Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við gerð hringtorgs á hættulegum gatnamót- um á hringveginum á Suðurlandi. Um er að ræða gatnamót Hringveg- ar (1), Landvegar (26) og Ásvegar (275). Unnt var að fara í þetta verk eftir að viðbótarfjárveitingar fengust til vegaframkvæmda sl. vor vegna kórónuveirunnar. Á þessum gatnamótum hafa orðið slys og óhöpp í gegnum árin. Árið 2002 varð þarna mjög alvarlegt slys þegar þrjár konur létust þegar bif- reið þeirra lenti í árekstri við rútu. Í skýrslu Línuhönnunar frá des- ember 1999 um lagfæringu á slysa- stað sem Rögnvaldur Jónsson, for- stöðumaður hjá Vegagerðinni, lét vinna stendur: „Verslun er staðsett á horni Suðurlandsvegar og Landvegar og er mjög nálægt vegamótunum. Á Suðurlandsvegi að vestan er komið upp brekku, en flatt er að austan. Verslunin er alveg við veginn, sem skyggir mikið á útsýni til austurs fyr- ir umferð, sem kemur eftir Land- vegi.“ Umrætt verslunarhús stóð rétt við veginn. Það var reist árið 1947. Húsið skemmdist mikið í Suðurlands- skjálftanum árið 2000. Fyrri söluskáli var rifinn Í skýrslu fyrrverandi samgöngu- ráðherra um framkvæmd samgöngu- áætlunar 2004 stendur: „Gamall söluskáli sem var þétt við veginn var keyptur til niðurrifs. Sjónlínur við gatnamótin voru lagað- ar og settar miðeyjar á hliðarvegi við gatnamótin, auk þess sem sett voru niður undirgögn fyrir hestaumferð eða aðra stórgripi. Lagfæring vegar- ins var unnin í ágúst 2004 en húsið rifið í ársbyrjun 2005.“ Hjónin Pálína Kristinsdóttir og Bergur Sveinbjörnsson hafa um ára- bil rekið söluskálann á Landvega- mótum. „Gamla húsið fór illa í jarð- skjálftanum árið 2000 og fékk að víkja þegar við fluttum í nýja húsið. Það var enda barn síns tíma og stóð aðeins fjóra metra frá veginum,“ sagði Pálína í viðtali við Fréttablaðið árið 2018. Eftir Suðurlandsskjálft- ann festu hjónin kaup á gömlum leik- skóla sem stóð á móts við Landspít- alann við Hringbraut og breyttu honum í söluskálann sem nú stendur við Landvegamót. Við skálann eru bensíndælur frá Olís. Auk þeirra lagfæringa sem sagt er frá hér að ofan hefur fleira verið gert til að reyna að auka öryggi á vega- mótunum. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða bættar merkingar. Ljóst var að meira þyrfti að gera til að auka umferðaröryggi og voru fleiri minni háttar umferðaröryggis- aðgerðir í undirbúningi. Þrátt fyrir umbætur urðu enn slys á þessum gatnamótum. Skemmst er að minnast að í nóvember í fyrra varð tveggja bíla árekstur skammt vestan gatnamótanna og þurfti að flytja far- þega með þyrlu til Reykjavíkur. „Gerð hringtorgs á þessum stað er mikilvæg öryggisaðgerð sem unnt var að fara í eftir að viðbótarfjárveit- ingar fengust nú í vor,“ segir í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn. Í maí sl. auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í gerð hringtorgs á mótum Hringvegar (1), Landvegar (26) og Ásvegar (275), auk minni háttar breytinga allra aðliggjandi vega. Fjögur tilboð bárust í verkið. Það lægsta var frá Aðalleið ehf. í Hvera- gerði, tæpar 144 milljónir. Vegagerð- in gekk til samninga við fyrirtækið og eru framkvæmdir hafnar. Verklok eru áætluð seinni hluta þessa árs. Hringtorg sett á hættuleg gatnamót  Vegagerðin hefur ráðist í vegabætur á Hringveginum við Landveg  Á þessum gatnamótum hafa orðið alvarleg slys Landvegamót Húsið sem áður stóð þétt við veginn var rifið árið 2005. Vegamót Hringvegar, Landvegar og Ásvegar Kortagrunnur: OpenStreetMap Hringvegur (Suðurlandsvegur) La nd ve gu r Ás ve gu r Söluskálinn Landvegamót Strætisvagnabiðstöð á hringtorgi við Hádegismóa hefur ekki verið í notk- un frá því í nóvember, þegar á dag- inn kom að samkvæmt umferðarlög- um megi biðstöðvar ekki vera í hringtorgum. Sú umræða hófst vegna strætóbiðstöðvar á Hagatorgi í Vesturbæ en átti jafn vel við í Há- degismóum. Biðstöðin var því færð inn á götu, Hólmsheiði, en ekki skýl- ið með. Það stendur á sama stað, á meðan biðstöðin er komin um hundr- að metra frá, auðkennd með staur. