Morgunblaðið - 24.07.2020, Page 14

Morgunblaðið - 24.07.2020, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur endurráðið 20% af því starfsfólki sem áður vann hjá fyrirtækinu. Arctic Adventures sagði upp öllu starfsfólki sínu í lok apríl sl. vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hafði á rekstur fyrir- tækisins. Þetta kemur fram í máli Styrmis Þórs Bragasonar, for- stjóra Arctic Ad- ventures, í sam- tali við Morgun- blaðið. Hann segir aðsóknina í ferðir fyrir- tækisins hafa verið meiri en von var á þegar útlitið var hvað svartast í miðjum faraldrinum, en fyrirtækið gerir nú ráð fyrir að veltan verði rúmlega þriðjungur af því sem hún var í fyrra, sem þá nam um sex milljörðum króna. „Þetta er betra en maður átti von á. Þetta er allt að þróast í rétta átt en auðvitað miklu minna en áður. Ef maður horfir einn og hálfan mánuð aftur í tímann þá er þetta mun betra en búast mátti við,“ segir Styrmir en hann til- kynnti starfsfólki tíðindin í vik- unni. Þriðjungur af veltunni í fyrra Að sögn Styrmis nemur fjöldi farþega 26% nú í júlí í samanburði við árið áður og hafa tekjurnar fallið í takt við það. Áætlar Styrm- ir að ársveltan verði 30-35% af því sem hún var í fyrra. Fyrirtækið stendur á móti ágætlega að hans sögn og ætlar sér að komast í gegnum þann skafl sem raunar öll ferðaþjónustan stendur frammi fyrir en nauðsynlegt sé að fleiri fyrirtæki sameinist og stækki ein- ingar sínar til að minnka yfir- stjórnunarkostnað. Arctic Adventures mun notast við verktöku í meiri mæli á næstu mánuðum að sögn Styrmis á með- an mesta óvissan ríkir. „Við munum vinna með verktaka í leið- söginni en umfang skrifstofunnar verður um 30% af því sem áður var,“ segir Styrmir. Íslensk eftirspurn skiptir máli Að sögn Styrmis hafa Íslend- ingar unnið á móti þeim samdrætti í eftirspurn sem óhjákvæmilega hlaust af minni straumi ferða- manna hingað til lands. Þó hafi Danir, Þjóðverjar og Norðmenn ásamt slæðingi af öðrum Evrópu- þjóðum verið duglegir að sækja ferðir fyrirtækisins. „Það sem við höfum lagt áherslu á fyrir Íslendinga hefur verið að skila sér. Íshellirinn á Langjökli hefur meira og minna verið fullur í allt sumar og það hefur verið upp- selt alla laugardaga. Snorkl í Silfru hefur einnig verið mjög vin- sælt sem og flúðasiglingarnar (e. rafting),“ segir Styrmir og bætir því við að þótt um takmarkaðan fjölda sé að ræða í stóra samheng- inu skipti þessi íslenska eftirspurn máli fyrir fyrirtækið. Spurður hvort ekki sé furðulegt að standa í ferðaþjónusturekstri á tímum kórónuveirunnar segir Styrmir: „Þetta er eins og að lenda á vegg. Það er ekkert öðruvísi og auðvitað eru þetta mjög sérstakir tímar. Næstu mánuðina mun þetta ráðast af því sem er að gerast í öðrum löndum,“ segir Styrmir. „Ég veit t.d. að núna á Möltu eru öll hótel full. Fyrst og fremst út af meira framboði á þeirri flugleið en þangað fljúga bæði Easy Jet og Ryanair mikið. Landamærin opn- uðust þar 15. júní og 15. júlí var allt orðið fullt,“ segir Styrmir. Hagnaður Arctic Adventures nam tæpum 750 milljónum króna í fyrra og var félagið metið á um 12 milljarða króna í ársreikningi Ice- landic Tourist Fund í fyrra. Arctic Adventures end- urræður 20% starfsfólks  Nauðsynleg samþjöppun í greininni fram undan segir Styrmir Þór Bragason Ljósmynd/Arctic Adventures Ferðaþjónusta Íshellirinn í Langjökli hefur verið vel sóttur í sumar og er vinsæll á meðal Íslendinga. Arctic Adventures » Er eitt stærsta ferðaþjón- ustufyrirtæki landsins og nam velta þess um sex millj- örðum króna í fyrra. » Áætluð ársvelta í ár nem- ur 30-35% af þeirri upphæð, eða um 1,8 til 2,1 