Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Vísindamenn á jörðu niðri hafa greint og nefnt samtals 37 eldfjöll á reikistjörnunni Venusi sem virðast hafa gosið nýlega og eru sennilega virk enn þann dag í dag. Ræða þeir um reikistjörnuna sem jarðfræði- lega atkvæðamikla en ekki útdauða veröld eins og löngum hefur verið talið að hún væri. Ný gögn renni stoðum undir þá kenningu að Venus sé sjóðheit innra. Rannsóknirnar beindust einkum að hringlaga fyrirbærum, coronae, sem munu hafa myndast við það að heit kvika vall upp á yfirborðið lengst innan úr plánetunni. Fyrir liggja vísbendingar um víðtækt jarðhnik og kvikuhreyfingar á yfir- borði Venusar, sagði rannsóknar- hópurinn í vikunni. Fjöldi vísindamanna hafði lengi talið Venus skorta skorpuhreyfing- ar á borð við þær sem jafnt og þétt mótuðu yfirborð jarðarinnar. Að reikistjarnan hafi í raun verið jarð- fræðilega óvirk undanfarinn hálfan milljarð ára. Nýja rannsóknin storkar þessum hugmyndum. Skimuðu ratsjármyndir „Rannsóknir okkar leiða í ljós að hluti iðrahitans er enn þess megn- ugur að ná upp til yfirborðsins, jafnvel í dag. Venus er klárlega ekki jarðfræðilega útkulnuð eða óvirk eins og áður var haldið,“ sagði Anna Gülcher, jarðvísindafræðing- ur við Þjóðarjarðeðlisfræði- stofnunina í Zürich í Sviss, um rannsóknir sérfræðinga stofnunar- innar og vísindamanna við Mary- land-háskólann í Bandaríkjunum. Hún er aðalhöfundur greinar um rannsóknirnar á Venus sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Nature Geoscience. Leidd voru í ljós jarðfræðileg sérkenni sem einungis gætu hafa verið fyrir hendi að þar hafi nýlega verið virk eldkóróna, nokkurs kon- ar renna er umlukt hefur svæðið. Skimuðu þeir síðan ratsjármyndir af Venusi sem Magellan-geimfarið tók á árunum 1900 til 1995 til að finna kórónur sem gætu passað við. Með hjálp þrívíddarhermilíkana var leitt í ljós hvernig kórónurnar mynduðust. 37 virk eldfjöll Af 133 kórónum sem rannsak- aðar voru reyndust 37 hafa verið virkar á síðustu tveimur til þremur milljónum ára, tímalengd sem í jarðsögunni er ekki lengri en augnablik. Þvermál þeirra að með- altali reyndist 200 kílómetrar. „Að mínu viti eru margar þessara formgerða í raun og sann virkar í dag,“ sagði jarðeðlisfræðingurinn Laurent Montesi við Maryland-há- skóla í Bandaríkjunum en hann er meðhöfundur fyrrnefndrar greinar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við get- um bent á sérstakar yfirborðsform- gerðir og sagt: „Sjáið til, þetta er ekki forsögulegt og útbrunnið eld- fjall heldur fjall sem er virkt í dag, í dvala kannski en ekki útbrunnið.“ Gjörbreytir kenningum Montesari bætti því við að nýja rannsóknin myndi gjörbreyta hug- myndum manna um Venus. „Frá því að halda að hún sé útdauð plá- neta í eina með ólgandi iður er get- ur fóðrað mörg eldfjöll.“ Kórónurnar eru aðallega runnið hraun og mikið misgengi er spann- ar stór hringlaga svæði. Margar hinna 37 liggja innan tröllaukins hrings í syðra hálfhveli Venusar, þar á meðal er hin risastóra kóróna Artemis, sem er um 2.100 kíló- metrar í þvermál. Þykir staðsetn- ingin í nágrenni miðbaugs Venusar geta bent til að umhverfis hana liggi „eldhringur“. Margt er það sem vísindamenn- irnir hafa ekki enn svör við, eins og til dæmis hversu langt er síðan eld- fjöll Venusar voru virk. „Það gæti verið frá einum degi upp í eins og tvær milljónir ára,“ sagði Montesi. Besta leiðin til að svara því er að senda rannsóknarfar til ástarstjörn- unnar heitu. Venus er næst jörðu af reiki- stjörnunum og ögn minni. Hún er hulin eitruðum skýjum úr brenni- steinssýru og er það heit við yfir- borðið að hitinn dygði til að bræða blý. Lífleg eldvirkni á Venusi  Ástarstjarnan reyndist heit innra og jarðfræðilega atkvæðamikil en ekki ísköld eins og talið hefur verið  Vísindamenn hafa nefnt 37 