Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020
✝ Haukur Bergfæddist 5. des-
ember 1933 að
Þingvöllum á Ak-
ureyri. Hann lést á
heimili sínu í Fífil-
gerði í Eyja-
fjarðarsveit að
morgni 7. ágúst
2020.
Foreldrar hans
voru Bergþóra
Stefánsdóttir frá
Kambhóli í Arnarneshreppi, f.
27. september 1900, d. 27. sept-
ember 1937 og Friðgeir H.
Berg, f. 8. júní 1883 á Grana-
stöðum í Köldukinn, d. 11. febr-
úar 1956. Eftirlifandi eiginkona
Hauks er Hildur Sigursteins-
dóttir frá Brimnesi í Ólafsfirði,
f. 4. mars 1936. Sonur þeirra er
Birgir Hauksson, f. 10. júlí
1967, eiginkona hans er Kristín
S. Bjarnadóttir, f. 13. júní 1968
mundur Freyr, f. 1979, Helgi, f.
1980, Jóhann, f. 1987 og Lilja
Hrönn, f. 1991. Barna-
barnabörn Hauks og Hildar eru
þrjú. Móðursystir Hauks, Þór-
unn Stefánsdóttir, f. 25. janúar
1895, d. 22. desember 1982 og
eiginmaður hennar Hjalti Frið-
finnsson, f. 17. maí 1904, d. 26.
maí 1956 tóku Hauk að sér eft-
ir andlát móður hans en þau
fóstruðu einnig frænku hans
Sólveigu Hermannsdóttur, f.
26. janúar 1932, d. 16. apríl
2006, sem var Hauki sem syst-
ir. Haukur ólst upp á Akureyri
og flutti síðar með fósturfor-
eldrum sínum að Draflastöðum
í Sölvadal. Hann fór ungur að
árum til sjós og stundaði sjóinn
árum saman ásamt bústörfum,
fyrst með fósturforeldrum sín-
um að Draflastöðum en svo að
Fífilgerði í Eyjafjarðarsveit,
þar sem hann tók síðar við búi
ásamt Hildi konu sinni.
Vegna samkomutakmarkana
fór útför Hauks fram í kyrr-
þey.
og sonur þeirra er
Kjartan Valur, f.
2007. Fyrir átti
Kristín Víking, f.
1990 og Sóleyju
Maríu, f. 1998.
Dóttir Hauks og
fyrrverandi eig-
inkonu hans, Bente
Anne Mortensen, f.
1940, er Bea Berg,
f. 1. mars 1961, bú-
sett í Svíþjóð.
Eiginmaður hennar er Peter
Andersson, f. 27. ágúst 1953 og
börn þeirra eru Marcus, f. 1990
og Olivia, f. 1994. Hildur eig-
inkona Hauks á tvö börn af
fyrra hjónabandi sem Haukur
gekk í föðurstað, Hörð Edvins-
son, f. 26. júlí 1957 og Hjördísi
Ástu Edvinsdóttur, f. 7. júlí
1959. Sambýlismaður Hjördísar
er Jónas Reynisson f. 1. júlí
1954. Börn Hjördísar eru Guð-
Honum Hauki tengdapabba
mínum var ekki fisjað saman
enda fæddur og uppalinn við að-
stæður sem kölluðu á að hann
stæði í lappirnar, harkaði af sér
og lærði að treysta á sjálfan sig.
Fæddur á aðventu árið 1933,
sonur einstæðrar móður, sem
lést frá honum úr berklum innan
við fjórum árum síðar, og föður
sem lét sig hann litlu varða og
Haukur kynntist aldrei. Hann
fékk skjól ásamt frænku sinni
Sólveigu hjá móðursystur sinni
og manni hennar, sem átti síðar
við andlega vanheilsu að stríða.
