Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Ljósaskilti fyrir þitt fyrirtæki LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum 60 ára Elín ólst upp í Reykjavík og á Hallgils- stöðum í Hvítársíðu en býr í Reykjavík. Hún er heilbrigðisgagnafræð- ingur á gjörgæslunni á Landspítalanum í Foss- vogi. Elín situr í stjórn stéttarfélagsins Sameyki. Maki: Hallbjörn Þráinn Ágústsson, f. 1954, vélvirki hjá Icelandair. Börn: Jóhanna, f. 1980, og Benjamín, f. 1982. Barnabörnin eru tvö. Foreldrar: Jóhannes Halldór Benjamíns- son, f. 1933, d. 2008, verkamaður, og Ása Jóhanna Sanko, f. 1940, fv. hótel- stjóri á Hótel Eddu og matráður í Haga- skóla, búsett í Reykjavík. Elín Helga Jóhannes- dóttir Sanko Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er þér óhætt að setja markið hátt ef þú gætir þess aðeins að ganga ekki fram af þér. Klappaðu þér á bakið fyrir að reyna svona á þig og slakaðu svo á í kvöld. 20. apríl - 20. maí  Naut Eitthvað er að brjótast um í þér og nauðsyn að þú fáir málin á hreint sem fyrst. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt það sé mikið að gera hjá þér þessa dagana þarftu að gefa þér tíma til að slappa af og skemmta þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er allt í lagi að baða sig í að- dáun annarra ef henni er tekið með réttu hugarfari. Næstu fjórar vikur verður þú lukkunnar pamfíll. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er ekki hlátur í hug í dag og glens og gaman á ekki upp á pallborðið. Haltu þínu striki en mundu að ekki er allt gull sem glóir. Taktu þeim fagnandi því allt er breytingum háð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert fullur af krafti og iðar í skinn- inu eftir að koma öllu því í verk sem hefur verið á biðlistanum. Rómantíkin blómstrar. Hafðu hugfast að flest dæmum við foreldra okkar óþarflega hart. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú getur hagnast á því að taka á þig nýjar skyldur. Njóttu þess en vertu ekki að slá um þig að óþörfu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að huga að framtíð- inni og tryggja stöðu þína sem best. Sættið ykkur við það að stundum getur maður ekki gert nema eitt í einu. Láttu aðra ekki tefja þig að tilefnislausu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Aðrir geta ekki hjálpað þér nema þú leyfir þeim það. Settu skýr mörk svo þú getir haldið þig á áætlun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er hollt að hafa í huga að allt sem þú gerir opinberlega setur sitt mark á það hvert mat aðrir gera sér um þig. Gættu þess að blandast ekki persónulega í málið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag. Hér er greinilega þörf á málamiðlunum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er eins og allt sleppi fyrir horn hjá þér í dag. Gefðu þér bara tíma til að sjá aðstæður út og sigrast á þeim. Sigurði Magnúsi Finnssyni og Guð- rúnu Benónýsdóttur. Fólk var að gefa út bókverk en það vantaði vett- vang fyrir þau og við ákváðum að vera sá vettvangur. Svo hef ég setið í nánast öllum nefndum sem hægt er að hugsa sér. Ég fór aldrei út í mast- ersnám heldur tók vesenismaster hér heima í íslenskri myndlistarsenu. Ég fór til Seyðisfjarðar og var fram- kvæmdastjóri Skaftfells í eitt ár í af- leysingum, svo var ég í stjórn Ný- listasafnsins og SÍM og KÍM [Samband íslenskra myndlistar- manna og Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar] og kenni bæði í Listaháskólanum og Myndlistaskóla Reykjavíkur, en ég er búin að taka mér góða pásu frá nefndum í mörg ár.“ H ildigunnur Birgisdóttir fæddist 24. júlí 1980 í Reykjavík og ólst upp í Kleppsholti. Hildi- gunnur segist hafa verið frekar skrítið barn og sveim- hugi. „Ég var frekar einræn og gleymdi að mæta á æfingar en ég æfði badminton og á fiðlu, en gleymdi stund og stað og týndi öllu sem ég átti. Ég var dýrasjúk og það var borgað undir mig til að fara í sveit í nokkrar vikur þegar ég var tíu ára. Reyndar stóð ég mig svo vel að ég fékk að vera lengur og gæta kúnna þegar stelpan sem átti að gæta þeirra fór á verslunarmannahelgardjamm,“ en bærinn var Vorsabær í Flóa. Hildigunnur gekk í Ísaksskóla, þá Laugarnesskóla. Fjölskyldan bjó síð- an eitt ár í Danmörku og þar gekk Hildigunnur í