Morgunblaðið - 17.08.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30-
13. Ingrid Kuhlman, fyrirlestur kl. 12.45. Kaffisala kl. 14.45-15:30. Allir
velkomnir í félagsstarfið, s: 411 2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handa-
vinnuhornið kl. 13-14.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram
eftir samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2ja metra
regluna. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í
síma 411 2790.
Garðabæ Jónshúsi/ félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta
hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá kl. 13.45 -15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur
fer frá Smiðju kl. 13.
Korpúlfar Leikfimi með sjúkraþjálfara kl. 9.30 í Borgum og verður
fram í miðjan ágúst, ekkert þátttökugjald. Gönguhópar ganga frá
Borgum og inni í Egilshöll kl. 10, ganga við allra hæfi. Morgunleikfimi
útvarpsins er á hverjum degi kl. 9.45 í Borgum. Dansnámskeið með
Auði kl. 13 í dag í Borgum, endilega mætið.
Seltjarnarnes Dagskrá félags og tómstundastarfs er í undirbúningi
og vonandi getum við hafið starfið með sem eðlilegustum hætti upp
úr mánaðamótunum. Í dag kíkjum við á krossgátur í kaffikróknum kl.
10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
Hybrid.
Flottasta typa með öllum búnaði.
Listaverð 6.690.000,-
Okkar verð er 800.000 lægra eða
5.890.000,-
Til sýnis á staðnum í nokkrum
litum.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
með
morgun-
Atvinnublað
Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569 1100
Allar auglýsingar birtast í
Mogganum, á mbl.is og finna.is
Elsku Magga
okkar, hvar sem þú
ert þá erum við
vissar um að þú lýs-
ir upp umhverfið
þitt með hlýrri og bjartri nær-
veru þinni, fallega brosinu, stóru
fallegu augunum þínum og rauða
síða hárinu sem einkenndi þig
alla tíð. Þær hrannast upp minn-
ingarnar með þér enda margt
brallað öll þessi ár og hláturinn
þinn heyrum við eins og þú sitjir
hér með okkur, grallarasvipur-
inn þinn er ljóslifandi í hugum
okkar og nærveran svo sterk að
hún er næstum áþreifanleg.
Og einmitt, þín fallega góða
nærvera. Þú „sást“ mann, varst
raunverulega til staðar fyrir fólk,
varst næm, djúp, einlæg og opin
og það gerði þig einstaka.
Greind, skapandi og frábær
tungumálamanneskja, áttir ekki
í vandræðum með að tala dönsku
eða þýsku eins og innfædd,
þurftir ekki nema fáa mánuði í
Þýskalandi til að landa þýskunni.
Þú bjóst aldrei í Danmörku en
landaðir henni samt líka, ein-
stakir hæfileikar.
Magga hafði frábæran húmor
og sagði svo skemmtilega frá að
stundum suðuðum við í henni að
segja okkur aftur það sem hún
hafði sagt áður. Hér er til dæmis
einn danskur brandari í hugan-
um sem ekki verður endursagð-
ur hér, það var hvernig hún
Magnea
Ólafsdóttir
✝ Magnea Ólafs-dóttir fæddist
28. nóvember 1969.
Hún lést 6. júlí
2020. Útförin fór
fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
sagðir hann sem
fékk okkur til þess
að springa úr hlátri
í hvert skipti.
Hún var líka
mjög góður penni
og skrifaði bæði
smásögur og yndis-
leg ljóð sem báru
einmitt vott um
næmni hennar og
einlægni en líka
sársauka sem hún
fékk sinn skerf af.
Hér er ljóð sem hún deildi í
vor undir yfirskriftinni Vírus-
áhrif.
Greini myrkur á miðjum degi
mótvind í logninu úti.
Greini sár í viðkvæmu sinni
þögul sitjandi inni.
Hver er tilgangur lífsins
lífsspor ólíkra bræðra?
Í þungum stíganda stefnum
stjórnlaust að feigðarósi.
Bjargvættur, ég bið þig að frelsa
þjóð mína úr ánauð græðgi!
Megi samkennd vonir vekja
vinarþel þér til handa.
Geisar nú óværa illskeytt
sem illska úr ríkinu neðra.
Blásum í baráttulúðra
biðjum hjálpar hið efra.
Þá mun hjálpræði hljótast
hljóðnar angist um nótt.
Birtir að björtum degi
með bæn, svo undurskjótt.