m.a. króna. Hagnaður félagsins nam tæpum 750 milljónum króna í fyrra. » Var metið á um 12 millj- arða króna í ársreikningni Icelandic Tourism Fund í fyrra. » Sagði upp öllum starfs- mönnum í lok apríl í kjölfar kórónuveirunnar en endur- ræður nú 20% þeirra. Styrmir Þór Bragason Stoðtækjafyrirtækið Össur tapaði tæplega átján milljónum bandaríkja- dala á öðrum ársfjórðungi 2020, eða tæplega 2,5 milljörðum íslenskra króna. Það eru talsverð umskipti frá sama tíma á síðasta ári, en þá var fyrirtækið rekið með 22,6 milljóna dala hagnaði, eða sem nemur rúm- lega þremur milljörðum íslenskra króna. Eignir félagsins námu í lok tíma- bilsins 1,2 milljörðum dala, eða um 161,5 milljörðum íslenskra króna. Eignirnar aukast á milli ára, en á sama tíma í fyrra voru þær 1,1 millj- arður dala. Eigið fé Össurar nam í lok fjórð- ungsins 534 milljónum dala, eða 73 milljörðum króna. Eigið féð dregst saman milli ára, en á sama tíma í fyrra nam það 569 milljónum dala. Eiginfjárhlutfall Össurar er 45%. Tímabundin neikvæð áhrif Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í fréttatilkynningu að kórónu- veirufaraldurinn hafi leitt til tíma- bundinna neikvæðra áhrifa á eftir- spurn eftir stoðtækjum og spelkum og stuðningsvörum hjá fyrirtækinu. Þá segir Jón að sala Össurar hafi þó farið batnandi á öllum helstu við- skiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrar- kostnað okkar í fjórðungnum með aðhaldi á breytilegum kostnaði fé- lagsins,“ segir Jón. Össur tapaði 2,5 milljörð- um kr. á öðrum fjórðungi  Sala hefur farið batnandi eftir krefjandi aprílmánuð Morgunblaðið/Ómar Uppgjör Tekjur voru 18,5 ma.kr. ● Netsala hjá leiðandi breskum stór- markaðakeðjum, eins og Tesco og J Sainsbury, hefur vaxið mikið í kórónu- veirufaraldrinum, og það sama má segja um keðjur á Ítalíu og í Þýskalandi. Í grein um málið á vef The Financial Times segir að þrátt fyrir næstum tvö- földun á netsölu eigi keðjurnar erfitt með að reka netverslunina réttum meg- in við núllið. Ástæðan er hár kostnaður við dreifingu. Einnig kemur fram í grein- inni að eftir að faraldurinn hófst fór hlutfall breskrar netsölu á mat úr 7% í 13%, á átta vikum. Þá sýni rannsóknir Bain & Company að netsala í Þýska- landi og á Ítaliu hafi tvöfaldast og sé nú 2,9% og 4,3% af heildarverslun. Netsalan tvöfaldast en hagnaður ekki ● Nokkrar svipt- ingar urðu á ís- lenska hlutabréfa- markaðinum í gær. Flest félög hækk- uðu í verði, en önn- ur lækkuðu mikið, eins og Icelandair sem lækkaði um 6,63%. Úrvals- vísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 3,36%. Mest hækkaði verð hlutabréfa Arion banka, eða um 7,18% í 812 milljóna króna viðskiptum. Bankinn birti bráða- birgðauppgjör sitt fyrr í vikunni, sem var betra en búist hafði verið við. Gengi bankans er nú 70,20 krónur fyrir hvern hlut. Önnur mesta hækkun gærdagsins varð á bréfum Sýnar, eða 3,4% í 23 milljóna króna viðskiptum. Verð bréfa Sýnar er nú 24,3 krónur á hlut. Þriðja mesta hækkunin í gær varð svo á bréf- um fasteignafélagsins Eikar, en þau hækkuðu um 3,12% í 25 milljóna króna viðskiptum. Er gengi félagsins nú 7,6 krónur á hvern hlut. Gengi Arion, Eik og Sýn hækkuðu. Arion banki hækkaði um 7,18% í kauphöllinni STUTT 24. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 136.36 Sterlingspund 172.91 Kanadadalur 101.4 Dönsk króna 21.198 Norsk króna 14.943 Sænsk króna 15.386 Svissn. franki 146.25 Japanskt jen 1.2748 SDR 190.31 Evra 157.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.1548 Hrávöruverð Gull 1851.0 ($/únsa) Ál 1651.0 ($/tonn) LME Hráolía 44.03 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.