Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 1

Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  166. tölublað  108. árgangur  ÓDÝRT OG GOTT Í NÆSTU VERSLUN NETTÓ! Kjúklingalundir 700 gr 989KR/PK ÁÐUR: 1.799 KR/PK Appelsínur 175KR/KG ÁÐUR: 349 KR/KG Folaldagrillsteik Smjörlegin 1.899KR/KG ÁÐUR: 3.798 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 16. - 19. júlí -50% -45% -50% FJÖLDI SAFARÍKRA SUMARRÉTTA ÆVINTÝRALEG MÁLVERK TJÁIR SIG OPINSKÁTT UM ÞUNGLYNDI SÝNING Á KLEIFUM 58 JÓNA HEIÐDÍS 12GRILLBLAÐIÐ 8 SÍÐUR  Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom smituð heim frá Bandaríkjunum 17. júní, en greindist smitlaus í skim- un við landamærin. Grunlaus um smitið spilaði hún tvo knattspyrnu- leiki, fór í tvær útskriftarveislur og naut lífsins í faðmi fjölskyldu og vina, nýkomin heim úr fjögurra ára há- skólanámi í Bandaríkjunum. Hana óraði þá ekki fyrir því að brátt yrði nafn hennar á allra vörum í tengslum við fyrsta innanlandssmit kórónu- veirunnar á Íslandi svo mánuðum skipti. Eftir símtal frá Bandaríkj- unum um að vinkona hennar væri smituð fór hún í skimun og fékk óvænt jákvæða niðurstöðu á fimmtu- deginum. Rétt eftir að niðurstaðan barst fékk hún skilaboð frá vini: „Ert þú með COVID-19?“ Nafn hennar var komið á forsíðu fotbolta.net, ásamt mynd. „Íslandsmótið í upp- námi?“ stóð í fyrirsögn. Andrea brotnaði saman, eins og hún lýsir í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið. »6 Morgunblaðið/Árni Sæberg COVID-19 Andrea greindist ekki í sýnatöku og taldi því óhætt að taka þátt í samfélaginu. Brotnaði niður þegar hún var nafngreind  Kórónuveiran kemur ekki í veg fyrir að sextíu nemendur á vegum fyrirtækisins Soccer & Education USA haldi til Bandaríkjanna í haust í nám. Fyrirtækið var stofnað árið 2015 og hefur frá þeim tíma hjálpað til við að útvega styrki fyrir ungt knattspyrnufólk í háskólanám í Bandaríkjunum. Nemur samanlögð upphæð styrkjanna með þeim nem- endum sem halda út í haust 3,5 milljörðum króna. Að sögn Brynjars Benedikts- sonar, annars stofnenda fyrir- tækisins, veigra nemendur sér ekki við að halda vestur um haf þrátt fyrir vöxt faraldursins þar í landi en auðvitað hafi einhverjir áhyggj- ur. „Krakkarnir munu búa á heima- vist og eru í öruggu og afmörkuðu umhverfi enda ná skólastjórnendur að stýra umferðinni þar,“ segir Brynjar. »33 60 leikmenn á leið til Bandaríkjanna Danir, Norðmenn, Finnar og Þjóðverjar geta frá og með deginum í dag komið inn í landið án tillits til heilsufars. Þeir bætast við Grænlendinga og Færeyinga, en þau lönd voru þegar talin áhættulítil svæði með tilliti til kórónuveirunnar. Nú þurfa þessir hópar hvorki að fara í sóttkví við kom- una til landsins né í sýnatöku til að sleppa við sóttkvína, eins og verið hefur. Sóttvarnalæknir boðaði þessa breytingu fyrir aðeins tveimur dögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spyrja hvorki kóng né prest né sóttvarnalækni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir veikingu krónunnar síðustu daga munu styðja greinina. Jafnframt hafi sala umfram spár frestað gjaldþrotum í greininni. Nú sé útlit fyrir að „mikil gjaldþrota- hrina“ sé enn ekki hafin. „Það er aðeins byrjað. En fyrir- tækin eru líka byrjuð að nýta sér greiðsluskjólsleiðina. Það náttúrlega frestar vandanum,“ segir Jóhannes Þór. Að sama skapi sé ekki mikið um það enn þá að fyrirtæki í greininni séu að sameinast. „Ég held að við sjáum ekki þessa þróun fyrr en í haust,“ segir hann. Þá muni skýrast hvort mörg fyrir- tækjanna séu á vetur setjandi. Breytt skimun fagnaðarefni Jóhannes Þór segir kostnaðinn við Íslandsferð ekki úrslitaatriði. Hindr- anir, á borð við skimun, geti haft mikið að segja. Það muni því örva eftirspurn að hætt hafi verið að skima farþega frá fjórum löndum. „Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á þýska markaðinn að skimun hafi verið hætt. Það mun klárlega hafa þau áhrif að færri munu afbóka ferð- ir til Íslands,“ segir Jóhannes Þór. Þurfa veikari krónu Evran kostar nú um 160 krónur. Spurður hvort gengið þurfi að vera á þessum slóðum, svo ferða- þjónustan eigi sér viðreisnar von, segir Jóhannes Þór að „raunsætt á litið þurfi gengið að vera að minnsta kosti heldur veikara en það hefur verið undanfarin ár“. »6 & 32 Líflína fyrir fyrirtækin  Sala umfram spár frestar gjaldþrotum í ferðaþjónustu  SAF vill veikari krónu Gengi evru gagnvart krónu frá 1. júní 1. júní 15. júlí 2020 160 154 148 160,0 150,8 Heimild: Seðlabanki Íslands/mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.