Sorgin yfir því að þú sért farin
er mikil. Við áttum sterkt sam-
band „æskurnar“, eins og við
köllum okkur stundum æskuvin-
konurnar en því miður var sam-
bandið of lítið síðustu árin. En
alltaf var það eins og við hefðum
heyrst í gær ef við hittumst eða
heyrðumst, þessi djúpu vina-
tengsl voru alltaf þarna. Síðast í
maí voru plön um að fara að hitt-
ast og það er óendanlega sárt að
þurfa að lifa með því að nú sé
það of seint. En þú lifir áfram í
hjörtum okkar elsku Magga og
við lifum í voninni um að við
munum hittast aftur og hlæja
saman á öðru tilverustigi, það
sefar örlítið sorgina og yljar okk-
ur um hjörtun.
Elsku Sara, þú varst auga-
steinn og stolt mömmu þinnar og
sjálft líf hennar í raun eins og
hún orðaði það í bréfi til einnar
okkar. Við vottum þér og öðrum
ástvinum okkar innilegustu sam-
úð. Hugur okkar er hjá ykkur og
við biðjum Guð að gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Við endum þetta með ljóði eft-
ir Möggu sem hún birti í apríl
síðastliðnum:
Stundum þegar orðin duga eigi
til að taka utan um sorgina,
sendi ég þér ljós.
Stundum þegar orðin duga eigi
til að sýna þér samhug,
sendi ég þér bros.
Stundum þegar óttinn bankar upp á,
þrái ég ekkert heitar en smá ljós
og bros frá þér.
Erla, Bára, Paula,
Þórdís, Helga, Tinna,
Rakel og Inga.
Sumt fólk litar lífið sterkari
litum en annað. Það átti svo
sannarlega við um elskulega
skólasystur okkar Magneu
Ólafsdóttur. Hún var einstök og
eftirtektarverð, eldklár,
skemmtileg og fögur. Rauða hár-
ið, hennar einkenni alla tíð, setti
sterkan svip á hana og oft fannst
manni persónuleikinn og hárið
renna saman. Litríkt og fallegt,
spennandi og öðruvísi. Magga
fór ekki alltaf troðnar slóðir, var
sjálfri sér samkvæm og lét eng-
an segja sér hvernig hún ætti að
vera. Hún var næmur samfélags-
rýnir og talaði fyrir réttlæti og
sanngjörnum heimi. Það var allt-
af gaman að vera í kringum
Möggu, hún lá ekki á skoðunum
sínum og hafði beittan húmor.
Við skólasystkinin höfum nú
kvatt sex félaga okkar úr hópn-
um langt fyrir aldur fram og við
syrgjum þau öll. Minningar af
æskuárum, úr skólastarfi og ut-
an, eru dýrmætar og það er stórt
skarð höggvið í hópinn með frá-
falli allra þeirra sem farin eru.
Kærleikurinn innan hópsins hef-
ur vaxið enn frekar með auknum
þroska og aldri og nú ríkir mikil
samkennd og er söknuður hóps-
ins áþreifanlegur.
Magga birti ljóð á Facebook-
síðu sinni í maí þar sem hún tjáir
sig um sorg og samúð, einstak-
lega fallegt og huggandi nú í ljósi
fráfalls hennar. Þar talar hún um
að senda ljós og bros til þeirra
sem eiga um sárt að binda og
það gerum við líka núna - send-
um ljós og hlýju til þeirra sem nú
syrgja og sakna. Kannski hest-
arnir sem hana dreymdi reglu-
lega hafi verið hennar eigin ör-
lagahestar, komnir til að sækja
hana. Þeir komu of snemma, allt
of snemma, en við erum samt
þakklát fyrir að hafa kynnst
henni, átt hana að og fengið að
njóta vinskapar hennar og hlýju.
Við sendum aðstandendum öllum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur, ekki síst Söru dóttur hennar
sem hún var svo afskaplega stolt
af. Megi ljúfar minningar af
sterkri og einstakri konu lifa og
styrkja aðstandendur í sorginni.
Hvíl í friði kæra skólasystir og
vinkona.
F.h. 1969-árgangsins í Kefla-
vík,
Hulda G. Geirsdóttir.
Elsku Geiri
frændi minn er far-
inn.
Óraunverulegt og
erfitt að meðtaka.
Vonandi líður honum betur á
nýjum slóðum, umvafinn miklum
gæðingum og hlýjum vorvindum.
Eftir sitja ástvinir sem syrgja
mikinn mann.
Geiri frændi hefur alltaf verið
til staðar í mínu lífi, hann var
stóri, trausti, hressi frændi minn
sem vildi allt fyrir alla gera. Hann
Ásgeir Rafn
Reynisson
✝ Ásgeir RafnReynisson
fæddist 8. desem-
ber 1961. Hann lést
30. júlí 2020.
Útför Ásgeirs
fór fram 12. ágúst
2020.
var mikið í sveitinni
okkar á okkar yngri
árum, á Svarfhóln-
um góða og þaðan á
ég óteljandi góðar
minningar um
frænda. Hann var
mikill dýra- og
mannvinur og
traustari vin var
ekki hægt að finna.
