Morgunblaðið - 16.07.2020, Síða 35

Morgunblaðið - 16.07.2020, Síða 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Breskir aðgerðasinnar reistu í gær í leyfisleysi nýja styttu á stalli stytt- unnar af þrælasalanum Edward Colston, sem rifin var niður í mótmæl- unum sem spruttu upp víða um heim í kjölfar morðsins á George Floyd. Styttan sýnir mótmælandann Jen Reid, sem tók þátt í að rífa styttu Colstons niður, með reistan hnefa, sem er tákn fyrir réttindabaráttu blökkumanna. Marvin Rees, borgarstjóri Bristol, sagði í yfirlýsingu að það yrði að vera ákvörðun íbúa borgarinnar, ekki annarra, hvað kæmi í stað styttunnar af Colston á stallinum. AFP Reistu nýja styttu án leyfis borgarstjórnar Ný stytta komin á stall þrælasalans í Bristol Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í gær stjórnvöld í Íran við afleiðingum þess ef þau létu framfylgja þrem- ur dauðadómum yfir fólki, sem tók þátt í mótmælum gegn Íransstjórn í nóvember á síð- asta ári. Mótmælin spruttu upp eftir að klerkastjórnin hækkaði bensínverð í landinu, en reiði mótmælenda beind- ist fljótlega að stjórnvöldum í Teher- an, sem aftur hafa sakað Bandaríkin, Ísraela og Sádi-Araba um að hafa staðið að mótmælunum. Bandaríkjastjórn telur að rúm- lega þúsund manns hafi látið lífið þegar íranskar öryggissveitir börðu niður mótmælin með harðri hendi. Grunsamlegur eldur í höfninni Þá þurfti slökkvilið í borginni Bushehr að slökka eld sem kviknaði í skipasmíðastöð og skemmdust á bilinu fimm til sjö skip í brunanum. Nokkrir grunsamlegir eldsvoðar hafa komið upp í Íran undanfarna daga, sem hægt er að tengja við kjarnorkuvopnaáætlun landsins, en eina kjarnorkuver Írans er í Bus- hehr. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar varist allra frétta. Varaði Írana við aftökum  Enn einn eldurinn blossar upp í Íran Donald Trump

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.