Skolen ved Bullowsvej á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Hún sneri aftur til Íslands og lauk grunnskólamenntun í Laugalækjar- skóla. Þá lá leiðin upp í Breiðholt þar sem Hildigunnur stundaði nám á eðl- isfræði- og myndlistarbraut og varð stúdent 2000. Hún fór þaðan í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist árið 2003. „Ég ætlaði í eðlisfræði í háskóla en svo var eitthvað svo spennandi að fara í myndlistina og ég endaði þar. Ég er alltaf að reyna að fá nýtt sjónarhorn á heiminn í list minni, svipað því sem eðlisfræðingar eru að reyna að gera,“ segir Hildigunnur þegar hún er spurð hvort eðlisfræðin hafi nýst henni í myndlistinni „Ég tók líka nokkrar annir í heimspeki og það hefur nýst mér. Það er einhver for- vitni sem er drifkrafturinn í listinni minni sem er svipaður og þegar ég var að sýsla við eðlisfræðina.“ Myndlistarferillinn Hildigunnur hefur alla tíð starfað af krafti í íslenskri myndlistarsenu, allt frá listkennslu, bókaútgáfu, nefndarstörfum til sýningarstjórn- unar, nú síðast annar sýningarstjóri Sequences 2019 ásamt kollega sínum Ingólfi Arnarssyni. „Ég stofnaði bókaútgáfuna Útúrdúr og verslun ásamt Auði Jörundsdóttur, Pétri Má Gunnarssyni, Þórunni Hafstað, Hildigunnur hefur þó einkum lagt áherslu á eigin listsköpun. Hún byrj- aði að gera agnarsmáa skúlptúra sem eru samsettir úr fundnum efnum og fæst reyndar stundum enn við alls kyns smælki. Í verkum sínum hefur Hildigunnur rannsakað flókin kerfi með notkun hrekklausra eða jafnvel barnslegra tenginga. Hún leikur sér með spennuna sem myndast getur milli þarfar okkar til að útbúa óhlut- bundin þekkingarkerfi og líkamlegra þolmarka skynkerfa okkar. Fyrsta einkasýning Hildigunnar var Hring eftir hring og var sýnd í Skaftfelli 2004. Síðan hefur hún hald- ið í kringum 15 einkasýningar og tek- ið þátt í fjölmörgum samsýningum. Síðasta einkasýning hennar, Univer- sal Sugar, sem hún vann með Lista- safni ASÍ, var tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna 2020 og var sýningartvenna sem var haldin í tveimur íbúðum, annars vegar í Garðabæ og hins vegar í Vestmanna- eyjum. Í tómum íbúðunum hafði Hildigunnur komið fyrir, eftir per- sónulegu kerfi, ýmsum fjölda- framleiddum hlutum sem virkjuðu rýmið með áhugaverðum og glettn- islegum hætti þar sem áhorfandinn fór um eins og gestur í leit að íbúð að kaupa. Og það var markviss speglun milli innsetninganna þar sem lista- konan beitti „ómerkilegum efniviði“ – svo sem pappaglösum, innkaupapok- um, minnismiðum – til að skapa eftir- minnilega tímabundna listupplifun í íbúðunum, eins og sagði í umsögn dómnefndar. „Ég er núna að reka sýningar- rýmið Open með Unu Margréti Árna- dóttur, Erni Alexander Ámundasyni og Arnari Ásgeirssyni. Þetta er vinnustofan okkar sem við breytum í sýningarrými og höfum staðið fyrir nokkrum sýningum á ári og öðrum viðburðum og það sem er fram undan er að standa fyrir fleiri sýningum þar og svo verður einkasýning bráðum í i8 galleríi,“ en Hildigunnur er á mála hjá i8. Svo er Hildigunnur að fara að gefa út bók um verk sín. Listin er svo skrítin að hún yfir- tekur allt,“ segir Hildigunnur spurð út í áhugamálin. „Ég vakna sem lista- maður, sofna sem listamaður og ég er Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarkona – 40 ára Myndlistarkonan Hildigunnur á sýningu sem hún hélt í i8 galleríi árið 2017. Forvitni er drifkrafturinn Fjölskyldan Í flugvél á leiðinni til Hollands árið 2017. 50 ára Þórunn er Hafnfirðingur, ólst upp í Norðurbænum en einnig í Keflavík á ung- lingsárunum. Hún býr á Völlunum í Hafnar- firði. Þórunn er iðju- þjálfi að mennt frá Iðjuþjálfaskólanum í Kaupmannahöfn og er iðjuþjálfi á Kleppi. Synir: Ingvar Hermannsson, f. 2002, og Friðrik Hermannsson, f. 2004. Bróðir: Sigurður, 1967, líffræðingur, bú- settur í Árbænum. Foreldrar: Ingvar Friðriksson, f. 1944, fv. skipstjóri, og Erla Fríður Sigurðardóttir, f. 1946, tækniteiknari. Þau eru búsett í Garðabæ. Þórunn Sif Ingvarsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Ragnar Erik Heimisson fæddist 17. júlí 2019 kl. 14.41 í Reykjavík. Hann vó 2.514 g og var 48 cm að lengd. Foreldrar hans eru Heimir Jóns- son og Hörn Ragnars- dóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.