Níu ára bjó Haukur við svo
kröpp kjör og vinnuálag þar sem
hann hafði verið sendur í sveit að
hann veiktist og strauk við illan
leik heim, þar sem honum var
hjúkrað í nokkra daga eftir að
heim kom. Haukur gat alltaf
svalað forvitni minni um barn-
æsku sína af aðdáunarverðri
yfirvegun. Hver einasta frásögn
kallaði þó fram kökk í hálsi hjá
mér en á sama tíma öðlaðist ég
dýpri skilning á því hvaða mann
hann hafði að geyma, einstakan
öðling sem hafði slípast til og
þroskast í gegnum brothætt ár
bernskunnar. Hann var rökvís
og fastur fyrir þegar á þurfti að
halda og kom ávallt til dyranna
eins og hann var klæddur. Full-
komlega laus við yfirlæti, ráða-
góður og hlýr að leita til. Haukur
var ósérhlífinn og harðduglegur
vinnuþjarkur sem féll sjaldnast
verk úr hendi og úthaldið engu
líkt, enda var hann jafnan útitek-
inn og hraustlegur. Seigluna
hafði hann eflaust eflt með sér
þau ár sem hann stundaði sjóinn
á síðutogara frá unga aldri, með
kaldar hendur og litla hvíld í
löngum útiverum, meðal annars
á Nýfundnalandsmiðum. Haukur
ræktaði jörðina þannig að hægt
yrði að nýta hvern skika því ekki
er nú fyrir landrýminu að fara í
Fífilgerði. Þar ræktuðu þau
Haukur og Hildur af natni sinn
sælureit og bjuggu lengst af með
kýr, kindur og kartöflurækt. Það
var Hauki mikið gleðiefni þegar
við Birgir sonur hans tókum við
kartöfluræktinni, jörðin yrði þá
nýtt til gagns áfram og hann
fann starfsþreki sínu farveg til
framtíðar. Hann var vakinn og
sofinn yfir ræktuninni með okk-
ur allt til æviloka og úr þessu
varð dásamlegt samstarf þriggja
kynslóða í meira en áratug.
Barnabörnin lærðu seigluna af
afa sínum og við nutum okkar öll
saman í heilnæmri útivist og
samveru.
Haukur var skemmtilega út-
sjónarsamur, hugsaði í lausnum
og hafði sérlega skemmtilega
kímnigáfu. Hnyttin tilsvör hans
verða lengi í minnum höfð. Hann
var víðlesinn og fróður og ég
hafði séstaklega gaman af rök-
ræðum við hann. Það sagði svo
mikið um hann Hauk að ef hann
varð á endanum undan að láta þá
gerði hann það alltaf með bros á
vör og hló við. Fallega bláu aug-
un hans og andlitið allt með slíka
útgeislun að ekki var annað hægt
en smitast af.
Það voru sömu bláu augun
sem ég horfði í kvöldið áður en
Haukur dó og við vissum bæði
hvað var að gerast. Hann var
yfirvegaður en lúinn og feginn að
komast heim af sjúkrahúsi til að
fá að deyja þar. Ég hjúkraði hon-
um heima þessa síðustu nótt og
hann fékk það friðsæla andlát
sem hann átti svo skilið undir
morgun, umvafinn sínum nán-
ustu. Dýrmætar minningar hlýja
um hjartarætur, þakklæti efst í
huga.
Kristín S. Bjarnadóttir.
Elsku Haukur afi okkar var
engum líkur. Hann var hörku-
duglegur og mikill snillingur,
bæði í höndunum og ekki síður í
skemmtilegum tilsvörum og
blómstrandi skemmtilegum
húmor sínum. Afi átti skondin
svör við öllu og hætti aldrei að
koma okkur á óvart með hug-
myndaflugi sínu og aðdáunar-
verðum dugnaði. Við höfum átt
með honum ógleymanlegar
stundir við kartöfluupptekt dag
eftir dag á hverju hausti og það
mátti margt af honum afa læra.
Seigla hans var engu lík og aldrei
neitt volæði. Sem dæmi lenti
hann í slysi fyrir nokkrum árum
og hlaut óstöðugt hálsbrot, hann
afboðaði sig að vísu í ferming-
arveislu þann daginn en leitaði
ekki til læknis fyrr en þremur
dögum síðar og þá vegna lungna-
bólgu. Það hafði ekki hvarflað að
honum að hann væri hálsbrotinn,
þetta voru ekki það miklir verkir,
rétt aðeins með eymsli í öxlum
eftir fallið.
Hann afi var þolinmóður, blíð-
ur og góður og skipti aldrei skapi
þótt vélar biluðu eða eitthvað
gengi ekki upp strax. Hann hafði
líka einlægan áhuga á velferð
okkar allra, það fundum við svo
vel í allri hans umhyggju fyrir
okkur, ömmu og foreldrum okk-
ar. Kjartan Valur naut þess að
vera í pössun hjá afa og ömmu
sem gerðust dagforeldrar hans í
eitt og hálft ár þegar hann var
lítill, við það mynduðust sterk
tengsl og strengur sem aldrei
verður rofinn.
