu framfylgja þrem- ur dauðadómum yfir fólki, sem tók þátt í mótmælum gegn Íransstjórn í nóvember á síð- asta ári. Mótmælin spruttu upp eftir að klerkastjórnin hækkaði bensínverð í landinu, en reiði mótmælenda beind- ist fljótlega að stjórnvöldum í Teher- an, sem aftur hafa sakað Bandaríkin, Ísraela og Sádi-Araba um að hafa staðið að mótmælunum. Bandaríkjastjórn telur að rúm- lega þúsund manns hafi látið lífið þegar íranskar öryggissveitir börðu niður mótmælin með harðri hendi. Grunsamlegur eldur í höfninni Þá þurfti slökkvilið í borginni Bushehr að slökka eld sem kviknaði í skipasmíðastöð og skemmdust á bilinu fimm til sjö skip í brunanum. Nokkrir grunsamlegir eldsvoðar hafa komið upp í Íran undanfarna daga, sem hægt er að tengja við kjarnorkuvopnaáætlun landsins, en eina kjarnorkuver Írans er í Bus- hehr. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar varist allra frétta. Varaði Írana við aftökum  Enn einn eldurinn blossar upp í Íran Donald Trump
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.