Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Side 13
26.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Mireya segir oft stórt og vandasamt verk- efni að setja saman verk nokkurra listamanna á sýningu. Af því hafi hún reynslu sem list- rænn stjórnandi alþjóðlega tvíæringsins Ferskra vinda, sem nefndur er hér á undan. „Þá þarf að setja allt saman þannig að allir séu ánægðir. Þess vegna hef ég núna látið pabba taka sína stefnu og unnið svo í kringum og út frá henni til þess að fá heildarmynd á þetta.“ Baltasar segir litinn á veggjunum í Hlöðunni sérstakan. Hann sé grár, alveg hrá stein- steypa. Spennandi sé að hengja upp í slíku rými. „Margir á kúpunni“ Þegar líður á seinni hluta samtalsins ber kór- ónuveiruna blessuðu og áhrif hennar á góma. „Það voru sex sýningar hjá mér sem fóru út af borðinu,“ segir Mireya og segir þessa sýningu sennilega eina verkefni sitt á þessu ári. „Við erum bara heppin að fá að gera þetta því við vitum að það koma ekki alltof margir og Víðir verður ekki reiður,“ segir hún glettin. Verkefnaleysið hefur áhrif á marga innan myndlistargeirans. „Við erum háð því að kom- ast út með verkin okkar, sýna þau og selja,“ segir Mireya. Hún átti að vera fulltrúi Íslands á menningarhátíð í Tókýó í aðdraganda Ól- ympíuleikanna í borginni, sýningunni í Japan sem nefnd var hér á undan. Það átti að vera í apríl en ekkert varð úr og eru verkin nú föst þar. „Þetta verður ekki þannig að það verði hægt að ýta öllu fram og halda svo áfram þeg- ar allt fer af stað, því öll söfn og allir sýning- arstaðir eru bókuð tvö eða þrjú ár fram í tím- ann. Það verður því hætt við margar sýningar,“ segir hún. „Ég átti að vera með mjög mikilvæga sýningu í París í haust. Ég heyri ekkert í þeim. Þau svara ekki einu sinni póstum af því það líður öllum svo illa yfir að geta ekki sagt neitt.“ Eitthvað er um sýndarveruleikasýningar. „Auðvitað er það eitthvað en kemur aldrei í staðinn fyrir alvörusýningar, bara viðbót. Eitt af því sem margir myndlistamenn óttast er að þetta verði framtíðin. Að við lifum í ein- hverjum sýndarheimi með listina.“ Margir eru hræddir um sitt lífsviðurværi. „Og margir bara á kúpunni. Fólk sem er með vinnustofu á leigu þarf enn að borga leiguna. Það er það sem er ólíkt með okkur og tónlist- armönnum. Það hefur verið rætt hvað þeir hafi það bágt því þeir eru háðir samkomum og rými. En tónlistarmaðurinn er kannski bara með eitt hljóðfæri. Við erum með vinnustofur og efniskostnað, við erum eins og lítil fyrir- tæki. Kostnaður sem við þurfum að borga í hverjum mánuði og komumst ekki undan hvort sem við höfum tekjur eða ekki.“ Þá segir Mireya ekki nægan stuðning vera að fá frá stjórnvöldum. „Þau átta sig ekki á því – skiljanlega því þau þekkja ekki þennan heim – hvað það er sem myndlistarfólk þarf til að lifa af.“ Það þurfi að hafa verkefni til að hægt sé að sækja um styrki frá ríkinu vegna farald- ursins. En hvernig er það hægt þegar engin verkefni er að fá? „Hvernig áttu að sækja um styrk fyrir verkefni sem er ekki lengur til stað- ar? Ég held að aðeins örfáir „styrkjaklárir“ hafi náð að sækja um þetta,“ segir Mireya. „Þetta er mjög erfið staða fyrir alla einyrkja.“ Annars hefur faraldurinn haft minni áhrif á vinnuna sjálfa. „Maður hefur lifað Covid-lífi allan sinn feril því maður er alltaf að vinna einn,“ segir Mireya. „Annaðhvort sleppir maður því að vinna með Covid-konseptið eða maður tekur sér tíma til að melta það, held ég. En ég held samt að allir séu komnir með svo mikið ógeð á því að það langi engan til að vinna með það. Það er ekki skemmtilegt verkefni,“ segir hún. Mögu- leiki sé á því seinna. „Kannski þegar maður sér hverjar afleiðingarnar af því eru. Það eru allir að vona að þetta hafi eitthvað jákvætt í för með sér líka.“Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vættir voru sagðar fylgja mönnum og passa þá. Þær voru krafturinn á bak við mennina. Hér má sjá mynd Baltasars af sýningunni. Þessi er vísun í síðasta örninn sem verpti í Lóndröngum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.