Við erum döpur að þurfa að
kveðja en á sama tíma svo þakk-
lát fyrir allar dýrmætu minning-
arnar sem kalla strax fram bros
og hlýju í hjarta. Við kveðjum
elsku afa með hluta úr ljóði sem
var ort til langalangafa okkar og
á svo vel við afa okkar líka sem
lét öðrum líða vel í kringum sig
og ræktaði jörðina af virðingu og
natni.
En hvað skal hryggð og harmur?
Slíkt hæfa finnst mér lítt,
því umhverfis þig ávallt
var öllum glatt og hlýtt.
Og hvar sem augað eygir
er afrek stór að sjá,
þau bera bónda vitni,
hvert blóm, hvert tré, hvert strá.
Þau hvísla ástarorðum
í aftanblænum hljótt,
og blómin til þín brosa
og bjóða góða nótt.
(Steingrímur Arason)
Elsku amma, þið afi voruð ein-
stök saman og við munum hjálpa
þér að minnast allra góðu stund-
anna með honum.
Víkingur, Sóley María
og Kjartan Valur.
Haukur Berg
Njörður Lions-
klúbbur kveður
góðan félaga.
Félagi okkar
Júlíus P. Guðjóns-
son, fv. stórkaupmaður, fæddist
6.1. 1934. Hann átti einn bróður
sem er dáinn og á tvær systur á
lífi. Faðir hans var frá Vest-
mannaeyjum en varð rakari í
Keflavík og kynntist konu sinni
Júlíus Petersen
Guðjónsson
✝ Júlíus PetersenGuðjónsson
fæddist 6. janúar
1934. Hann lést 11.
mars 2020. Útförin
fór fram 13. ágúst
2020.
þar. Árið 1949 fór
Júlíus með fjórum
vinum úr Keflavík
sem fyrstu nemar í
Skógarskóla sem
þá var nývígður.
Eru tveir enn á lífi
og hressir, annar
nú góður félagi í
Nirði, Emil Birnir
sem fór til Lux árið
1972 á vegum Loft-
leiða en kom heim
árið 2000 og gekk þá að áeggjan
Júlíusar og Sigurðar Sumarliða-
sonar vinar síns í Njörð árið
2001.
Júlíus flutti til Bandaríkj-
anna með foreldrum árið 1952
sem innflytjendur. Var hann
kallaður í herinn vegna her-
skyldu er hann hafði nýhafið
nám í verkfræði. Hermönnum
bauðst að starfa í Evrópu og
valdi hann að ljúka herskyld-
unni á Íslandi. Hingað kominn
áttaði herinn sig á að Júlíus var
Íslendingur og settu hann sem
túlk og leiðsögumann. Júlíus
kynntist konu sinni Elísabetu
Gunnarsdóttur er hún heimsótti
ættingja í Bandaríkjunum. Hún
var tilefni hans til þess að klára
herþjónustu hér heima. Þau
eignuðust þrjú börn. Gunnar
sonur hans gekk í Njörð stuttu
á undan Emil. Dæturnar tvær
og Gunnar eru öll á lífi. El-
ísabet dó árið 2000.
Júlíus var einn af stofnend-
um Njarðar 1960 og var því
meðlimur í 60 ár. Hann var
mikill „séntilmaður“, ávallt í vel
pressuðum buxum og skyrtu
með bindi og klút í brjóstvasa.
Hann var ræðinn, jákvæður,
minnugur og gjöfull, tók vel
undir í hjálparstarfi Njarðar og
hélt heraga í hópi frumkvöðla
Njarðar sem fóru til Blindra-
félagsins að lesa úr bókum á
spólur til að lána félagsmönnum
blindra. Honum var annt um
minnihlutahópa og tók málstað
lítilmagnans, hnyttinn í tilsvör-
um og ráðagóður. Hann kom
víða við í þjóðfélaginu, lagði vel
til allra en gekk oft nærri sjálf-
um sér við að gera öðrum gott,
slíkt var hjartalag hans. Hann
hafði ákveðnar skoðanir í póli-
tík, trúr sínum málstað.
Skemmtilegar voru sögur
hans frá árunum í Bandaríkj-
unum enda sögumaður góður.