Árin liðu og alltaf
var jafn gott og
gaman að hitta á frænda, hann oft
í hestastússi sem var hans ær og
kýr. Hlutir voru aldrei neitt mál
og hversu oft heyrði maður setn-
inguna: „Maður lifandi frænka,
við reddum þessu!“
Sama gilti um bílaviðgerðir í
seinni tíð, öllu var reddað.
Manni leið alltaf óskaplega vel
eftir að hafa talað við frænda eða
hitt, hann var svo hlýr og jákvæð-
ur og sá alltaf það góða í fólki og
aðstæðum. Þannig man ég elsku
frænda. Gaman var að fylgjast
með fallegu sambandi hans við
Unni Grétu sína sem hann var
alltaf svo stoltur af og svo afa-
strákinn sinn.
Geiri hóf samband með Möllu
Hildi, frænku minni í hina ættina,
og svo bættust gullmolarnir
þeirra í hópinn hver af fætur öðr-
um og veit ég að frændi var svo
rígmontin af öllum stelpunum
sínum, minnti svolítið á annan
höfðingja, frænda sinn og afa
minn hann Rabba á Svarfhóli sem
ég veit að hann leit mikið upp til.
Á liðnum vetri tóku sig upp
erfið veikindi hjá frænda sem
hann náði sér því miður ekki upp
úr. Ég vona að honum líði betur
núna, elsku frænda.
Ég minnist Geira frænda með
miklum hlýhug og við Rabbi
sendum ástvinum hans öllum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hittumst síðar frændi.
Hugrún Íris Jónsdóttir.
Elsku Geiri frændi er fallinn
frá. Það er sárt að sjá á eftir slík-
um höfðingja sem ég leit svo mik-
ið upp til. Það var ávallt gott að
leita til þín, svo úrræðagóður og
viljugur til að hjálpa manni, það
var aldrei nein fyrirstaða. Nær-
vera þín var svo hlý og góð. Alltaf
varst þú glaður og smitaðir alla í
kringum þig af hlátri. Það var sko
engin lognmolla í kringum þig
enda var það ekki í okkar anda.
Þú hélst alla tíð mikið upp á afa
Rabba líkt og ég gerði og gátum
við gleymt okkur við minningar
og gamlar sögur úr sveitinni sem
þú unnir svo heitt. Hestamennsk-
an átti hug okkar allan á tímabili
og sótti ég stíft í að vera með í öllu
fjörinu sem henni fylgdi. Minn-
ingarnar streyma í gegnum huga
minn um einstaklega hjartagóðan
og ljúfan dreng sem vildi öllum
vel. Ég vil þakka þér fyrir allt og
allt.
Kæri frændi minn, þangað til
við hittumst að nýju, er minn tími
kemur.
Kær kveðja,
Hildur Jónsdóttir.
Elsku amma
mín. Nú ertu farin
en ég vona að þér
líði betur þar sem
þú ert núna. Ég
veit að afi var ef-
laust orðinn óþreyjufullur og
það veitir huggun að vita að nú
séuð þið saman í sumarlandinu
að sóla ykkur.
Eygerður
Bjarnadóttir
✝ EygerðurBjarnadóttir
fæddist 22. mars
1932. Hún lést 2.
ágúst 2020. Útförin
fór fram í kyrrþey.
Hún amma Eyga
var allt sem amma
á að vera. Hlý og
góð, en líka alltaf
með köku og mjólk
á boðstólnum. Hjá
ömmu fengum við
alltaf bestu brúnu
kökuna beint úr
frystinum. Amma
bakaði líka alltaf
loftkökur bara fyrir
mig. Amma var
bara þannig amma, svo góð.
Hún saumaði líka og hugsaði
vel um garðinn sinn á Þrasta-
hrauninu. Þar þótti mér alltaf
gaman að leika. Að klifra á
steinunum og þar sem ekki
mátti og skoða blómin. Þrasta-
hraunið var algert ævintýri og
það voru þvílík forréttindi að fá
að koma þangað að leika.
Ég á svo ofsalega hlýjar og
góðar minningar frá því að hafa
verið hjá ömmu og afa. Afi að
stríða og amma að bardúsa í
eldhúsinu. Það var bara svo
gaman og svo gott að vera þar.
Að liggja á mjúka teppinu að
spila, að skoða mósaíkina inni á
baði eða sitja við eldhúsborðið
og bíða eftir köku.
Elsku amma, ég veit þið afi
eruð nú saman aftur eins og þið
eigið að vera og að þið hugsið
vel um hana Erlu okkar þar til
við hittumst öll aftur. Takk fyrir
allt.
Þitt barnabarn,
Lovísa.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Minningargreinar