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, segir að það sé á listanum að færa skýlið frá staðsetningu gömlu biðstöðvarinnar til hinnar nýju, en að þetta sé ekki framarlega í forgangsröðinni á að- gerðalistanum. Biðstöðin sé ekki mikið notuð og að hægt sé að vera í skjóli frá verstu veðrum í skýlinu þar til strætóinn nálgast og þá færa sig að nýju stöðinni. Hún segir þó leið- inlegt að hafa skýlið á þessum stað og vonast til að það verði fært að stöðinni. Að auki segir Guðbjörg að í leið- arbreytingum sem eru í undirbún- ingi hjá Strætó séu hugmyndir uppi um að fjarlægja biðstöð alfarið frá þessari staðsetningu, þannig að þeir sem væru í Hádegismóum þyrftu að komast hinum megin við Suður- landsveg til þess að ná þar strætó. Það sé þó ekki meitlað í stein. Hvað sem öllu líður verður bið- stöðin ekki færð aftur inn í hring- torg, enda má hún ekki vera þar nema með sérstöku samþykki lög- reglu og Vegagerðarinnar, sem hef- ur aðeins fengist í tilfelli biðstöðv- arinnar á Hagatorgi. Sú fær að standa. snorrim@mbl.is Áfram aðskilnaður skýlis og stöðvar  Um hundrað metr- ar frá skýli til eigin- legrar biðstöðvar Morgunblaðið/Snorri Skýli Svo langt er frá skýli til stöðv- ar að staurinn sést vart á mynd. Búrfellslundur, þar sem Lands- virkjun áformar að reisa vindmyllur, hefur verið endurhannaður í sam- ræmi við ábendingar sem bárust í umhverfismati. Fram kemur á vef Landsvirkj- unar að lundinum hafi verið valinn nýr staður, hann verði mun minni en ráðgert var í fyrstu, eða um 18 km² í stað 33 km² og vindmyllur verða um 30, í stað 67 áður. Þá verði lundurinn ekki sýnilegur frá Stöng eða Gjánni og með því að reisa vindmyllurnar norðan við Sprengisandsleið og Landveg skerðist ekki útsýni að Heklu. Þá segir á vef fyrirtækisins, að nýr Búrfellslundur sjáist ekki frá bílastæðinu við Háafoss eins og áður var og sé lítt sjáanlegur frá gatna- mótum Landvegar og Landmanna- leiðar. Í biðflokki Í tillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar var Búr- fellslundur settur í biðflokk. Meg- inrökin voru það mat faghóps 2 að vindmyllurnar myndu hafa mikil áhrif á ferðasvæði. Taldi faghóp- urinn þennan kost hafa meiri áhrif á ferðamennsku og útivist en nokkur annar virkjanakostur sem skoðaður var. Landsvirkjun reisti tvær vind- myllur skammt frá Búrfelli í byrjun ársins 2013 sem hluta af rann- sóknar- og þróunarverkefni og eru þær enn í rekstri. Var markmiðið að rannsaka rekstur slíkra vindmylla við séríslenskar aðstæður, þ.á m. áhrif af ísingu, skafrenningi, ösku og sandfoki. Orkustofnun kynnti fyrr á þessu ári 34 vindorkukosti til fjórðu verk- efnisstjórnar rammaáætlunar, sem nú er að störfum. Ástæðan fyrir áhuga innlendra og erlendra orku- fyrirtækja er væntanlega sú að kostnaður við að koma upp vind- orkugörðum hefur farið lækkandi og þessi orkukostur er að verða sam- keppnisfær. Nýlega féllst Skipulagsstofnun á matsáætlanir fyrir mat á umhverfis- áhrifum vegna tveggja fyrirhugaðra vindorkuvera með skilyrðum. Það er annars vegar tillaga EM Orku að matsáætlun vegna allt að 130 MW vindorkuvers í landi Garpsdals í Reykhólahreppi. Hins vegar tillaga Storm-Orku að 80-130 MW vind- orkuveri í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vindmyllur Vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun reisti við Búrfell. Búrfellslundur endurhannaður  Nú gert ráð fyrir 30 vindmyllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.