Júlíus var formaður Njarðar
á árunum 1970 til 1971. Fyrir
dugnað og störf sín innan Lions
var hann gerður að Melvin Jon-
es-félaga í maí árið 1990, en það
er æðsta viðurkenning Lions á
heimsvísu.
Júlíus P., eða Júlli P. eins og
hann var ævinlega kallaður inn-
an klúbbsins, var ötull Lions-
maður með góða mætingu.
Hann flutti til Danmerkur með
dóttur sinni eftir að kona hans
dó um 2000. Hann bjó þar um
tíma en var strax mættur á
fund ef hann átti leið hingað.
Lífið var ekki alltaf létt hjá Júl-
íusi og erfiðast var honum að
verða ekkjumaður. Júlíus tók
svo upp sambúð árið 2010 með
Ásu Guðmundsdóttur, gamalli
skólasystur frá Skógum og jafn-
öldru sem þá var ekkja, og
bjuggu þau á Akranesi í eitt ár
og síðan á Hvolsvelli. Hann var
samt sem áður ötull að sækja
fundi. Ása andaðist 4. mars
2016 og Júlíus P. Guðjónsson
þann 11. mars 2020 eftir stutt
veikindi. Við Njarðarfélagar
minnumst Júlíusar með söknuði
og virðingu og sendum börnum
og öðrum ættingjum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Njarðar,
Arnar Hauksson, Emil
Birnir Sigurbjörnsson,
Hörður Sigurjónsson,
Daníel Þórarinsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar
Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir, mágur
og frændi,
RÖGNVALDUR INGI STEFÁNSSON,
Sauðárkróki,
lést laugardaginn 8. ágúst á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn
19. ágúst klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna er fjöldi gesta takmarkaður en athöfninni
verður streymt á Facebook-síðu Sauðárkrókskirkju.
Aðstandendur afþakka blóm og kransa en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Skagafjarðar.
Ólína Rut Rögnvaldsdóttir Stefán Jón Skarphéðinsson
Ólafur Björn Stefánsson Helga Daníelsdóttir
Skarphéðinn K. Stefánsson Hildur Haraldsdóttir
systkinabörn og fjölskyldur
Okkar ástkæra ættmóðir frá Fjalli,
JÓHANNA JÓNASDÓTTIR
Höfðatúni, Skagaströnd,
lést föstudaginn 7. ágúst.
Útför fer fram frá Hólaneskirkju á
Skagaströnd föstudaginn 21. ágúst
klukkan 14. Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis
fyrir nánustu fjölskyldu og vini.
Guðrún Angantýsdóttir
Bylgja Angantýsdóttir Halldór B. Einarsson
Dagný Björk Hannesdóttir
Sigurjón Gísli Snorrason Steinunn Berndsen
og afkomendur
Innilegar þakkir til þeirra er sendu kveðjur
og heiðruðu minningu
RAGNHEIÐAR HARALDSDÓTTUR,
Stóru-Mástungu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Dvalarheimilisins Grundar fyrir afar góða
umönnun.
Vaka Haraldsdóttir Ágúst Guðmundsson
Margrét Steinþórsdóttir
Haukur Haraldsson Anna Kr. Ásmundsdóttir
Bjarni Haraldsson
Kolbrún Haraldsdóttir Helgi Már Gunnarsson
Ragnar Haraldsson Kristín Ásta Jónsdóttir
Örn Haraldsson Sigrún Sigurjónsdóttir
og fjölskyldur
Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og bróðir,
ARI HARÐARSON,
Þinghólsbraut 73,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum hinn 6. ágúst.
Útför hans verður í Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 20. ágúst kl. 15. Vegna
samkomutakmarkana mun útförinni verða
streymt á https://bit.ly/3iEExta. Við
afþökkum blóm og kransa en þeim sem
vilja minnast Ara er bent á samtökin
Göngum saman.
Hjálmfríður Lilja Nikulásdóttir
Steinunn Aradóttir Mikkel Friberg
Örn Ýmir Arason Þórunn Ylfa Brynjólfsdóttir
Sólveig Anna Aradóttir Andrés Lárusdóttir
Andri Þór Arason Lóa, Sólveig og Vaka
Örn, Þórhalla og Jóhanna Harðarbörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR, SÆMUNDSEN
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við
Sléttuveg 12. ágúst.
Evald Sæmundsen Sigríður Hauksdóttir
Ari Kristján Sæmundsen Sigríður Ágústa Skúladóttir
Grímur Sæmundsen Björg Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn