Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 ALVÖRU VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI vfs.is Framkvæmdir við breikkun Vestur- landsvegar í Mosfellsbæ eru í fullum gangi og er stefnt að verklokum í haust. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og aka varlega um vinnu- svæðið. Verkið felur í sér endurbyggingu og breikkun hringvegar (1) í Mos- fellsbæ milli Skarhólabrautar og Langatanga. Verkið er samstarfs- verkefni Vegagerðarinnar og Mos- fellsbæjar. Um er að ræða endur- gerð og breikkun vegarins á kaflanum, gerð biðstöðvar Strætó með stígtengingum, gerð hljóðvarn- arveggja/mana o.fl. Breikkunin inni- felur bergskeringar inn í Lágafell auk annarra skeringa. Lengd út- boðskaflans er um 1.100 metrar. Á þessum kafla í Mosfellsbæ var 2x1-vegur og mynduðust oft bíla- raðir á álagstímum. Eftir breikkun verða tvær akreinar í hvora átt og akstursstefnur aðskildar með veg- riði. Framkvæmdunum er ætlað að auka umferðarflæði og öryggi. Samkvæmt verkáætlun skal veg- urinn opnaður fyrir umferð á öllum fjórum akreinum eigi síðar en 15. september 2020 og verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2020. Er verkið á áætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið, öll langt undir kostnaðaráætlun, sem var 706 milljónir króna. Loftorka Reykjavík ehf. bauð lægst, krónur 490.380.000. Vegagerðin samdi við Loftorku í lok maí og hófu starfs- menn fyrirtækisins þá þegar fram- kvæmdir á verkstað. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Vegaframkvæmdir Starfsmenn Loftorku vinna af fullum krafti að breikkun Vesturlandsvegar. Lágafellskirkja sést ofarlega til hægri. Opnað verður fyrir umferð á fjórum akreinum í september. Vegabætur í Mosfellsbæ Hægari umferð Dregið er úr umferðarhraða meðan á framkvæmdum stendur og vegfarendur hvattir til aðgæslu. Um þessar mundir er styrkur út- fjólublárrar geislunar frá sólu í há- marki á Íslandi. „Við minnum fólk á að verja sig gegn geislun sólar, t.d. með flíkum, sitja í skugga, nota sólarvörn og tak- marka þann tíma sem fólk er óvarið í sól. Minna má sérstaklega á börnin í þessu sambandi,“ segir í frétt á heimasíðu Geislavarna ríkisins. Svokallaður UV-stuðull segir til um styrk sólarinnar. Daglega eru birtar tölur um áætlaðan styrk út- fjólublárrar geislunar á Íslandi á vef Geislavarna á slóðinni uv.gr.is. UV-stuðullinn er ekki aðeins breytilegur eftir árstíma heldur einnig yfir daginn og nær hann há- marki þegar sól er hæst á lofti, í kringum hálftvö á daginn. Ástæða er til að nota sólarvörn þegar UV-stuðull er 3 eða hærri og á það við drjúgan hluta dagsins. Spáin gildir fyrir heiðskírar aðstæður en þykka skýjahulu þarf til að deyfa UV-geislun að ráði. Sé stuðullinn 2 eða hærri getur verið full þörf á sólarvörn ef verið er lengi úti í sól- inni eða ef húð er viðkvæm. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hvetja fólk til að gæta sín í sólinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.