Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 1
Snorri Másson snorrim@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sér fram á að fram fari póli- tísk umræða á Alþingi um þær bráðabirgðaráðstafanir sem heil- brigðisráðherra hefur kveðið á um undanfarið vegna kórónuveirunn- ar. Hún segir þó ljóst að ríkar lagaheimildir séu fyrir aðgerðun- um hingað til. Sigríður Á. Ander- sen, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi ákvarðanir ríkisstjórnarinnar á laugardaginn og sagði að það kæmi á óvart að eftir hálfs árs far- aldur hafi sóttvarnaaðgerðir ekki enn komið á borð löggjafans. Birgir Ármannsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar í grein í Morgunblaðinu í dag að ráðherra hafi lagaheimild til þess að grípa til slíkra aðgerða á þessu sviði en að í ákveðnum til- vikum geti verið álitamál um hvort nægilega skýra heimild sé að ræða. Hugsanlegt sé að opin og al- mennt orðuð lagaheimild dugi ekki þegar um er að ræða „tilteknar íþyngjandi ákvarðanir“. Þá kunni að reyna á aðkomu löggjafans. Katrín Jakobsdóttir segir í sam- tali við Morgunblaðið: „Heimildir til að grípa til sóttvarnaráðstafana eru mjög afgerandi í íslenskum sóttvarnalögum sem og skylda sóttvarnalæknis til að gera tillögur um slíkar aðgerðir. En ég tel ekki nema eðlilegt að við eigum póli- tíska umræðu um þessar aðgerðir þegar þing kemur saman.“ Hún segist fagna umræðu um þessi mál og segir að ríkisstjórnin standi öll við ákvörðunina um að herða skim- anir á landamærunum. Þing kem- ur saman 27. ágúst. Fyrsta aflétting ein sýnataka Nýtt fyrirkomulag tekur gildi á miðvikudag þar sem allir komu- farþegar til Íslands þurfa að fara í tvær skimanir áður en þeim er hleypt út í samfélagið. Ekki hefur komið fram hve lengi þessar regl- ur muni gilda en Katrín segir að þegar öruggt verði talið að gera einhverjar breytingar á því, verði það fyrst gert þannig að farþegum frá öruggum svæðum verður hleypt inn í landið eftir eina sýna- töku í stað tveggja. Bjarnheiður Hallsdóttir, formað- ur Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nýju aðgerðirnar setji al- gerlega í uppnám það sem farið var að byggjast aftur upp hægt og rólega. »2, 14 og 15 Umræðan færist inn í þingið  Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja að sóttvarnir komi til umræðu í þinginu  Forsætisráðherra sam- mála en segir heimildir ríkar til bráðabirgðaaðgerða  Hertar aðgerðir setja ferðaþjónustu í uppnám Morgunblaðið/Eggert Pólitík Neyðarástandi er lokið vegna veirunnar hér á landi. Forsætisráðherra var frummælandi á fundi á föstudaginn, þar sem þríeykið var á hliðarlínunni. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Jarðeðlisfræðingur frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar Veðurstofu Íslands og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru í gær með þyrlu upp á Grímsfjall til að kanna þar aðstæður. Snjór í kringum staur sem tengdur er GPS-mæli á fjallinu var farinn að bráðna, en við það hallaði staurinn og benti það til þess að hlaup væri að hefjast undan Grímsvötnum. GPS-mælar sýndu svo í kjölfar- ið hækkun á yfirborði á ný og er því ekki talið á þessum tímapunkti að hlaup sé að hefjast. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ís- lands var um „falska viðvörun“ að ræða og allt virðist vera með kyrrum kjörum við Gríms- vötn eins og staðan er núna. Hópur almanna- varna, Veðurstofu og Gæslunnar lagaði búnað á fjallinu, meðal annars vefmyndavél sem er þegar farin að senda myndir sem settar verða á opinn vef. Gasmælingar voru gerðar á staðn- um og verður unnið úr niðurstöðum þeirra í dag. Þá voru rafsviðsmiðlar einnig tengdir. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni, segir að þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu bendi ekki til þess að hlaup sé að hefjast í Grímsvötnum. Meira áhyggjuefni sé mögulegt gos á svæðinu, en skyndilegur þrýstingsléttir vegna jökulhlaups getur hleypt af stað gosi að sögn Einars. Björgvin Harðarson, bóndi á Hunkubökkum, segist fylgjast vel með gangi mála, en hann hafi ekki miklar áhyggjur á meðan ekki kemur hlaupvatn. Ef fer að gjósa ræður vindáttin úr- slitum, en Björgvin segist vona að gos verði ekki fyrr en í vetur svo landið verði tilbúið næsta vor. Fyrirhugað er að hópur frá Veður- stofu Íslands fari aftur að Grímsvötnum á þriðjudag. »7 Hallandi staur hleypti öllu af stað  „Fölsk viðvörun“ benti til þess að hlaup væri að hefjast undan Grímsvötnum  Áfram fylgst vel með gangi mála  Gos á svæðinu meira áhyggjuefni á þessari stundu  Grímsvötn tilbúin í gos Ljósmynd/Landhelgisgæslan Horft yfir Breytingar á stöðu íshellunnar sem GPS-mælingar sýndu ollu því að talið var að hlaup væri að hefjast í Grímsvötnum. Hækkun á yfirborði á ný bendir til þess að hlaup sé ekki að hefjast. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Útsýni á flugi Gos í Grímsvötnum þykir meira áhyggjuefni en jökulhlaup á þessari stundu. Skyndilegur þrýstingsléttir vegna jökulhlaups getur hleypt af stað gosi úr eldstöðinni. M Á N U D A G U R 1 7. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  192. tölublað  108. árgangur  ÖNNUR ÞRENNAN Í EFSTU DEILD ALHLIÐA FRÓÐLEIKUR UM ÞÖRUNGA MAN VEL EFTIR HEKLUGOSINU ÁRIÐ 1980 FÆÐA ÚR FJÖRU 28 NÝR DEILDARFORSETI 10AGLA MARÍA 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.