eldfjöll sem virðast hafa gosið nýlega og eru sennilega virk enn í dag Heit Á yfirborði Venusar er að finna 37 virk eldfjöll. Á myndinni sést kórónan Aramaiti, sem var virk nýverið, sem og er nálægt miðbaug reikistjörnunnar. Nýr veruleiki blasir við verði landa- mærum norrænu landanna lokað. Um það mál fjallaði norska blaðið Stavanger Aftenblad í gær og sagði norræna krísu blasa við. Varar blað- ið í forustugrein við því að norrænt samstarf verði látið fjara út og tor- tryggni leysi það af hólmi. Blaðið vitnar til þess að norrænu Evrópusambandslöndin hafi fækkað í norrænum sendinefndum sínum samhliða því að styrkja og byggja upp Evrópuskrifstofur sínar í ýms- um ráðuneytum. „Utanríkisverslunarráðherra Sví- þjóðar og sem fer með málefni nor- rænnar samvinnu í sænsku stjórn- inni, Anne Hallberg, bendir á í samtali við fréttastofuna NTB, að „lokuð landamæri og yfirlýsinga- árásir“ geti átt eftir að valda árekstr- um milli norrænu bræðraþjóðanna,“ segir Stavanger Aftenblad. Nefnir það, að Johan Strang, sér- fræðingur í norrænum málefnum við háskólann í Helsinki, segi það alveg nýtt að Norðurlöndin skuli bregðast við kreppu með því að loka landa- mærum. Fyrir tveimur áratugum hefðu löndin sest niður saman til að finna sameiginlega lausn. Þegar flóttamannakreppan þjakaði Evrópu árið 2015 hafi einmitt þannig verið brugðist við af hálfu Norður- landanna. Blaðið segir svekkelsi í samstarf- inu hafa verið lengi við lýði. Með af- námi vegabréfaeftirlits milli Norður- landanna á sínum tíma og viðurkenningu þeirra á ólíkri upp- byggingu opinberrar þjónustu land- anna hafi verið komist eins langt og unnt var. Enn dýpra samstarf gæti leitt til hagsmunaárekstra vegna ólíkrar forgangsröðunar norrænu landanna vegna ESB-aðildarinnar. „Löndin öll verða að viðurkenna að þegar Svíar og Finnar völdu aðild eins og Danir áður byrjaði norræna samstarfið að gliðna,“ segir Stav- anger Aftenblad. Norðmenn og Íslendingar hafa sem aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) einnig valið ESB sem mikilvægari tengil. „Við höfum tekið stöðugleika norrænnar sam- vinnu sem gefinn,“ hefur blaðið eftir Önnu Hallberg. Blaðið segir loks að norræna samstarfið sé eitt af bestu dæmum heims um vel heppnað fjöl- þjóðlegt samstarf. Tími sé kominn til að norrænu löndin öll beiti sér af krafti til að koma samstarfinu aftur á rétt spor. Krísa sögð í norrænu samstarfi  „Höfum tekið stöðugleika norrænnar samvinnu sem gefinn“ Gríska þingið samþykkti í gær að hafin skyldi sakardómsrannsókn á hendur fyrrverandi aðstoðar- ráðherra, vinstrimanninum Dimitris Papangelopoulos. Hann er sakaður um að hafa misbeitt ráðuneytismönnum í máli sem snýst um meiriháttar mútu- starfsemi. Kemur svissneska lyfja- fyrirtækið Novartis við sögu máls- ins. Tillöguna samþykktu 177 þingmenn hægri- og miðflokka, en á þinginu í Aþenu sitja 300 menn. Papangelopoulos var aðstoðar- ráðherra í dómsmálaráðuneytinu 2015 til 2019. Ákæruliðirnir í þing- tillögunni voru átta, m.a. um mis- notkun valds og brot á ráðherra- skyldum. Eftir er að ákveða hvort hann verði dreginn fyrir sérstakan rétt. Alexis Tsipras, fyrrverandi for- sætisráðherra, og samflokksmenn hans gengu út úr þingsalnum við atkvæðagreiðsluna, ásamt þing- mönnum fjögurra smáflokka. Viðriðinn spillingarmál Pap- angelopoulos er fjöldi stjórnmála- manna, um 100 læknar og um 30 háttsettir embættismenn. Málið kom upp eftir að hægristjórn Kyriakos Mitsotakis tók við völd- um í fyrra af stjórn Tsipras. Olli það pólitísku gjörningaveðri eftir að í ljós kom að hlífa ætti mönnum sem í upphafi vitnuðu um að hátt- settir embættismenn hefðu hjálpað Novartis til að komast í einok- unarstöðu á gríska lyfjamarkað- inum. GRIKKLAND Aþena Pólitísk mótmæli í borginni. Sóttur til saka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.